Morgunblaðið - 05.09.1989, Side 33

Morgunblaðið - 05.09.1989, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR-5. SEPTEMBER 1989 33 ~1 Samvinnubankinn: tigað tidegi við húsið og sungn fyrir forvitna ■ niður einn og einn og teknir með c . - .. n í *i i ' •’i Morgunblaðid/Einar Falur Syngjandi leikarar framan við Borgarleikhusio. Það var í mörg horn að líta áður en að afliendingunni koni og hér sést Guðrún Ásmundsdóttir leikkona sem ásamt öðrum starfsmönnum bretti upp ermarnar við tiltektir á laugardaginn. Davið Oddsson borgarstjóri ávarpar leikara, starfsmenn og gesti um leið og hann afhendir Leikfélagi Reykjavíkur borg- arleikhúsið til af- nota. , Morgunblaðið/Einar Falur I gærmorgun komu leikarar til fúndar og á fyrstu æfingu í Borgarleikhúsinu en gert er ráð fyrir að fyrsta frumsýning verði fyrsta vetrardag eða 21. október næstkomandi. Kaupverð fer ekki til skuldaj öftiunar Salan á að bæta lausaflárstöðu Sam- bandsins, segir stjórnarformaðurinn - KAUPVERÐ það sem Landsbankinn greiðir fyrir 52% hlut Sambands íslenskra samvinnufélaga í Samvinnubankanuni mun fara til þess að bæta rekstrarstöðu Sambandsins, en verður ekki tekið upp í skuldir Sambandsins við Landsbankann né mun það rýra yfirdrátt eða aðra fyrirgreiðslu þess hjá Landsbankanum, segir Ólafur Sverrisson stjórnar- formaður Sambandsins. Samþykkt var á stjórnarfúndi á sunnudag áð selja hlutinn í Samvinnubankanum með átta atkvæðum gegn einu. Birna Bjarnadóttir, varamaður í Sambandsstjórn, greiddi atkvæði gegn söl- unni. Sverrir Hermannsson bankastjóri Landsbankans segir að ætlunin sé að kaupa Samvinnubankann að fullu og verði öðrum hluthöfúm boðin sambærileg kjör og Sambandiuu. Hann segir það verð sem nefnt hefúr verið, 880 milljónir króna, ekki vera rétt, en var ekki reiðubúinn til að tjá sig nánar um það. Sambandið er langstærsti hluthaf- inn í Samvinnubankanum, þangað til kaupin hafa verið staðfest af stjórn Landsbankans, sem tekur ákvörðun næstkomandi fimmtudag. Um 1.500 hluthafar eru í Samvinnu- bankanum, þeir stærstu á eftir Sam- bandinu eru Samvinnutryggingar hf., Kaupfélag Eyfirðinga, Olíustöðin í Hvalfirði hf., Samvinnulífeyrissjóð- urinn, KRON og Kaupfélag Borgfirð- inga. Þessi fyrirtæki og önnur dótt- urfyrirtæki SÍS eiga 32-33% og ein- staklingar 14-15% hlutafjár. Ætlum að ráða ferðinni „Við ætlum að minnsta kosti að kaupa það mikið að við að við getum með öllu ráðið þeirri ferð og stjórnað honum og samvinnu bankanna,“ seg- ir Sverrir Hermannsson, aðspurður um hvort ætlun Landsbankans væri að eignast Samvinnubankann að fullu. „Það hefur verið okkar mark- mið að við gæfum öðrum hluthöfum kost á að selja sín hlutabréf, um það verður auðvitað samið þegar þar að kemur.“ Hann sagðist búst við að fljótlega verði hafnir samningar við dótturfyrirtæki Sambandsins. Sverrir kvaðst búast við að þessum hluthöfum verði boðið sambærilegt verð við það sem Sambandinu var boðið, en þar sem ekki er endanlega samið um greiðslukjör fyrir hlut Sambandsins væri ekki hægt að full- yrða um verðið. „En það er okkar stefna að gera öllum jafn hátt undir höfði, eða jafn lágt eftir því hvernig menn skilja það.“ Hvernig verður staða Landsbank- ans eftir þessi viðskipti, verður hann ekki með allar skuldir sambandsins og hugsanlega einhverjar ábyrgðir á herðunum? „Já, þetta eru alveg ófrágengin mál, það er ekki svona einfalt í snið- um eins og menn kannski halda, en um það er ég ekki fær að tala eins og stendur. Við þurfum samninga við fleiri aðila, við þurfum að leita samninga og aðstoðar Seðlabanka í þessu sambandi við þessa endur- skipulagningu, og ég á von á því að við njótum þeirrar aðstoðar því að ég held að menn telji sameiningu bankanna mikilvæga. I leiðinni erum við, Landsbankinn, að endurskoða allt okkar skipulag og starfsemi, þannig að þetta kemur á góðum tíma. Við getum fellt það að okkar úttekt og endurskipulagningu, það kemur mjög vel út. Sambandið verður aðal- viðskiptavinur okkar sem hingað til. Ég hef ekkert kannað innviði Sam- vinnubankans í sjálfu sér, hvernig þau mál standa, það kemur allt núna fram þegar við heíjum þessa tveggja mánaða vinnu, sem við höfum ætlað að taki okkur að gera úttekt á öllu og ganga frá nákvæmum samning- um um öll atriði sem að þessum kaupum lúta.