Morgunblaðið - 26.08.1989, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.08.1989, Blaðsíða 20
m LAUGAltDAGUU 2fj. ,ÁGÚST,.19gp, Samkomulag um sorpurðun á Álfsnesi: Urðunargjald hækkað og knúið á um bruarbyggingu HIÐ NÝJA samkomulag, milli Kjalarneshrepps og Reykjavíkurborg- ar, um að hreppurinn falli frá forkaupsrétti á landi Álfsness á Kjalar- nesi og heimili urðun baggaðs sorps í landinu, sem samþykkt var á fimmtudagskvöld, er í nokkrum atriðum frábrugðið því samkomu- lagi um sama efhi sem hreppsnefndin hafnaði fyrr í þessum mán- uði. Að sögn Jóns Ólafssonar, oddvita Kjalarneshrepps, felst í nýja samkomulaginu að gjald fyrir hvert urðað tonn verði 60 krónur en var 40 krónur samkvæmt fyrra samkomulagi. Þá er m.a. kveðið nánar á um yfirtöku Hitaveitu Reykjavíkur á hitaveitu hreppsins og réttindi þeirra sem kynnu að vilja selja lönd sín vegna sorpurðun- arinnar. Loks voru sett niður nokkur áhersluatriði utan samningsins varðandi samstarf sveitafélaganna, t.d. hvað varðar brunamál, sam- göngur almenningsvagna og að unnið verði sameiginlega að því að knýja á um byggingu brúar frá Geldinganesi yfir á Álfsnes. 4km i Morgunblaðið/ GÓI Á þessu korti sést hvar áætlað er að urða sorpið, landmegin við veginn frá Álfsnesi í átt að Víðinesi. Einnig sést fega fyrirhugaðrar brúar frá Geldinganesi yfir á Álfsnes en Reykjavíkurborg og Kjalar- neshreppur ætla að knýja sameiginlega á um að byggingu hennar verði flýtt. „Þetta samkomulag er okkur mjög hagstætt, það leikur enginn vafi á því,“ sagði Jón Ólafsson, oddviti. „Við náum þarna strax sama orkuverði og höfuðborgar- svæðið sem hefði tekið okkur 15-20 ár annars. Það skiptir miklu máli fyrir okkur. Síðan erum við einnig að taka þátt í samstarfi sveitarfé- laganna en það er mjög brýnt sök- um þess hversu nátengd þau eru hér á höfuðborgarsvæðinu." ____________________________ GENGISSKRÁNING Nr. 161 25. águst 1989 Kr. Kr. Toll- Ein. Kl. 09.15 Kaup Sala gengi Dollari 60,93000 61,09000 58,28000 Sterlp. 95,47700 9Í.72800 96,57000 Kan. dollari 51,86600 52,00 3 00 49,24400 Dönsk kr. 7,99610 €.01710 .7,98900 Norskkr. 8,52880 6,55120 8,46970 Sænsk kr. 9,19560 9,21970 9,09630 Fi. mark 13,81320 13,84950 13,80720 Fr. franki 9,21090 9,23510 9,17360 Belg. franki 1,48560 •,48950 1,48310 Sv. franki 36,01700 36,11160 36,12020 Holl. gyllini 27,55080 27,62320 27,53020 V-þ. mark 31,05660 31,13820 31,05700 It. líra 0,04325 3,04337 0,04317 rAusturr. sch. 4,41280 4,42440 4.41230 Port. escudo 0.37250 0,37350 0,37180 Sp. peseti 0,49660 0,49790 0,49530 Jap. yen 0,42405 0,42517 0.41853 irskt pund 82,91000 63,12800 82.84200 SDR (Sérst.) 