Morgunblaðið - 04.08.1989, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 04.08.1989, Blaðsíða 17
17 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. ÁGÚST 1989 Misheppnuð lending Sovéskri orrustuþotu af g'erðinni Mig-29 hlekkt- ist á í lendingu á flugvelli í bænum Kuopio í Finnlandi í gær. Flugmaðurinn hafði nýlokið list- flugi á þotunni en hún tók þátt i flugsýningu í Kuopio. Fallhlíf sem notuð er til að draga úr hraða eftir lendingu slitnaði af og dugði flug- brautin því ekki til að stöðva þotuna. Fór hún í gegnum öryggisnet og hafnaði utan brautar. Flugmanninn sakaði ekki og litlar sem engar skemmdir urðu á þotunni. Mál farþega með KAL 007 sem Sovétmenn skutu niður: Viljandi vanrækslu áhafii- ar kennt um hvernig fór Washington. Reuter. Alríkisdómstóll í Bandaríkjun- um úrskurðaði á miðvikudag að áhöfh þotu Kóreska flugfélagsins hefði gerst sek um viljandi van- rækslu sem valdið hefði því að þotan var skotin niður í sovéskri lofthelgi 1. september 1983. Var flugfélagið dæmt til að greiða aðstandendum 137 farþega og starfsliðs 50 milljónir dala, eða 2,9 milljarða ísl. kr., í skaðabætur til viðbótar við hefðbundnar skaðabætur í málum sem þessu. Talsmenn Kóreska flugfélagsins segjast ætla að áfrýja dómnum. Ails fórust 269 manns með Flugi 007 frá New York til Seoul í Suður- Kóreu, með viðkomu í Anchorage í Alaska, þegar sovéskar orrustu- þotur skutu vélina niður. Lögmenn ættingja hinna látnu héldu því fram að áhöfnin hefði vitað að vélin hefði farið út af leið skömmu eftir flug- tak í Anchorage. Samt sem áður hefði stefnunni ekki verið breytt. Kviðdómi þótti sannað að áhöfnin hefði sýnt gáleysi þegOr hún fór viljandi af leið og flaug vélinni yfir hættusvæði þar sem Sovétmenn höfðu áður skotið niður flugvélar. Þessi vanræksla hefði valdið því að kóreska þotan var skotin niður. Kviðdómur úrskurðaði einnig að Kóreska flugfélagið skyldi greiða aðstandendum samtals 50 milljónir dala óháð þeim bótum sem fengjust dæmdar í skaðabótamálum víðs vegar um Bandaríkin. Konurnar vilja bíl eða skilnað Yaounje í Kamerún. Reuter. KAMERÚNSK poppstjarna, Ob- ama Essoma de Feu, kom í gær fyrir rétt, þar sem 33,3% eigin- kvenna hans — 15 af 45 — hafa stefnt honum. Þær krefjast skiln- aðar frá karli, kaupi hann ekki handa þeim bíl. Obama er ekki einungis löglega kvæntur 45 konum heldur er hann trúlofaður 15 til viðbótar. Hann sagði fyrir réttinum að honum kæmi ekki til húgar að kaupa téða bifreið þar sem konurnar 15 kæ- must fráleitt fyrir í henni. Kvaðst hann hins vegar vera að safna fyr- ir lítilli rútu, sem eiginkvennaher- inn kæmist fyrir í. Obama, sem notar sviðsnafnið Mongo Faya, er í daglegu tali nefndur „Kvennakonungurinn" í Kamerún. Þar í landi tíðkást fjöl- kvæni. Fórnarlömb Stalíns grafin í Katyn-skógi Moskvu. Reuter. FORNARLOMB ógnarstjórnar Jósefs Stalíns, fyrrum Sovétleiðtoga, voru m.a. grafin í Katyn-skógi á Qórða áratugnum, að því er segir í grein í nýjasta hefti tímaritsins Moskvufréttir. Vitað er að þar liggja grafiiir rúmlega 4.000 pólskir hermenn en ýmsir hafa fúllyrt að sovéskar hersveitir hafi tekið þá af lífí á árum síðari heimsstyrj- aldarinnar. Þetta er í fyrsta skipti sem greint er frá því að andstæðingar Stalíns hafi verið grafnir í Katyn-skógi. Sovétmenn hafa fram til þessa hald- ið því fram að hersveitir nasista hafi myrt pólsku hermennina en að undanförnu hafa birst greinar í sovéskum blöðum og tímaritum þar sem tekið hefur verið undir ásakan- ir ýmissa Pólverja sem kenna Sovét- mönnum glæpinn. Greinin í Moskvufréttum er byggð á viðtölum við gamalt fólk sem bjó í nágrenninu á fjórða ára- tugnum. Einn viðmælenda greinar- höfundar segir að svæðið hafi ekki verið girt af á þessum tíma og því • hafi grafirnar blasað við hveijum þeim sem leið átti um. Annar kveð- ur börn í nágrenninu hafa stolið fötum af líkunum og hinn þriðji segist hafa fundið lík 18 Sovét- borgara í fjöldagröf í Katyn-skógi árið 1943. I greininni segir og að liðsmenn sovésku öryggislögreglunnar, KGB, hafi freistað þess að rannsaka mál- ið. Þeir hafi hins vegar ekki fundið nein sönnunargögn að frátöldu skjali einu þar sem fram komi að börn hafi fundið fjöldagröf í skógin- um árið 1937. Fyrr í vikunni skýrði sovéska dagblaðið Komsomolskaja Pravda frá því að fjöldagröf með líkum rúmlega 46.000 manna hefði fund- ist skammt frá Leníngrad og að fólkið hefði verið myrt seint á fjórða áratugnum og fram á þann sjötta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.