Morgunblaðið - 05.09.1989, Síða 55
MORGUNBLADIl) ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 1989
55
Ungur glæsilegur brúðgumi í ein-
kennisbúningi brezka flotans leiðir
brúði sína að altari í Kristskirkju á
Landakotstúni þar sem hún var
gefin Frank Pitt í heilagt hjónaband
og sami litli drengur er nú orðinn
brúðarsveinn og fylgdi henni að
altarinu með systur sinni, stoltur
af þessari fallegu frænku sinni. Með
þessum ágæta manni átti hún börn-
in sín, lifandi eftirmyndir gleði
hennar og gæzku.
Anna Dúfa er stödd á heimili
móður minnar, aftur kominn roði í
kinnar hennar og í augum hennar
er klingjandi hlátur og gleði, þegar
hún kynnir Brendan Egan fyrir
okkur og á svipstundu skynjuðum
við öll hamingju þeirra beggja.
Og áfram reikar hugurinn um
minningarnar, um Elínu móður
hennar, Onkel Ludvig og hana
sjálfa.
„og hugskotsins auga með undrnn og
fögnuði sér
eitt andartak birtast þar mynd síðan forðum
af þér.“
(Jón Helgason)
Megi frænka mín góð hvíla í friði.
Knútur Bruun
Þegar stundin kemur að við
kveðjumst hér á jörðu, þá sækja
að manni minningar, og svo fór
með mig. Ég var komin í huganum
á Laugaveg 15, æskuheimili hennar
Önnu Dúfu Storr, og svo í KFUM
og K, þar sem við kynntumst 7 ára
gamlar og hefur sú vinátta haldist
síðan. Ég var svo lánsöm að eign-
ast þessa fallegu og góðu vinkonu,
falleg var hún og vakti alls sta'ðar
athygli vegna þess.
Þeir sem henni kynntust vissu
að hin ytri fegurð var jafnvel ekk-
ert á móts við hina innri. Erfitt er
að lýsa slíkri manneskju en Önnu
Dúfu einkenndi alla tíð falsleysi;
látleysi og tryggiyndi. Gaman var
að vera með henni úti í náttúrunni
og sjá og heyra hrifnæmi hennar
yfir blómum, Ijöllum og öðru sem
náttúran hefur upp á að bjóða. í
nokkur sumur var hún með mér,
systur minni og móður í sveit í
Mosfellssveit. Vinátta okkar var
slík þegar við vorum börn að varla
mátti líða sá dagur er við værum
ekki saman. Við áttum ekki heima
í sama bæjarhluta og fór ég yfir-
leitt á hveijum degi heim til henn-
ar. Því þar sem hún var eina barn
foreldra sinna, vildu þau heldur að
við værum á þeirra heimili.
Anna Dúfa var ekki heilsugóð
sem barn og þurfti oft að vera rúm-
liggjandi og þá notaði hún tímann
til að teikna og síðar að mála.
Fannst mér hún vera hreinn snill-
ingur í þessari list. Ég hef því mið-
ur ekki séð neitt eftir hana á síðari
árum, en mér hefur verið tjáð að
henni hafi stöðugt farið fram í þess-
ari list.
Þegar við vorum 16-17 ára fórum
við með skipi til Akureyrar og
dvöldum þar í mánaðartíma. Á leið-
inni var ég, sjómannsdóttirin, sjó-
veik en hún ekki. Minnist ég þess
að er við sigldum með fram strönd-
inni og komum t.d. að Hornbjargi,
þá kallaði hún mig út og sagði að
ég mætti ekki missa af þessari feg-
urð og tignarleika. Er við komum
til Akureyrar hittum við þar skóla-
systkini mín, sem gerðu allt til að
við gætum skemmt okkur sem best.
Var Anna Dúfa ekki lengi að vinna
vináttu þeirra allra. Minnist ég þess
þegar hún sagði „á ég að segja þér
að ég finn að ég er meiri Norðlend-
ingur en Sunnlendingur, ég finn það
á fjöllunum og landslaginu“. Hún
sagðist skilja núna hrifningu móður
sinnar EKnar, sem var af Lax-
mýrarætt.
Þrátt fyrir 45 ára búsetu Önnu
Dúfu í Bretlandi hafa vináttuböndin
aldrei rofnað.
Heim fórstu, hollvin
en hjörtu vor klökk
á legstað þinn leggja
lofgróna þökk.
(M. Joch.)
Nenna
Frænka okkar, Anna Dúfa Storr,
er látin. Hún var dóttir föðursystur
okkar, Elínar Sigurðardóttur Storr
og Ludvig Storr. Dauðastríð Önnu
Dúfu varði aðeins fáar vikur.
Fregnin um það kom afar óvænt.
Við, sem þekktum Önnu Dúfu, eig-
um erfitt með að sætta okkur við
að hún sé látin.
