Morgunblaðið - 12.08.1989, Side 21

Morgunblaðið - 12.08.1989, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 1989 21 GARÐAR hjá kartöflubændum í Eyjafirði líta nú orðið all sæmi- Iega út þrátt fyrir að ekki hafi verið sett niður fyrr en um miðjan júnímánuð. Venjulega hafa bændur sett niður kartöflur um og upp úr miðjum maí og fram í byijun júní, en vegna þess hversu seint voraði hér í Eyjafirði, hófu kartöflubændur ekki að setja niður fyrr en komið var vel fram í júní. Hlýindi í sumar og votviðri að undanfornu virðast hins vegar ætla að ger það að verkum að kartöfluuppskera verði eins og í góðu meðalári. „Garðar líta mjög vel út, og plasti á tveimur þriðja úr hektara fáum við hlýindi og rigningu við hæfi á næstu vikum, má búast við að uppskera verði þokkaleg hjá karöflubændum hér í ár,“ sagði Sveinberg Laxdal, formaður Fé- lags kartöflubænda í Eyjafirði, þegar hann var inntur eftir horfum með uppskeru í sumar. Sveinberg sagði að hlýindi í júl- ímánuði hefðu verið tveimur gráð- um fyrir ofan meðallag, og að það hefði haft sitt að segja til að bæta upp það sem tapaðist í kuldunum í vor. „Kartöflubændur hér í Eyjafirði eru því orðnir sæmilega bjartsýn- ir, miðað við það hvemig ástandið var í vor, og uppskeru frá okkur verður að vænta á markað í byijun september," sagði Sveinberg að lokum. Eiríkur Sigfússon á Sílastöðum bjóst hins vegar við því að taka upp nú um miðjan mánuðinn, en hann hefur ræktað kartöflur undir í sumar. „Sú ræktun hefur gengið mjög vel og ég reikna með að taka upp úr þessum reit á næstunni,“ sagði Eiríkur, og sagði að kannski yrði sú uppskera sett á markað á Akur- eyri. „Mér virðist sem hlýindin í sum- ar og vætan að undanförnu ætla að vinna upp kuldann í vor, þann- ig að útlitið er gott eins og sakir standa; rakinn sem beðið hefur verið eftir í sumar er greinilega kominn,“ sagði Eiríkur, og kvaðst vonast til að taka upp úr öðrum reitum í kringum 10. september. Morgunblaðið/Rúnar Þór Heyrðu snöggvast Snati minn „Áhugi á íslenskum firaeðum fer vaxandi“ Bjöm Steinar Sólbergsson Sumartón- leikar í Akureyr- arkirkju SÍÐUSTU sumartónleikarnir að sinni verða um helgina i Akureyrarkirkju. Þá mun Bjöm Steinar Sólbergsson, organisti, flytja verk eftir franska tónskáldið Olivier Messiaen. Tónleikarnir verða einungis í Akureyrarkirkju, og hefjast þeir klukkan 17.00 á sunnudag. Björn Steinar verður svo með tónleika á Hundadögum ’89, en það er listahátíð sem haldin er í Reykjavík í þessum mán- uði, og ýmsir aðilar standa að. Þar á meðal er Kaþólska kirkj- an, og verða tónleikar Björns Steinars í Kristskirkju laugar- daginn 19. ágúst. Kartöfluuppskeran: Hólavatn: Kaffisala á sunnu- daginn STARFI sumarbúða KFUM og KFUK á Akureyri lýkur á morg- un, sunnudaginn 13. ágúst, og eins og undanfarin ár verður efiit til kaffisölu í húsi félaganna við Hólavatn í Eyjafirði. Hefst kaffisalan klukkan 14.30 og stendur til klukkan 18.00. Kaffisalan er liður í fjáröflun fyrir sumarstarfið, en einnig er henni ætlað að efla tengsl foreldra og annarra áhugamanna við sum- arbúðirnar. Fimm hópar barna hafa dvalið á vegum Sumarbúða KFUM og KFUK að Hólavatni í sumar, og hefur dvalartími hvers hóps verið 7-10 dagar. Það er von forráðamanna sum- arbúðanna, að sem flestir leggi leið sína að Hólavatni á morgun og njóti þar kaffiveitinga. . Gott útlit þrátt fyrir kalt vor - spjallað við dr. Kirsten Wolf, próf- essor í íslenskum fræðum í Manitoba MEÐAL fyrirlesara á ráðstefiiunni Líf undir leiðarstjörnu var dr. Kirsten Wolf, forstöðumaður deildar í íslenskum fræðum við Mani- toba-háskóla, en við þeirra stöðu tók hún fyrir réttu ári síðan af Haraldi Bessasyni, rektor Háskólans á Akureyri. Kirsten nam íslensk fræði við Háskóla íslands að ioknu stúdentsprófí í Dan- mörku, og lauk héðan BA-prófi. Frá Islandi hélt