Morgunblaðið - 12.08.1989, Page 24
24
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12, ÁGÚST 1989
Miniiing:
Oktavía Jónasdóttir
frá Leysingjastöðum
Fædd 14. júní 1912
Dáin 2. ágúst 1989
Oktavía Jónasóttir fæddist hinn
14. júní árið 1912 að Marðarnúpi
í Vatnsdal, Austur-Húnavatnssýslu.
Hún var dóttir Jónasar Bergmann
Guðmundssonar og konu hans,
Kristínar Guðmundsdóttur.
Árið 1938 giftist hún Halldóri
Jónssyni frá Brekku í Húnaþingi,
síðar bónda á Leysingjastöðum. Þau
eignuðust einn son, Jónas Halldórs-
son, en hann fæddist 10. maí árið
1936, og fórst í hörmulegu slysi
hinn 23. ágúst 1973. Jónas og kona
hans, Ingibjörg Baldursdóttir, eign-
uðust 4 böm, tvíburana Oktavíu og
Sigríði, Þórkötlu og Baldur. Auk
Jónasar ólu þau hjónin upp tvö fóst-
urbörn, Ástu Margréti Gunnars-
dóttur, nú búsetta á Siglufirði, og
Jón Tryggva Kristjánsson, sem býr
í Garðabæ. Halldór Jónsson lést í
janúar 1983, þá 79 ára að aldri.
Fyrstu hjúskaparárin vora þau
Oktavía og Halldór búsett á Akri,
þar sem Halldór var ráðsmaður hjá
Jóni Pálmasyni alþingismanni, en
árið 1947 fluttu þau að Leysingja-
stöðum i Húnaþingi, en þá jörð
höfðu þau keypt árið 1938.
Jónas sonur þeirra, sem þá var
10 eða 11 ára gamall lærði snemma
að tefla, og kom fljótlega í ljós að
þar var afburða skákmaður á ferð.
Þrátt fyrir annir við sveitastörf, og
þá einangrun sem þeim fylgdi, varð
Jónas 5 sinnum skákmeistari Norð-
urlands, og oft komu frægir skák-
t
Ástkær móðir okkar,
KARÓLÍNA SIGURÐARDÓTTIR,
Vestmannabraut 73,
andaðist í sjúkrahúsi Vestmannaeyja fimmtudaginn 10. ágúst.
Geirlaug Jónsdóttir,
Kristín Jónsdóttir,
Margrét Jónsdóttir,
Sigurður Jónsson.
t
Þökkum af alhug auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför
móður okkar, tengdamóður og ömmu,
AÐALHEIÐAR M. JÓHANNSDÓTTUR,
Stóragerði 38.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki öldrunarlækningadeildar
Borgarspítalans.
Guðmundur Hallgrímsson,
Jóhanna H. Gunnarsd. Hinz, Hans Gunnar Hinz,
Ingibjörg Sigurðardóttir,
Sverrir S. Gunnarsson, Sigríður H. Gunnarsdóttir,
Hörður S. Gunnarsson, Ása Sólveig,
Aðalheiður Birna Gunnarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Þökkum af alhug auðsýnda samúð og hlýju vegna andláts ást-
kærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa,
BENEDIKTS BOGASONAR
verkfræðings og alþingismanns.
Sérstakar þakkir færum víð Borgaraflokknum.
Unnur S. Magnúsdóttir,
Magnús G. Benediktsson, Birgitta Thorsteinson,
Hólmfrfður Benediktsdóttir, Þorgils Ingvarsson,
Unnur Ylfa Magnúsdóttir.
t
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför föður
okkar, tengdaföður, afa og langafa,
GUÐLAUGS STEFÁNSSONAR,
Helgafellsbraut 21,
Vestmannaeyjum.
