Morgunblaðið - 12.08.1989, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 12.08.1989, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 1989 5 t í í i i I ÍSLENSKU fyrirtækin sem stjórnvöld í Mexíkó hafa lýst áhuga á að eiga viðskipti við eru, að sögn Ingjalds Hannibals- sonar framkvæmdastjóra Ut- flutningsráðs íslands, Icecon, Marel, Meka, Isvélar, Sæplast, Plastos, Kassagerðin, Plastþrent og Traust-verksmiðja. Þessi fyr- irtæki framleiða vélar og tæki fyrir sjávarútveg og sinna mark- aðsráðgjöf og útfluningi á þekk- ingu á honum. í viðræðum Ólafs Ragnars Grímssonar fjármálaráðherra við mexíkönsk stjórnvöld, sem sagt var frá í Morgunblaðinu á fimmtudag, kom fram að Mexíkanar þurfa á aðstoð að halda í sjávarútvegi þar sem þá skortir reynslu í meðferð og vinnslu aflans og á sviði mark- aðssetningar og vörudreifingar. Því var ákveðið að koma á fót íslenskum útflutningsmarkaði í landinu. „Tiltekin fyrirtæki verða látin vita af áhuga mexíkanskra stjórn- valda í dag, sagði Ingjaldur Hanni- balsson í samtali við Morgunblaðið í gærmorgun. í framhaldi af því verður haldinn fundur með þessum fyrirtækjum þar sem Olafur Ragnar Grímsson mun gera nánari grein fyrir viðræðum sínum við mexí- kanska ráðamenn." Stjórnvöld í Mexíkó óskuðu eftir ítarlegri skýrslu með útfærslu á hugsanlegu sölumagni, söluverði, þjónustumöguleikum og greiðslu- skilmálum að sögn fjármálaráð- Ríkisútvarpið: Fimm sækja um stöðu tón- listarstjóra FIMM umsækjendur eru um stöðu tónlistarstjóra Ríkisút- varpsins. Tveir umsækjendanna óska nafhleyndar. Þeir sem ekki óska nafnleyndar eru Bergþóra Jónsdóttir, Guðbrand- ur Einarsson og Sigurður Einars- son. Núverandi tónlistarstjóri Ríkisútvarpsins er Jón Örn Marin- ósson. Hann lætur af störfum 1. septmber. Umsóknirnar fimm voru lagðar fyrir útvarpsráð í gær. Næsti fund- ur ráðsins er næstkomandi föstu- dag. herra. Skýrslan á að vera tilbúin í byrjun september og verður þá kynnt fyrir mexíkönskum stjórn- völdum. Ekki er ólíklegt að fleiri fyrir- tæki en þau sem þegar hafa verið nefnd eigi eftir að koma inn í mynd- ina að sögn Ingjaldar Hannibalsson- ar. Hann nefndi Sölusamtök lag- metis og jafnvel fleiri íslensk fyrir- tæki með viðskipti í Bandaríkjun- um. Hann sagðist telja víst að Mex- íkanar hefðu áhuga á Bandaríkja- markaði. Verðbólgan róm 20% VÍSTALA framfærslukostnaðar var 1,4% hærri í ágústbyrjun en hún var í júlí eða 128,5 stig mið- að við grunninn 100 i maí 1988. Samsvarandi vísitala miðað við eldri grunn er 315 stig. Undan- farna þijá mánuði hefúr vísitaian hækkað um 5,1% og jafngildir sú hækkun 21,9% hækkun á heilu ári, en sé tekið mið af síðastliðn- um 12 mánuðum liefur fram- færsluvísitalan hækkað um 17,6%. Af þessari 1,4% hækkun vísi- tölunnar í júlímánuði má nefna að 1,8% hækkun á matvöru olli um 0,4% hækkun hennar. Hækkun áfengis um 8,3% þann 19. júlí