Morgunblaðið - 25.08.1989, Page 1
56 SIÐUR B/C
191. tbl. 77. árg.__________________________________FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 1989_________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins
Kólumbía:
Frá útsýnishúsinu á Öskjuhlíð
MorgunDlaöiö/öAK
Stríðsyfir-
lýsing-
á hendur
stj órninni
Bogota. Reuter.
EiturlyQasmyglarar í Kól-
umbíu, sem eftirlýstir eru í
Bandaríkjunum, lýstu yfir stríði
á hendur stjórn landsins eftir
að Bandaríkjastjórn hafði ósk-
að eftir því að þeir yrðu fram-
seldir fyrir kókaínsmygl til
Bandaríkjanna. Nokkrum
klukkustundum áður höfðu
sprengjur sprungið í skrifstof-
um tveggja stjórnmálaflokka í
bænum Medellin, þar sem sam-
neftidur eiturlyfjasmyglhringur
er með höfuðstöðvar sínar.
Eiturlyfjasmyglararnir sendu
yfirlýsingu sína til fjölmiðla og
sögðust lýsa yfir stríði á hendur
stjórnvöldum og „fámennisstjórn
iðnjöfra og ' stjórnmálamanna".
Þeir sögðust einnig ætla að láta
sverfa til stáls gegn blaðamönnum,
dómurum, fjármálamönnum,
verkalýðsleiðtogum og fleirum,
sem þeir sökuðu um ofsóknir gegn
sér.
Sprengjuárásir voru fyrr um
daginn gerðar á skrifstofur Ihalds-
flokksins og Fijálslynda flokksins
' í Medellin-bæ. Enginn lýsti árásun-
um á hendur sér en í yfirlýsingu
eiturlyfjasmyglaranna er varað við
því að verksmiðjur og eignir „fá-
mennisstjórnarinnar“ verði eyði-
lagðar.
Stríðsyfirlýsingin virðist vera
svar eiturlyfjasmyglaranna við
þeirri ósk Bandaríkjastjórnar að
tólf kólumbískir eiturlyfjakóngar
verði handteknir og framseldir til
Bandaríkjanna. Virgilio Barco, for-
seti Kólumbíu, hafði fyrirskipað
herferð gegn eiturlyfjaþrjótum
landsins og hafa margir þeirra
verið handteknir.
Ritstjóri Samstöðu kjörinn forsætisráðherra Póllands:
Sovétmenn segjast líta
á Mazowiecki sem félaga
Varsjá, Moskvu. Reuter, Daily Telegraph.
TALSMAÐUR sovéska utanríkis-
ráðuneytisins, Júrí Gremítskíkh,
sagði í gær að sovésk stjórnvöld
litu á hinn nýja forsætisráðherra
Úkraína:
Lögreglan ræðst
á mótmælendur
Moskvu. Reuter.
SOVÉSKIR andófsmenn sögðu í gær að lögreglumenn hefðu beitt
kylftim til að kveða niður mótmæli í Kíev, höfuðborg Sovétlýðveld-
isins Úkraínu, í tileftii 50 ára aftnælis griðasáttmála þýskra nas-
ista og Sovétmanna seint á miðvikudagskvöld. Þeir sögðu að tug-
ir manna, þar á meðal konur og börn, hefðu orðið fyrir meiðslum
í árás lögreglunnar.
koma í veg fyrir að enginn
úkraínskur fáni sæist á götum
Kíev,“ sagði Shavtsjenko.
Úkraínumaðurinn Oles Shavtsj-
enko sagði að nokkur þúsund
manna hefðu tekið þátt í mótmæl-
unum og nokkrir hefðu verið hand-
teknir. Mótmælendur héldu á gul-
um og bláum fána úkraínskra þjóð-
ernissinna. „Lögreglunni hafði
greinilega verið fyrirskipað að
Embættismenn í Kíev staðfestu
að efnt hefði verið til mótmæla í
borginni en kváðust ekki hafa frétt ■
af handtökum eða meiðslum.
Póllands, Tadeusz Mazowiecki,
sem félaga og hygðust bíða og sjá
hvernig stefna stjórnar hans yrði.
Mazowiecki var kjörinn forsætis-
ráðherra á pólska þinginu með
378 atkvæðum gegn fjórum en 41
þingmaður greiddi ekki atkvæði.
Hann sagði eftir kjörið, sem bind-
ur enda á 40 ára alræði pólska
kommúnistaflokksins, að hann
myndi hafa samstarf við Sovét-
menn og aðra bandamenn Pól-
veija í Varsjárbandalaginu.
„Við lítum auðvitað á Tadeusz
Mazowiecki sem félaga og sam-
starfsmann í þeim málum tengja
lönd okkar," sagði Gremítskíkh á
blaðamannafundi i Moskvu. Þegar
hann var spurður hvort Pólveijar
gætu áfram tekið þátt í samstarfi
Austantjaldsríkja, til að mynda í
efnahagsbandalagi þeirra, Comecon,
svaraði hann að best væri að sjá
hvað setur. Sovéska stjórnin sendi
Mazowiecki heillaóskaskeyti, þar
sem hún kvaðst fullviss um að vin-
áttusamband og víðtækt samstarf
Sovétmanna og Pólveija héldi áfram
að þróast „á grundvelli jafnræðis,
virðingar og gagnkvæmra hags-
muna“. George Bush Bandaríkjafor-
seti óskaði Mazowiecki einnig heilla
og sagði að Bandaríkjamenn myndu
Reuter
Samstöðumaðurinn Tadeusz
Mazowiecki myndar sigurmerki
með fingrunum eftir að hann var
kjörinn forsætisráðherra Pól-
lands í gær.
styðja efnahags- og stjórnmálaum-
bætur Pólveija. Að sögn Mazowieck-
is var fyrsta heillaóskaskeytið, er
honum barst, frá austur-þýsku
stjórninni, sem áður hafði látið í ljós
áhyggjur vegna umbótanna í Pól-
landi og Ungveijalandi.
Lech Walesa, leiðtogi Samstöðu,
fylgdist með beinni sjónvarpsútsend-
ingu frá atkvæðagreiðslunni á þing-
inu og táraðist af gieði er atkvæði
voru talin. Hann sagðist vona að
stjórn Mazowieckis yrði stjórn allra
Pólveija og tækist að leiða þjóðina
frá alræði til lýðræðis. Bronislaw
Geremek, leiðtogi Samstöðu á þing-
inu, kvaðst furðu lostinn yfir þeirri
öru þróun sem orðið hefur í Póllandi
að undanförnu og sagði að sér sýnd-
ist sem „45 ára harmleik" hefði lok-
ið í einni svipan.
Mazowiecki sagði að hugsanlegt
væri að efnt yrði til þjóðaratkvæða-
greiðslu, þar sem Pólveijar yrðu
spurðir að því hvort þeir gætu fallist
á harðar efnahagsaðgerðir sem
nauðsynlegar væru til að leysa efna-
hagsvanda þjóðarinnar. Hann kvaðst
ætla að beita sér fyrir bættum sam-
skiptum við öll ríki og vilja stuðla
að sameinaðri Evrópu en halda þó
tengslunum við Varsjárbandalagið.
37 þingmenn, sem flestir eru fé-
lagar í kommúnistaflokknum, sátu
heima er kjörið fór fram og talið er
að þannig hafi þeir viljað sýna and-
stöðu sína við Mazowiecki. Rúmur
þriðjungur þingmanna kommúnista-
flokksins greiddi þó atkvæði með
Samstöðumanninum.
Sjá: „Samstöðumaður kjörinn
... á bls. 18-19.