Morgunblaðið - 26.08.1989, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.08.1989, Blaðsíða 1
56 SIÐUR B/LESBOK 192. tbl. 77. árg. LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 1989 Prentsmiðja Morgunblaðsins Pólland: Mazowiecki biður Bandaríkj amenn um efnahagsaðstoð Varsjá. Reuter. ^—* HINN nýi forsætisráðherra Póllands, Samstöðumaðurinn Tadeusz Mazowieeki, bað Bandaríkjastjórn í gær um eíhahagsaðstoð hið allra fyrsta, en efhahagsvandi Póllands er nú alvarlegri en nokkru sinni fyrr. í sama mund hófst verkfall járnbrautarstarfsmanna í Lodz — næst- stærstu borg Póllands — og þarf Mazowiecki nú að taka á honum stóra sínum til þess að sanna að ríkisstjórn Samstöðu sé færari en kommún- istar til þess að koma í veg fyrir óróa í atvinnulífinu. Mazowiecki, sem á fimmtudag varð fyrsti forsætisráðherra Aust- urblokkarinnar, sem ekki er komm- Kína: Flugnabani vinnur þjóð- þrifastarf Peking. Daily Telegraph. ÁTTRÆÐUR Pekingbúi hefur haft flugnadráp að atvinnu í rúm- an áratug og á þeim tíma heíur hann veitt nítján kíló af flugurn. Heilbrigðisneftid Pekingborgar heftir greitt honum jafinvirði 4.800 ísl. kr. fyrir þetta þjóð- þrifastarf og þykir það dágóður peningur í Kína. Heilbrigðisyfir- völd þar líta á flugur sem óvin almennings númer eitt, telja þær hættulegri smitbera en rottur. Kínveijinn, sem heitir Hu Changfu, veiðir flugurnar með því að setja agn á disk með litlu gati og í gegnum það detta flugurnar ofan í skál. Þannig getur hann náð allt að 4.000 flugum á degi hveijum á sumrin. Hann mun þó aldrei hafa veitt jafn mikið og í maí síðastliðn- um þegar mótmæli kínverskra námsmanna stóðu sem hæst og sorphreinsun lagðist niður. Fyrir áratug fékk Hu leið á gull- fiskunum sínum og byrjaði að veiða flugur. Hann segist hafa valið starf- ið vegna þess að sér hafi fundist það skyida sín að vernda heilsu náungans. „Þeir sem taka þetta starf að sér verða að sinna því af lífi og sál,“ segir hann. „Þegar ég sé flugur í búrinu er ég hamingju- samur maður.“ únisti, kom beiðni sinni um efnahags- aðstoð á framfæri við bandaríska öldungadeildarþingmanninn Robert Dole, sem nú er á ferð í Póllandi. Hann átti einnig fund með Vladímír Brovíkov, sendiherra Sov- étríkjanna í Póllandi, þar sem hann hrósaði umbótum Sovétstjórnarinnar í hástert. Hann reyndi ennfremur að draga úr ótta Sovétmanna um að valdaskiptin í Póllandi kunni að hafa alvarlegar afleiðingar fyrir Sovétrík- in og áhrifasvæði þeirra í Austur- Evrópu. Samstöðuleiðtoginn Lech Walesa skoraði á verkfallsmenn í Lodz að snúa aftur til vinnu og sakaði þá um að vilja spilla fyrir þeim gífurlegu umbótum í lýðræðisátt, sem átt hafa 9ér stað í landinu. Sjá frétt á síðu 16: „Efnahag- sviðreisn Póllands háð ...“ Dragahass á land Reuter Ungir Hollendingar aðstoða lögreglu við að draga á land tvö tonn af hassi, sem rak á flörur við baðstrandarbæinn Haamstede. Að sögn lögreglunnar virðist eitthvað hafa komið fyrir skip smygl- ara en ekki sé vitað hvar það er niður komið. Bush sendir hergögn til Kólumbíu Washington. Reuter. STJÓRN George Bush, Banda- ríkjaforseta, heftir ákveðið að styðja Kólumbíumenn í baráttu þeirra gegn fíknieftiaþrjótum með því að senda þeim hergögn að verðmæti 65 milljónir dala, jaftivirði Qögurra milljarða íslenskra króna. Meðal þess sem Bandaríkja- menn senda Kólumbíumönnum eru flugvélar og átta UH-1 þyrlur, sem búnar eru flugskeytum og vélbyss- um en þær geta hver um sig flutt alit að 16 hermenn. Auk þess fá þeir ýmiss konar sjálfvirk vopn. Embættismenn sögðu að banda- rískir hermenn yrðu ekki sendir til Kólumbíu en stjórnarher landsins myndi þó fá leiðsögn við þjálfun sveita til að kljást við kókaínfram- leiðendur, sem lýst hafa stríði á hendur stjórn Virgilios Barcos