Morgunblaðið - 06.09.1989, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 06.09.1989, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ! MIÐVTKUDAGUR 6. SEPTEMBER 1989 31 Nornaþáttur ríkissjónvarpsíns eftir Magnús B. Björnsson Á sunnudaginn var (20.8.’89) gafst þeim, sem horfðu á ríkissjón- varpið kostur á að líta vígða presta lýsa samskiptum sínum við kven- naguðfræði og nornir. Sr. Gunnar Kristjánsson lýsti því hvernig gyð- ingleg ævintýri hefðu sameinað sköpunarsögurnar tvær í 1. og 3. kafla 1. Mósebókar og búið til fyrri konu Adams, Lilít, sem hefði gert uppreisn og farið og Evu, sem hefði verið manni sínum undirgef- in og verið kyrr. En það sem vakti furðu mína voru yfirlýsingar sr. Hönnu Maríu Pétursdóttur. Gerði hún nokkra grein fyrir nornum og hugmynda- fræði þeirra. Þar lýsti hún því, að trúin byggðist á reynslu konunnar sjálfrar. En þar sem reynsla kon- unnarvarð útgangspunktur trúar- innar hefði merkingakerfi Biblí- unnar orðið ófullnægjandi, því hafi þær þurft að leita á önnur mið, til að byggja upp nýtt merk- ingakerfi, nýja guðfræði. í noma- fræðinni (witchcraft) væri enginn aðskilnaður á milli efnis og anda, guðs og heimsins. Gyðjan (guð) væri í heiminum, ekki fyrir utan hann, hún væri náttúran og skap- aði líf, væri líf. Sterkasta tákn noma væri tunglið, tákn fyrir móður jörð, jarðargyðjuna. Hér verður að gera athuga- semd. Það sem kvennaguðfræðin telur vera nýja bylgju og frá sér komið, er ekki annað en gamall átrúnaður í svolítið breyttum föt- um. Hugmyndafræðin er algyðis- trú eða hindúismi, sem segir að guð sé allt og allt sé guð. Þegar nornafræðin leggur áherslu á að enginn aðskilnaður sé milli efnis og anda, guðs og heimsins er ekki lengur neinum blöðum um það að fletta. Þetta er ekki kristindómur, ekki trú á Guð sem skapara, því guð Biblíunnar er alltaf fyrir utan heiminn og skilur sig frá efninu. slíkri dýrkun. Jesús sagði: „Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið, enginn kemur til föðursins nema fyrir mig.“ (Jóh. 14:6). Hvað segir fyrsta boðorðið okkur? „Ég er Drottinn Guð þinn, sem leiddi þig út af Egyptalandi, út úr þrælahús- inu. Þú skalt ekki hafa aðra guði en mig.“ (2. Mós. 20:2-3). Jesús kom að leita að hinu tvnda os frelsa það, einnig konur. Alla tíð hefur Satan reynt að halda mönn- um í fjötrum lyga og smeygja sér inn í kirkjuna með boðskap sinn. Nýjasta tækni hans er að klæða algyðistrú hindúismans í föt sem hæfa vesturlandabúum. Þau heita guðspeki og nýaldarhreyfíng og koma ekki inn um dyrnar (sbr. Jóh. 10). Aftur á móti er það vís leið til að ná einhveijum eyrum, að snúa sér að ævintýrum Gyð- inga, og færa söguna um Lilít til vegs og virðingar. Um leið er hún sett á sama sess og Guðs orð. Þeir sem hér skoða sjá, að tak- markið er að gera Biblíuna að ævintýri, svo unnt verði að draga boðskap hennar víðar í efa. Hér þýðir ekki að skýla sér á bak við frelsunar- eða kvennaguðfræði. Guðfræði er ekki hið sama og lif- andi samfélag við upprisinn og lif- andi Drottin Jesú Krist. í skjóli guðfræði ætti mönnum ekki að leyfast að taka sér alræðisvald og segja að í öllum konum