Morgunblaðið - 12.08.1989, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 12.08.1989, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 1989 Holiday Inn er til sölu Humarvertíðin framlengd: Teljum að humar- inn sé ofveiddur - segir Egill Jónasson hjá KASK HUMARVERTIÐIN hefur verið framlengd um fímm daga, eða til 20. ágúst næstkomandi. „Við er- um óánægðir með þessa fram- lengingu og teljum að humarinn sé ofveiddur,“ sagði Egill Jónas- son yfirverkstjóri í frystihúsi Kaupfélags Austur-Skaftfellinga á Höfti í Hornafirði, í samtali við Morgunblaðið. Árni Kolbeinsson, ráðuneytissljóri í sjávarútvegs- ráðuneytinu, sagði að allmargir ættu eftir af humarkvótum sínum og því hafi verið ákveðið að fram- lengja humarvertíðina. „Humarvertíðin hefur áður verið framlengd og mig minnir að það hafi til dæmis verið gert í fyrra,“ sagði Ámi Kolbeinsson. Hann sagði að þessi vertíð og sú síðasta hefðu ekki gengið nógu vel. „Við höfum talað við mjög marga og sumum finnst að framlenging vertíðarinnar geti komið sér vel,“ sagði Árni. Hann sagði að humarkvótinn í ár væri 2.100 tonn og óvíst væri hvort mönnum tækist að veiða hann all- an. Kvótinn hefði verið 2.600 tonn í fyrra en þá hefðu einungis veiðst 2.440 tonn. Egill Jónasson sagði að humar- veiðin væri nú heldur skárri en í fyrra. Menn teldu hins vegar að verið væri að veiða of smáan hum- ar. „Humarinn fer smækkandi og nú eru menn að veiða humar sem þeir hefðu ekki litið við fyrir fjómm ámm,“ sagði Egill. Hann sagði að KASK væri með mikið meira af heilum humri en í fyrra og meira verð fengist fyrir hann en slitinn humar. Húsnæðismiðlun stúdenta: Helmingi fleiri leigu- samningar en í fyrra RÚMLEGA helmingi fleiri leigu- samningar hafa nú verið gerðir fyrir milligöngu Húsnæðismiðl- unar stúdenta heldur en á sama tíma i fyrra. Nú hafa 54 samning- ar verið gérðir, en um þetta leyti í fyrra voru þeir 25. Alls voru undirritaðir 135 samningar fyrir tilstilli húsnæðismiðlunarinnar á síðasta ári. staka ábyrgðartryggingu stúdenta, sem bæti skemmdir á leiguhúsnæði fyrir allt að 400 þúsund krónur. Stúdentar séu almennt mjög traust- ir og góðir leigjendur og á því ári, sem ábyrgðartryggingin hafi verið í boði, hafi ekki þurft að bæta eitt einasta tjón með henni. Morgunblaðið/Rúnar Þór Gróðrarskúr RIGNINGASAMT var í Eyjafirði í gær, ferðamönnum til hrelling- ar, en bændum, sem lokið hafa fyrri slætti, til blessunar. Úrkoma á Akureyri í gær mældist tæplega 9 millimetrar. Ætti gras- spretta því að taka við sér og auka heyfeng bænda frammi í Eyjafirði í seinni slætti til muna. Samningsdrög fyrirliggjandi um kaup Texaco á 28% í Olís Texaco vill eðlileg viðskipti Olís við Landsbankann og bankinn vill Texaco inn í félagið SAMNINGSDRÖG um kaup Texaco á 28% hlutabréfa í Olís liggja nú fyrir eftir mikil fiindahöld. Sljórnir olíufélaganna eiga þó eftir að Qalla um samningsdrögin og gert er ráð fyrir endanlegri niður- stöðu innan fárra vikna. Fulltrúar Olís hittu stjórnendur Lands- bankans í gærmorgun, þar skiptu menn með sér verkum til að fara yfir stöðu mála á næstunni. Að sögn stjómarformanns Olís vilja Texacomenn sjá eðlileg viðskipti Olís við bankann áður en samningur