Inga og Ólafur M. Kristinsson,
Guðfinna Guðlaugsdóttir,
barnabörn og langafabarn.
t
Þökkum innilega vináttu, hlýhug og samúð vegna fráfalls ástkærs
eiginmanns míns, föður, tengdaföður, sonar, bróður og afa,
MAGNÚSAR ÞÓRARINS GUÐMUNDSSONAR
skipstjóra,
Ólafsvík,
er fórst með Sæborgu SH 7. mars sl.
Elísabet Mortensen,
Maríanna Björg Arnardóttir, Sigurður Hafsteinsson,
Hafrún Freyja Sigurðardóttir,
Guðmundur Magnússon, Magðalena Magnúsdóttir,
Guðmundur Þórarinsson, Magðalena Kristjánsdóttir,
Elisabet Þórdís Guðmundsd., Ágúst Tómasson,
Kristján Guðmundsson, Kristjana Árnadóttir,
Margrét Rögnvaldsdóttir.
menn heim að Leysingjastöðum til
að tefla við Jónas.
Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi
að fá að dveljast nokkur sumur í
sveit á Leysingjastöðum hjá þessu
heiðursfólki. Mér er þá minnisstætt
er ég kom þangað í fyrsta sinn
árið 1962, þá 9 ára gamall, til sum-
ardvalar. Heimilsfólkið tók vel á
móti mér eins og þeirra var von og
vísa, og var þessi fyrsta heimsókn
mín vísirinn að ógleymanlegum
kynnum við fólk sem kunni að
meta fleira en veraldleg gæði.
Á þessum áram var margt; heim-
ili á Leysingjastöðum, því auk
þeirra sem getið er hér að ofan
bjuggu tvö gamalmenni á heimilinu,
og man ég einungis eftir þeim sem
Fríðu og Júlíusi. í þá daga var
minna um elliheimili en nú er, og
reyndi því á sveitunga með dvalar-
stað í ellinni. Þrátt fyrir að margt
Fæddur 26. ágústl966
Dáinn 30. júlí 1989
Það er erfitt að trúa og sætta
sig við að einn besti vinur manns
sé hrifinn á brott aðeins 23 ára að
aldri.
Já, Raggi minn er dáinn. Ég var
að enda við að setja bréf í póst til
hans þegar hringt var í mig og mér
sagt frá slysinu. Þó svo ég hafi
þekkt Ragga í mörg ár var það
ekki fyrr en rétt eftir páska, þegar
hann bauð mér í fyrstu flugferðina,
að við urðum perluvinir. Aldrei
hvarflaði það að mér að kvöldið
áður en ég fór út yrði okkar síðasta
kveðjustund.
Raggi var einn af þeim sem öllum
þykir vænt um, hann vann hug og
hjörtu allra sein horium kynntust.
Það flnnst mér heldur ekkert
skrítið, það var alltaf svo gott að
tala við hann. Þeir voru ófáir
tímarnir sem við eyddum í að spjaila
um lífið og tilveruna. Hann var einn
sá einlægasti og traustasti vinur
sem ég hef átt. Það er sárt til þess
að vita að hafa hann ekki lengur á
meðal okkar, en ég vil trúa því að
það sé tilgangur með þessu öllu og
Birting af-
mælis og
minningar-
greina
Morgunblaðið tekur af-
mælis- og minningargreinar
til birtingar endurgjaldsláust.
Tekið er við greinum á rit-
sljóm blaðsins á 2. hæð í Aðal-
stræti 6, Reykjavík og á skrif-
stofu blaðsins í Hafnarstræti
85, Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að
greinar verða að berast með
góðum fyrirvara. Þannig verður
grein, sem birtast á í miðviku-
dagsblaði að berast síðdegis á
mánudegi og hliðstætt er með
greinar aðra daga.
væri í heimili dró Oktavía aldrei af
sér við útiverkin, og er það mér
afar minnisstætt hve mikil vinnu-
gleði hennar var við hin daglegu
störf, hvort sem var í heyskap, þar
sem öll tún vora hreinrökuð eftir
vélarnar til að ekkert færi til spill-
is, eða við veiði í Hópinu, þar sem
hún lagði net og dró silung í soðið
í mörg ár. Aldrei brást það að Otta
vitjaði um netin kvölds og morgna
á meðan veiðitíminn stóð, og skipti
þá ekki máli hvemig viðraði. Það
var sérstætt við þessa veiði, að allt-
af óð hún út í ískalt vatnið, og
ekki vora vöðlur notaðar nema
endram og eins.
