Morgunblaðið - 26.08.1989, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.08.1989, Blaðsíða 10
10 f MÖRdjÍNBLAÍ)IÐ LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST Skrá um blóm vikunnar Blóm vikunnar Ágústa Björnsdóttir Lesendur þessara þátta hafa margsinnis óskað eftir þvi að fá skrá yfir það efni sem komið er. í því sambandi skal á það bent að skrár hafa tvívegis verið birt- ar, sú fyrri 13. des. 1987 yfir allar greinar á því ári (þ.e. nr. 34-80) en sú síðari kom í blaðinu 16. júlí 1988 (81-101) og að þessu sinni er skrá frá 23. júlí 1988 til loka þessa árs (102-121). Er þá aðeins eftir að skrá efni greinanna frá byrjun til nr. 33 auk þess sem við hefur bæst á þessu ári og gefst vænt- anlega tækifæri til að gera því skil þótt síðar verði. Ljósm./Ægir Bessason Skartbúin piparrót — Cochlear- ia armoracia. Grein um plönt- una var í síðasta þætti 21. þ.m. Tölusetn. Fyrirsögn 102 Garðaskoðun 103 Slíðrasóley 104 Lúpínur I 105 Lúpínur II 106 Gullskratti 107 Alpafífill 108 Að þurrka blóm I 109 Að þurrka blóm II 110 Steppulilja/ Kleópötrunál 111 Á laukatíð 112 Laukar og hnýði 113 Lokaspjall um lauka 114 Kínavöndur 115 Veturnáttaspjall 116 Kaktus I 117 Kaktus II 118 Aldag. skrautblóm Chiys. morifolium 119 Kóraltoppur 120 Kristþymir 121 Einir Höfundur Birt. 1988 Umsjónarmaður. 23.7 Ól. B. Guðmundsson 30.7. Ól. B. Guðmundsson 6.8. Ól. B. Guðmundsson 13.8. Ól. B. Guðmundsson 20.8. Umsjónarmaður. 27.8. Umsjónarmaður. 3.9. Umsjónarmaður. 10.9. Þórhallur Jónsson 17.9. Umsjónarmaður. 24.9. Umsjónarmaður. 1.10. Umsjónarmaður. 8.10. Umsjónarmaður. 15.10. Sigríður Hjartar 22.10 Sigurlaug Árnadóttiir 29.10 Sigurlaug Ámadóttir 5.11. Óli Valur Hansson 12.11. Óli Valur Hansson 19.11 Óli Valur Hansson 26.11. Jóhanna Á. Steingr. 3.12. Félagsmenn eru minntir á að skrifstofan verður opnuð eftir sumarleyfi mánudaginn 4. sept. nk. á Frakkastíg 9. 21150-21370 LARUS Þ. VALDIMARSS0IN1 framkvæmdastjóri KRISTINN SIGURJÓNSSON, HRL. lögg. fasteignas. Til sölu eru að koma meðal annarra eigna: Sólrík íbúð í Fossvogi 4ra herb. íbúð á miðhæð, 80,3 fm nettó. Vel skipulögð. Sólsvalir á allri suðurhlið. Geymsla á 1. haeð. Góð sameign. Ræktuð lóð. Skipti æskileg á góðri 3-4 herb. íb. í Hlíðunum. Stórt, glæsilegt parhús á útsýnisstað við Norðurbrún skammt frá DAS. Tvær stórar stofur, 6 rúmg. herb. Snyrting á báðum hæðum. Innb. bílsk. Rúmg. föndurherb. Vinsæll staður. Vel byggt hús. Skipti mögul. á sérhæð miðsvæðis í borginni. Bjóðum ennfremur til sölu við: Njálsgötu: Timburhús, hæð og kj. 93,1 fm auk riss. Hringbraut: 3ja herb. íb. á efri hæð, sérhiti, sérinng. Tilboð óskast. Dúfnahólar: 3ja herb. ib. á 3. hæð í enda. Fráb. útsýni. Nýl. bílskplata Goðheima: 3ja herb. séríb. á jarðh. Allt sér. Nýendurbyggö. Hraunbæ: 4ra herb. íb. Nýtt eldh., nýtt gler o. fl. Góð sameign. Hringbraut: 2ja herb. ib. á 1. hæð. Öll nýendurb. Skuldlaus. Langholtsveg: 4ra herb. íb. á aöalhæð í þrib. Mikiö endurn. Bílskréttur. Þurfum að útvega traustum kaupendum 2ja herb. íb. í lyftuhúsi við Hrafnhóla eða Kríuhóla. 2ja herb. íb. á 1. hæð með sérinng. Sem næst miðborginni. 4ra herb. íb. í Austurbænum eða Smáíbúðahverfi. Sérhæð 4ra-6 herb. miðsvæðis í borginni eða á Nesinu. Einbýlishús 140-200 fm eignask. mögul. Margskonar eignaskipti. Margir bjóða útborgun fyrir rétta eign. Opið idag, laugardag kl. 11-15. Fjöldi fjársterkra kaupenda. ALMENNA FASTEIGNASAIAN LAUgÁvÉgM8SÍMAR2ÍÍ5Ö^Í37Ö ___________________________fcteíM oa^D Umsjónarmaður Gísli Jónsson 501. þáttur Það er margt orðið, og orðin eru mörg. í manntalinu 1703 rakst ég á alnafna minn undir Jökli, og hlaut sá titilinn kokks- mát. Vissi ég ekki gjörla hvað það merkti og fann ekki í íslenskum