búi nom. Hér hefur fyrrverandi sóknar- prestur og núverandi starfsmaður þjóðkirkjunnar í Skálholtsskóla gengið of langt. Það er réttmæt krafa þeirra, sem tilheyra þjóð-' kirkjunni, að opinberir starfsmenn hennar, sem koma fram fyrir al- þjóð með annarlegar kenningar geri lýðnum ljóst, hvað við er átt í slíkum fullyrðingum. Ef sr. Hanna María dýrkar annan guð en Jesúm Krist, Guðs son, þá geri hún hreint fýrir sínum dyrum og gangi frá sínum málum á viðeig- andi hátt. Höfundur er prestur og starfsmaður Kristilegs félags heilbrigðisstétta. Magnús B. Bjömsson „Ef sr. Hanna María dýrkar annan guð en Jesúm Krist, Guðs son, þá geri hún hreint fyrir sínum dyrum og gangi frá sínum málum á við- eigandi hátt.“ Það er einkenni austrænna trúar- bragða að þau eru dulhyggjutrúar- brögð (occult), en gyðinglegur kristindómur er sköpunartrú, þar sem sagan skiptir höfuðmáli. Það sem sagt er frá hefur raunverulega gerst. Það er ekki ímyndun eða blekking eins og hindúismi heldur fram að allt sé. Þegar sr. Hanna María var svo spurð, hvort hún væri norn, neit- aði hún hvorki né játaði, en sagði að það væri nom í hverri einustu konu. Hvað á hún við? Er hún að segja að þær konur, og þá um leið hún sjálf, sem stunda-þessa gyðjudýrk- un, stundi annan átrúnað en boð- aður er í evanglelísk — lúterskri þjóðkirkju? Gyðjudýrkun er heiðin- dómur, og öll þau fijósemistákn, sem til voru tekin í þættinum, era tákn í dultrú og dulhyggju, tengd VITINAÐ VARAST Ofveiði við ísland, Færeyjar og Kanada og í Norðursjó eftir Pál Ólafsson Hafrannsóknastofnun hefir birt boðskap sinn um aflahorfur á næsta ári. Það er enginn gleðiboð- skapur og viðbrögð manna misjöfn eins og eðlilegt er um svo mikil- vægt mál. Hefði þó boðskapurinn engum átt að koma á óvart eftir háværar raddir um mikið smá- fiskadráp. Leiðarahöfundur Morgunblaðs- ins, Tímans og DV hafa skrifað af hógværð og skilningi um málið. Viðbrögð sjávarútvegsráðherra og forsvarsmanna útgerðar og sjó- manna era virðingarverð. En sum- ir forystumenn virðast hafa gleymt því sem gerst hefur hjá okkar þjóð síðustu áratugina, og er að gerast hjá nágrönnum okkar á sviði fiskveiða — eða virðast loka augunum fyrir því. Það virðist þess vegna ástæða til að rifja það upp. I lok sjöunda áratugarins hrandu þrír síldarstofnar, sem við íslendingar o.fl. höfðum sótt mikið „Hefði mátt ætla, að þessi lexía væri ærin til að kenna okkur að um- gangast fiskistofiiana með varúð, en svo virð- ist ekki vera eftir við- brögðum margra við boðskap Hafrannsókna- stofiiunar o.fl.“ í um áratuga skeið ásamt mörgum ■ öðram þjóðum. Varð sá afli undir- staða mikilla framfara og velmeg- unar í okkar þjóðfélagi. Árið 1966 varð útflutningur síldarafurða mestur eða yfir 40% af útflutningi landsmanna. Á áranum 1967-70 féll þessi útflutningur niður með hrikalegum afleiðingum sem kunnugt er. Mun engin nágranna- þjóð okkar hafa orðið fyrir öðra eins áfalli á friðartímum. Af þeim síldastofnum sem nefndir vora hefir einn náð sér Siglingareglur, stjóm og sigling skipa eftirFriðrik Asmundsson Nýlega gaf ísafoldarprent- smiéja hf. út bókina „Siglingaregl- ur, stjórn