Morgunblaðið - 12.08.1989, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 12.08.1989, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 1989 33 Aðför að sparifl áreigendum Til Velvakanda. Mætti ég, sem einn hinna fjöl- mörgu eliilífeyrisþega er hafa nurl- að saman sparifé til elliáranna, leggja orð í belg og vekja sérstaka athygli á tvenns konar aðförum að okkur, sem höfum verið svo vitlaus að trúa bönkunum fyrir sparifé okkar. Ekki er nóg með að við höf- um verið rænd og rupluð tugi ára á sama tíma sem hinir eyðslusömu hafa verið verðlaunaðir. Nú síðast fyrir nokkrum vikum voru nokkrir milljarðar færðir með einu penna- striki úr vösum okkar og yfir í vasa hinna eyðslu- og fjárfestingaróðu. En það tvennt, sem ég vil vekja athygli á, er: 1. Forsætisráðherra er búinn að láta búa til nýtt heiti yfir okkur sparifjáreigendur, en það er hvorki meira né minna en fjármagnseig- endur. Um þessa vondu íjármagns- eigendur talar hann af mikilli fyrir- litningu og vill ólmur skattleggja þá miskunnarlaust. En hvetjir eru þessir alvondu fjármagnseigendur, sem allt böl þjóðarinnar á nú að rekja til? Eru það einhverjir há- tekjumenn eða arðræningjar eða fjárglæframenn a la ávöxtunar- mennina burtkvöddu? Þessar mann- tegundir hafa aldrei verið svo skyni skroppnar að leggja sparifé á banka eins og sauðsvartur almúginn. Nei, hér er einfaldlega átt við böm og aldrað fólk, sem á meginhlutann af sparifé landsmanna, og eru nú uppnefnd skammaryrðinu fjár- magnseigendur. 2. Nýjasti starfsmaður ijármála- ráðuneytisins nefnist Mörður og hóf feril sinn með því að koma fram á sjónvarpsskermi og lýsa því yfir glottandi og sigri hrósandi, að eitt helsta réttlætismál ríkisstjórnarinn- ar væri að skattleggja spariíjáreig- FERÐAFÓLK! Munið að spenna beltin í bílnum og nota björgunarvestin í bátn- um. endur, þ.e.a.s. vexti af sparifé. Hlakkaði greinilega í Merði þessum að nú gæti ríkisstjórnin náð sér niðri á þessum vonda forréttinda- hópi. En merðirnir gæta ekki að því að hér er enn verið að vega að hinum minnstu bræðrum; bömum og gamalmennum og er hyggilegt að fæla þetta fólk enn frekar frá því að spara og leggja sitt sparifé á banka? Enginn leikur sér að því að leggja sparifé til hliðar nema með ítmstu sjálfsafneitun. Og þetta sparifé hinna öldmðu er margbúið að skattleggja með ýmsum hætti. Finnst hinum háu hermm ekki hafa verið nóg vegið að þessu fólki? Ein- hvem tíma hlýtur okkur að vera ofboðið og þó hætta menn einfald- lega alveg að spara og taka að dansa með í eyðslukapphlaupinu. Er ekki ein veigamesta leiðin til að draga úr verðbólgu að auka sparnað og aðgát í meðferð fjármuna? Og ríkisstjórnin má ekki gleyma því að ellilífeyrisþegar hafa kosningar- étt og að þeim fer sífellt íjölgandi. Það er kannski ýmislegt sem mælir með því að skattleggja verð- bréfaspekúlanta (bæði þá sem kaupa ríkisskuldabréf og aðra, sem taka • sannarlega það sem kalla mætti okurvexti), en fráleitt er að fara að skattleggja hinn almenna sparifjáreiganda, velja honum hin háðuglegustu uppnefni og siga á hann mörðum fjármálavaldsins. Ellimóður t>essir hringdu . . Týndar myndavélar Canon-myndavél tapaðist við Gullfoss laugardaginn 5. ágúst. Finnandi er vinsamlegast beðinn um að hafa samband við Sigríði í síma 15205. Fundarlaun eru í boði. Einnig tapaðist Konica-mynda- vél á Þjóðhátíð í Eyjum. Finnandi er beðinn um að hafa samband við Janne í síma 40606 á kvöldin. Taska Blá adidas-taska með fatnaði í, týndist á Bergstaðastræti mánudaginn 31. júlí. Finnandi hafi vinsamlegast samband við Eydísi í síma 74271 eftir kl. 18. Úlpa Ljósgrá úlpa af unglingastærð tapaðist á ferðalagi milli Reykjavíkur og Skóga. Hún er með skinnkannti, grænu fóðri og stórri hettu. Finnandi er vinsam- legast beðinn um að hafa sam- band við Elínu í síma 84407. Myndavél í óskilum Myndavél af gerðinni Kodak Ektra 12 EF fannst við Skógrækt- ina í Skorradal fyrir rúmum mán- uði. Eigandinn er beðinn um hringja í síma 83988.