Morgunblaðið - 25.08.1989, Blaðsíða 10
Síðasta tala númersins
segir til um
skoðunarmánuðinn.
í síðasta lagi tveimur
mánuðum seinna skal
skoðun hafa farið fram.
Skoðunarmiðinn segir til
um hvaða ár á næst
að færa bílinn til skoðunar.
BIFREIÐASKOÐUN
ÍSLANDS HF.
Hægt er að panta skoðunartíma,
pöntunarsími í Reykjavík
er 672811.
Einsemd kon-
unnar og kröm
Tónlist
Gunnsteinn Ólafsson
MANN HEF ÉG SÉÐ
Opera í þremur þáttum.
Höfundur tónlistar: Karólína
Eiríksdóttir. Höfundur texta:
Marie Louise Ramnefalk.
Flytjendur: Hún: Ingegerd Nils-
son, sópran. Hann: David Aler,
barítón.
Linnea Sallay, mezzosópran Lars
Pallerius, tenór.
Leikstjórar: Misela Cajchanova
Per-Erik Öhrn.
Leikmynd og búningar:
Messíana Tómasdóttir.
Hátíðarhljómsveit Hundadaga.
Stjómandi: Per Borin.
Konsertmeistari: Gerður Gunn-
arsdóttir.
Óperan „Mann hef ég séð“ eftir
Karólínu Eiríksdóttur var frumflutt
sl. þriðjudag í íslensku óperunni.
Flytjendur voru listamenn frá Vað-
steina-akademíunni í Svíþjóð ásamt
íslenskum hljóðfæraleikurum. Frum-
sýningin var mjög vel heppnuð og
telst til merkari tónlistarviðburða á
íslandi í seinni tíð. Söngvaramir
stóðu sig með einstakri prýði, hljóm-
sveitin undir styrkri stjórn Pers Bor-
in var mjög góð og tónlistin vakti
athygli fyrir ljóðræna og fíngerða
byggingu.
Nýstárlegur eftiiviður
Efni óperunnar er mjög forvitni-
legt og að sama skapi óvenjuiegt.
Aðalpersónurnar eru tvær, „hún“ og
„hann“. Óperan gerist í hugarheimi
„hennar" og er því ekki bundin við
neina sérstaka frásögn eins og menn
eiga að venjast í óperum. „Hún“
veit að „hann“, ástmaður hennar,
er dauðvona og óperutextinn er að
mestu slitur úr samtölum þeirra áður
en „hann“ deyr. Til'þess að undir-
strika samkennd þeirra eru aðrar
verur á sviðinu þeim fjarlægar og
næsta óviðkomandi. Þær birtast eins
og huldufólk ósýnilegar elskendun-
um og hafa lítil samskipti við þau.
Þrátt fyrir að efni óperunnar sé
svo nýstárlegt er uppbygging hennar
gamalkunn. í stað forleiks hefst hún
á prólógus eða inngangi en síðan
taka við þrír þættir. Erfitt gæti ver-
ið að gera sér í hugarlund hvernig
skipta ætti óperunni í þætti fyrst-
söguþráðurinn er takmarkaður, en
Karólína gerir það á afar skýran
hátt: í inngangsþættinum koma
elskendurnir einir fram og áheyrand-
anum verður ljóst hvaða örlög bíða
„hans“. í fyrsta þætti er sýnt leiftur
úr lífi þeirra og þar kemur „huldu-
fólkið" fram í fyrsta skipti. Annar
þáttur gerist aðeins í hugarheimi
„hennar“ og lýsir einstæðingsskap
hennar, áhyggjum og ótta við það
að standa ein uppi að ástvini sínum
gengnum. í þriðja þætti — sem
mætti fullt eins kalla eftirmála —
er „hann“ dáinn og hún leitar hugg-
unar hjá huliðsverunum, „vinum“
sínum. Þær virðast samt jafn fjar-
lægar og áður en í tónlistinni er sem
skilin milli þeirra hverfi og þau renni
saman öll fjögur í eitt.
