Morgunblaðið - 04.08.1989, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 04.08.1989, Blaðsíða 32
32 MORGÚNBLAÐIÐ FÖSTÚDAGOt! ÁgOST'1989 ' E ■ *< . X- - ^ 4 nrgimlílWiil* Bladu) sem þú vaknar vió! Gerum hálendið að þjóðgarði Til Velvakanda. Eg vil taka undir tillögu Böðvars Bragasonar, lögreglu- stjóra, sem nýlega birtist í ein- hveiju dagblaðanna, þar sem hann stingur upp á því að við gerum hálendið að einum þjóðgarði og að sérstaklega þjálfað fólk leið- beini ferðamönnum um þjóðgarð- inn. í Bandaríkjunum eru þau svæði, sem eru eitthvað sérstæð eða sérlega viðkvæm fyrir átroðn- ingi, friðlýst. Þar gilda ákveðnar umgengnisreglur og til að auð- velda fólki að skoða svæðið og ganga um það eru lagðir göngustígar. Til að koma í veg fyrir of mikla umferð er stundum sett á ítala, þ.e. að sá íjöldi sem kemst á svæðið í einu er takmark- aður. A viðkvæmustu staðina má aðeins fara í fylgd sérþjálfaðra leiðsögumanna. Á undanfönum árum hefur sú hugmynd nokkrum sinnum skotið upp kollinum að gera hálendið allt að einu friðlýstu svæði, þjóðgarði, en þá hefur allt ætlað vitlaust að verða og þeir sem stjórna ferða- málunum kölluðu það að skerða persónufrelsið eða skerða ferða- frelsið. Það mátti ekki einu sinni nefna það á nafn að hafa eftirlit með hálendisvegunum úr lofti á vorin þegar bleyta er að fara úr vegunum. Og menn stukku hæð sína af vonsku ef minnst var á ítölu og ef einhveijum datt í hug að einhver viðkvæmur staður á hálendinu gæti aðeins tekið við ákveðnum fjölda af ferðamönnum í einu. En ætli flestir séu ekki sammála um það núna að eftirlits- flug lögreglunnar sl. vor var nauð- synlegt. Hver veit nema það hafi forðað manntjóni og komið í veg fyrir náttúruspjöll. Það sem gefur tilefni til að gera hálendið að þjóð- garði er í fyrsta lagi sú staðreynd að þar eru margar okkar dýrmæt- ustu og sérstæðustu náttúruperlur sem margar hveijar eiga engan sinn líka. I öðru lagi er gróðurinn á hálendinu viðkvæmur og þolir illa þann troðning sem óhjákvæmi- lega fylgir umferð manna og far- artækja. í þriðja lagi leynast á hálendinu margvíslegar hættur sem ferðamenn átta sig ekki alltaf á, ekki einu sinni við hinir inn- fæddu. Þar verður að fara um með gát og af kunnáttu. Hálendið hefur slíka sérstöðu að það kallar á friðlýsingu. í fjórða lagi, ef litið er á málið frá sjónarhóli ferðaþjón- ustunnar, þá yrði friðlýsing há- lendisins sterk landkynning og til að auka forvitni og áhuga ferða- manna. Þær ráðstafanir sem fylgja friðlýsingunni myndu hins vegar verða til þess að hálendið gæti að skaðlausu tekið á móti meiri umferð (ef henni er stjórn- að). í fimmta lagi myndi aukinn ferðamannastraumur auka at- vinnu hjá íslendingum, því að auð- vitað eigum við sjálf að taka á móti okkar gestum og fylgja þeim um hálendið. Við eigum því að sérþjálfa okkar eigin leiðsögu- menn til að leiðbeina ferðamönn- um um hálendið. Það nær engri átt, ef það er satt, að útlendingar eigi greiða leið til að gerast leiðsögumenn um hálendi íslands, m.a.s. útlendingar sem aldrei hafa komið til landsins áður og þekkja lítið staðhætti hér, hvað þá staðreyndir um land og þjóð. Rútubílstjóri, sem þekkir þessi mál af eigin reynslu, hefur sagt mér að þessir útlendu leið- sögumenn tali yfirleitt ekki íslensku og ef bílstjórinn talar ekki tungumál útlendingsins (oft- ast er það ‘þá þýska eða franska) þá gangi oft brösuglega að koma nauðsynlegustu skilaboðum og ábendingum á framfæri. Þessi bílstjóri sagði mér að honum virt- ist engar kröfur vera gerðar til útlendinganna til að þeir mættu taka að sér þá ábyrgð sem fylgir því að leiðbeina ferðamönnum um landið, enda fari þeim fjölgandi með hveiju ári. Hann taldi að í 25% ferðanna væru erlendir leið- sögumenn. Ef íslendingur vill verða leiðsögumaður verður hann hins vegar að fara á strangt nám- skeið. Þessu þarf að breyta hið snar- asta ef ferðaþjónustan á að verða sá vaxtarbroddur fyrir íslenskt atvinnulíf sem oft er talað um. En hugmyndin um að gera hálend- ið að einum þjóðgarði er hér með studd og væri fróðlegt að heyra fleiri raddir um það. „Pjallafrík“ C> fli* EIMNOTA MYMDAVÉL 3SMM CAMEBA WITH F I L M KS FRA KODAK! Enn býöur Kodak nýjan valkost: Myndavél sem er einnota, 35 mm vél með 400 ASA litfilmu. er handhægur gripur sem sniðinn er fýrir myndatöku utandyra. Hún er létt í hendi og í notkun og gæðin eru hreint ótrúleg! Allir geta tekið myndir á og hún fæst l UMBOÐIÐ á öllum helstu filmusölustöðum. •" Engin þræðing eða losun filmu. • Hentug í bílinn (hanskahólfiðlj. Þegar „hin" mynda- vélin bilar eða gleymist. Skemmtileg gjöf, • Kjörin fyrir börn eða • Tilvalin í ferðalagið. skýrar myndir. byrjendur. AUK/SlA k91-210.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.