- Eyrnalokkur Lítill hjartalaga eyrnalokkur með hvítagulli og steini í miðjunni tapaðist í Sundlaugunum í Laug- ardal fyrir nokkru. Finnandi er vinsamlegast beðinn um að hafa samband við Elínu í síma 34986 eftir kl. 16. Ijald og taska Appelsínugult fjögurra manna tjald og stór grá íþróttataska týndust í Þórsmörk um verzlunar- mannahelgina. Finnandi er vin- samlegast beðinn um að hafa samband við Sonju í síma 42502 eða 46900 (vs.). Týndur köttur Gulur fressköttur, merktur með heimilisfanginu Austurgötu 27 b í Hafnarfirði, hefur verið týndur í rúma viku. Finnandi er vinsam- legast beðinn um að hafa sam- band við Elsu í síma 651591. Skammarlega lágar bætur! Ekkja hringdi: „Ég starfa sem ræstingakona. Það hafði ekki komið fýrir mig í 40 ár, að ég væri frá vinnu vegna veikinda en það gerðist þó um daginn. Þegar ég ætlaði síðan að athuga hvað ég fengi mikið greitt í sjúkrapeninga varð ég alveg agndofa. Ég átti aðeins að fá 47 kr. á dag. Kemur það víst til af því að ég er ekkja og fæ ekkna- bætur upp á 10600 kr.á mánuði. Mér finnst það köld kveðja, að fá 47 kr, í sjúkrapeninga á dag eftir öll þessi ár. Þetta er skammar- legt!“ Góðir útvarpsþættir Kona hringdi: „Ég vil færa Ólafi Torfasyni beztu þakkir fyrir þætti hans um Jónas Hallgrímsson og ritverk hans. Þessir þættir voru fluttir í útvarpinu nýlega og voru hinir fróðlegustu. Einnig langar mig að koma því á framfæri, hvort ekki væri hægt að endurflytja þætti Péturs Pét- urssonar, „Góðan dag, góðir hlustendur“, einhvern tíma síðdegis. Þeir eru snemma á laug- ardagsmorgnum en ég vakna þá ekki alltaf svo snemma, að ég nái þeim. Veit ég, að margir eru sama sinnis og ég. Auk þess að vera góður útvarpsmaður er Pétur haf- sjór af fróðleik." Póstáritunin verði „ísland“ Til Velvakanda. Nýverið heyrðust frettir um að varahlutir í þyrlu Landhelgisgæsl- unnar hefðu verið sendir til írlands í stað Islands. Missending þessi er ekkert einsdæmi. Mörg bréf frá Bandaríkjunum hafa verið stimpluð „missent to Ireland“. Það segir sig sjálft, að þessi bréf eru miklu ieng- ur á leiðinni en réttsend bréf. Þetta vekur upp þá hugmynd að við ættum að hætta að þýða nafn landsins á ensku. (Kuldaleg merk- ing þess kvað fæla útlendiga frá landinu.) Hví ekki að láta landið halda sínu íslenska nafni? íslands- bankamenn ætla víst ekki að enska nafn bankans. Urmull fyrirtækja- nafna er aldrei þýddur á önnur tungumál. . Þegar Evrópubandalaginu vex sérstaklega fiskur um hrygg árið 1992 er ekki víst að öll lönd þess telji sér skylt né sé það æskilegt að ganga undir enskum nöfnum. Hvernig væri nú að menn tækju upp póstáritunina ísland árið 1992? Eða fyrr? Einkennisstafir íslenskra bifreiða á erlendri grund eru IS góststafir landsins eru IS og á Ólympíuleikunum hefur ísland ein- kennisbókstafina ISL. Áfram ís- land! Amgrímur Sigurðsson „Ham fær þessí 5kyndilegu migrenelcöst." Ast er... ......að senda rétt reyk- merki. TM Reg U.S. Pal Off.—all fights reserved © 1989 Los Angeles Times Syndicate Ég sagði við konuna mína: Sokkarnir fara illa á fætin- um - em snúnir? Með morgnnkaffinu Gott - Gagnleg gjöf...? — HÖGNI HREKKVlSI /,NýjA HEI/tðlUSHJÁLPINl þÍN ER MJÖO FÆR."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.