og sigling skipa“ eftir Guðjón Ármann Eyjólfsson skóla- stjóra Stýrimannaskólans í Reykjavík. I upphafi formála bókarinnar segir höfundur: „Á miðjum vetri 1982 kom út fyrsta útgáfa þeirrar bókar, sem hér birtist í annarri útgáfu, aukin og endurbætt. Bókin er samræmd breytingum á sigl- ingareglunum, sem voru sam- þykktar á 15. þingi Alþjóðasigl- ingamálastofnunar haustið 1987 (Alyktun A 626) og munu taka gildi 19. nóvember 1989. í fjöl- mörgum atriðum má frekar segja, að um sé að ræða nýja bók, byggða á hinni fyrri, þar eð viðbætur era miklar og endurskoðun sumra kafla er gagnger. Áformað er að gefa sjálfar siglingareglumar samhliða út í litlu kveri, bæði á íslensku og ensku, en framtexti siglingareglnanna er á ensku og frönsku. Þannig sérútgáfa ætti að gera nemendum lestur reglnanna handhægari með skýringarmynd- um og athugasemdum þessarar bókar.“ Bókin sem kom 1982 hét Stjóm og sigling skipa. Þar vora siglinga- reglumar prentaðar aftan við megintexta bókarinnar. 1 þessari bók era siglingareglumar megin- málið er það mesta breytingin. Þær era nú skýrðar með miklum fjölda nýrra litmynda og dæmum. Sérstaklega er 10. reglu um að- greindar siglingaleiðir gerð góð skil nú. Þær komu fyrst fram í Alþjóðasiglingareglunum 1972. Bókinni fylgir sýnishorn úr korti sjómælingastofnunar breska flota- málaráðuneytisins um aðskildar siglingaleiðir í Ermarsundi. Einnig fylgir skýringarkort þýsku sjó- mælingastofnunarinnar um sigl- ingaáætlun að höfnum í Vestur- Þýskalandi og við Norðursjó. Og frá Sjómælingum íslands myndir úr kynningarriti stofnunarinnar um Álþjóðasjómerkjakerfið. Allt auðveldar þetta skipstjórnarmönn- um, kennuram og nemendum stý- rimannaskólanna siglingu á að- greindum siglingaleiðum. Mikil áhersla er lögð á vaktregl- ur IMO og birtar era vaktreglur um borð í togurum kanadíska út- gerðarfyrirtækisins NSP þ.e.a.s. starfsreglur og fyrirmæli útgerð- arinnar til skipstjóra og stýri- manna á togurum fyrirtækisins. Reglur um íslenska og erlenda hafnsögu er þarna að finna, ásamt skyldum hafnsögumanns. Margt er nýtt um þekkta og algenga árekstra í máli og myndum, og skýrslur eru frá Norske Veritas um sjóslys. Kaflinn „Sigling með ratsjá í þoku“ er mikið endurbætt- ur í máli og myndum.“ Þetta er örlítið brot af efni bók- arinnar. Hún skiptist í 22 kafla og hver þeirra í marga undirkafla með fjölda mynda. Að auki er at- riðaskrá, myndaskrá og heimildir. Hún er alls 398 blaðsíður, sú fyrri er 228. Þessi bók er ný, byggð á Sijórn og siglingu skipa frá 1982. Allt efni úr þeirri bók er þama, margt af því endurbætt og mikið af nýju. Með útkomu fyrri bókarinnar var bætt úr mikilli þörf á handbók fyrir skipstjómarmenn og til kennslu í stýrimannaskólunum. Síðan hefur hún verið talin ómiss- andi á hvern stjórnpall. Þessi nýja bók mun veita mönnum enn betri leiðbeiningar um störfin þar. Og hún bætir mikið allt öryggi á sjón- um. Hún þarf ekki síður að vera til í hveiju skipi og allir skipstjóm- armenn þurfa að kynna sér efni hennar. Og sem kennslubók verður hún góð viðbót við það sem fyrir er. Þrátt fyrir mjög góða þekkingu á efninu hefur höfundur þurft að leggja mikla vinnu í samningu þessara bóka. Það hefur hann gert af kostgæfni og alúð eins og hann er þekktur að úr öllum sínum störfum. Það er auðfundið við nána athugun bókanna. Leó Löve framkvæmdastjóri og starfslið hans í ísafoldarprentsmiðju hf. Guðjón Ármann Eyjólfsson „Þrátt fyrir mjög góða þekkingu á efiiinu hefur höfundur þurft að leggja mikla vinnu í samningu þessara bóka. Það hefur hann gert af kostgæfni og alúð.