Morgunblaðið - 26.08.1989, Blaðsíða 32
' MÖRGIÍNBLaBIÐ tiA'UGAKÐAGUR 126. ÁGÚSTí 1989
Þá geturðu farið að vor-
kenna sjálfum þér. Matur-
inn er á borðinu!
Með
morgimkaffinu
Mér finnst þú þurfir að
gera aðeins meira þó þú
kallir það heimasmíðað
stofúborð ...
SKATTPININGARLIÐIÐ
Til Velvakanda.
Sú ríkisstjórn, sem nú stiur, telur
sig eiga við mikinn vanda að fást.
nokkuð er til í því. En vandinn er
að mestu heimatilbúinn, og af ýms-
um toga. Þar á landbúnaðarstefnan
verulegan hlut að máli, en Fram-
sókn á þar stærstan hlut. Hún hef-
ur löngum ráðið stefnunni.
En undarlegt er það, að ekki virð-
ist leggjast þungt á framsóknarfor-
ystuna vandi heimilanna í landinu,
sem er mikill, sbr. vaxandi land-
flótta, óhugnanlega fjölgun gjald-
þrotamála og síaukin „sveitar-
þyngsli“ (æ meira leitað til félags-
málastofnana). Aftur á móti virðist
forystuflokkur ríkisstjórnarinnar
hafa „sorgir þungar sem blý“ út
af vanda, sem kenna má við hrossa-
kjöt og kanínur, melrakka og
minka. Og nú vill bændaforystan,
að skattgreiðendur beri ábyrgð á
öllu saman til aldamóta.
Hið merkilega er, að ríkisstjórnin
sýnist hlynnt þessu, að alþýðu-
flokksmönnum þó undanskildum.
Og ekki má hann „Ketill" gleym-
ast, þ.e. fimm manna leifar Borg-
araflokksins. Sá kviðristu kvintett
sýnist ólmur vilja rísa upp við dogg
og styðja áðurnefnda skattastefnu,
þótt fyrri stuðningur borgara við
vafasöm mál ríkisstjórnarinnar, í
von um einhveijar vegtyllur, hafi
kostað þann flokk algert fýlgishrun.
En nú er mikil þörf, ég vil segja
nauðsyn, fyrir skattgreiðendur að
taka höndum saman og hrinda
skattpíningarliðinu af höndum sér.
Sigurður Guðmundsson,
Asparfelli 8, Reykjavík.
Er Þ orsteinslimdur lokaður ferðafólki?
Til Velvakanda.
Ég vil taka undir orð Þ.Þ í Vel-
vakanda 22. ágúst varðandi óliðleg-
heit við ferðafólk. Ég er úr sveit
eins og Þ.Þ. og er hlýtt til lands-
byggðarfólks. Mér sámar þess
vegna eftirfarandi:
Kæri Velvakandi.
Nýlega var ég á ferð um Snæfells-
nes, og kom þá m.a. að Hellnum, sem
er skammt frá hinum þekkta Arnar-
stapa. Að Hellnum er þær sem Kelda
nefnist, og dregur nafn sitt af lind
sem þar er. Um hana er þessi grein.
Eftir að mér var vísað á lindina,
lagði ég leið mína þangað. Þegar ég
nálgaðist, sá ég styttu af heilagri
guðsmóður, en María, í fylgd tveggja
engla, birtist Guðmundi góða Ara-
syni biskupi þarna árið 1260. Bað
hún hann um að blessa lindina, og
að hver sem drykki af henni myndi
blessun af hljóta.
ÍJm verslunarmannahelgina var
ég stödd í Fljótshlíð. Ég ætlaði að
skoða minnismerki um Þorstein
Erlingsson, sem er í svokölluðum
Þorsteinslundi, rétt við Hlíðarenda-
kot. Ég ók heimkeyrsluna að
Hlíðarendakoti en vegurinn að lund-
1729 árum eftir þennan dýrðlega
viðburð lá leið mín þarna um, og gat
ég drukkið af þessum heilnæma
vatni. Vera mín þama við lindina var
mér sérstaklega dýrmæt og helg,
vegna hins mikla atburðar, sem átti
sér þama stað árið 1260, og fyrir-
heitsins sem heilög María, móðir
Drottins, í fylgd englanna gaf.
Ég vil hvetja fólk, sem á leið þama
um, að leggja leið sína að lindinni,
og þiggja þann helga drykk, sem því
er boðið af heilögum himneskum
verum. Slíkt er aldrei metið til fjár,
ekki frekar en annað sem heilagt er.
Einar Ingvi Magnússon
inum liggur fyrir neðan bæinn. Þá
komst ég ekki upp að bænum, því
að bíl var lagt þversum á veginn
og veginum að lundinum var lokað
með vír og lokunarmerki.
