Morgunblaðið - 05.09.1989, Side 14

Morgunblaðið - 05.09.1989, Side 14
MOfiGUNBLAÐID ÞRIDJUDAfiyR 5,,SEPJ£^BEfi. 198,9 Leiðín til að sameina þjóðina - fundin! eftir Svavar Gestsson Við birtingn á grein Svavars Gestssonar, menntamálaráð- herra hér í blaðinu sl. sunnudag, féll kafli úr greininni niður. Hún er birt hér í heild og mennta- málaráðherra beðinn velvirðing- ar á þessum mistökum. Á mánudaginn hófst ráðstefna um málrækt í Kennaraháskóla íslands. Þegar ráðstefnan átti að.hefjast var orðið svo þröngt að setja varð upp sjónvarpsskerma og hátalara í nær- liggjandi stofum. Og ráðstefnan stóð í þijá daga; þar geislaði áhugi og starfsgleði af hverju andliti. Þá eru stjórnmál eins og listsköpun Eins og kunnugt er þurfa vísinda- menn oft að bora lengi og oft í iður jarðar eftir heitu eða köldu vatni. Og loksins kemur árangurinn í ljós. Eins er það með stjórnmálamenn. Þeir reyna oft að finna æðina og það er iðulega tímafrekt og stundum dálítið vanþakklátt verkefni. En svo finnst æðin. Og þá streymir áhuginn fram. Og fátt er stórkostlegra en verða vitni að því að hreyfing verður til. Þá minna stjórnmálin á listsköp- un: Að skapa hreyfingu sem skilar jákvæðum árangri. Þá gefa stjórn- málin h'f, neista sem endist til þess NYJASTA DANSKA ORÐABOKIN 887 BLAÐSÍÐUR KR. 2.350,- FÆST HJÁ BÓKSÖLUM ,u ot° sV ORÐABÓKAÚTGÁFAN að takast á við öll hin verkefnin sem eru misjafnlega skemmtileg eins og gengur. Átak sem sameinar Og þannig er það einmitt með málræktarátakið. Þar er hreyfing sem sameinar fólk hvar sem það er á landinu í öllum stjórnmálaflokkum á öllum aldri. Sérstaklega er mikil- vægt einmitt að áhuginn nær þvert á kynslóðirnar eins og sást á ráð- stefnunni í Kennaraháskólanum í síðustu viku. Og þar voru saman komnir uppalendur, kennarar af öll- um stigum: Leikskólastigi, grunn- skólastigi, framhaldsskólastigi, há- skólastigi og hygg ég að aldrei áður hafi öll skólastigin hist með þessum hætti til þess að ræða um eina grein — að vísu undirstöðugreinina — í skójastarfinu. Ég hef reyndar heyrt að einn maður hafi í fjölmiðli látið í ljós efa- semdir um að rétt sé að efna til málræktarátaks. Þjóðin tali alveg nógu gott mál. Og þjóðin talar gott mál, en samt þarf að efna til mál- ræktarátaks. Það sýnir áhuginn sem alls staðar hefur birst. Margvísleg verkeftii Ástæða er til að þakka hér forseta íslands fyrir frumkvæði hennar í þessum málum sem kom fram í ára- mótaávarpinu síðasta og í grein sem birtist eftir forsetann í blöðum á Þjóðhátíðardaginn. En hér hafa margir aðrir lagt hönd á plóginn. Verkefnisstjórinn, Guðmundur B. Kristmundsson, lektor, hefur haft forystu fyrir þessu starfi ásamt verk- efnisstjórninni sem er skipuð valin- kunnu sæmdarfólki. Þar hafa komið fram hundruð nýrra og ferskra hug- mynda. Vert er einnig að þakka íjöl- miðlum sem hafa sýnt áhuga og skilning í orði og í verki, meðal ann- ars þetta blað (sem ég skrifa nú í fyrsta sinni á ævinni samkvæmt beiðni blaðsins fyrir utan áramóta- greinar í nokkur ár!). Síðar á árinu verður efnt til móður- málsviku í öllum skólum landsins. Verkefnisstjórinn mun heimsækja fræðsluumdæmi landsins til þess að skipuleggja starfið. Þá hefur verið ákveðið að styðja nokkur útgáfufyr- irtæki vegna verkefna sem tengjast átakinu beint eða óbeint. Loks er um að ræða stuðning við mikilsverða vísindastarfsemi sem hefur vegna ijársveltis ekki verið unnin sem skyldi á undanförnum árum. Ekki var það lítil hvatning fyrir okkur er sænska akademían kom hér á dögunum og lagði fram gjöf til málræktarstarfsins. Þessi gjöf verð- ur okkur vonandi öllum hvatning til að gera enn