75,99190 76,19140 74,66890 ECU, evr.m. 64,47310 64,64240 64.44310 Tollgengi fyrir ágúst er sölugergi 28. júlí. Sjálfvírkur simsvari gengisskránngar er 62 32 70. Jón sagði að undanfarna daga hefðu æ fleiri, jafnt íbúar sem sér- fróðir aðilar, komist að þeirri niður- stöðu að hægt væri að urða sorp á þessu svæði. Gerð hefði verið til- færsla á urðunarsvæðinu og það fært eins langt vestur og hægt er. Vissulega væru uppi óánægjuraddir og hræðsla um mengun en settar hefðu verið mjög strangar reglur um þau mál og þær stofnanir sem um þetta höfðu fjallað teldu að ekki ætti af stafa af urðunarsvæð- inu nein hætta. „Það gildir hins vegar það sama þarna og í Gufu- nesi að það verður að hafa með þessu mjög virkt eftirlit. Þetta er það nálægt byggð. -Við munum líka reyna að gera allt sem í okkar valdi stendur til að íbúar geti fellt sig við þetta. Til dæmis munum við Ieggja áherslu á trjárækt og aðrar umhverfisfegrandi aðgerðir svo fólk verði sem minnst vart við þessa urðun. Ég tók þátt í þessum mót- mælum sjálfur á sínum tíma og skil þessa íbúa að mörgu leyti vel. Hins vegar tel ég að yfirveguðu ráði að þetta sé besti kosturinn fyr- ir Kjalarneshrepp." Stórk'ostlegur samningur Pétur Þórðarson, sveitarstjóri Kjalarneshrepps, sagði þetta vera stórkostlegan samning að sínu mati. „Þetta er samningur um sam- starf milli tveggja sveitarfélaga á mjög breiðum grunni. Þar að auki gefur þetta af sér töluverðar tekjur fyrir hreppinn. Hitaveitan er tekin yfir og af þessu eru mikil aðstöðu- gjöld, þ.e. hið sérstaka urðunar- gjald.“ Pétur sagði erfitt að meta hita- véituþáttinn nákvæmlega fjárhags- lega en sennilega væri þarna um að ræða 10-20 m.kr. á ári. Urðunar- gjaldið gæfi hins vegar af sér lág- mark sex milljónir króna árlega. Oviðunandi staðarval Inga M. Árnadóttir á Skrauthól- um, eini hreppsnefhdarmaðurinn sem greiddi atkvæði gegn sam- komulaginu, sagði andstöðu sína frá upphafi hafa byggst á því að hún teldi það vera slæman kost að urða sorp. í staðinn ætti að endur- vinna það eins og kostur væri þó svo að það kynni að verða dýrara. Alltaf yrði þó að urða eitthvað sorp og hefði henni fundist að það ætti að setja niður þar sem það kæmi sem minnst við fólk og ylli sem minnstri röskun. „Mér finnst að við ættum ekki að vera horfa í peninga í þeim efnum,“ sagði Inga. Hrepps- nefnd hefði samþykkt að bjóða ann- að svæði en því tilboði hefði ekki verið sinnt af hálfu Reykjavíkur- borgar. „Álfsnesið er fyrirhugað byggingaland og þarna býr nú þeg- ar fólk í mjög lítilli fjarlægð sem er mjög ósátt við þessa^ákvörðun. Ég tel þessa staðarákvörðun vera algjörlega óviðunandi.“ Undrandi og hrygg Sæunn Andrésdóttir, í Vonarholti á Álfsnesi, sagði íbúa á Áifsnesi hafa komið saman og rætt málin á fimmtudagskvöld eftir að fréttist af samkomulaginu. „Við urðum bæði undrandi og hrygg þegar við heyrðum þessa ákvörðun, ekki síst í ljósi þess að oddvitinn hafði full- vissað okkur hvert og eitt um að aldrei yrði urðað sorp á Álfsnesi," sagði Sæunn. Á þessu stigi málsins væru þau ekki búin að ákveða til hvaða aðgerða yrði gripið. Þar sem þetta væri breyting á skipulagi þyrfti hins vegar lögum samkvæmt að auglýsa hana