orðabókum. Þá brá ég á það ráð að fletta upp í stóru dönsku orðabókinni, enda þótt Þorleifur Repp segði á sínum tíma að aldrei hefði nokkur maður haft nokkurt gagn af nokkurri danskri bók. í orðabók hinni miklu þeirra Dana var orðið Koks-mat, sagt samkyns og með fleirtöluending- unni -er. Það er talið úr hol- lensku koksmaat og merkja þann sem „hjælper skibskokken með madlavningen, renholdelsen af kabyssen olgn“, sem sagt hjálparkokkur, aðstoðarmat- sveinn. Nú ætlaði ég að koma þeim á Orðabók Háskólans í opna skjöldu með orðinu kokksmát, en eins og nærri má geta, tókst það ekki. Þau höfðu að vísu ekki þetta dæmi, en tvö önnur. í Grímsstaðaannál um árið 1705 segir meðal annars: „Kokksmátið á Stapanum í hing- aðsiglingunni kastaði sér út um glugga og dó.“ Ljótt er að heyra, og titillinn á kokksa hafður í hvorugkyni. Ingibjörg Jónsdóttir, móðir Gríms Thomsens, skrifar Grími bróður sínum (amtmanni) 28. sept. 1812: „Hvað um mig verð- ur veit ég ekkert, máske verð eg kokksmat einhvers staðar í Reykjavík ...“, og hefur orðið kommulaust eins og Danir og Hollendingar, og ekki meira um það. ★ Alþýða manna er næm á mál sitt, sem betur fer. Menn finna af smekkvísi sinni að það er eðlilegt að búa til samsetningar eins og F.H.-ingar, Í.R.-ingar og K.R.-ingar. Af hveiju? Vegna þess að síðari stafur þessara skamm- stafana er samhljóði, en upphaf síðari hlutans, ingar, er sér- hljóði. Jafnfráleitt væri að segja „K.A.-ingar“ eða „Í.A.-ingar“, því að þar er síðari stafur skammstöfunarinnar sérhljóði, og myndaðist þá hljóðgap (hy- atus) milli sérhljóðanna a og i. Því segja menn K.A.-menn og sniðganga vandann um I.A. með hinni ágætu lausn Skagamenn. Ef búa á til samsetningar af heilum orðum, er tíðast að mynda þær af stofni eða eign- arfalli, og hafa menn um það býsna frjálst val. Þannig er rétt að segja Þórsarar, Framarar, Þróttarar o.s.frv. En þar sem Fylkir er ia-stofn (beygist eins og læknir) hentar ekki að bæta þar við -arar, og auðvitað segj- um við þá Fylkismenn. Það er hins vegar ekki rétt, eftir mínum kokkabókum, þegar Vestmanneyingar tala um „Týr- ara“. Það er myndað af nefnifall- inu Týr, og slíkt dugir ekki í' samsetningum. Þórarar er hins vegar í lagi (af þolfallinu Þór; stofnsamsetning) eins og Þórs- arar er í lagi fyrir norðan (eign- arfallssamsetning). Og ágæt- lega kann ég við það, þegar leik- menn Tindastóls eru í daglegu tali nefndir Stólarnir. ★ í Málfregnum (1. tbl. 1989) segir svo í grein eftir próf. Bald- ur Jónsson: „Síðustu misserin hefur alloft verið hringt til ís- lenskrar málstöðvar og spurt um íslenskt orð yfir „telefax“. Er- lenda orðið telefax er haft um tvennt, annars vegar um síma- sendingu af sérstöku tagi og hins vegar um tæki sem notað er til slíkra sendinga. Sumir hafa komið með tillögur svo sem myndskeyti, myndsenditæki og myndsendir, en ekkert af þessu er líklegt til að ná al- mennri hylli. En nýlega fréttist af orðum sem ástæða er til að vekja at- hygli á. Raunar hefir það þegar verið gert í pistli sem Orðanefnd Skýrslutæknifélagsins birti ný- lega í marshefti Tölvumála, bls.’ 15, en hætt er við að þau fari fram hjá flestum lesendum Mál- fregna. Því er sagan endurtekin hér. Þorsteinn Sæmundsson stjömufræðingur, sem á sæti í orðanefndinni, skýrði frá því á nefndarfundi 24. febrúar sl. að Sigfús J. Johnsen, prófessor í eðlisfræði, hefði í samtali við sig og fleiri stungið upp á orðinu símabréf um „telefax“-send- ingu. Þorsteini fannst það vel til fundið og bætti því við að tækið gæti þá heitið bréfasími. Þessi orð hafa þegar komið í góðar þarfir í daglegri notkun, og er ekki annað að /finna en þau dugi vel til sinna nota.