betur. Æskilegast væri að hér yrði til sjóður með stuðningi fyrirtækja, einstaklinga og almanna- samtaka, sjóður sem væri býsna sjálfstæður og starfaði sem mest utan við áhrifasvið ríkisins. Við höf- um einmitt lagt áherslu á það í mál- ræktarátaki ársins að virkja frum- kvæði sem flestra einstaklinga og samtaka og það hefur til þessa tek- ist mjög vel. Málræktarátakið birtist okkur nú sem lýðhreyfing. Það er því miður orðið fátt sem sameinar íslensku þjóðina og efna- hágsmálasíbyljan er ekki til þess fall- in. En áhuginn a íslensku máli er samnefnari sem aliir virðast sýna áhuga og ekki síst þess vegna verður að halda málræktarátakinu gang- Svavar Gestsson „Það er því miður orðið fátt sem sameinar íslensku þjóðina og efnahagsmálasíby lj an er ekki til þess fallin. En áhuginn á íslensku máli er samnefnari sem allir virðast sýna áhuga og ekki síst þess vegna verður að halda mál- ræktarátakinu gang- andi.“ andi. Ákveðið var að miða við að afskiptum opinberra aðila lyki um fullveldisdaginn 1. desember. En þá heldur átakið vonandi áfram á vegum einstaklinga, fyrirtækja og almanna- samtaka. Og þá verða menn að sýna frumkvæði og hugmyndaauðgi. Stöðnun er dauði í þessum efnum eins og öðrum. Einn er sá þáttur málræktar sem ekki hefur verið sinnt sem skyldi þó hann sé ef til vill mikilvægastur þeirra allra — það er popptónlistin og flutningur hennar í síbylju enskra texta. Þar verða fjölmiðlarnir að setja sér metnaðarmeiri starfsmarkmið en •þeir virðast gera nú. Minna má á að í menningarríkjum Vestur-Evrópu setja slíkir Ijölmiðlar sér ævinlega markmið og meginvið- fangsefni í þessu sambandi. Sums staðar er beinlínis kveðið á um það í reglugerðum að innlent efni verði að vera tiltekið hlutfall af fluttu tón- listarefni. Vonandi þarf ekki að setja reglugerðir um slíkt hér á landi. Vonandi verður unnt í framhaldi af þeirri umræðu sem nú stendur yfir um íslenskt mál og menningu að merkja breytingar á ljósvakamiðlum í þessum efnum. Ég er þeirrar skoð- unar að hér sé um að ræða einn áhrifamesta þátt samfélagsins um þróun máls og menningar; hvergi eru unglingarnir eins áberandi meiri- hluti. Menningarumræða sem er syo „háfleyg" að ekki má ræða um þenn- an þátt mala, hún snertir ekki lengur aðalatriðið: Unga fólkið og uppeldi þess og aftur viðhorf þess til barn- anna þegar þar að kemur. Dægurtón- list eru einn fyrirferðarmesti þáttur menningarneyslu á landinu. Hana má ekki afgreiða með hroka sem garg. Hún er sá áhrifaþáttur hvers- dagslífsins sem næst fjöimiðlunum og skólunum og heimilunum ber að huga að þegar fjallað er um þróun íslenskrar menningar. Einnig þar eiga menn því að setja sér markmið og viðmiðanir. Allar menningarstofnanir seiji sér ný markmið Ljósvakamiðlar og raunar allar menningarstofnanir eiga að setja sér markmið og þær eiga að laga skipu- lag sitt og starfsemi að þessum markmiðum. Þær eiga líka að huga að innihaldinu. Er stofnunin að gera gagn eða ógagn? Hver stofnun eða fyrirtæki þarf að eiga sjálfvirkt innra athugunarkerfi þar sem málin eru endurmetin á hverjum einasta degi svo að segja. Og skipulag þessara stofnana þarf að verða þannig að niðurstöður endurmatsins eyðileggist ekki af einhveijum ástæðum. Menntamálaráðuneytið og starfslið þess fer nú einmitt yfir alla þætti starfsemi sinnar og unnið er að end- urskipulagningu ráðuneytisins. Von- andi verður málræktarátakið til þess að allar stofnanir íslenskrar menn- inga'r endurmeti hlutverk sitt, verk- efni og innihald starfs síns. Þá lifir íslensk menning. Höfundur er mcnnUunálaráðherra.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.