Morgunblaðið - 26.08.1989, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 26.08.1989, Blaðsíða 9
MÖRGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 1989 9 I - Sovéskir dagar 1989: Moldavía - land og þjóó Laugardaginn 26. ágúst kl. 16, á Vatnsstíg 10, munu gestirfrá Sovétlýðveldinu Moldavíu spjalla um land og þjóð og sitthvað það, sem nú er að gerast í Sovétríkjunum. Allir sem áhuga hafa, eru velkomnir. MÍR. Blindrafélagið 50 ára Blindrafélagið þakkar öllum þeim einstaklingum, félögum, fyrirtækjum og opinberum stofnunum, sem sýndu því vináttu með gjöfum, heimsóknum, kveðjum og hjálpsemi. Jafnframt þakkar Blindra- félagið landsmönnum hálfrar aldar stuðning. Blindrafélagið, Hamrahlíð 17. Happdrætti Qxy Blindrafélagsins Dregið var 19. ágúst. Vinningsnúmer: 16421 - 8472 - 994 - 10601 - 24460 - 24557 - 6149 - 13120. Blindrafélagið, Hamrahlíð 17. Viltu þjálfa næmi og inrnœi? Skynjar þá önnur tilvermtig? Námskeið I Næmi og innsæri Leiðbeint með tilliti til margs konar næmleika og innsæis. Þátttakendum kennt að varpa skýrara Ijósi á skynjanir sínar. Veitt leiðsögn í að hnitmiða hæfileika næmis og innsæis og hvemig hægt er að nýta orkustöðvamar á þessum sviðum. Kennt að halda óæskilegum verkunum frá sér samfara aukinni þjálfim hæflleikanna. Þjálfað stig af stigi í að lesa árur og kraftbylgjur fólks. Tími: 16. og 18. október frá kl. 1930-22.30. Staður: Hótel Lind við Rauðarárstíg. II Þjálfun dulskynjunar og móttökuhæfileika Veitt undirstöðuþjálfun í miðlun hjálparafla frá öðram tilvistarstigum. Kennt hvernig hægt er að þekkja þau, vinna með þeim á jákvæðan hátt, en hafa jafnframt stjórn á móttöku boða. Kynnt verða ýmis form miðlunar og þátttakendum veitt leiðsögn í að finna sitt sérstaka hæfileiksvið. Tími: 16., 18. og 20. október frá kl. 19:30-22.30. Staður: Hótel Lind við Rauðarárstíg. Þátttaka í síðari hluta námskeiðsins (II) er aðeins ætluð þeim sem telja sig hafa hæfileika á sviði dulskynjunar. Því er fjöldi þámakenda þar takmarkaður og viðtöl fara fram áður en námskeiðið hefst. Leiðbeinendur verða José L Stevens Ph. D., miðill og doktor í sálfræði og miðillinn Lena Stevens. Skráning væntanlegra þátttakenda fer fram á morgun, sunnudag kl. 14.00-22.00 í síma 91-28330. 5JU: ðför að starfi grunnskóla „Getur það verið að sauðkindin sé meira virði 1 augum ráða- manna cn uppvaxandi kynslóð? Landbúnaðar- stefnan má greinilega kosta sitt cn að reka almennilega grunn- skóla — það er of dýrf Skólar eru í sviðsljósinu Staksteinar staldra í dag við grein Sigrúnar Gísladóttur, skóla- stjóra, um stöðu grunnskólans og grein Sigríðar Arnbjarnardótt- ur, varaþingmanns, um „lok, lok og læs“-afstöðu menntamála- ráðherra til nýs framtaks í fræðslumálum, Miðskólans. í lokin verður gluggað í hvað blöð gærdagsins hafa að segja af garmin- um honum Katli, ríkisstjórninni. Sauðkindin of- ar æskufólki Sigrún Gísladóttir, skólastjóri, segir í grein um grunnskóla: „Aðbúnaður gnurn- skólanemenda, þ.e yngra stigs og miðstigs, 6-12 ára bama, er áhyggju- efiii. Þau þurfa að búa við sundurslitnar stunda- töflur, mismunandi byrj- unartíma... Nemendum er þeytt úr einu faginu í annað og hvorki keimarar né nemendur hafa tíma til að gera námsefhiriu við- unandi skil og fylgja hlut- unum eftir ... Getur það verið að sauðkindin sé meira virði í augum ráðamaima en uppvaxandi kynslóð? Landbúnaðarstefhan má greinilega kosta sitt en að reka almemiilegan grunnskóla — það er of dýrt.