Morgunblaðið - 26.08.1989, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 26.08.1989, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 1989 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Markviss stefna að settum markmiðum Stjórnmálamenn eru kjörnir til forystustarfa í því skyni að greiða úr ákveðnum vanda- málum og taka ákvarðanir í samræmi við það umboð, sem kjósendur veita þeim. Þetta fer þeim misvel úr hendi og höfum við mörg dæmi um það úr stjórnmálasögu okkar. Skýr- ustu skilin úr samtímanum eru á milli þess hvemig haldið er á stjórn málefna Reykjavíkur- borgar annars vegar og lands- ins alls hins vegar, milli borgar- stjómar Reykjavíkur og ríkis- stjómarinnar. í fyrradag var skýrt frá því, að viðræðum borgaryfirvalda og hreppsnefndar Kjalarnes- hrepps vegna jarðarinnar Álfs- ness og urðunar á sorpi þar hefði lokið á þann veg, að borg- in kaupir jörðina og þar verður urðað sorp. Kom þetta sam- komulag flestum í opna skjöldu, því að ekki eru nema fáeinir dagar liðnir síðan helst leit út fyrir, að óskum Reykjavíkur í þessu efni hefði verið hafnað. Borgarstjóm undir forystu Davíðs Oddssonar borgarstjóra lét málið á hinn bóginn ekki niður falla heldur vann að lausn þess í kyrrþey og farsæl lausn fannst. Þetta samkomulag um kaup- in á Álfsnesi minnir á þá lausn sem fannst fyrr í sumar á ágreiningi Reykjavíkurborgar og bæjarstjórnar Kópavogs vegna Fossvogsdalsins. Flestir muna líklega eftir þeirri hörku sem í það mál komst og væntu þess fáir, að jafn fljótt tækist að leysa úr þeim ágreiningi og raun bar vitni. I því máli beind- ust spjótin ekki síst að Davíð Oddssyni, sem kom ósár frá orrahríðinni. í stjórnmálum skiptir mestu vilji menn njóta trausts, að þeir leiði mál til lykta en skilji ekki við þau hálfkömð. Eitt helsta einkenni á stjómarháttum meirihluta sjálfstæðismanna í Reykjavík undir forystu Davíðs Oddssonar er einmitt þetta, að það er tekið af skarið og ekki horfið frá verki fyrr en því er lokið. Rekstur borgarinnar og fjárhagsleg staða er í samræmi við þetta. í þessum anda er staðið að framkvæmdum. Og með þessum hætti er gengið til samninga á vegum borgarinn- ar. Enginn þarf að velkjast í vafa um að hveiju er stefnt. Munurinn sem er á stjóm Reykjavíkurborgar og lands- stjórninni verður ekki aðeins skýrður með því að í borgar- stjórn situr samhentur hópur manna í meirihluta við stjórn- völinn. Þegar sú ríkisstjórn ýtti úr vör fyrir tæpu ári, sem enn situr og nýtur minni vinsælda en nokkur önnur síðan mæling- ar á viðhorfi almennings hóf- ust, kepptust aðstandendur hennar við að lýsa yfir því hve samstiga þeir væm og ætluðu að vera. Ráðherrar hafa síðan ekki látið annað frá sér fara um stjórnarsamstarfið en að á betra verði ekki kosið og hér á síðum Morgunblaðsins hefur Ólafur Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra lagt á ráðin um að sömu flokkar starfi saman ekki aðeins út þetta kjörtímabil heldur einnig næsta ef ekki þarnæsta líka. Hvað sem því tali öllu líður nær ríkisstjórnin ekki tökum á viðfangsefni sínu. Hún stendur ekki þannig að framkvæmd stefnumála sinna, að það veki traust hjá almenn- ingi. Hún hefur ekki samhæfða stefnu um það hvernig á að leysa úr vanda landbúnaðar og sjávarútvegs og þannig mætti áfram telja. Reykjavíkurborg rak á sínum tíma útgerðarfyrirtæki. Það varð til við ákveðnar aðstæður í þjóðfélaginu sem réttlættu slík afskipti borgaryfirvalda af at- vinnulífinu. Sá tími rann á enda og fyrirtækið var orðið fjár- hagslegur baggi á borgarbúum. Undir forystu Davíðs Oddsson- ar var gengið til samninga við einkaaðila um að þeir keyptu fyrirtækið. Grandi hf. starfar nú í Reykjavík án aðildar borg- arsjóðs. Núverandi ríkisstjórn hefur valið allt annan