Morgunblaðið - 26.08.1989, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAblÐ LAUGARDÁGUR' 26. ÁÓÚST 1989
t
Elsku móðir mín og tengdamóðir,
SVAVA ÞÓRARINSDÓTTIR SCHIÖTH,
Pósthússtræti 13,
. andáðist 24. ágúst.
Unnur og Karl Friðrik Schiöth.
t
Útför
GUÐRÚNAR JÓHANNSDÓTTUR
kennara,
Hamrahlíð 7,
sem lést’21. ágúst sl., verður gerð frá Áskirkju miðvikudaginn
30. ágúst kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á
Borgarspítalann.
Kolbeinn Kolbeinsson, Guðrún Guðmundsdóttir,
Unnur Kolbeinsdóttir,
Kristín Þorsteinsdóttir,
Guðmundur T ryggvason,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför
HJÁLMARS GUÐJÓNSSONAR
frá Þórshamri,
Fáskrúðsfirði.
Svanhvít Guðmundsdóttir,
börn, tengdabörn,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Eiginmaður minn, sonur, faðir, tengdafaðir og afi,
HÖRÐUR TULINIUS,
Eikarlundi 10,
Akureyri,
lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri mánudaginn 21. ágúst.
Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 28. ágúst kl.
13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Fjórðungssjúkra-
húsið á Akureyri.
Erna A. Tulinius,
Halla Tulinius,
Carl D. Tulinius,
Alfreð Tulinius,
Berglind Tulinius,
Hrafnkell Tulinius,
Hörður D. Tulinius
Sólveig Viðarsdóttir,
Bergljót Gunnlaugsdóttir,
Egill Einarsson,
Helena Jónsdóttir,
og barnabörn.
t
Alúðarþakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð
og vinarhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar,
tengdamóður og ömmu,
INGIBJARGAR S. JÓNSDÓTTUR,
sem andaðist 25. júlí sl. á Droplaugarstöðum.
Þórður Finnbogason,
Örlygur Þórðarsson, Olöf Magnúsdóttir,
Elísabet Þórðardóttir, SavasTurker,
Brynja Örlygsdóttir,
Þórður Örlygsson,
Selma Svavarsdóttir.
Kæru vinir.
Við þökkum ykkur innilega fyrir kærleik ykkar og samúð við frá-
fall og jarðarför
ÓLAFS M. ÓLAFSSONAR.
Stuðningur ykkar, i sorginni, er ómetanlegur.
Guð blessi ykkur.
Jóhanna G. Jónsdóttir,
Jón Magni Ólafsson,
Gunnar Ólafsson,
Simon Ólafsson,
Hanna Ólafsdóttir,
Guðrún Hulda Ólafsdóttir,
Olafur Maríusson,
Sigríður Magnúsdóttir og börn,
Rannveig Sturlaugsdóttir og
börn,
María J. Aifreðsdóttir og börn,
Einar O. Gíslason og börn.
_ *
Ragnar Ag. Sigurðs-
son — Kveðjuorð
Fæddur 26. ágúst 1966
Dáinn30.júlí 1989
Þann 30. júlí sl. vorum við á
Torfastöðum svo glöð og sæl því
nú vorum við að byija fyrstu hirð-
ingu sumarsins. Allt var tilbúið, og
við búin að fara tvo hringi um tún-
ið með bindivélina. Þá kom Ragn-
ar, þessi elskulegi vinur okkar, á
flugvélinni sinni og heilsaði okkur.
Við veifuðum öll stolt og glöð, en
skyndilega breyttist gleði okkar í
óendanlega sorg. Eins og hendi
væri veifað var hann hrifsaður burt
úr þessum heimi og við gátum ekk-
ert gert. Ekkert í mannlegum mætti
gat breytt því að hann kveddi þenn-
an heim og það á túninu hjá okkur.
í sumar eru liðin 10 ár síðan við
fórum fyrst að búa saman. Ragnar
kom á sumrin til pabba síns og
Ingu, og okkar Óla, og sameigin-
lega tókumst við á við það, að búa
í sveit og lifa því lífi sem það út-
heimti, sauðburður, mjaltir, hey-
skapur, göngur o.fl. Allt var nýtt
fyrir okkur og spennandi og ekki
síst samveran við Ragnar. Við átt-
um margar gleðistundirnar saman
enda var svo auðvelt að láta sér
þykja vænt um hann. Ragnar var
alltaf svo ljúfur og jákvæður, 12
ára gamall og fyrirmynd þeirra
unglinga sem hjá okkur dvöldu
hverju sinni. Hann var með okkur
í fimm sumur og alltaf eyddum við
líka hluta af jóium og oftast páskum
saman, en þá kom hann austur til
pabba síns og Ingu og strákanna
og við Óli nutum góðs af. Á hverju
sumri fórum við í einhverja hesta-
ferð og alltaf fór hann með, en
hámark þeirra ferða var sumarið
1986 þegar við fórum, bara þessi
fullorðnu, án allra krakkanna, en
Raggi og Stína komu með okkur
sem ferðafélagar og trússmenn.
