Morgunblaðið - 12.08.1989, Qupperneq 26
26
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDACUR 12. ÁGÚST IÖ89
St)örnu-
speki
Umsjón: Gunnlaugur
Guðmundsson
Arið hjá Voginni
Næsta ár hjá Voginni (23.
september til 23. október)
verður viðburðaríkt, enda
verða afstöður frá mörgum
plánetum á Sólina.
Sviptingar
Þeir sem eru fæddir frá
25.-29. september fa afstöð-
ur frá Júpíter og Úranusi á
Sól. Þeir sem eru fæddir frá
30. sept,—3.okt. fá afstöður
frá Satúrnusi, Júpíter og Úr-
anusi á sól. Þeir sem fæddir
eru frá 3.-8. október fá
spennuafstöður frá Satúrnusi,
Neptúnusi og Júpíter á Sólina.
í korti þeirra sem eru fæddir
frá 9. til 18. október verða
spennuafstöður frá Satúmusi
og Júpíter á Sól á árinu.
Breýtt vindátt
Þeir sem eru fæddir í síðari
hluta merkisins, eða frá
19.—23. október, fá engar
afstöður frá hæggengari plá-
netunum á Sólina, þó líklegt
sé að þeir verði fyrir áhrifum
af þeim sviptingum sem eiga
sér stað, því vindáttin fer
einnig að snúa til þeirra og
algengt er að menn hafi ein-
hveijar plánetur nálægt Sól-
inni.
Barningur
Satúrnus virðist hafa tvenns
konar áhrif á framvindu. 1
fyrsta lagi virðist hann oft
„frysta" eða hægja á því sem
hann snertir. Honum fylgir
einnig álag og oft á tíðum
hálfgerður bamingur, en
líkast til stafa erfiðleikar þeg-
ar Satúmus er annars vegar
af óraunsæi og óþolinmæði.
Orku Satúrnusar fylgir sjón á
hinn blákalda raunveraleika.
Við vöknum við illan draum
ef illa hefur verið staðið að
málum.
Endurmat
Hið jákvæða við orku Satúm-
usar er að hún getur verið
uppbyggileg og gefið kost á
þvi að ná áþreifanlegum
árangri. Hún er góð ef við
þurfum að vinna.
Ný uppbygging
Orka Úranusar í framvindu
kallar á þörf fyrir nýjungar,
spennu og frelsi. Við viljum
losa okkur undan viðjum for-
tíðarinnar þegar Úranus er
annars vegar. Segjá má að
Satúrnus og Úranus saman
gefi til kynna nýja vinnu og
átök í sambandi við nýja upp-
byggingu, eða nýja og raun-
sæja sjón á sjálfið, kannski
með tilheyrandi vonbrigðum í
fyrstu.
Andlegur þroski
Orka Neptúnusar er óljós. Oft
fylgir henni leiði með hinn
gráa og venjulega veraleika.
Ahugi á listum, m.a. tónlist,
kvikmyndum og leikhúsi, get-
ur aukist, sem og áhugi á
andlegum málefnum. Það má
segja að helstu áhrif Neptún-
usar séu þau að auka næm-
leika okkar og opna augun
fyrir nýjum hugmyndum.
Neptúnus á Sól dregur úr ein-
staklingshyggju og eykur
þörfina á að hjálpa öðrum.
Samdráttur
ogþensla
Þegar Júpíter og Satúrnus eru
að verki á sama tíma skapast
oft barátta, eða eining, á milli
þenslu og samdráttar, bjart-
sýni og svartsýni, stórhugs
og varkárni. Hið jákvæða er
skipulög útfærsla.
Sterk orka
Þegar á heildina er litið má
segja að komandi tími verði
viðburðaríkur hjá Vogum.
Hvað úr verður fer að sjálf-
sögðu eftir fyrri aðstæðum
og því hvernig hver og einn
heldur á málum sínum.
GARPUR
GRETTIR
BRENDA STARR
ÞIE> yiLViE)
A/MIG%gam7> ) ME0 eiTUGLytrjOt,
/yi!<s fr&l/yig l KÓNSUR..
— X He/RÞU NO, ÓG SNBKn
OG ÞUEZT AB t ÞettA EKKt, ée>SHl/IKbi
1 elCkJ *"**-*&
I ZÉTTEtNSOóV^*---
sl/kt ee til / /HOKeuAi
/yiONDU/H,
kóngok.