kost. Hún vill þvæla ríkisvaldinu sífellt meira og meira inn í rekstur einstakra fyrirtækja með þeim afleiðingum, að stjómendur þeirra telja kvótann í opin- berum sjóðum jafnvel mikil- vægari en kvótann í sjónum og er þá mikið sagt. Niðurstaðan verður einfaldlega óvissa og kák. Stjórnarhættimir í Reykjavík minna okkur á þá staðreynd, að forsjá stjórnmáiamanna þarf síður en svo að vera jafn klaufa- leg og hjá ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar. Kjömir fulltrúar geta verið sjálfum sér samkvæmir og fylgt markvissri stefnu að settum markmiðum. Þröngsými mennta- málaráðherra eftir Birgi ísl. Gunnarsson Um það er mikil pólitísk samstaða í landinu að allir skuli eiga rétt til náms, óháð búsetu eða efnahag. Til að tryggja þennan rétt hafa verið sett sérstök lög um grunnskóla, þar sem kveðið er á um skyldu ríkis og sveitarfélaga til að halda skóla fyrir öll börn og unglinga á aldrinum 7-16 ára. Á þessum aldri eru börn og skyld til að sækja skóla. í samræmi við ákvæði þessara laga halda ríki og sveitarfélög uppi umfangsmiklu skólakerfi á grunnskólastigi sem nær til alls landsins. Einkaskólar viðurkenndir Þó að skólaskyldan nái aðeins til ofangreindra aldursflokka lætur þjóðfélagið ekki við það eitt sitja að halda uppi grunnskóla. Krafan um rétt allra til náms nær einnig upp í gegnumn framhaldsskólastig- ið og til háskóla. Alþingi hefur því sett sérstök lög um framhaldsskóla til að tryggja rekstur fjölbreyttra framhaldsskóla og í sama tilgangi hafa verið sett lög um einstaka skóla á háskólastigi og ber þar að sjálfsögðu hæst lögin um Háskóla íslands. Þrátt fyrir þetta mikla hlutverk hins opinbera í skólakerfinu hefur löggjafinn viðurkennt að rétt geti verið að standa öðru vísi að skóla- haldi. Þannig er í grunnskólalögum sérstakur kafli um einkaskóla, þar sem meðal annars er kveðið á um heimild menntamálaráðuneytis til að löggilda grunnskóla sem reknir séu af einkaaðilum og hvaða skil- yrði slíkir skólar þurfi að uppfylla. Hliðstætt ákvæði er í lögum um framhaldsskóla. Hvers vegna einkaskóla? Hvers vegna skyldi löggjafinn „Það er alveg ljóst að engin fagleg rök styðja neitun menntamálaráð- herra. Synjun hans byggist á fordómum og á þeirri trú Alþýðu- bandalagsins að berja beri niður allt írum- kvæði og framtak borg- aranna, hvort sem er í skólamálum eða á öðr- um sviðum.“ einmitt gera ráð fyrir einkaskólum? Svarið er augljóst. Þó að margt gott megi um hið ríkisrekna skóla- kerfi segja þá er fjölbreytni mann- lífsins slík að þunglamalegt ríkis- kerfi getur aldrei séð allar þarfir fyrir né aðlagað sig nægilega fljótt Sjálfstæðisflokkur- inn er kjölfestan eftir Halldór Blöndal Vinur minn að norðan kom til mín í kaffi- á mánudaginn. Við töluðum um pólitík að venju. Hann gerði grein Árna Gunnarssonar í Morgunblaðinu sl. sunnudag að umtalsefni, en hún bar yfirskriftina: „Fækkun flokka — sterkari stjórn“-. Ályktun hans var, að þingmaður Alþýðuflokksins sæi þá einu leið út úr glundroðanum, að ný „viðreisnarstjórn" yrði mynduð, þ.e. samsteypustjórn Sjálfstæðis- og Alþýðuflokks undir forsæti Sjálf- stæðisflokksins. Það er eðlilegt, að grein Áma Gunnarssonar verði mönnum um- hugsunarefni. Fyrir síðustu kosning- ar biðluðu forystumenn Alþýðu- flokksins mjög til kjósenda Sjálf- stæðisflokksins og þóttust kaþólskari en páfinn. Áður en Borgaraflokkur- inn var stofnaður, bentu allar skoðnakannanir til, að staða Sjálf- stæðisflokksins væri sterk og þing- menn Alþýðuflokksins dygðu honum til að ná meirihluta á Alþingi. Nú benda skoðanakannanir til, að Sjálf- stæðisflokkurinn hafi endurheimt sitt fyrra fylgi. Þingmenn Alþýðuflokksins tókp þá ákvörðun sl. haust að slíta sam- starfí við Sjálfstæðisflokkinn á til- búnum