“ Umsjónarmanni þótti rétt að vekja athygli á þessu og dettur jafnframt í hug hvort ekki væri enn þjálla að tala um símbréf í stað símabréfa. ★ Týndur fannst, en fundinn hvarf. Að fundnum týndur leita þarf. Þá týnist sá, sem fundinn fer að finna þann sem týndur er. (Hjörtur Hjálmarsson) ★ „En málrýnandinn þarf að eiga völl til víga. Hann verður að eiga gott olnbogarúm og fijálsar hend- ur til þess að sækja hvern þann, er hann kann að eiga í höggi við, til fullrar sektar, ef honum þykir nokkuð við liggja. Af þessum sökum og raunar fjölmörgum öðrum þarf hið bráð- asta að stofna til útgáfu tímarits um íslenzkt mál. Gæti það orðið hin mesta vöm tungunni og þá jafnframt allri íslenzkri menn- ingu, því að ið greiðasta skeið til að skrílmenna þjóð er skemmdir á tungunni að vinna.“ [Stephan G. Stephansson: Kolbeinslag] (Björn Guðfinnsson í And- varal940) ★ „Þótt ótrúlegt ætti að vera, þá hafa eyru vor daglega kent oss, síðan „Verðandi“ kom út, að það er ekki óþarft að minna fólk á, að „Verðandi" er kvenn- kyns-orð og því óbeygjanlegt.“ (Jón Ólafsson í Skuld) 29/6 1882) ★ Unglingur utan kvað: í Vík var allt gert fyrir gestinn hún Gunnhildur matreiddi þvestin, Hún fór á sjó, og hundurinn gó, og hrúturinn stangaði prestinn. Og enn kvað hann: Til austurs fór Ámi frá Skeiði í aldeilis frábæru leiði yfir lönd, yfir höf (það var lágmörkuð töf) og laumaðist vestan að Heiði. Gítartónleikar _________Tónlist____________ JónÁsgeirsson Arnaldur Amarson gítarleikari hélt tónleika á vegum Styrktarfé- lags Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar í nýjum tónleikasal skólans, að Hraunbergi 2 í Breið- holtinu. Salur þessi er einstaklega smekklega gerður og það sem mest er um vert mátulega stór fyrir kammertónleika, með ein- staklega góða hljóman. Tónleika- salurinn er hluti af því skólahús- næði sem Tónskóli Sigursveins D. Kristinssonar hefur kómið sér upp en skólahúsið í Breiðholtinu er um 500 fermetrar á tveimur hæðum. Auk þess á skólinn annað hús í miðbæ Reykjavíkur. Þarna hefur verið unnið vel og nú eru nemendur skólans frá fyrri ámm teknir að hasla sér völl sem fullnuma tónlistarmenn. Einn þeirra er Arnaldur Amarson er að loknu lokaprófi frá Tónskóla Sigur- sveins D. Kristinssonar stundaði nám við Konunglega tónlistarskól- ann í Manchester en hefur auk þess sótt tíma hjá ýmsum frægum kennurum. Hann starfar nú við Luthier-tónlistarskólann í Barcel- ona. Á efnisskránni voru verk eftir Giuliani, Milhaud, Krenek, Tedes- co, de Falla, Manen og Ponce. Rossininiana nr. 1, eftir Giuilani, er langt verk og nokkuð erfitt þó það sé í hreinum ítölskum stíl klassíka tímans. Arnaldur lék verk- ið af öryggi. Tvö næst’u verk voru samin á 20. öldinni, Segoviana eft- ir Milhaud og Svita eftir Krenek. Þessi verk hafa aðra átakspunkta en fyrsta verkið og meira leikið með alls konar blæbrigði sem Arn- aldur skilaði á sannfærandi máta. Capriccio diabloic eftir Tedesco, ber ekki nein merki djöfulskapar og er auk þess nokkuð sundurlaust •í gerð. Samt er þar að heyra mörg snjöll tónbrigði er Arnaldur lék frábærlega vel. Á síðari hluta efnisskrár vom Homenaje eftir de Falla, Fantasia Sonata eftir Manen og Sonatina meridional eftir Ponce. í verki Manen var leikur Arnaldar hreint frábær enda býr þetta verk yfir miklum margbreytileika í tónmáli og blæbrigðum. Sama má isegja um Homenaje eftir de Falla, að Arnaldur Arnarson þar var margt fallegt að heyra. Arnaldur Ámason hefur með þessum tónleikum tekið sér sæti í fremstu röð íslenskra gítarleikara. Hann ræður yfir mikilli tækni og blæbrigðaríkri túlkun og er óhræddur að takast á við löng og erfið verkefni og skilar þeim af öryggi þess, er ætlar sér sess sem „konsertgítaristi“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.