Persónusköpun
í óperu Karólínu Eiríksdóttur
koma fram fjórir einsöngvarar og
skiptir nokkuð í tvö horn hvað mikil-
vægi þeirra snertir. Minnst ber á
verunum tveimur sem fylgjast með
á sviðinu en hlutverk elskendanna
eru þeim mun stærri, sérstaklega
hlutverk „hennar“ sem með réttu
mætti kallast höfuðhlutverk óper-
unnar. Tónskáldið hefur lagt þvílíka
rækt við hlutverk unnustunnar að
einstakt afrek má telja. Hver einasti
tónn geislar af alúð og umhyggju
og dregur fram persónuleika hennar
á meistaralegan hátt.
Ástmaðurinn fellur heldur í
skuggann fyrir þjáningu konu
sinnar.' Eftir því sem nær dregur
okum verksins hverfur hann meir
Dg meir inn í umhverfið en ímynd
nryggðar konunnar vex að sama
skapi. Hann fær ekki tækifæri til
þess að opna hug sinn einn og með
sjálfum sér líkt og kona hans í öðrum
þætti og nýtur því lítillar samúðar
áheyrenda.
Huliðsverurnar tvær sem birtast
í fyrsta og þriðja þætti eru mjög vel
til þess fallnar að ná fram meiri
dýpt í tilfinningalífi skötuhjúanna.
Karólína Eiríksdóttir
Ólíkt aðalpersónunum lætur þetta
fólk ekki eigin tilfinningar í ljós en
túlkar frekar umhverfið sem elsk-
endurnir búa í.
Frábær írammistaða
Nútímaóperur gjalda þess oft að
flytjendum er tungumál þeirra of
framandi til þess að þeir séu færir
um að bera það fram af skilningi.
Ópera Karólínu er hins vegar svo
aðgengileg að flytjendum tókst að
koma henni mjög vel til skila. Vissu-
lega höfðu söngvararnir flutt verkið
í Svíþjóð fyrir ári, en hljómsveitin
var ný og hafði aldrei leikið verkið
áður. í ljósi þessa verður sýningin á
„Manni hef ég séð“ að teljast mikið
afrek og öllum aðstandendum henn-
ar til mikils sóma.
Fyrst ber að nefna Ingegerd Nils-
son sem söng hlutverk „hennar“ á
sérlega eftirminnilegan hátt. Veik-
indin sem höfðu hrjáð hana dagana
fyrir frumsýningu virtust ekki baga
hana lengur og hún túlkaði ástkon-
Stuttir tónleikar
________Tónlist____________
Jón Ásgeirsson
Trúlega einhveijir stystu tón-
leikar sem haldnir hafa verið hér
á landi voru þeir er Nýi músik-
hópurinn stóð fyrir i listasalnum
Nýhöfn, sl. föstudag. Stuttleik-
inn segir ekki allt en á efnis-
skránni voru eingöngu verk eftir
Hauk Tómasson, svo að vel gæti
það aukið á stuttleikann, að flutt
var góð tónlist.
Tónmálið í verkum Hauks er
mjög þétt ofið og margt þar að
heyra, er þarf íengri íhugun en
að brugðið sé rétt aðeins upp
eins og þegar snæljósi slær fyrir
augu. Þijú verkanna voru fyrir
kvartett fiðlu (Gerður Gunnars-
dóttir), sellós (Bryndís Halla
Gylfadóttir), klarinetts (Guðni
Franzson) og píanós (Daniel Þor-
steinsson), en stjórnandi var höf-
undurinn, Haukur Tómasson.
Fjórða verkið var einleiksverk
fyrir selló og lék Bryndís Halla
verkið mjög vel og mátti þar vel
heyra, að þar fer góður sellisti
sem Bryndís Hallá er. Flutning-
urinn í heild var góður og sam-
spilið gott en það voru samt verk-
in sjálf sem skiptu mestu máli.
Haukur Tómasson vinnur tón-
verk sín mjög vel, allt að því
nostursamlega og oftast í mjög
smágerðum einingum. Fyrir
bragðið verða verkin nokkuð
samanrekin í formi, stutt en
samt margslungin að efni og
innihaldi, þar sem hugað er að
Haukur Tómasson
hveiju smáatriði og því verkar
tónlist Hauks nokkuð innhverf
og lokuð.
Söngtónleikar
Bandarískur söngvari, W.
Keith Reed, hélt tónleika í Norr-
æna húsinu sl. sunnudag. Á efn-
isskránni voru verk eftir Schum-
ann, Ravel og John Duke, sem
samkvæmt efnisskránni er fædd-
ur 1899.