Rafvæðing sveita var í fullum
gangi um þetta leyti, og kom raf-
magn að Leysingjastöðum árið
1965. Fram að þeim tíma var yfír-
leitt notast við steinolíulampa og
kerti til lýsingar, en við elda-
mennsku og bakstur var notuð for-
láta kokseldavél.
Viðbrigðin við að koma úr
Reykjavík í sveitina við þessar að-
stæður vora geysileg, auk þess sem
þetta þótti mikið ferðalag í þá daga.
Það hvíldi ævintýrablær yfír bæn-
um þeirra Ottu og Halldórs, og
uðra til margar kynjamyndir í huga
borgarbarnsins þegar bjarmi frá
kertaljósi varpaði smá ljósglætu út
á hlað, út frá eldhúsglugganum þar
sem oftast var setið þegar tími
gafst til, á kvöldin.
Það var margt brallað á Leys-
ingjastöðum í þá daga, og mætti
rifja upp margár sögur af þeim
vettvangi. Ekki er það þó meining-
in, en eitt atvik nefndi Otta oft eft-
ir að dvöl minni á Leysingjastöðum
lauk, en það var þegar tveir ungir
piltar tóku upp á því að sjóða sér
egg í gömlum niðursuðudósum þeg-
ar þeir vora sendir í hænsnakofann
að kvöldi hvers dags. Var þetta hin
honum sé ætlað æðra hlutverk ann-
ars staðar. Kveð ég góðan vin með
söknuði.
Fjölskyldu hans sendi ég mínar
innilegustu samúðarkveðjur.
Kaupmannahöfn,
Helga Þórdís
Fjöldi hugsana flaug í gegnum
huga okkar er við heyrðum að lítil
flugvél hefði farist seinni part
sunnudagsins þrítugasta júlí, og
með henni ungur maður. Þetta voru
óþægilegar hugsanir og með von-
inni var þeim ýtt í burtu. Mánudag-
urinn rann upp heiðskír og fagur.
En það dimmdi snögglega því okkur
var færð sú harmafregn að hann
Raggi vinur okkar og félagi væri
dáinn. í fyrstu greip um sig vantrú.
Ekki hann Raggi okkar. Ekki hann
Raggi sem við þekktum, alltaf bros-
andi og alltaf tilbúinn í allt.
Kaldur raunveruleikinn skall
framan í okkur og reiðin varð van-
trúnni sterkari. Vanmáttug reiði
sem beindist að einhveiju sem við
vitum ekki hvað er.
Af hveiju hann, af hveiju núna?
Ungu fólki er ekki ætlað að deyja
heldur á það að eiga framtíðina
fyrir sér, sjá drauma sína rætast
og verða hamingjusamt. En hver
sem öll okkar áform eru þá ráða
lífið og dauðinn.
Kynni okkar af Ragga voru ekki
löng í áram talið. Við kynntumst
honum fyrst er hann fór að venja
komur sínar á Reykjavíkurflugvöll
og stunda eitt aðal áhugamál sitt,
flugið. Hann iðaði af lífi og bros
hans og glettnar athugasemdir
hans vörpuðu birtu sinni á ískalda
morgna síðastliðins veturs er hann
stundaði nám sitt á flugliðabraut-
inni. Það fór ekki mikið fyrir honum
Ragga en þú vissir alltaf ef hann
var nálægur. Það var alltaf hægt
að setjast niður með Ragga og tala.
Spyija spurninga og leita svara.