LJOSKA
FERDINAND
SMAFOLK
Hl, MARCIE..UJMAT PIP VOU
PUT DOUIN FOR MOU) VOU
5PENT TOUR CHRI5TMA5 VACATIOKI7
I UJROTE ABOUT HOU) I
® VI5ITED TME MU5EUM, ANP
CLEANED OUT OUR GARAéE
ANP MELPEPMOM P0LI5H
ALL TME SILVERWARE...
Sæl, Magga. hvað skrifaðir þú um
jólafríið?
Ég skrifaði um heimsókn mína á
safnið og að ég hreinsaði bílskúr-
inn og hjálpaði mömmu að pússa
allt silírið.
Ég ætla að leggja á, Magga.
BRIDS
Umsjón: Guðm. Páll
Arnarson
„Hundurinn sem gelti ekki“
kemur víða við í brids. Oft tekur
hann á sig mynd andstæðinga
sem þegja þunnu hljóði í sögn-
um, en hann er einnig alls stað-
ar nálægur í úrspilinu. Málið er,
að sumir taka eftir honum, aðrir
ekki.
Norður gefur; AV á hættu.
Tvímenningur.
Vestur Norður ♦ ÁD105 VÁ107 ♦ 3 ♦ ÁKG82 Austur
*K64 ♦ G9
V KD98 ¥653
♦ D76 ♦ K109842
♦ 1043 ♦ D7
Suður
Vestur ♦ 8732 ¥ G42 ♦ ÁG5 ♦ 965 Norður Austur Suður
— 1 lauf Pass 1 spaði
Pass 4 spaðar Pass Pass
Pass
Utspil: hjartakóngur.
Sagnhafi drap á hjartaás, fór
heim á tígulás og svínaði spaða-
drottningunni. Tók svo spaðaás
og laufás og spilaði hjarta-
tíunni. Nokkuð glæfraleg spila-
mennska að - fría ekki laufið
strax. Vestur tók á drottninguna
og -spilaði tígli, og nú tapast
spilið hreinlega ef vömin fær
slag á lauf.
Spilaranum tókst þó að bjarga
sér í horn. Vissulega segir
líkindafræðin að rétt sé að svína
gosanum með slíkan lit, þar sem
drottningin er fimmta úti. En
líkindafræðin tekur ekkert tillit
til geltandi eða þegjandi hunda.
Sem suður gerði á hinn bóginn.
Hann spurði sig: Hvers vegna
dúkkaði vestur ekki hjartatíuna?
Svarið blasir auðvitað Við um
leið og spurningin er borin fram:
Vestri er ekkert illa við að hleypa
sagnhafa heim til að svína í lauf-
inu. Sagnhafi lagði því niður
laufkónginn og pakkaði saman
11 slögum.
SKAK
Umsjón Margeir
Pétursson
Franska vörnin hefur sjaldan
orðið fyrir þyngri áföllum en nú
á afmælisári byltingarinnar. Nýj-
asta höggið var greitt hinum var-
færna sovézka stórmeistara Serg-
ei Dolmatov á öflugu móti í Cler-
mont Ferrand í Frakklandi í júlí:
Hvítt: Sax, Ungverjalandi (2.580
stig), Svart: Dolmatov (2.610
stig), Frönsk vöm. 1. e4 - e6,
2. d4 - d5, 3. Rc3 - Bb4, 4. e5
- c5, 5. a3 - Bxc3+, 6. bxc3 -
Re7, 7. Dg4 - 0-0, 8. Bd3 -
Rd7. (Það hafa a.m.k. þrír stór-
meistarar, Hubner, Uhlmann og
Psakhis, legið í valnum eftir 8. -
Rbc6?, 9. Dh5 - h6, 10. Bxh6! á
þessu ári. Dolmatov reynir að
endurbæta þetta.) 9. Rf3 - f5,
10. Dh3 - Rb6, 11. a4 - c4, 12.
Be2 - a5, 13. Hgl! - De8, 14.
g4 - Rxa4, 15. gxf5 - Rxf5, 16.
Rg5 - h6, 17. Bh5 - Dc6, 18.
Bg6! - Re7
St ta
mm pf
19. Rh7! - Rxg6, 20. Rxf8 -
Kxf8 (Svartur lætur af hendi
skiptamun, því 20. - Rxf8, 21.
Bxh6 - g6, 22. Bxf8 er alveg
vonlaust.) 21. Hxg6 - De8, 22.
Dg3 og Dolmatov gaf þessa von-
lausu stöðu.