olli 0,1% hækkun og 10,8% hækkun tóbaks sama dag olli 0,2% hækkun. Hækkun á ferðalögum olli 0,3% hækkun og verðhækkun ýmissa annarra vöru- og þjónustuliða olli 0,6% hækkun. Á móti kemur lækk- un fjármagnskostnaðar sem olli um 0,2% lækkun á vísitölunni. Alþjóðasamband verslunarmanna: Framkvæmdastjórnin fundar í Reykjavík FRAMKVÆMDASTJORN Alþjóðasambands verslunarmanna hélt fund sinn í Reykjavík fyrri hluta þessarar viku. Þar var einkum rætt um undirbúning næsta þings sambandsins, sem fara á lram í San Fransisco í Bandarikjununi árið 1991. í Alþjóðasambandi verslunarmanna eru rúmlega 9 milljónir manna í um 300 aðildarfélögum í 83 ríkjum. Fimm manna framkvæmdastjórn sambands- ins heldur fundi tvisvar á ári og er þetta í fyrsta skipti sem slíkur fundur er haldinn hér á Iandi. Drýgið tekjumar! Endurvinnslan hf. tekur við einnota öl- og gosdrykkjaumbúðum gegn skilagjaldi. Á móttökustöðum er skilagjaldið greitt út í hönd. Til að flýta fyrir afgreiðslu eru menn beðnir að flokka umbúðir og setja áldósir í einn poka, plastdósir og -flöskur í annan og einnota gler- flöskur í þann þriðja. Móttökustaðir eru opnir virká daga frá mánudegi til föstudags. Á söfnunarstöðum er tekið við óflokkuðum umbúðum. Pær eru merktar og fluttar til Endur- vinnslunnar í Reykjavík sem sendir eiganda ávísun fyrir skilagjaldinu í pósti. Miðað er við að menn safni a.m.k. 100 umbúðum í einn poka áður en honum er skilað á söfnunarstað. Upplýsingar um afgreiðslustað og tíma eru auglýstar á hverjum stað. Söfnunarstaðin Borgarnes Ólafsvík Grundarfjörður Stykkishólmur Búðardalur Patreksfjörður Tálknafjörður Bíldudalur Pingeyri Flateyri Suðureyri Bolungarvík Súðavík Hólmavík Hvammstangi Blönduós Skagaströnd Sauðárkrókur Siglufjörður Ólafsfjörður Dalvík Húsavík Kópasker Raufarhöfn Þórshöfn Vopnafjörður Egilsstaðir Seyðisfjörður Neskaupstaður Eskifjörður Reyðarfjörður Búðir Stöðvarfjörður Breiðdalsvík Djúpivogur Höfn Kirkjubæjarklaustur Vík Hvolsvöllur Hella Hveragerði Laugarvatn Stokkseyri Þorlákshöfn Grindavík Endurvinnsla stuðlar að hreinna umhverfi, heilbrigðara verðmætamati og er auk þess dágóð búbót fyrir duglega safnara. tmmmuMM Nýtt úr notuðu Móttökustaðir: Reykjavík: Dugguvogur 2, opið kl. 13-18. Við Jaðarsel (hverfisstöð Gatnamálastjóra), opið kl. 13-18. í skemmu við Eiðisgraijda, opið kl. 13-18. Kópavogur: Við Fífuhvammsveg, opið kl. 13-18. Hafnarfjörður: Vinnuskóli við Flatahraun, opið kl. 13-18. Akranes: Smiðjuvellir 3, opið kl. 9-12. ísafjörður: Hjallavegur 11, opið kl. 20-22. Akureyri: Við KA-heimilið, opið kl. 13-18. Vestmannaeyjar: Kaupfélag Vestmannaeyja, opið á verslunartíma. Selfoss: Vörumóttaka Kaupfélags Árnesinga, opið kl. 13-17:30. Keflavík: Iðavellir 9B, opið kl. 14-18. Sjávarútvcffur í Mexíkó: Mexíkanar vilja viðskipti við níu íslensk fyrii'tæki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.