Morgunblaðið - 12.08.1989, Page 16
16
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. AGUST 1989
Hlaupista
, brott
Tvær víetnamskar
konur sjást hér
laumast út úr Sek
Kong-flótta-
mannabúðunum í
Hong Kong á
fímmtudag. Flótta-
fólkinu er haldið í
búðunum þar tii
það getur sannað
að flótt.inn hafl
fyrst og fremst
verið af pólitískum
ástæðum en ekki
vegna fátæktar í
heimalandinu.
—-------------
?é|t$ r''' '•=
Reuter
Kína:
Lífstíðardómar fyrir að
smána líkneski af Maó
Peking. Reuter.
KÍNVERSKUR dómstóll hefiir dæmt þrjá menn í lífstíðarfangelsi,
20 og 16 ár, fyrir að ata risastórt líkneski af Maó Tsetung á Torgi
hins himneska friðar í Peking bleki og málningu, meðan andóf
gegn sfjórnvöldum stóð þar yfir í maí.
Kvöldblað í Peking sagði, að
dómurinn hefði fundið Yu Zhijian,
Yu Dongyue og Lu Decheng, alla
úr Hunan-héraði, seka um „and-
byltingarlega skemmdarstarfsemi
og andbyltingaráróður". Fangels-
Verkföll á
frönskum
flugvöllum
París. Reuter.
FRANSKIR rafvirkjar sem
starfa á flugvöllum þar í landi
samþykktu á fímmtudag að
heQa fimm daga verkfall þar eð
ekki hefði verið gengið að kröf-
um þeirra um hærri laun. Búist
er við að farþegaflug muni rask-
ast verulega um helgina sökum
þessa.
Talsmaður flugmálayfirvalda
kvaðst búast við því að tafir yrðu
einkum á ferðum flugvéla milli
Bretlands og Frakklands en áhrifa
verkfallsins mun að líkindum gæta
víða í Evrópu. Rafvirkjamir sjá
um viðhald tölvu- og ratsjárbúnað-
ar sem notaður er við flugum-
ferðarstjóm en þetta er í þriðja
skiptið á rúmum mánuði sem þeir
leggja niður störf.
isdómar þessir em meðal fárra
dóma, sem stjómvöld hafa greint
frá opinberlega, frá því að herinn
barði með harðri hendi niður and-
ófið á Torgi hins himneska friðar
3. og 4. júní síðastliðinn og drap
þúsundir stjómarandstæðinga.
Mennirnir þrír settu upp „áróð-
ursskilti“ á torginu og hentu blek-
byttum og plastpokum fullum af
málningu í styttuna 23. maí, að
sögn blaðsins.
„Þeir notfærðu sér upplausnar-
ástandið í Peking til að setja upp
skilti með afturhaldsáróðri, fluttu
áróðursræður og stóðu fyrir and-
byltingarlegri skemmdarstarfsemi
á Torgi hins himneska friðar,"
sagði blaðið og vitnaði þar í dóms-
orðin yfir mönnunum. „Þeir eiga
harða refsingu skilið."
Grænland:
Banvænn lifr-
ar sjúkdómur
rannsakaður
Kuupniannnhöfn. Frá N. J. Bruun, frétta-
ritara Morgunblaðsins.
ARFGENGUR, sjaldgæfúr lifrar-
sjúkdómur hefúr orðið 30 græn-
lenskum börnum að fjörtjóni á
þessum áratug og verður nú gerð
rannsón á hegðun og útbreiðslu
hans á austurströndinni þar sem
hann hefúr heijað, einkum um-
hverfis Ammassalik. Ótti við
veikina hefúr valdið því að í
mörgum fjölskyldum hafa konur
verið hvattar til að flytja til ann-
arra héraða til að koma í veg
fyrir að væntanleg börn deyi fyr-
ir aldur fram.
Engin böm, sem fengið hafa
sjúkdóminn, hafa náð 12 ára aldri.
Latneska heitið á honum er Cole-
statia Familiaris Grönlandica og er
hann afar sjaldgæfur en hefur þó
greinst í nokkrum löndum auk
'Grænlands, þ. á m. Belgíu, Banda-
ríkjunum, Chile og Marokkó. í bæj-
unum Isortoq, Kuumiut og Kulusuk
á austurströndinni óttast margir að
veikin verði til þess að efnahagsleg-
ur grundvöllur byggðar á stöðunum
hrynji vegna fólksflótta, að sögn
grænlenska blaðsins Sermitsiak.