for- seta. Fíkniefnaþijótar hafa meðal annars hótað að myrða dómara sem kynnu að kveða upp úrskurð um að þeir skyldu framseldir til Bandaríkjanna. Munu dómarar því á næstu dögum hljóta þjálfun í sjálfsvörn og vopnaburði. Fióttamannastraumurinn: Ungveijar stórauka eft- irlit með landamærunum Austur-þýskir ferðamenn í Ungverjalandi taldir vera allt að 200.000 talsins Búdapest. Reuter. UNGVERSKIR landamæraverðir hafa stóraukið gæslu á landamær- unum við Austurríki og hafa fengið til liðs við sig menn úr sjálf- boðaliðssveitum undir stjórn kommúnistaflokksins. Stjórnvöld í Ung- verjalandi telja, að allt að 200.000 austur-þýskir ferðamenn séu í landinu og ijölgi þeim stöðugt, sem ekki vilja snúa aftur heim. „Við erum að reyna að standa okkur betur í stykkinu,“ sagði Andras Maday, foringi í ungverska landamæraverðinum, og bætti því við, að síðustu vikur hefðu rúmlega 200 Austur-Þjóðveijar farið dag- lega yfir landamærin til Austurrík- is. Sagði hann, að nú yrði farið að líta nánar á bifreiðir, sem væru í minna en 10 km fjarlægð frá landa- mærunum, en Austur-Þjóðveijarnir hafa gert mikið að því að leigja ungverskar langferðabifreiðir og láta þær flytja sig að landamærun- um. Sagði Maday, að út úr bifreið- unum ryddist fólkið kvíðafullt og hrætt og stefndi oft sjálfu sér og öðrum í voða. Sagði hann, að þriðj- ungur væri jafnan börn. Til aðstoðar landamæravörðun- um verða menn úr Verkamanna- hernum en hann er skipaður sjálf- boðaliðum, sem ungverska stjórnar- andstaðan kallar einkaher komm- únistaflokksins. Eiga þeir meðal annars að gæta þess, að austur- þýskum bifreiðum, sem skildar hafa verið eftir, sé ekki stolið eða úr þeim rænt. Ungverska tollgæslan sagði í fyrradag, að hún sæti uppi með nokkur hundruð bifreiðir, sem aust- ur-þýskir flóttamenn hefðu skilið eftir í landinu. Líklegt var talið, að þær yrðu sendar aftur til Austur- Þýskalands eins og stjórnvöld þar hafa krafist, en dagblaðið Neps- zabadsag, málgagn kommúnista- flokksins, hafði það hins vegar í gær eftir embættismanni í dóms- málaráðuneytinu, að bílarnir yrðu boðnir upp og andvirðið, að frá- dregnum kostnaði, sent eigendum þeirra, sem nú eru í Vestur-Þýska- landi. Gyula Horn, utanríkisráðherra Ungveijalands, sagði í fyrradag, að allt að 200.000 Austur-Þjóðverjar væru í landinu og fjölgaði þeim stöðugt, sem ekki ætiuðu að snúa heim aftur. Eldgöll og* jöklar á Tríton? Pasadena, Kaliforníu. Reuter. VOYAGER annar sendi í gær til jarðar ljósinyndir af Tríton, stærsta tungli reikistjörnunnar Neptúnusar, og komu þær vísindamönnum í opna skjöldu þar sem þær benda til þess að þar sé að finna eldfjöll og jökla, frosin vötn og mýrlendi Voyager átti í gærmorgun stefnumót við Neptúnus, sem er í 4,5 milljarða km fjarlægð frá jörðu. Sá áfangi gleymdist þegar myndir tóku að berast af Tríton. Þær sýndu að tunglið hefði gufuhvolf og þar væri líklega að finna eldfjöll, fjall- garða og hamrabelti, jökla og snjó. Vísindamenn töldu í gær fullvíst að tveir hringir úr smáögnum væru um Neptúnus en ekki einn, eins og uppgötvaðist af myndum, sem Voyager sendi til jarðar í byijun vikunnar. Áður var talið að ósamfelldir rykbogar væru á braut um plánetuna. I fyrradag fann könnunarfarið tvö tungl til viðbótar við Neptúnus og hefur þá fundið sex á nokkrum dögum, en áður var talið að aðeins tvö tungl, Tríton og Nereid, væru á braut um plánet- una. Á myndum koma fram skugg- ar á yfirborði Neptúnusar sem tald- ir eru frá frosnum metanskýjum sem eru í 75 km hæð yfir stjörn- unni. Talið er að á milli skýjanha og yfirborðsins sé tær hjúpur. Fyrsta myndin frá steftiumóti Voyagers annars við Tríton birtist á tölvu vísindamanna bandarísku geimferðastoftiunarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.