Morgunblaðið - 26.08.1989, Blaðsíða 36
ttrgtmfrlafrifr
A ÞJOÐVEGI1
SUMARÞÁHURKL. 13.30
i=9RÁSI
l ÚTVARPIÐ
LAUGARDAGUR 26. AGUST 1989
VERÐ I LAUSASOLU 90 KR.
Ungviðið í umferðarfræðslu
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
LÖGREGLAN í Kópavogi í samvinnu við Umferðarráð býður fímm
og sex ára börnum í Kópavogi upp á umferðarfræðslu þessa dag-
ana, en nú fer vetur senn í hönd með aukinni slysahættu. Fræðsl-
an fer fram í grunnskólum Kópavogs: Snælandsskóla, Kópavogs-
skóla, Kársnesskóla og Digranesskóla. Hvert barn mætir tvisvar
og hefur um 60 mínútna viðdvöl hvorn daginn. Umferðarfræðslan
hófst í gær i Snælands- og Kópavogsskólum. Síðari kennsludagur
þar verður síðan á mánudaginn. í Kársnes- og Digranésskólum
fer umferðarfræðslan fram á þriðjudag og miðvikudag, 29. og 30.
ágúst. Farið er yfír nokkrar mikilvægar umferðarreglur, sögð er
sagan af Siggu og skessunni í umferðinni og sýnd kvikmynd um
lítinn dreng, sem kennir vélmenni umferðarreglumar. Þá fá börn-
in verkefiiablað til þess að teikna á heima og auðvitað „löggu-
stjörnu" fyrir teikninguna.
Um 30 fiskiskip úrelt frá ársbyrjun 1988:
Varanlegur flutningur afla-
kvóta nemur um 5.000 tonnum
Tímabundin kvótafærsla milli skipa var 114.000 tonn í fyrra
Knattspyrna:
Þorvaldur
Jil Notting-
liam Forest
ÞORVALDIR Örlygsson, knatt-
spymumaður úr KA, hefur gert
tveggja ára samning við enska
fyrstu
deildarliðið Nottingham Forest.
Samningur Þorvalds er munnlegur
og samkvæmt honum mun hann
klára íslandsmótið með KA en halda
utan í september og leika með For-
est í tvö ár.
Þorvaldur er þriðji íslendingurinn
sem mun leika í ensku deildinni í
vetur. Fyrir eru Sigurður Jónsson
hjá Arsenal og Guðni Bergsson hjá
^Jjottenham.
Faxamjöl hf:
Tvær fiski-
mjölsverk-
smiðjur í eitt
l íSÁEKSTUR Síldar- og fískimjöls-
verksmiðjunnar hf. í Reykjavík og
Lýsis og mjöls í Hafnarfirði hefur
verið sameinaður í eitt fyrirtæki,
Faxamjöl hf. Faxamjöl mun starf-
rækja fískimjölsverksmiðjur fyrir-
tækjanna í Reykjavík og Hafiiar-
firði, auk þess sem það mun fram-
leiða laxafóður. Eigendur fyrir-
tækisins eru Grandi hf., Hrað-
frystistöðin í Reykjavík hf. og
Lýsi hf.
í fréttatilkynningu frá hinu nýja
fyrirtæki segir að með sameiningu
fyrirtækjanna náist veruleg hag-
ræðing í rekstri með betri nýtingu á
verksmiðjunum. Faxamjöl tekur við
öllum skuldbindingum fyrirtækjanna
r^veggja.
Stjórn Faxamjöls er þannig skip-
uð: Stjórnarformaður er Ágúst Ein-
arsson framkvæmdastjóri Lýsis,
varaformaður Brynjólfur Bjarnason
framkvæmdastjóri Granda, Ágúst
Einarsson framkvæmdastjóri Hrað-
frystistöðvarinnar, Ámi Vilhjálms-
son prófessor, Jónas A. Aðalsteins-
son hæstaréttarlögmaður, Sigurður
Einarsson framkvæmdastjóri Hrað-
frystistöðvar Vestmannaeyja og Ingi
Ú. Magnússon gatnamálastjóri.
Framkvæmdastjóri fyrirtækisins
hefur verið ráðinn Gunnlaugur Sæv-
ar Gunnlaugsson. Skrifstofur Faxa-
mjöls eru við Norðurgarð í Örfirisey.
UM ÞRJÁTÍU skip hafa verið
úrelt og veiðiheimildir þeirra,
um fimm þúsund tonn, færðar á
önnur skip, síðan slíkt varð heim-
ilt í ársbyrjun 1988. Flutningar
á aflakvóta fyrstu sjö mánuði
þessa árs nema alls rúmum 69
þúsund tonnum, samanborið við
tæp 114 þúsund tonn allt árið í
fyrra.
