Morgunblaðið - 26.08.1989, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 26.08.1989, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 1989 ----—---------(—)------------j------|— 17 -?tr Stríðið í Angóla hafið á ný De Klerk og Mobutu ætla að beita sér fyrir friði í landinu Goma í Zaire. Reuter. F.W. DE Klerk, settur forseti Suður-Afríku, og Mobutu Sese Seko, forseti Zaire, sögðu eftir þriggja tíma fund sinn í Zaire í gær að þeir myndu beita sér fyrir friði í Angóla en bardagar hafa brotist þar út að nýju eftir tveggja mánaða vopnahlé. Leiðtogarnir ræddu einnig sjálf- stæði Namibíu _og þróunina í sunn- anverðri Afríku. Mobutu hefur beitt sér mjög fyrir því að stríð marxista- stjórnarinnar í Angóia og UNITÁ- hreyfingarinnar, sem nýtur stuðn- ings Bandaríkjamanna og Suður- Afríkumanna, verði til lykta leitt. Hann átti mikinn þátt í því að vopnahlé komst á í landinu fyrir tveimur mánuðum og hefur verið sáttasemjari í friðarviðræðum UN- ITA og Angólastjórnar. UNITA-hreyfingin lýsti því yfir á fimmtudag að stríðið væri hafið að nýju, sakaði angólska stjórnar- herinn um að hafa virt vopnahléið að vettugi og neytt UNITA-skæru- iiða til að grípa til vopna. UNITA skýrði ennfremur frá því í gær að 77 stjórnarhermenn og sex skæru- liðar hefðu fallið í átökum fyrr í vikunni. Sj ónvarpsþáttur: Sænska mafían í Svíþjóð Stokkhólmi. Frá Pjetri Hafstein Lárussyni, fréttaritara Morgunblaðsins. Á MEÐAN sænska akademían ferðaðist um ísland gerðust þau tíðindi þann 23. ágúst sl. að rás 1 sænska sjónvarpsins sýndi þátt Helga Felixsonar um sænsku mafíuna. Hófst sýning þáttarins klukkan 19.15 og stóð til klukkan 19.50. Fréttatími rásar 2 er frá 19.30 til klukkan 20.00 og má því ætla að fáir hafi horft á þátt Helga. Þó mátti sjá nokkur viðbrögð í síðdegisblöðum daginn eftir en aðeins af hálfu blaðamanna. Ása Moberg á Aftonbladet fjalla laus- lega um þáttinn og telja hann bera vott um „hatursfulla ást“ íslendinga á Svíum og það svo heita, að líkja megi við glóandi hraun. Lars Björkvall, blaðamaður á Expressen, fjallar ítarlegar um þáttinn og segir m.a.: „íslendingar eru gáfumenni, svo ég hafði gert mér vonir um fréttaþátt um hin spijlandi áhrif sænsku mafíunnar á Islandi. Nokkur sannleikur kom vissu- lega fram um Svía. Það er nokkuð til í þeirri fullyrðingu að við teljum nauðsyn bera til að leysa allan vanda og að við skipuleggjum orlof og kaffiboð ailtof langt fram í tímann. En þess utan lét Helgi Felixson mest nokkra íhaldskarla tala eins og asna (sága dumheter). Eftir að galinn kall (gammal knápp- skalle) fullyrti að Norðurlandaráði væri stýrt af kynvillingum (les- bianer och bögar) var ég helst á því að hér væri einungis um grín að ræða. Þess utan kastaði Helgi til höndum við gerð þáttarins. Til dæmis reyndi hann að sanna ást Svía á að ganga í takt, með því að sýna konunglega norska lífvörðinn (að vísu í heimsókn í Stokkhólmi, en Norðmenni eigi að síður). Því miður fengum við ekki minnstu hugmynd um hvernig sænsk menning ógnar þeirri íslensku. Sænska sjónvarpið verð- ur að senda fólk til íslands og gera nákvæma dagskrá um ef- nið.“ Af almennum viðbrögðum Svía við þætti þessum er það eitt a segja að vinnufélagar fréttaritara Morgunblaðsins furðuðu sig á því, að íslendingar skuli í ellefu aldir hafa verið svo iðnir við að hrakyrða Svia og jafnvel meiða þá og drepa, án þess þó að senda gegn þeim her manns til sann- indamerkis um hreysti sína og hatur á þessari skelfilegu frænd- þjóð. Reuter Mobutu Sese, forseti Zaire, F.W. de Klerk, settur forseti Suður- Afríku, og Pik Botha, utanríkisráðherra Suður-Afríku, gæða sér á griliuðum mat að loknum þriggja tíma fúndi þeirra i Zaire. AÐALFUNDUR BÍLGREINA- SAMBANDSINS verður haidinn laugardaginn 9. september nk. í Hótel Borgar- nesi, Borgarnesi, og hefst kl. 09.15. Dagskrá: Kl. 09.15 Fundarsetning. Kl. 09.30-12.00 Sérgreinafundir. Kl. 12.00-14.00 Hádegisverður - hádegisverðarerindi. Kl. 14.00-15.00 Niðurstöður sérgreinafunda. Skýrslur svæðafulltrúa. Kl. 15.30 Aðalfundur Bílgreinasambandsins. - Aðalfundarstörf skv. 9. gr. laga sambandsins. Félagar fjölmennið og fjallið um stöðuna í dag. Við munum ræða um líklega þróun fram á næsta áratug auk þess að ræða um bifreiðaskoðun og önnur vandamál dagsins. Stjórn Bílgreinasambandsins. ARGERÐIR 1990 BILASYNING I DAG KL. 1-5 „CITROÉN BX SKILAR SÍNU HLUTVERKIMEÐ SÓMA" CITROÉN aftur „Ég geri meiri kröfur til bíls en að hann skili mér frá einum stað á annan. Eg vil stílhreinan og fallegan bíl, sem einnig er tæknilega full- kominn og þægilegur í akstri. Að mínu mati sameinar hönnunin á Citroén BX fegurð og tæknilega fullkomnun. Hann lætur vel að stjórn og skilar sínu hlutverki með sóma, á hvaða sviði sem er. Þegar ég endurnýja fæ ég mér aftur BX, nema ég láti eftir mér að Nýlega kannaði Hagvangur fyrir okkur hvaða hug eigendur Citroén AX og BX bera til bílanna sinna. Yfir 90% aðspurðra voru ánægðir með bílinn sinn og yfir 80% hugsa sér að fá sér Citroén aftur þegar þeir endurnýja næst. Niðurstöðurnar komu okkur ekki á óvart, við vitum hvað við erum að selja. En við vildum láta ykkur vita það líka. Globuse Lágmúla 5, sími 681555.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.