er undirritaður. Hann kveðst ekki gera ráð fyrir að Olís kaupi olíu af öðmm en Rússum í kjölfar samningsins. Húsnæðismiðlun stúdenta hóf starfsemi sína í júní og er gert ráð fyrir að hún starfi fram á vor. Hún er til húsa á skrifstofu Stúdenta- ráðs Háskóla íslands í stúdenta- heimilinu við Hringbraut. Þjónusta húsnæðismiðlunarinnar er veitt bæði stúdentum og leigusölum, þeim að kostnaðarlausu. Að sögn Jónasar Fr. Jónssonar, formanns Stúdentaráðs, er fjöldi stúdenta úti á leigumarkaðinum og margir þeirra enn húsnæðislausir, þrátt fyrir að starf húsnæðismiðlun- arinnar hafi gengið vel í sumar. Hann segir að miklir kostir fylgi því, bæði fyrir stúdenta og leigu- sala, að skipta við Húsnæðismiðlun- ina. Til dæmis hafi þar nýlega ver- ið tekið í notkun leitarforrit, sem tryggi hraða og góða þjónustu og auk þess geti leigusalar gefið ná- kvæm fyrirmæli um, hvemig leigj- endur þeir vilji og þurfi því ekki að renna blint í sjóinn í þeim efnum. Jónas segir, að ennfremur geti leigusalar eða leigjendur keypt sér- Ríkissjóður: Viðræður Olís við Texaco hafa staðið frá því í nóvember og segir Tryggvi Geirsson, stjómarformað- ur Olís, að þrátt fyrir ábyrgðir sem Olís fékk gegnum Alþýðubankann hjá Privatbanken í Danmörku leggi Texaco mikið upp úr að eðli- leg samskipti náist við Lands- sú upphæð 260 milljónum króna. Hvað greiðslur úr ríkissjóði varð- ar em helstu frávik greiðslur vegna lífeyris- og sjúkratrygginga um 850 milljónir króna, að mestu til greiðslu skulda frá fyrri árum. Niðurgreiðsl- ur hækkuðu að raungildi um 200 milljónir króna. Síðan bætist við það sem æðsta stjóm ríkisins og ráðu- neyti hafa farið fram úr greiðslu- heimildum. Hlutfallslega hefur æðsta stjórn ríkisins farið mest fram úr greiðslu- heimildum. Þær námu 295 milljón- um króna en greiðslur urðu 350 milljónir eða 55 milljónir umfram heimildir. Hvað einstakar upphæðir bankann. Vitaskuld telji stjórn Olís þetta ekki síður mikilvægt. Frá ársbyrjun hafi Olís engin bankaviðskipti haft hérlendis um opnun ábyrgða og útvegun er- lendra lána til olíukaupa. Forsvarsmenn Landsbankans og Olís hittust í gærmorgun og þá var skipað í undimefndir til að kanna stöðu mála næstu daga. „Þetta beinist vitaskuld að því hvemig Olís ætli að greiða van- skilaskuldir sínar við bankann," varðar fer heilbrigðis-og trygginga- málaráðuneytið mest fram úr heim- ildum eða um 770 milljónir króna. Heimildir ráðuneytisins námu rúm- um 14 milljörðum en greiðslur reyndust 14,8 milljarðar króna. Af öðmm ráðuneytum má nefna að menntamálaráðuneytið fór 164 milljónir fram úr greiðsluheimild- um. Landbúnaðarráðuneytið fór 269 milljónir fram úr greiðsluheim- ildum. Dómsmálaráðuneytið fór 192 milljónir fram úr greiðsluheim- ildum, íjármálaráðuneytið 260 milljónir, viðskiptaráðuneytið 166 milljónir og fjárlaga-og hagsýslu- stofnun 228 milljónir. HOLIDAY INN-hótelið í Reykjavík er nú til sölu. Iðnaðar- bankinn og Glitnir hf. yfirtóku rekstur hótelsins þann 1. maí sl. af þrotabúi Guðbjarnar Guðjóns- sonar sf. þar sem gjaldþrot blasti við fyrirtækinu. Jaftiframt var ákveðið að steftia að sölu á hótel- inu á fijálsum markaði, að sögn Péturs Guðmundarsonar, hæsta- réttarlögmanns, sem