Morgunblaðið - 25.08.1989, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 1989
19
Lech Walesa
og Samstaöa
15. júlí: 800.000 verkamenn í Varsjá og Lublin fara í
þriggja daga verkfall og krefjast lægra matvöruverös
og hærri launa.
14. ágúst: Verkamenn taka völdin í Lenín-skipa-
smíðastöö- inni í Gdansk.
10. nóvember: Hæstiréttur Póllands staöfestir stofn-
skjal Samstööu til aö afstýra allsherjarverkfalli. Hún
verður fyrsta óháöa og löglega verkalýöshreyfingin
austantjalds.
2. október: Lech Walesa kjörinn formaöur hreyfingar-
innar á fyrsta þingi Samstöðu.
12. desember: Wojchiech Jaruzelski hershöfðingi
setur herlög. Walesa og 49.000 aðrir eru handteknir.
29. desember: Bandaríkin hefja refsiaögeröir.
8. október: Pólska þingið bannar Samstöðu
formlega. Hreyfingin starfar áfram „neðanjaröar".
14. nóvember: Walesa sleppt eftir 11 mánaöa
fangavist.
31. desember: Herlög afnumin.
... 5. október: Walesa fær friöarverölaun Nóbels.
_ 11. ágúst: Pólitískir fangar og verkalýösforkólfar fá
sakaruppgjöf.
19. febrúar: Bandaríkin láta af refsiaögeröum.
12. júní: Jóhannes Páll páfi annar II. heimsækir
Gdansk; hundruö þúsunda fagna stuöningi hans viö
Samstöðu.
2. maí: Verkfall í skipasmíðastöð í Gdansk hefst; ,
verkfallsmenn krefjast lögmætis Samstööu.
-16. ágúst: Verkföll hefjast í kolanámum í Suöur-Pól-
landi og breiöast brátt út til Gdansk og annarra borga.
.4. júní: Fyrstu frjálsu kosningar í Póllandi í 40 ár;
Samstaða vinnur 99 sæti af 100 í öldungadeildinni.
-9.-11. júní: George Bush Bandaríkjaforseti heimsæk-
ir Pólland og lýsir yfir stuðningi viö pólitískar umbætur.
24. ágúst: Tadeusz Mazowiecki kjörinn forsætisráö-
herra af Póllandsþingi. Löng barátta Samstööu fyrir
þátttöku í stjórn landsins á enda.
KRTN
Viðbrögð risaveldanna;
Hamingjuóskir frá Bush
en viðvörun frá Moskvu
Kennenbunkport í Maine og Moskvu. Reuter og Daily Telegraph.
GEORGE Bush Bandaríkjaforseti sendi Tadeusz Mazowiecki, nýkjörn-
um forsætisráðherra Póllands, í gær hamingjuóskir og notaði tækifæ-
rið til þess að fullvissa Mazowiecki um stuðning Bandaríkjastjórnar
við eftiahagsumbætur og breytingar í lýðræðisátt Póílandi. Frá Moskvu
var tónninn ekki jafii glaðlegur, því Míkhaíl Gorbatsjov Sovétforseti
lagði áherslu á að ríkisstjórn án þátttöku kommúnista væri „óhugsandi“.
„Ég vil óska Mazowiecki til ham-
ingju með kjör hans til forsætisráð-
herraembættisins og ég fullvissa
hann um stuðning okkar við viðleitni
hans til þess að leíða land sitt til
efnahagsbata og breytinga í lýðræð-
isátt," sagði Bush, en hann er nú í
sumarleyfi í Kennenburkport í
Maine.
Bush hrósaði Wojiech Jaruzelski
Póllandsforseta fyrir þá „stjórnvisku
hans að veita þeirri ríkistjórn braut-
argengi, sem endurspeglar raun-
verulegan vilja pólsku þjóðina.“
Talsmaður pólska kommúnista-
flokksins tilkynnti að Gorbatsjov
hefði átt 40 mínútna langt samtal
við Rakowski, pólska flokksleiðtog-
ann, í síma á þriðjudag. Slík tilkynn-
ing hefur aldrei verið gefin áður og
eru fréttaskýrendur einróma um að
tilgangur hénnar sé að veita Sam-
stöðu viðvörun um að ganga ekki
of langt.
Voru flokksleiðtogarnir tveir sagð-
ir hafa verið sammála um að ríkis-
stjórn án þátttöku kommúnista væri
„óhugsandi". Talið er að með þessu
sé einnig gefið til kynna að yfirlýs-
ingar Sovétforsetans um að Sovétrík-
in muni ekki hafa nein afskipti af
innanríkismálum bandamanna sinna,
eigi sér takmörk.
Samstaða hefur á engan hátt
brugðist við þessari viðvörun og í
breska blaðinu Daily Telegraph segir
að það sé hreyfingunni til hróss og
sérstaklega til marks um pólitískan
þroska hins nýja forsætisráðherra
Samstöðu.
Pólskur almenning-
ur ánægður, en efins
Varsjá. Reuter.
PÓLSKUR almenningur fagnaði í gær kjöri Tadeusz Mazowiecki til
forsætisráðherraembættisins, en margir létu í ljós ótta um að efiiahags-
vandinn reyndist honum oíViða. „Við eru öll yfir okkur ánægð, en ég
sé skýjabakka við sjóndeildarhringinn," sagði gamall stáliðjumaður.
„Hlutimir kunna að ganga fyrir sig með eðlilegum hætti í sljómarsam-
starfinu, en hversu mikið af því mun hafa áhrif á hversdagslíf okkar:
verslanirnar, biðraðirnar og þrautir daglegs lífs?“
Mazowiecki er fyrsti forsætisráð-
herra í Austur-Evrópu í fjóra ára-
tugi, sem ekki er kommúnisti.
„Þetta er það, sem við höfum öll
verið að bíða eftir,“ sagði ellilífeyris-
þegi við gröf séra Jerzy Popieluszko,
Samstöðuprestsins, sem var myrtur
af öryggislögreglunni árið 1984.
„Kannski Pólverjar geti loks um
fijálsara höfuð strokið i eigin landi.“
„Kjör Mazowieckis er sem vatna-
skil. Af því, sem ég hef heyrt, skilst
mér að hann sé heiðarlegur maður
og hafinn yfir flokkadrætti. Hann
er heiðarlegur, sannsögull og hefur
haldið jarðsambandi við alþýðu
manna,“ sagði 64 ára gamall skrif-
stofuþjónn.
Fjölmargir vegfarendur í miðborg
Varsjár sögðu fréttamönnum Reut-
ers þó að þeir efuðust um að Mazowi-
ecki gæti haldið aftur af verðbólg-
unni, sem nú nálgast 200%, greitt
39 milljarða dala skuldir Póllands við
útlönd, eða bundið enda á skort á
matvöru og neysluvarningi.
„Það verða engin kraftaverk gerð.
Aðalatriðið er að fá fólkið aftur til
' vinnu. 45 ár af kommúnisma hafa
gert þjóðina lata. Fólkið vinnur ekki,
en fær kaupið sitt samt,“ sagði 45
ára gamall bílavérkstæðiseigandi.
„Pólitíkusarnir og blöðin kunna
að vera uppveðruð af þessu, en fólk-
ið í biðröðunum er það ekki.“
Reuter
Þingmenn Samstöðu samþykkja
útnefningu Mazowieckis á þing-
inu í gær.
Þu þekkir ekki Braga
fyrr en þú hefur prófaö
M Santos-blönduna!
Kaffibrennsla Akureyrar hf.