hún til London þar sem hún lauk cand. mag. prófi og síðan doktorsprófi, og fjall- aði lokaritgerð hennar um Gyðingasögu Brands Jónssonar, Hóla- biskups. Kirsten var fyrst spurð að því hvort mikill áhugi væri í Norður- Ameríku á íslensku eða íslenskum bókmenntum. „Það verður að segjast að áhugi fólks á þessum slóðum á íslensku máli eða íslenskum bókmenntum er frekar lítið þegar á heildina er litið, en hann fer samt vaxandi," sagði Kirsten Wolf í viðtali að loknu erindi hennar um Melkólfs sögu og Salomons konungs. „íslenska er ekki kennd nema við 6-7 háskóla í Kanada eða Bandaríkjunum, og þar að auki eru ekki mjög margir sem geta kennt þessi fræði. Manitoba-háskóli er eini háskólinn sem hefur sérstaka íslenskudeild, en í hinum skólunum er íslenska einungis hluti af deild- um þar sem skandinavísk fræði eru kennd. í þessum deildum er áhersl- an vitanlega mest á kennslu í öðr- um norrænum málum en íslensku, og er það eðlileg afleiðing þess, að ijöldi innflytjenda frá hinum Norðurlöndunum var mun meiri heldur en frá íslandi," sagði Kirst- en. Hún sagði að mestur áhugi á íslensku og íslenskum menningar- arfi væri þar sem íslendingar hefðu aðallega sest að, og sagði að þær byggðir væru í Norður-Dakota og í Manitoba. „Það eru aðallega afkomendur Vestur-íslendinga sem stunda nám við íslenskudeildina í háskólanum í Manitoba, en það er samt áber- andi að áhugi annarra á þessum fræðum er að aukast, þannig að það er ekki lengur hægt að ganga að því sem vísu að allir stúdentarn- ir í deildinni séu af íslensku bergi brotnir," sagði Kirsten. íslendingasögur og norræn goðafræði er það sem nemendur komast fyrst í kynni við, og sagði hún að áhugi nemenda væri mest- ur á miðaldabókmenntum Islands. „Það er éinnig nokkuð áberandi að áhugi fólks hefur kviknað á þessum miðaldaarfi Islendinga, eftir að hafa lesið Njálu eða Eyr- byggju í þýðingum, og skemmtun- in af lestri þessara bóka hefur verið það mikill að því langar til að kynnast þeim betur.“ Áhuga á forníslensku sagði hún vera töluverðan, en hins vegar væri áhugi stúdenta á nútíma íslensku verulega minni. Á hveiju ári er samt einn stúdent styrktur til náms hér á íslandi, þannig að alltaf eru einhveijir sem leggja á sig þetta nám. „Rað eru einungis afkomendur Vestur-íslendinganna sem áhuga hafa á nútíma íslensku, en það ber að gleðjast yfir honum, því sú kyn- slóð sem nú er að Vaxa úr grasi, og jafnvel er kominn vel á þrítugs- aldur, kann ekki nema eitt eða tvö orð í málinu, og þá aðallega bölv og ragn. Það má því segja að íslenskan sé að deyja út i byggðum íslendinga í Kanada. Þessi þróun er hins vegar mjög skiljanleg í ijósi þess að foreldrar þessa fólks hafa ólíkan uppruna, og því engin íslenska töluð á heimilinu. Sú kyn- slóð sem komin er yfir fertugt, kann hins vegar sitt af hveiju í íslensku, þó hún kannski ekki treysti sér til að tala hana,“ sagði Kirsten. Morgunblaðið/Rúnar Þór Kirsten Wolf, prófessor í íslensk- um fræðum við Manitoba-háskóla í Kanada. Eitt af störfum hennar í Kanada hefur verið að ferðast um íslend- ingabyggðir og halda fyrirlestra um íslenskt mál og íslenska menn- ingu, auk þess sem hún hefur unn- ið að þvi að kynna þá starfsemi sem íslenskudeildin við Manitoba háskóla gengst fyrir. „Það er svo margt sem getur haft áhrif á áhuga fólks, og t.d. tel ég að heimsókn forseta ís- lands, Vigdísar Finnbogadóttur, muni hafa töluverð áhrif til að glæða áhuga fólks á menningu og tungu íslenskra forfeðra sinna, og jafnvel hafa áhrif á aðsókn að íslenskudeildinni við háskólann í Manitoba," sagði Kirsten Wolf að lokum. Smíðakennarar Vegna óvæntra forfalla vantar smíðakennara í eina stöðu við grunnskólann á Akureyri. Nánari upplýsingar í síma 96-27245. Skólafulltrúi. p | Meim en þú geturímyndaó þér!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.