ráðinn hef- ur verið til að aðstoða Iðnaðar- bankann og Glitni við söluna. Eitt hundrað herbergi eru í hót- elinu auk veitinga- og ráðstefiiu- sala. Um söluverð hótelsins vildi Pétur ekkert Ijá sig, en hann sagði að nokkrar fyrirspurnir hefðu borist um hótelið, aðallega erlendis frá. Holiday Inn var opnað um mitt ár 1987. Eigandi þess var Guðbjörn Guðjónsson sf. Vegna fjárhagserf- iðleika var fyrirtækinu veitt greiðslustöðvun haustið 1988, en í lok mars 1989 var ijóst að gjald- þrot blasti við. Þá keyptu Iðnaðar- bankinn og Glitnir hótelið af þrota- búinu. Nýr hótelstjóri, Wilhelm Wessman, var ráðinn, auk þéss sem reksturinn hefur verið endurskipu- lagður. Pétur segir að skipulags- breytingamar hafi haft mjög já- kvæð áhrif á reksturinn í sumar. Samkvæmt bankalögum, er við- skiptabönkum ekki heimilt að reka til langframa önnur fyrirtæki. Hins vegar'er þeim heimilt að yfirtaka fyrirtæki til að tryggja fjármuni sína og kröfur. segir Tryggvi Geirsson, „og í framhaldi af því að koma á eðlileg- um samskiptum félagsins og Landsbankans. í því felst meðal annars opnun ábyrgða og milli- ganga um erlend lán vegna farma.“ Sverrir Hermannsson banka- stjóri Landsbankans kveðst telja það geta haft úrslitaþýðingu ef Texaco kæmi inn í Olís og yki á hlutafé fyrirtækisins. Hann segir að á næstunni verði athugað hver sé raunvemleg skuldastaða Olís við bankann með vöxtum og drátt- arvöxtum, og ábyrgðarmál verði könnuð. í sendinefnd Texaco voru þrír menn frá höfuðstöðvum fyrirtæk- isins í Bandaríkjunum og jafn margir frá Danmörku. Banda- ríkjamennirnir héldu utan í gær- dag og Danirnir fara í dag. -----♦---------- Borgin kaupi hús Sjóvár- Almennra Á FUNDI borgarráðs í gær var samþykkt að Reykjavíkurborg festi kaup á húseigninni Síðu- múla 39. Þar voru Almennar tryggingar áður til liúsa en nú fyrirtækið Sjóvá-Almennar. Kaupverð hússins er 90 milljónir króna. Ráðgert er að þar verði í framtíðinni til húsa starfsemi Fé- lagsmálastofnunar en hún fer nú fram á fimm stöðum í borginni. Innheimta fyrrihluta ársins 2 milljarðar umfram áætlun Útgjöldin 1,9 milljarðar umfram áætlun INNHEIMTAR tekjur rikissjóðs fyrstu sex mánuði ársins námu alls 34,4 miHjörðum króna. Hinsvegar gerðu áætlanir ríkissjóðs, í flárlög- um, ráð fyrir að innheimtan næmi 32,4 milljörðum króna. Því hefiir ríkissjóður innheimt 2 milljarða umfiram áætlun. Á móti kemur að gjöld ríkissjóðs á sama tíma fóru 1,9 milljarða króna fram úr áætl- un. Gert var ráð fyrir að gjöldin yrðu 36,9 milljarðar króna en þau reyndust 38,8 milljarðar króna. Þessar upplýsingar er að finna í skýrslu Ríkisendurskoðunar um framkvæmd fjárlaga á fyrri helm- iiigi þessa árs. Helstu frávik í inn- heimtu ríkissjóðs á þessum tíma eru að innheimta beinna skatta reyndist 13% hærri en áætlað var og svarar það til 825 milljóna króna. Fjár- magnstekjur urðu 43,1% hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir og sam- svarar það 710 milljónum króna. Innheimta skatta vegna launa- tengdra gjalda varð 21% umfram áætlanir eða 436 milljónir króna. Skattar af sölu gjaldeyris urðu tvö- falt meiri en áætlað var og nemur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.