Þá var hinum ýmsu málum velt á
alla kanta, stundum fundum við
svör, stundum bara fleiri spurning-
ar. Þess á milli var tekið upp létt-
ara hjal því alltaf var stutt í glens
og grín.
merkilegasta athöfn, og átu dreng-
irnir vel af soðnum eggjum þann
tíma sem þetta þótti spennandi: Það
lýsir Ottu vel að aldrei minntist hún
á þetta meðan á því stóð, en hafði
hinsvegar hið mesta gaman af eins
og fyrr segir. Aldrei man ég eftir
að Otta skipti skapi þrátt fyrir hin
ýmsu prakkarastrik sem við dreng-
irnir gerðum okkur seka um.
Sá atburður sem ég hygg að
hafi haft mest áhrif á hana, var
án efa þegar Jónas sonur þeirra
hjóna drakknaði í Hópinu árið 1973.
Sorg þeirra var mikil eins og gefur
að skilja, en börn Jónasar hafa
ávallt sýnt Ottu mikla ástúð, og
fyrir tæpum 4 áram eignaðist Þór-
katla dreng, sem var skírður Jórias
í höfuðið á afa sínum. Ekki er laust
við að drengurinn beri svip af Jón-
asi afa sínum, og er það vel.
Eitt af heilræðum Ottu var, að
aldrei skyldi maður sofna að kvöldi,
nema sáttur við allt og alla. Víst
er að hún hefur sofnað vel að loknu
ævikvöldi, og kveð ég hana með
þakklæti í huga, fyrir mína hönd
og fjölskyldu minnar.
Halldór Jónsson, eiginmaður
Oktavíu var mikill fræðimaður og
áhugamaður um þjóðmál. Hann
átti mjög stórt bókasafn, og var
það talið eitt stærsta bóksafn til
sveita. Halldór var hagmæltur vel,
og finnst mér vel við hæfí að hann
eigi síðustu orðin í þessum fátæk-
lega pistli:
Sólris um fagrar og breiðar byggðir
boðandi nýjan dag.
Lífsgeislar speglast í daggardropum,
sem dreymir um sólarlag.
Fuglamir he§a morgunmessu
og moldbúar fara á kreik.
Allt sem vomóttin færði friðinn,
fagnar á nýjan leik.
Valgeir Hallvarðsson
Við minnumst Ragga í þátíð,
hann var. En í huga okkar er hann
og þar mun minning hans lifa. Á
svona stundum læðist vonleysið inn
samfara sorginni. Maður skynjar
hversu lítils megnugur maðurinn
er, hversu lítils hann má sín gegn
æðri máttarvöldum.
Það hefur stórt skarð myndast í
hópnum nú þegar Raggi er farinn.
Skarð sem minningar okkar um
góðan dreng munu deyfa en skarð
sem aldrei verður fyllt. Það voru
mikil forréttindi að fá að kynnast
Rag;ga og eiga hann sem vin. For-
réttindi sem við eram hreykin af.
Við hugsum ekki oft um dauð-
ann. Hann hefur verið eitthvað fjar-
lægt og tákn um óbifanleg endalok.
Við' verðum að trúa því að Ragg'i
hafi verið fenginn til einhverra ann-
arra starfa á öðram stað og að
dauðinn sé aðeins færsla milli staða.
Þar munum við hitta hann á ný
einhvern tíma seinna og taka upp
þráðinn þar sem frá var horfið.
Við biðjum að allt gott í heimin-
um vaki yfir ættingjum hans og
vinum, iíeiti þeim blessun sína og
gefi þeim styrk.
Megi minningin um góða dreng
lifa. Hafi hann þökk fyrir allt og
allt.
Hvert örstutt spor var auðnuspor með þér.
Hvert andartak er tafðir þú hjá mér
var sólskinsstund og sæludraumur hár.
Minn sáttmáli við Guð um þúsund ár.
(Halldór Kiljan Laxness)
Helga Þórarinsdóttir,
Elín Erlingsdóttir.
Ragnar Ágúst Sigurðs-
son — Kveðjuorð