Stefnt er að því að allir 150 íbú-
ar Isortoq gangist undir nákvæma
heilbrigðisrannsókn sem gerð verð-
ur af dönskum læknum með sér-
þekkingu á bamasjúkdómum og
arfgengi. Sem stendur er reynt að
bjarga lífí sjö ára drengs sem er
með sjúkdóminn og á að græða í
hann nýja lifur í Belgíu.
Reuter
Bandarískur þingmaður
týndur í Eþíópíu
Bandarískur gervihnöttur greindi í gær öðru sinni merki sem
mögulegt er að séu neyðarköll frá flugvél sem hvarf í Eþíópiu á
mánudag, að sögn bandariska sendiráðsins í Addis Ababa, höfúð-
borg landsins. Með vélinni var meðal ahnarra bandaríski fúlltrúa-
deildarþingmaðurinn Mickey Leland sem var að kanna aðstæður
í flóttamannabúðum í vesturhluta landsins. Eþiópískir björgunar-
menn stefna nú á staðinn þar sem fyrra merkið var sent frá á
fimmtudag en hann er í fjalllendi sunnarlega í landinu, um 200
km frá fyrirhugaðri flugleið Twin Otter-vélarinnar. Á myndinni
sjást bandarískir hermenn ýta einni af fjórum Blackhawk-þyrlum,
sem sendar voru til að aðstoða við leit að týndu flugvélinni, fram
hjá sovéskri flugvél í Addis Ababa.
Noregur:
Vaxandi tap hjá stærsta
tölvufyrirtæki landsins
Ósló. Reuter.
ROLF Skaar, stjórnarformaður
tölvufyrirtækisins Norsk Data,
Tugþúsundir Pólverja
1 mótmælaverkföllum
Varsjá. Reuter.
TUGÞÚSUNDIR Pólveija í
Gdansk (Danzig) og nágrenni
hennar, tóku þátt í klukkustund-
arlöngu mótmælaverkfalli í gær.
Vildi fólkið mótmæla gífúrlegum
verðhækkunum á matvöru í
síðustu viku.
Talið er að alls hafi um 80.000
félagar í Samstöðu og þúsundir
annarra Pólveija tekið þátt í verk-
fallinu, en í fyrri viku hækkaði verð
á matvöru um allt að 500%. Að
sögn leiðtoga Samstöðu var þátt-
takan í verkfallinu mun meiri en
þejr höfðu búist við, jafnvel í verk-
smiðjum þar sem Samstaða hefur
ekki haft mikinn stuðning til þessa.
hefúr sagt af sér. Hann stofriaði
fyrirtækið fyrir 22 árum og gerði
það að stórveldi i norskum iðnaði
en miklar breytingar standa nú
fyrir dyrum í rekstrinum.
Norsk Data, sem rekið hefur
verið með tapi síðustu 18 mánuð-
ina, tilkynnti áfsögn Skaars á
fimmtudag. Fylgdi það með, að tap-
ið á fyrri helmingi þessa árs væri
meira en á sama tíma 1988. í til-
kynningunni sagði, að Erik Enge-
bretsen, aðstoðarforstjóri Norsk
Data, tæki við embætti Skaars.
Búist er við, að tapið á fyrri helm-
ingi þessa árs muni nema um 240
milljónum norskra króna (ríflega
tveimur milljörðum fsl. kr.), en var
136 millj. nkr. (ríflega 1,1 milljarð-
ur ísl. kr.) á sama tíma í fyrra.
„Það er nauðsynlegt að endurskipu-
leggja fyrirtækið til að komast í
meiri nálægð við markaðinn og
tengja betur ábyrgð og árangur í
einstökum rekstrareiningum þess,“
segir Engebretsen. Er ætlunin að
skipta fyrirtækinu upp í sjálfstæðar
einingar.
í janúarmánuði síðastliðnum
voru gerðar miklar breytingar á
rekstri Norsk Data og meðal ann-
ars sagt upp um fimmtungi allra
starfsmanna eða 800 manns.
Sérfræðingar segja, að fyrirtæk-
ið hafi ekki verið nægilega fljótt
að bregðast við harðnandi sam-
keppni á heimsmarkaðnum.