með formlegum hætti. Þá gæfist væntanlega kostur á að mótmæla. „Við erum ákaflega hrædd um að af þessu kunni að stafa mengun. Þetta er mjög við- kvæmt svæði og afrennsli af því myndi að mestu leyti renna í Leir- voginn, sem er alfriðaður. Ekki hafa farið fram neinar sérstakar rannsóknir á þessu landi með tilliti til mengunar af sorpurðun. Það teljum við mjög einkennilegt á sama tíma og gert er ráð fyrir í þingfrum- varpi að verja umtalsverðum fjár- munum í rannsóknir á lífríki Leir- vogsins áður en ráðist er í brúar- gerð yfir hann.“ Páll Guðjónsson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, sem sæti á í stjórn Sorpeyðingar höfuðborgarsvæðis- ins, sagði Álfsnesið vera vænleg- asta kostin hvað varðaði sorpurðun og væri hann mjög jákvæður gagn- vart þessari niðurstöðu. Einn mesti kosturinn væri að böggunarstöðinn yrði staðsett annars staðar en í Hafnarfirði. Þá hefði þurft að urða sorpið í Krýsuvík sem væri mun óhagkvæmari kostur. Hefði þá þurft að ráðast í vegalagningu fyr- ir 60-70 m.kr. og rekstrarkostnaður einnig verið mun meiri. Hefði sá munur skipt tugmilljónum króna á ári. „Þegar menn eru að tala um tuttugu ára tímabil þá munar íbúa höfuðborgarsvæðisins um þá upp- hæð samansafnaða." Fiskverð á uppboðsmörkuðum 25. ágúst FISKMARKAÐUR hf. í Flafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 59,50 33,00 51,36 13,318 684.020 Þorskur(smár) 20,00 20,00 20,00 0,515 10.300 Ýsa 97,00 67,00 90,35 3,568 322.910 Karfi 37,00 37,00 37,00 0,364 13.468 Ufsi 23,00 20,00 21,69 0,317 6.874 Ufsi(smár) 15,00 15,00 15,00 0,472 7.080 Steinbítur 65,00 57,00 63,99 0,217 13.853 Langa 30,00 30,00 30,00 0,247 7.410 Lúða 145,00 70,00 97,82 0,715 69.895 Samtals 57,53 19,731 1 .135.210 Á mánudag verða meðal annars seld um 60 tonn af þorski, ýsu og fleiri tegundum úr Stakkavík AR og bátum. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 54,00 34,00 42,91 15,567 667.944 Þorskur(smár) 27,00 27,00 27,00 0,610 ■16.470 Ýsa 105,00 8,30 97,06 2,140 207.707 Ufsi 24,00 10,00 22,56 0,195 4.400 Ufsi(umál) 10,00 10,00 10,00 0,201 2.010 Steinbítur 58,00 58,00 58,00 0,037 2.146 Lúða(stór) 225,00 200,00 209,89 0,236 49.535 Lúða(smá) 180,00 180,00 180,00 0,020 3.600 Samtals 49,95 19,177 957.916 Selt var úr neta- og færabátum Á mánudag verða m.a. selt úr neta- og færabátum. Tekið verður á móti afla frá klukkan 13 til 18 á laugardag og sunnudag. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 62,50 52,00 59,22 9,821 581.568 Ýsa 83,00 71,00 76,68 1,360 104.284 Karfi 32,50 30,00 32,22 7,402 238.492 Ufsi 51,00 15,00 33,63 2,208 74.250 Steinbítur 50,00 15,00 45,90 0,616 28.275 Langa 32,50 30,00 31,17 0,387 12.06 f Blálanga 38,50 38,50 38,50 0,283 10.896 Lúða 200,00 110,00 135,00 0,070 9,450 Sólkoli 35,00 35,00 35,00 0,014 490 Skarkoli 35,00 35,00 35,00 0,010 350 Keila 18,00 9,00 12,10 1,448 17.517 Öfugkjafta 15,00 15,00 15,00 0,54 810 