“ Skuldir SÍS minnka Guðjón B. Ólafsson forstjóri Sam- bandsins kvaðst ekki geta tjáð sig um söluverð Samvinnubankans fyrr en bankastjórn Landsbankans hefði fjallað um málið. Hann var spurður hver væri skuldastaða Sambandsins við Sam- vinnubankann. „Það eru hlutir sem ég hvorki get né vil upplýsa.“ Ilann sagði áhrif sölunnar fyrir SÍS augljóslega vera að hún minnk- aði skuldir Sambandsins. Aðspurður um hvort nóg væri þá að gert í þeim efnum með þessari ráðstöfun svaraði Guðjón: „Það fer eftir því hvernig kaupin gerast á eyrinni og hvernig þróun verður í íslenskum efnahags- málum á næstu árum, ef þú getur sagt mér það, þá get ég svarað þess- ari spurningu.“ Bætir lausafjárstöðuna Ólafur Sverrisson stjórnarfor- maður Sambandsins sagði söluna bæta lausafjárstöðuna um verulega upphæð. „Þetta er auðvitað gert til þess,“ sagði hann. Hann var spurður hvort til greina hafi komið að selja . aðrar eignir til að ná sömu niður- stöðu. „Það hefur verið selt dálítið af smærri eignum og er í athugun með fleiri, en það eru ekki neitt svip- aðar upphæðir sem þar eru á ferð- inni, þannig að í bráð var ekki um annan stóran pakka að ræða en þennan.“ Hann var spurður hvernig Lands- bankinn greiddi kaupverðið. „Þetta á að bæta lausafjárstöðu Sambands- ins verulega. Það þýðir að þessir peningar verða ekki teknir til skulda- jöfnunar og verða ekki til þess að skerða yfirdrátt eða fyrirgreiðslu sem við höfum í Landsbankanum." Um skuldir_ SÍS við Samvinnuban- kann sagði Ólafur: „Það verður leyst í einum pakka í samvinnu við Lands- bankann.“ Hveiju svarar hann Ólafur gagn- rýni Birnu Bjarnadóttur á söluna? „Hún er nú varamaður hún Birna og hefur þar af leiðandi ekki tekið þátt í umræðu um þetta, ekki að minnsta kosti í Sambandsstjórn, fyrr en þetta, og þessi sérbókun hennar gekk nú að meiningunni til út á að harma að þetta skyldi þurfa. Það hefðum við sjálfsagt öll í Sambands- stjórn getað tekið undir, en það verð- ur stundum að gera fleira en gott þykir.“ Ólafur tók fram, að í samn- ingum um kaupin væri kveðið á um að starfsfólk Samvinnubankans nyti jafnréttis á við starfsfólk Lands- bankans þegar að því kemur að fækka útibúum og hagræða í rekstr- inum. Breytir ekki stöðu SÍS Birna Bjarnadóttir segir sína af- stöðu tengjast stærra máli, sem _er rekstrarvandi Sambandsins. „Ég taldi að sala á þessum hlutabréfum væri aðeins lítið brot til að leysa þann vanda og vildi frekar sjá áður heildaráætlun til lausnar á þeim vanda sem slíkum og að reynt yrði til hlítar að selja fasteignir og eignir í öðrum fyrirtækjum sem hefðu ekki jafn mikið að segja fyrir samvinnu- menn almennt í landinu eins og Sam- vinnubankinn hefur,“ segir Birna. Hún vísar því á bug að hún hafi ekki fylgst með málum sem vara- maður og kveðst hafa starfað innan samvinnuhreyfingarinnar í tíu ár og fylgst vel með málefnum hreyfingar- innar undanfarinn áratug. „Þetta er auðvitað ekki nýr vandi sem Sam- bandið stendur frammi fyrir, rekstr- arvandinn, hann hefur safnast fyrir á undanförnum árum, en greinilega ekki verið nægilega tekið á því máli og mér finnst bara verið að bjarga í land rétt í nokkra mánuði með þessu. Og sem samvinnumanneskju finnst mér það alvárlégur hlutur að láta Samvinnubankann í þá hít án þess að sé hægt að sjá fyrir endann á því hvað verður næst.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.