Samkvæmt upplýsingum sjávar-
útvegsráðuneytisins hafa 25 til 30
bátar verið keyptir af útgerðum í
þeim tilgangi að nýta kvóta þeirra,
en úrelda bátana, síðan slík við-
skipti urðu möguleg í ársbyijun
1988. Áætlað er að um fimm þús-
und tonna aflakvóti alls hafi fylgt
þessum bátum. Þá hafa um 69
þúsund tonn af aflakvóta verið flutt
á milli skipa fyrstu sjö mánuði þessa
árs. Þar af eru 15 þúsund tonn
þorskur og 37 þúsund tonn loðna.
Allt árið í fyrra voru tæp 114 þús-
und tonn flutt með þessum hætti,
þar af 36 þúsund tonn af þorski
og 31 þúsund tonn af loðnu. Fiski-
fréttir, sem komu út 25.8., segja
frá því að áætlað sé að um 10 þús-
und tonn af grálúðuafla þessa árs
megi skýra með því, að nýttar hafi
verið heimildir til að breyta kvótum
á öðrum fiskitegundum, einkum
þorski, í grálúðukvóta. Hafi einung-
,is þorskkvóta verið breytt í grá-
lúðukvóta, jafngildir það að tæpum
sjö þúsund tonnum af þorski hefur
verið fórnað fyrir grálúðuna.
Tímamörk kvótalaganna hefta
hagræðingu í sjávarútvegi, þar sem
menn geta ekki treyst á hvað við
tekur að gildistíma laganna liðnum,
til dæmis hvort þá verði leyft að
nýta áfram veiðiheimildir skipa sem
menn hafa keypt til að úrelda og
halda kvóta þeirra, að mati Eiríks
Tómassonar útgerðarstjóra hjá Þor-
birni hf. í Grindavík. Hann segir
að laga þurfi lögin til og láta þau
gilda ótímabundið, þá muni sjávar-
útvegurinn leita hagkvæmustu leið-
anna af sjálfsdáðum, eins og hann
hafi alltaf gert með óbundnar hend-
ur. Þorbjörn hf. hefur lagt 20% af
sínum skipastól með því að end-
urnýja ekki skip sem eyðileggjast
í strandi, heldur færa veiðiheimildir
þess varanlega yfir á annað skip.
„Við erum búnir að leggja 20%
af okkar flota, ef allir færu að því
fordæmi, þá mundi mikið gerast.“
Eiríkur segir tækifærið hafa verið
notað í fyrra, þegar Þorbjörn hf.
missti bát í strandi, Hrafn Svein-
bjarnarson III. „Í staðinn fyrir að
kaupa annan fyrir hann, færðum
við kvótann, með samkomulagi við
ráðuneytið, varanlega yfir á annað
skip sem við eigum," sagði Eiríkur
Tómasson.
Eskifiörður:
Stórtjón í bruna hjá
fískvinnslu Þórs hf
TUGMILLJÓNA tjón varð í eldsvoða hjá Útgerðarfélaginu Þór h/f
á Eskifirði í gærkvöldi. Brunaflautur voru þeyttar í bænum um
klukkan hálf níu og hafði þá komið upp eldur í vinnsluhúsi fyrirtæk-
isins, nýlegu tveggja álmu steinhúsi, í innsta hluta bæjarins. I hús-
inu var mikið af tækjum, frystiklefi, þrír lyftarar, á að giska 30
tonn af saltfiski, 30 tonn af fiystri síld og fiski. Slökkviliðsmenn frá
Eskifírði og Reyðarfirði börðust við eidinn og stóð slökkvistarf enn
um miðnætti.
Eldurinn kom upp í nýrri ál-
munni en læstist um allt húsið án
þess að við hann yrði ráðið. Vonir
stóðu til að takast mætti að forða
geymsluskemmu við hlið vinnslu-
hússins, þar sem mikið var af plast-
kössum og tunnum, frá því að verða
eldinum að bráð. 10-15 manns
hafa unnið hjá fyrirtækinu yfir
sumartímann en fleiri á síldarvertíð
sem senn fer í hönd. Slökkvistarf
gekk seint enda var eldurinn magn-
aður og innilokaður undir ijáfri við
þak hússins.
í gærkvöldi var haldin útihátíð
á Eskifjarðartúni í tilefni af 50 ára
afmæli UMF Austra. Þar var fjöldi
fólks saman kominn þegar reyks-
úla sást stíga hátt í loft upp af fisk-
vinnsluhúsi Þórs.