Ég stoppaði fyrir aftan bílinn en
vegurinn er svo mjór þarna, að
hvorki er hægt að leggja úti í kanti
né snúa við. Síðan gekk ég upp að
bænum og spurði stúlku, sem var
þar úti, hvort búið væri að loka
veginum. Hún svaraði, að ég gæti
lagt við skiltið og gengið þaðan en
ég sagði, að það gengi ekki vegna
kyrrstæða bílsins og spurði hveijum
hann tilheyrði. Svaraði hún því, að
hann væri í eigu gesta þar á bæn-
um.
Mátti ég fara við svo búið og
bakka bílnum niður á þjóðveg. Þar
er ekki heldur hægt að leggja bíl,
því að þar eru engin útskot og veg-
urinn þröngur. Um kvöldið kom ég
aftur og enn var bíllinn þversum á
veginum. Því vil ég spyija: Er Þor-
steinslundur lokaður ferðafólki?
Gamall Fljótshlíðingnr
Heilög lind að Hellnum
Víkyerji skrifar
að kom flatt upp á Vikveija
þegar honum var sagt frá því
fyrir fáum dögum að einni deild
hefði verið lokað á dagheimili í
Reykjavík. Það fyrsta sem
Víkveija flaug í hug að gerst hefði
var að niðurskurðarhníf hefði
þarna verið beitt í sparnaðar-
skyni. En svo reyndist ekki.
Ástæðan var að ekki reyndist unnt
að manna þessa dagvistardeild.
Þetta gerist á sama tíma og at-
vinnuleysi eykst — og á Víkverji
svolítið erfitt með að átta sig á
samhengi hlutanna. Hann hélt í
einfeldni sinni að þegar atvinnu-
leysi ykist, þá væri auðveldara að
fá fólk til vinnu.
Það er hugsanlega svo illa kom-
ið fyrir stöðu dagvistarheimila að
allt sé skárra en vinna þar. Kemur
þá sjálfsagt tvennt til: lág laun
fóstra og lítil virðing fyrir starfi
þeirra. Það er að sjálfsögðu mjög
slæmt fyrir alla að svona skuli
vera komið og ærið verkefni að
vinna upp. Þrátt fyrir að skóla-
skylda heljist ekki fyrr en við sex
ára aldur þá eru leikskólar hluti
af íslensku menntakerfi og starf
sem unnið er innan veggja þeirra
er ekki síður mikilvægt en sú
kennsla sem börnunum er boðið
uppá fyrstu grunnskólaárin.
xxx
Hvernig stendur annars á því
að andstæðingum einkaskóla
hefur ekki dottið í hug að kreijast
lokunar dagvistarheimila? Foreldr-
ar þurfa jú að borga skólagjöld
fyrir dvöl barna sinna þar. I því
felst mismunun — eða hvað?
xxx
• •
Ornefni gefa landinu líf, tengja
það sögu og menningu þjóð-
arinnar. Víkveiji skoðaði í sumar
merkilegan stein sem stendur á
Skeljungshöfða fremst í
Blönduhlíð í Skagafirði. í gegnum
steininn eru tvö göt, 5-6 sm í þver-
mál og 50-60 sm að lengd og svo
slétt og bein að líkast er því að
boruð hafi verið með steinbor.
Alþýðuskýring á þessu fyrirbæri
er á þ.á.leið, að fyrr á öldum hafi
bóndasonur á Silfrastöðum stung-
ið spjóti sínu í gegnum steininn í
þeim tilgangi að binda við aftur-
genginn þrælinn Skeljung. Á með-
an bóndasonur sótti eld og elds-
neyti til að bera að Skeljungi, tókst
draugnum að dragnast með stein-
inn frá Silfrastöðum og fram á
höfðann. Þar náði bóndasonur
honum og kveikti í. Sagan af þess-
um atburði er auðvitað meiri og
ítarlegri en hér gefst rúm að rekja,
en er skemmtilegt dæmi um það
hvernig landið er gætt lífi og sögu.
Steinarnir tala. Án slíkra sagna
væri daufleg leiðin um landið og
öll einn Langidalur.
Vegagerðarmenn undirbúa nú
vegarlagninu fram Blönduhlíð og
óskar Víkveiji þess að þeir láti
Skeljungshöfða og steininn í friði,
en að sögn heimamanna er vegur-
inn áætlaður hættulega nærri
þessum söguslóðum.
xxx
Sífellt færri virðast geta lesið
í landið og full þörf á því að
sögnum og fróðleik sé safnað í
aðgengilegt form fyrir ferðamenn.
Þá þarf einnig að merkja sögu-
og merkisstaði með skiltum og
hnitmiðuðum upplýsingum. Slíkt
myndi glæða fróðleiksfýsn fólks á
öllum aldri og stuðla að því að
ýmsum alþýðufróðleik yrði haldið
til haga fyrir komandi kynslóðir.