Það var yndisleg ferð, full af ást
og umhyggju, fallegu veðri og fögru
landi. Og þannig hefur tilvera okk-
ar hér á Torfastöðum alltaf verið
gagnvart þessum elskulega vini
okkar, jákvæð, ástrík og umhyggju-
söm.
Ég held að það sé sama hver
þekkti hann, öllum þótti vænt um
hann. Það var hreint ekki hægt
annað. Því er sorgin svo mikil að
missa þennan vin okkar, og erfitt
að verjast þeirri hugsun að dauði
hans sé algjör sóun.
í dag hefði Raggi orðið 23ja ára.
Þessi dagur dregur því fram minn-
ingar af afmælisdögunum hans er
hann dvaldi með okkur í Smáratúni
og seinna á Torfastöðum. En þó
við munum afmælisdaga hans vel,
hafa foreldrar hans enn gleggri
minningar um þessa daga og þá
um leið afi og amma og allir þeir
sem hafa elskað hann í gegnum
árin. Minningarnar ylja, en gera
sorgina líka enn meiri.
Okkar vinátta var heil og sönn
og við érum þakklát fyrir að hafa
fengið að njóta hennar. Fannari,
Björt og Eldi var hann eins og stóri
bróðir. En vináttan varð dýrkeypt
og oft hugsum við um það hvernig
lífið væri í dag ef Ragnar, vinur
okkar, hefði kosið að fljúga eitt-
hvert annað þennan yndislega fagra
sumardag og sleppt því að heilsa
uppá okkur, en því fær vist enginn
breytt.
En þótt hann yrði að hvérfa núna,
úr lífi vina sinna, gerir minningin
það ekki. Hana getur enginn tekið
og við erum þakklát fyrir það.
Guð varðveiti foreldra hans og
systkini og veiti þeim styrk.
Drífa
Fyrir tveimur árum kom í heim-
sókn til okkar roskin kunningja-
kona. Við vorum að spjalla saman
yfír kaffibolla og eitt af því sem
bar á góma var smáatvik, sem kon-
an sagði okkur frá. Ungur maður
um tvítugt hafði bankað upp á hjá
henni til að flytja henni skilaboð. í
frásögn hennar kom raunar í ljós
að skilaboðin voru aukaatriði, en
aðalatriði var framkoma þessa unga
manns. Hún lýsti því fyrir okkur,
að hann hefði boðið af sér einstak-
lega góðan þokka, verið sérstaklega
kurteis og hlýr í viðmóti, „og ég
gat eiginlega ekki stillt mig um að
fara að láta mér þykja vænt um
þennan unga mann, þótt ég væri
að sjá hann í fyrsta skipti," sagði
þessi roskna kona. Þessi lýsing kom
okkur ekki á óvart þegar við heyrð-
um nafnið á unga manninum. Þetta
var Raggi vinur okkar. Þannig var
Raggi, jafnvel þegar hann var að
færa bláókunnugri konu ópersónu-
leg skilaboð, var hann um leið búinn
að snerta jákvæða strengi í bijósti
hennar.
Raggi hefði orðið 23 ára í dag.
I gömlu ævintýri segir frá ungum
listdansara. Hann hafði verið
óskaplega iðinn við æfingar og
þjálfun í listdansskólanum. Nú var
komið að lokaprófi. Listdansarinn
ungi átti að dansa í leikhúsinu fyr-
ir fullum sal af fólki. Honum tókst
prýðilega upp, hann sýndi slík til-
þrif, slíka mýkt og kraft í hreyfmg-
um að áhorfendum fannst að ekki
væri í rauninni unnt að gera betur.
í lok danssýningarinnar fellur dans-
arinn á gólfið. Tjaldið fellur og
áhorfendur fagna gífurlega, en
dansarinn ungi kemur ekki fram
og hneygir sig, hann hafði í raun
og veru fallið örendur á gólfið.
Þessi gamla saga kom upp í huga
okkar þegar við fréttum að Raggi
væri dáinn. Við minntumst þeirra
stunda þegar hann kom „dansandi“
niður svigbrautirnar í Skálafelli.