Lýsa 15,00 15,00 15,00 0,034 510 Skata 64,00 40,00 53,65 0,075 4.024 Skötuselur 40,00 40,00 40,00 0,028 ‘1.120 Samtals 45,53 23,810 1 .084.097 Á mánudag hefst uppboð klukkan 11. Selt verður meðal ann- ars óákveðið magn af stórum þorski, ufsa, karfa og fleiri tegund- um úr Eldeyjar-Boða GK. Selt verður óákveðið magn af blönduð- ' um afla úr dagróðra- og færabátum. Bílasýiiing- hjá Globus BÍLASÝNING verður hj'a Globus við Lágmúla 5 í Reykjavík í dag, laugardag, milli klukkan 13 og 17. Sýndir verða nýir bílar af gerð- inni Citroen AX og BX árgerð 1990. Þessir bílar voru að koma til lands- ins og auk þess sem gestir geta skoðað þá í sýningarsal Globus verður gefinn kostur á reynslu- akstri. Einnig verður boðið upp á kaffi og meðlæti. , Skoðanakönnun DY: Sjálfstæðisflokk- urinn fengi 50,5% SAMKVÆMT niðurstöðum skoðanakönnunar, sem Dagblaðið-Vísir birt- ir. í gær, fengi Sjálfstæðisílokkurinn 50,5% atkvæða ef gengið yrði til kosninga nú. Er þá miðað við þá, sem afstöðu tóku í könnuninni. I síðustu Alþingiskosningum fékk Sjálfstæðisílokkurinn 27,2% atkvæða. Fylgi annarra flokka í könnun DV er sem hér segir. Tölur úr síðustu kosningum eru innan sviga. Fram- sóknarflokkur 13,4% (18,9%), Al- þýðuflokkur 8,8% (15,2%), Alþýðu- bandalag 13,1% (13,3%), Kvennalisti 11,9% (10,9%), Samtök um jafnrétti og félagshyggju 0% (1,2%), Borgara- flokkur 0,9% (10,9%), Fijálslyndir hægrimenn 0,3%, Þjóðarflokkurinn 0,9% (1,3%), Flokkur mannsins 0,3% (1,6%). í könnun DV var einnig spurt hvort menn væru fylgjandi ríkis- stjórninni eða andvígir. Fylgjendur stjórnarinnar eru 30% þeirra sem afstöðu tóku, enn færri en kjósendur stjórnarflokkanna, sem eru 35,3%. Ríkisstjórnin hefur þó aðeins styrkt stöðu sína frá síðustu könnun blaðs- ins, en þá studdu hana 23,6%. Alþýðubandalagið: Landsfund- ur hefst 16. nóvember LANDSFUNDUR Alþýðubanda- Iagsins mun hefjast í Reykjavík fimmtudaginn 16. nóvember næstkomandi og standa til 19. nóvember, að sögn Kristjáns Valdimarssonar, framkvæmda- stjóra flokksins. Kristján sagði í samtali við Morg- unblaðið að ekki væri farið að leggja niður línurnar í málefnastarfi lands- fundarins, það færi dálítið eftir því hvernig mál þróuðust næstu vikurn- ar, til dæmis hvernig ríkisstjórninni reiddi af. Á landsfundinum verður meðal annars rædd tillaga, sem kom fram á síðasta landsfundi, um að fjölga varaformönnum flokksins í þijá, en leggja niður embætti ritara og gjaldkera í framkvæmdastjórn. Kristján sagðist þó ekki eiga von á að fundurinn myndi eyða mikilli orku í umfjöllun um lagabreytingar. Landsfundur Sjálfstæðisflokks- ins verður haldinn rúmum mánuði fyrir fund Alþýðubandalagsmanna, 5.-8. október. ----» ♦ ♦--- Leikið á flautu í Dillonshúsi Hjónin Martial Nardeau og Guð- rún S. Birgisdóttir leika á flautu í Dillonshúsi sunnudaginn 27. ágúst milli klukkan 15.30 og 16.30.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.