“ eiga allt mitt hrós fyrir fallega og vel unna bók. Það hlýtur að hafa verið vandaverk að ganga svo vel frá öllu þar. „Siglingareglur, stjóm og sigl- ing skipa“ tileinkar höfundur íslenskum sjómönnum. Ég óska honum til hamingju og þakka fyr- ir frábært starf. Höfundur er skólastjóri Stýrimannaskólans í Vestmannaeyjum. upp, annar, sem var sá mikilvæg- asti er vonandi á góðri leið, en sá þriðji — íslenska vorgotssíldin — hefir ekki náð sér á strik. Hefði mátt ætla, að þessi lexía væri ærin til að kenna okkur að^ umgangast fiskistofnana með var- úð, en svo virðist ekki vera eftir viðbrögðum margra við boðskap Hafrannsóknastofnunar o.fl. En það er víðar en hjá okkur sem ofveiði hefir gætt með alvar- legum afleiðingum. Fréttir berast af mjög slæmu ástandi þorskstofna við Noreg, Færeyjar og Kanada. Öðra hvora fréttist af lélegu ástandi fiski- stofna í Norðursjó, ýmist þrosk- eða síldarstofna. ’ w Frá fyrri tímum má t.d. nefna hvarf sardínustofnsins við strend- ur Kalifomíu á fimmta áratugn- um. Fram að þeim tíma veiddu Kalifomíumenn mikið af sardínu, sem þeir suðu niður og bræddu í mörgum verksmiðum. Eg heimsótti nokkrar þessara verksmiðja 1946, en um það leyti lauk þessum veiðum. I Monterey vora við eina götu 25 niðursuðu- verksmiðjur og 15 bræðslur að mig minnir. Um eða fyrir 1940 var farið að takmarka bræðslumagnið. Nokkr- ir útgerðarmenn tóku sig þá til og fengu sér skip, sem þeir bjuggu bræðsluvélum og bræddu utan vi(P landhelgi. En það stóð ekki lengi og var bannað. Sumar af bræðslu- vélum slíkra skipa lentu í Síldar- verksmiðjum ríkisins á Siglufirði og Skagaströnd. Ég kynntist einum af þessum útgerðarmönnum í San Francisco í desember 1946. Hann sýndi mér heilt myndasafn af þessari starf- semi. Þeir félagarnir áttu 8 skip. Þessi útgerðarmaður hafði ekki mikið álit á skoðunum fiskifræð- inga — fremur en margir hér á landi — nú hálfri öld síðar. En pilchardinn kom víst ekki aftur. Lúðuveiðar við Alaska hafa ver- ið háðar leyfum um meira en hálíf-' ar aldar skeið og það gefist vel að því er ég veit best. Um 1930 var farið að ganga mjög á stofn- ana af þeim fiski. Til athugunar: Hvað segir sagan okkur af karfamiðunum á Hala, við Ný- fundnaland og Austur- og Vestur- Grænland? Treystir nokkur sér til að hugsa þá hugsun til enda hvað gerast myndi ef eins og færi fyrir þorsk- stofni okkar og síldarstofnunum áðurnefndu. Á að tefla á tæpasta vaðið? Ég segi nei!! Við eigum að sýna fiskifræðing- um okkar fyllsta traust. Höfundur er fyrrverandi sérfræðingur á Rannsóknastofnun Sskiðnaðarins og forstöðumaður rannsóknastofú Síldarverksmiðjá ríkisins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.