Stundum fannst okkur eins og flug-
námið væri í beinu framhaldi af
snilld hans á skíðunum, hann hefði
bara hafið sig á loft af einum hóln-
um, og dansaði nú á skýjamjöll í
stað þeirrar, sem fallið hafði á jörð-
ina.
Við sáum Ragga seinast um mitt
sumar þegar pabbi hans, Inga,
Kristrún systir og litlu bræðurnir
Funi og Dagur, voru að flytja heim
eftir tveggja ára dvöl í Danmörku
við nám og störf. Við vorum að
bera inn búslóðina í Sporðagrunni
17 og það lá gleði og tilhlökkun í
loftinu. Nýtt tímabil var að heijast
í sögu fjölskyldunnar. Raggi var
augsýnilega ákaflega glaður yfir
að þau voru að flytja heim og áætl-
að var að hann flytti til þeirra í
Sporðagrunnið. Tilhlökkun litlu
bræðranna var ósvikin. Raggi stóri
bróðir hefur að sjálfsögðu ætíð ver-
ið mikil hetja í þeirra augum, hann
var ekki aðeins flínkur skíðamaður
og flugmaður, heldur hafði hann
einnig ætíð sýnt þeim einstæða
ástúð og umhyggju. Á þessum sum-
ardögum var því mikil gleði í kring-
um Ragga og framtíðin virtist brosa
við honum, þegar hið hræðilega slys
batt enda á allar framtíðaráætlanir.
Raggi var einstaklega vel gerður
ungur maður, hafði aðlaðandi fram-
komu og hlýtt viðmót, sem engir
fóru á mis við sem honum kynnt-
Rósa Ingólfsdóttir teiknari á
Sjónvarpinu heldur sýningu á
grafík sem hún hefúr unnið fyrir
Sjónvarp, á Hótel Höfh um helg-
ina.
Rósa sýnir myndir úr þremur
þáttum. Sá fyrsti er fréttagrafíkin
Óðurinn til krónunnar. Annar úr
geðverndarþáttunum Það er leið út.
Sá þriðji heitir Konur úr íslenskri
ljóðlist. Alls eru myndirnar 26 og
er þetta sölusýning.
Rósa Ingólfsdóttir hefur fyrr í
sumar haldið sýningu á myndunum
á ísafirði og Akureyri og fyrirhugar
að sýna víðar. Sýningarferð hennar
er styrkt af Menningarsjóði félags-
heimila.
ust. Honum hafði gengið vel í námi,
lokið stúdentsprófi og hluta af erf-
iðu flugnámi. Hann var góður
íþróttamaður, meðal annars mjög
snjall skíðamaður. En auk þessa
sýndi hann ótrúlegan sálarstyrk,
hugrekki og þolgæði, til dæmis
þegar hann þurfti að beijast við
erfiðan sjúkdóm fyrir nokkrum
árum, sem honum tókst að sigrast
algjörlega á.
Elsku Kolla, Siggi, Inga, Stína,
Kristrún, Funi og Dagur, við vitum
að engin orð fá sefað sorg ykkar.
Hún er í rauninni óbærileg, og við
vitum að þið viljið heldur ekki und-
an henni víkjast. Und sorgarinnar
er að því leyti ólík öðrum sárum,
að við vitum ekki hvort við viljum
að hún grói alveg. Við höfum raun-
ar stundum þörf fyrir að ýfa hana
upp, að öðrum kosti höfum við á
einhvern hátt brugðist. Við vitum
að allar góðu minningamar um
Ragga verða hluti af þeim smyrsl-
um, sem geta smám saman linað
hluta af þjáningunni. Okkar ósk er
að þið leyfið okkur vinum ykkar
að bera örlítinn hluta af byrði sorg-
arinnar með ykkur.
Gunnar, Kidda og Andri
Neftid um
tannlækna-
þjónustu
HEILBRIGÐIS- og trygginga-
málaráðherra, Guðmundur
Bjarnason, hefúr skipað nefhd til
að gera tillögur um skipulagða
tannlæknaþjónustu. Nefhdinni er
ja&iframt ætlað að semja frum-
varp til laga um ofangreint.
í nefndina hafa verið skipaðir
Guðjón Magnússon aðstoðarland-
læknir, Magnús R. Gíslason yfir-
tannlæknir í heilbrigðis- og trygg-
ingamálaráðuneytinu og Ingimar
Sigurðsson skrifstofustjóri í heil-
brigðis- og tryggingamálaraáðu-
neytinu, sem jafnframt er formaður
nefndarinnar.
Rósa Ingólfsdóttir.
Höfii í Hornafirði:
Sýning á sjónvarpsgrafík