Anna Dúfa bjó mestan hluta full-
orðinsára sinna á erlendri grund. í
Bristol í Englandi áttu þau heimili,
hún og Frank Pitt lögrhaður. Þang-
að heimsóttum við systkinin þau,
sum okkar reyndar oftar en einu
sinni, og dvöldumst þá við gleði og
gestrisni hjá þeim hjónum og börn-
unum þeirra. Var heimili þeirra
rausnarlegt og fjölskylduna ein-
kenndi ljúfmennska og góðhugur.
Þar sat Anna Dúfa í öndvegi en
Frank lagði einnig mikið af mörkum
til að gera dvöi okkar ógleyman-
lega. Tímar liðu og síðar fór það
svo að þau hjónin slitu samvistum.
Það varð Önnu Dúfu frænku
okkar til mikillar gæfu og lífsfyll-
ingar að hún eignaðist Brendan
Egan skólastjóra sem lífsförunaut
á síðari æviárum sínum. Áttu þau
saman allmörg kærleiksrík ár.
Fjölskyldutengsl föður okkar og
Önnu Dúfu voru mjög náin og nær
+
Hugheilar þakkir til allra er sýndu mér og fjölskyldu minni samúð
og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns,
ALFREÐS PÁLSSONAR,
Stekkjargerði 18,
Akureyri.
Aðalheiður Oddgeirsdóttir,
Einlægar þakkir sendi ég öllum er §ýndu mér og fjölskyldu minni
hlýhug og hluttekningu við andlát og útför eiginmanns míns,
HARÐAR TULINÍUSAR,
Eikarlundi 10,
Akureyri,
Erna A. Tuliníus.
+
Alúðarþakkir sendum við öllum sem sýndu okkur samúð við
andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa,
BENJAMINS ÓLAFSSONAR,
Kópavogsbraut 113,
Kópavogi,
sem andaðist 13. ágúst.
Svala Sölvadóttir,
Halldór Valur Geirsson, Jóna Kristín Bjarnadóttir,
Ragnheiður Benjamínsdóttir, Ólafur Ingólfsson,
Guðrún Lilja Benjamínsdóttir, Magnús Hjörtur Karlsson,
Jóhann Ólafur Benjamínsson,
barnabörn.
því að vera systkinabönd en frænd-
semis, enda var hún eina barn for-
eldra sinna sem komst á legg og
aðeins átta árum yngri en faðir
okkar. Urðu þau bönd órofin meðan
Önnu Dúfu entist aldur. Móður
okkar og Önnu Dúfu varð einnig
vel til vina. Þær áttu sameiginleg
áhugamál, m.a. í myndlist og ekki
dró það úr vináttunni að börn þeirra
fæddust á svipuðum tíma.
Anna Dúfa hafði einstaka per-
sónutöfra. Hun vár glaðlynd og já-
kvæð, einlæg og hrifnæm. Þar við
bættist að hún var fríð sýnum, svo
af þótti bera. Anna Dúfa tók kaþ-
ólska trú og var trúin henni alvöru-
mál, hjarta hennar hreint sem
barns. Hún hafði líflega framkomu;
þar sem hún fór, var ævinlega eitt-
hvað á seyði.
Oft reynist erfitt að halda tengsl-
um við ættingjá og vini sem flytj-
ast búferlum til Ijarlægfa staða.
Þótt Anna Dúfa flyttist af landi
brott allmörgum árum fyrir okkar
minni, þá ruddi hún alltaf hvers
konar feimni eða ókunnugleika burt
í einu vetfangi, hvenær sem fundum
okkar bar saman, með tilgerðar-
lausri framkomu sinni og ástúð. Það
var éins og hún hefði aldrei farið.
Og svo verður áfram, því hún verð-
ur um kyrrt í huga okkar sem ást-
fólgin minning.
Frændsystkinin Ægisíðu 58
Lokað
Lokað vegna jarðarfarar eftir hádegi í dag.
David Pitt & Co. hf.,
Klapparstíg 16.
Lokað
Lokað vegna jarðarfarar eftir hádegi í dag.
Glerslípun & speglagerð sf.,
Klapparstíg 16.
Lokað
í dag frá kl. 14.30 vegna jarðarfarar ÖNNU DÚFU
STORR. Listasalurinn Nýhöfn, Hafnarstræti 18.
Þegar þú heyrir
minnst á nafnið
EPSOIU, dettur þér
örugglega fyrst í hug
hágæða prentarar.
En þá er bara hálf
sagan sögð...
....því EPSON tölvurnar standa
prenturunum hvergi að baki hvað gæði
og afl snertir.
PCe er góð í ritvinnsluna og heimilisbókhaldið.
PC AX2/80286 fyrir þá, sem þurfa meiri vinnsluhraða og afl.
PC AX3/80386, þungavigtarmeistarinn væntanlegi.