forsendum. Þeir hafa síðan hver á fætur öðrum gefíð í skyn eða beinlínis sagt, að ríkisstjóm Steingríms Hemannssonar hafi brugðist. Árni Gunnarsson kemst að þeirri niðurstöðu, að hún verði „vart hæfari til stórra verka, ef fjórði stjómmálaflokkurinn bætist í raðir hennar." Hún eigi „þann einan rétt til áframhaldandi setu, að henni ta- kist að lækka verð á helstu nauð- þurftum almennings, matarverðið, og að henni reynist unnt að lækka verulega fjármagnskostnað frá því sem nú er. Að öðram kosti,“ segir þingmaðurinn, „geta engir stjórn- málamenn með snefil af samvisku stutt hana.“ Þessi ummæli era óvægin, sér- staklega í ljósi þess, að við Sjálfstæð- ismenn vildum á sl. hausti lækka matarverðið og draga úr hækkun fjármagnskostnaðar, Það þótti þing- mönnum Alþýðuflokksins tilefni til * A „Eg er sammála Arna Gunnarssyni um, að þriggja flokka stjórnir hafi gengið sér til húðar hér á landi. Við Sjálf- stæðismenn vöruðum við þeim fyrir síðustu kosningar. Við lögðum ríka áherslu á, að hér yrði ekki mynduð sterk ríkisstjórn, nema Sjálf- stæðisflokkurinn hefði afl til að mynda hana með einhverjum einum flokki öðrum. Þau varn- aðarorð hafa ræst með áþreifanlegri hætti en nokkurn óraði fyrir.“ Alþýðubandalagsgninnur við Skútuvog fiarlægður eftir GeirH. Haarde í Morgunblaðinu sl. sunnudag er birt frétt þar sem segir frá vinnu við að brjóta upp grunn við Skútuvog, sem eitt sinn var ætlaður undir nýtt stórhýsi fyrir Landsmiðjuna. í frétt- inni kom fram að hér færa tugmillj- óna verðmæti í súginn. Þar sem menn eru f erli daganna fljótir að gleyma er rétt að rifja upp örfáar staðreyndir um þennan undar- lega grunn, sem nú er verið að fjar- lægja til þess að nýta megi lóðina undir arðbæra starfsemi. Grannurinn er frá því í iðnaðarráð- herratíð Hjörleifs Guttormssonar á árunum 1978—83. í samræmi við stefnu sína um ríkisrekstur í atvinn- ulífínu, dreymdi alþýðubandalags- menn stóra drauma um að gera íslenska ríkið að stórveldi í vélsmiðju- rekstri og grafa í leiðinni undan sam- keppnisstöðu einkafyrirtækja í grein- inni. Til stóð að margfalda athafna- rými Landsmiðjunnar og flytja hana af Sölvhólsgötunni í veglega nýbygg- ingu við Skútuvog. Allt var það dæmi upp á stórar fjárhæðir, eflaust mörg hundruð milljónir króna á nú- virði. Auðvitað var ekki hægt að taka slíka fjármuni úr tómum sjóðum Landsmiðjunnar sjálfrar, heldur varð að fá þá að láni með ábyrgð og fyr- ir milligöngu sameiginlegs sjóðs landsmanna. Um lánsfjáröflun í þá fjárfestingu við Skútuvog, sem nú er verið að rífa upp, stóðu þeir saman iðnaðar- ráðherrann þáverandi og fjármála- ráðherrann flokksbróðir hans. Eflaust hefur þáverandi formaður þingflokks •Alþýðubandalagsins, sá sem nú er fjármálaráðherra, verið með í ráðum. Iðnaðarráðherrann fékk t.d. fjármálaráðherrann til að útvega erlent lán sumarið 1980 til að unnt væri að greiða Reykjavíkur- borg lóðargjöldin! Það þarf mikið hugmyndaflug til að láta sér detta í hug að nota erlent lánsfé til slíks brúks, en ríkisstjórnin, sem þá sat, lét sig ekki muna um að taka erlend lán til að greiða útflutningsuppbætur og því þá ekki líka innlendan kostnað eins og lóðargjöld! Þegar alþýðubandalagsráðherr- arnir vora horfnir úr ríkisstjóm árið 1983 beitti Sverrir Hermannsson, þá iðnaðarráðherra, sér fyrir þeirri sjálf- sögðu stefnu að selja fyrirtækið starfsmönnum þess. Þá kom í ljós að þeir höfðu engan áhuga á grunni Hjörleifs Guttormssonar og vildu hann ekki með í kaupunum. Þeir kærðu sig ekkert um grunninn né stórveldisáform Hjörleifs fyrir hönd Landsmiðjunnar eftir að þeir höfðu sjálfir eignast fyrirtækið og þurftu að reka það á eigin ábyrgð og áhættu. Hafa framkvæmdir við

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.