Sovétmenn vilja selja
MiG-29 til Vesturlanda
Abbotsford í Bresku Kólumbíu. Reuter.
SOVÉSKIR embættismenn, sem viðstaddir eru kanadiska flugsýningu
í Abbotsford í Bresku Kólumbíu, sögðu á fimmtudag að þeir hefðu
hug á að selja orrustuþotuna MiG-29 hvert á land sem er, svo framar-
lega sem kaupandinn er reiðubúinn að láta 20 milljónir Bandarikja-
dala fyrir eintakið. Segja Rússar að ekkert sé því til fyrirstöðu að
ríki Atlantshafsbandalagsins kaupi orrustuþotuna.
„Það spyija okkur margir hvort Belosvet, sem er í 108 manna
við myndum selja þotuna til Banda-
ríkjanna eða Kanada,“ sagði Ana-
tolíj Belosvet, hönnuður hjá MiG-
verksmiðjunum, í samtali við Reut-
ers-fréttastofuna. „Svarið er já.“
Að vísu tók hann fram að ef af
slíkri sölu yrði, væri ekki nema
undirstöðubúnaður í vélinni.
Að sögn Belosvets hefur orrustu-
þotan, sem flogið getur á meira en
tvöföldum hljóðhraða og þykir eink-
ar lipur, þegar verið seld til íraks,
Sýrlands, Júgóslavíu og Indlands.
sovéskri sendinefnd við flugsýning-
una, sagði að bandarískur vopna-
sali hefði þegar sýnt vélinni áhuga
í því skyni að selja hana áfram til
annarra landa. „Við höfum rætt
saman í Moskvu, en ekkert hefur
verið ákveðið ennþá,“ sagði Belos-
vet, sem vildi ekki gefa upp nafn
vopnasalans. Hann sagði að breski
flugherinn hefði einnnig sýnt mál-
inu áhuga, en taldi að fulltrúar
hans hefðu meira verið að þreifa
fyrir sér í gamni en alvöru.
Sovétmenn komu með tvær
MiG-29 þotur til flugsýningarinnar;
annars vegar eins sætis orrustuþotu
og hins vegar tveggja sæta þjálfun-
arvél. Þetta er í fyrsta skipti sem
orrustuþota sovéska flughersins
kemur til Norður-Ameríku.
Sovétmenn sýna einnig An-225
flutningavél á sýningunni, en það
er stærsta flutningaflugvél heims-
ins, með tvöfalt meiri burðargetu
en júmbóþotan Boeing 747. Að sögn
sovésku fulltrúanna hyggjast þeir
leita frekar fyrir sér um sölu á so-
véskum flugvélum á næstu árum.
Anatolíj Kvottsjúr, flugmaðurinn
sem lifði af brotlendingu MiG-29
vélar sinnar á Parísarflugsýning-
unni fyrr á árinu, og Valeríj
Menítskíj, yfirtilraunaflugmaður
MiG-29 orrustuþota eins og Sovétmenn segjast vera reiðubúnir að
selja til Vesturlanda.
MiG, kváðust báðir vonsviknir yfir
því að bandarískir og kanadískir
flugmenn orrustuþotunnar F-18
Hornet skyldu ekki hafa tekið
áskorun sinni um að skiptast á þot-
um við sig í eitt flug. Sovéska sendi-
nefndin bauð þetta í síðustu viku
en kanadíski flugherinn afþakkaði
boðið. Að sögn bandarískra stjórn-
arerindreka er flugher Banda-
ríkjanna ennþá að velta boðinu fyr-
ir sér.
F-18 Hornet er að mörgu leyti
sambærileg við MiG-29, en hver
þeirra kostar á bilinu 27-35 milljón-
ir Bandaríkjadala eftir því hvaða
rafeindabúnaður er um borð.
Sú tegund MiG-29, sem Sovét-
menn selja úr landi er sérstaklega
ætluð til útflutnings og því ekki
jafn vel búin tækjum og þær, sem
Sovétmenn nota sjálfir. Hins vegar
segjast Sovétmenn geta búið þot-
una samkvæmt séróskum hvers
kaupanda. Vélin getur borið allt að
sex flugskeytum til loftbardaga, 30
mm fallbyssu, auk sprengna og eld-
flauga til árása á skotmörk á jörðu
niðri.