“ Sundið og móðurmálið Síðar segir: „Fræðslustjórar og skólastjórar eru í óða önn að skipuleggja næsta skólaár og ákveða kenn- araráðningar. Þá berst bréf frá menntamálaráð- herra um niðurfellingu allra sundtíma næsta skóiaár. Fæstir skilja í fyrstu umrætt bréf en smám saman skýrast málin. Ráðherra boðar niðurskurð næsta skóla- ár. Það á ekki að hætta allri sundkennslu heldur að taka tima til þess frá öðrum námsgrebium svo sem frá íslenzkutímum. Hver man ekki eftir vasklegri framgöngu Svavars Gestssonar í fjöl- miðlum þegar hann tók undir með skólamönnum og lýsti áhyggjum sínum af stöðu móðurmálsins. Hann skipaði nefiid og boðaði allsheijar móður- máisátak í öllum skólum landsins á næsta skóla- ári. Á sama tima og skólamir eiga að gera átak í móðurmálskennslu eru skornar niður um það bil 2 kennslustundir af vikustundafjölda hvers bekkjar.. Riddarar þröngsýni og ofbeldis Sigríður Ambjamar- dóttir fjallar um Miðskól- ann sem menntamálaráð- herra hafiiaði: „Nokkrir aðilar hafa ákvcðið að stofiia skóla, sem í grundvallaratrið- um sinnir sömu verkefii- um og opinberu skólam- ir, með aðeins öðmm áherzlum. Yfirvöld skóla- mála ættu að taka því vel. Fjölbreytni í skóla- kerfi gefrir ungmennum okkar nýtt tækifæri og auðgar menningu okkar. Nýir skólar gefa fram- sæknum kennurum tæki- færi-að leysa úr læðingi sköpunargleði vel mennt- aðs og jákvæðs starfe- fólks. En af því að Svavar Gestsson hefur aðrar hugmyndir um það í hvemig skóla bömin okkar eiga að fara, beitir hann okkur foreldra og kcnnara því ofbeldi að banna stofiiun skólans. Við stofiiun þessa skóla koma við sögu kennarar úr Kennaraháskóla ís- iands og stjómendur fyr- irtækja. Hvers konar þröngsýni er það að meina þessu fólki að stofiia og stjórna skóla, sem fylgir reglum um námsskrá og ræður til sin hæfa kennara? Hvem skaðar það?“ Dagar makks og hrossa- kaupa! Þessa dagana stendur yfir mikið baktjaldamakk um það, hvort það svari kostnaði að beija í bresti ríkisstjómarinnar með Borgaraflokknuin. Al- þýðublaðið segir i for- síðufrétt í gær að nú um helgina og allra næstu daga fáist úr því skorið, „hvort Borgaraflokkur- inn gengur í stjórnina eða ekki“! Því er síðan hnýtt við, svona til bragð- bætis: „Innan sijómar- flokkaima em æ fleiri sem vilja hverfa frá við- ræðum við Borgaraflokk- hm...“ Þjóðvijjinn er að þessu leyti við sama heygarðs- hom og Alþýðublaðið. Hans fréttainnlegg er þetta: „Hjörleifur Guttorms- son styður ekki tilraunir stj ó mai'flokkanna til að fá Borgaraflokkinn í ríkisstjóm. í leiðara sem Hjörleifur skrifer í Aust- urland segir hann að hrossakaup þau sem haíí farið fram við Borgara- flokkinn hafi vakið óbeit margra stuðningsmanna stjóraarinnar og dregið úr tiltrú á hana meðal almennings... Þá bendir Hjörleifur á að miðstjóm Alþýðu- bandalagsins hafi hafnað viðræðum við Borgara- flokkinn þegar mið- stjómin tók afetöðu til aðildar að ríkisstjómiiini í september í fyrra. Eng- in ástæða sé til að breyta þeirri samþykkt." Fagnaðarlæti stjómar- liða yfir hugsanlegri inn- göngu Borgaraflokksins í herlegheit ríkisstjómar- innar em vart merkjan- leg, enda tryggir fjölgun stjómarflokka og ráð- herra ekki endilega þann húsfi-ið, sem svo sárlega vantar á stjómarheimil- ið, eða þami starfeárang- ur, sem skortir emi sárar. SALTER Krókvogir 10, 25, 50, 100, 200 . OG 300 KG. Viðgerðir á allflestum gerðum voga og breytum eldri gerðum voga í rafvogir. HAGSTÆTT VERÐ. LEITIÐ UPPLÝSINGA. öyvfijs ©Isias©»!i A CO. Mff- SUNDABORG 22 SlMI 91-84800 VOGAÞJÓNUSTA SMIÐSHÖFÐA 10 SlMI 91-680970 Þ.ÞQRGRÍMSSON &C0 WARMA PLAST ÁRMÚLA 1 6 OG 29, S. 38640 Skrifstofutækni OpiÓ hús Tölvufræðslan verður með kynningu á námi í skrifstofutækni í dag frá kl. 12.00-17.00. Komdu við og skoðaðu hina glæsilegu aðstöðu, sem við höfum uppá að bjóða í Borgartúni 28. Spjallaðu við starfsfólkið okkar og fáðu upplýsingar. Kaffi og léttar veitingar. Tölvufræðslan Borgartúni 28, sími 687590 Hagnýtt nám í góðum félagsskap

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.