Ástir skáldsins, lagaflokkur
sá er Schumann samdi við ástar-
kvæði eftir Hewine, er eins kon-
ar helgidómur og vígsluverk
söngvara og sá sem hefur þenn-
an dýrðarinnar fagra skáldskap
í orðum og tónum á valdi sínu,
er góður listamaður. W. Keith
Reed, sem er vel menntaður tón-
listarmaður og lauk masterprófi
í söng frá Indiana-háskólanum í
Bloomington sl. vor, flutti þetta
meistaraverk á köflum glæsilega
og sérstaklega sjöunda lagið, það
fræga Ich golle nicht. Það sem
finna mætti að eru smáatriði er
eiga eftir að slípast með reynslu
og átökum við ný viðfangsefni.
Don Kíkóte-lögin eftir Ravel,
eru skemmtileg og voru sungin
af öryggi og sama má segja um
þijú lög eftir bandaríska tón-
skáldið John Duke. Lögin eru
leikræn tóntúlkun á þremur per-
sónum, fyrirmannsins Richard
Cory, er gekk heim og skaut sig,
rónanum Miniver Cheevy er
fæddist of seint og feigðarspá
Luke HavergaL/ Þetta eru
skemmtileg og lipurlega gerð lög
og flutti W. Keith Reed þau mjög
vel.
Undirleikari var Ólafur Vignir
Albertsson og var sérlega
ánægjulegt að heyra hann eftir
langa fjarveru frá tónleikapallin-
um. Leikur hans í Dichterliebe
var sérlega fallegur, t.d. í upp-
hafslaginu, sem er ótrúlega er-
fitt. Níunda lagið, Das ist ein
Föten und Geigen, er eiginlega
píanólag og niðurlagið, eftirspilið
fræga, var sérlega vel leikið af
Ólafi Yigni Albertssyni. Samspil
hans og söngvarans var frábært
í alla staði og tónleikarnir í heild
lofa góðu um framtíð Keiths
Reeds sem góðs söngvara.
BRIPS
ARNÓR RAGNARSSON
Rólegt var í Sumarbrids sl.
fimmtudag. 40 pör mættu til leiks
og var spilað í 3 riðlum. Úrslit urðu
(efstu pör):
A)
Albert Þorsteinsson —
Óskar Þ. Þráinsson 265
Lárus Hermannsson — Steinþór Ásgeirsson 238
Guðlaugur Sveinsson — Magnús Sverrisson 236
Steinunn Snorradóttir — Þorgerður Þórarinsdóttir 230
Hanna Birna Jóhannsdóttir —
Ragnheiður Tómasdóttir 226
Margrét Þórðardóttir — Árni Guðmundsson 224
B) Guðjón Einarsson — Gunnar Þórðarson 207
Dröfn Guðmundsdóttir — Ásgeir P. Ásbjörnsson 184
Hjördís Eyþórsdóttir — Jakob Kristinsson 183
Anton R. Gunnarsson — Friðjón Þórhallsson 173
Sigrún Jónsdóttir — Ingólfur Lilliendahl 172
Gylfi Baldursson — Sigurður B. Þorsteinsson 163
C) Magnús Aspelund — Steingrímur Jónasson 132
Anna Þóra Jónsdóttir — ísak Örn Sigurðsson 124
Guðlaug Jónsdóttir — Aðalsteinn Jörgensen 115
Jón Ingi Björnsson — Jóhannes Guðmannsson 114
Og eftir 30 spilakvöld, er útlit
fyrir hörkukeppni efstu spilara.
Eftirtaldir hafa hlotið flest stig:
Þórður Björnsson 334, Lárus Her-
mannsson 304, Anton R. Gunnars-
son 303, Murat Serdar 301, Jakob
Kristinsson 238, Gylfi Baldursson
201, Sigurður B. Þorsteinsson 186,
Hjördís Eyþórsdóttir 164, Albert
Þorsteinsson 161, Guðlaugur
Sveinsson 158, Lovísa Eyþórsdóttir
150, Gunnar Bragi Kjartansson
146, Sverrir Ármannsson 140,
Óskar Þ. Þráinsson 139, Jón Hersir
Elíasson 135 og Sveinn Sigurgeirs-
son 134.