Morgunblaðið - 06.09.1989, Page 34
34
MORGUlffBLAÐIÐ MIÐVIKUDAJGUR 6J SEPTEMBEIi 1989
Stefán Ólafsson veit-
ingamaður - Minning
Fæddur28. októberl93I
Dáinn 30. ágúst 1989
„Lífíð manns hratt fram hleypur,
hafandi enga bið,“
segir í sálmi Hallgríms Péturs-
sonar.
Það munu vera orð að sönnu, —
allra — sem líf hefur verið gefið,
bíður þess að deyja.
Okkur setti hljóð er við fregnuð-
um lát Stefáns vinar okkar. Það
er sagt að enginn sé svo ríkur, að
hann hafi efni á að missa vin, og
sannast líka, að enginn veit hvað
átt hefur, fyrr en misst hefur.
Stefán og kona hans, Jóhanna,
voru okkar vinir og félagar í hjóna-
klúbbi sem heitir Helgidómurinn.
Nafn klúbbsins, sem telur 11 hjón,
varð tii af sérstöku tilefni og það
var einmitt Stefán sem gaf nafnið,
en klúbburinn hefur á sinni stefnu-
skrá að hittast, njóta návistar, fara
í ferðalög eða á skemmtanif, að
ógleymdum þorrablótum og mörgu
fleira. Þorrablótin okkar voru um
miðjan janúar, í Borgarnesi fyrst,
en síðustu 10 árin í Skjólborgum á
Flúðum. Stefán sagði í viðtali við
blaðamann fyrr á árinu, að hann
ætti vini sem smökkuðu á þorra-
matnum, áður en hann setti á
markað sinn landskunna, frábæra
þorramat frá Múlákaffi. Þar átti
hann við Helgidóminn, en svo hans
eigin orð séu notuð — hann mátaði
hann á okkur.
Við munum sárt sakna þess að
sjá hann ekki í eldhúsinu, glað-
beittan og reifan með kokkahúfuna
á höfðinu, skerandi niður matinn
eða hrærandi í rófustöppunni, og
ætíð var hann til í eitthvert sprell,
eða að taka að sér skemmtiatriði,
og spila síðan á nikkuna fyrir
dansi. Stefán var ógleymanlegur
maður, skemmtilegur og lífsglaður
með kitlandi hlátur sem smitaði
alla í návist hans. Hann var dug-
mikill drengskaparmaður í starfi
og einstaklega hjálpsamur og
greiðvikinn.
Nú þegar hann er allur og leiðir
skilja þökkum við honum samfylgd-
ina. Minning hans mun lifa og
varpa ljóma á veg allra þeirra sem
fengu notið návistar hans. Við og
fjölskyldur okkar sendum Jóhönnu,
börnum þeirra og öðrum aðstand-
endum, innilegustu samúðarkveðj-
Eiginmaður minn, t BALDURSTEFÁNSSON
frá Fíflholtum,
lést 3. september. Margrét Sigurjónsdótir.
t
Faðir okkar,
STURLA SÍMONARSON,
Kaðlastöðum,
Stokkseyri,
lést í Landspítalanum 5. september.
Hilmar Sturluson,
Símon Sturluson og aðrir vandamenn.
t
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma,
STEFANÍA INGIBJÖRG ÞORLEIFSDÓTTIR,
Sigtúni 39,
lést í Landspítalanum laugardaginn 2. september.
Sigríður Þórðardóttir, Björgvin Vilmundsson,
Svala Þórðardóttir, Gísli Sveinsson,
Sjöfn Þórðardóttir, Árni J. Sigurðsson
og barnabörn.
t
Faðir minn, tengdafaðir og afi,
SIGURJÓN HÁKONARSON
frá Hafþórsstöðum í Norðurárdal,
Haukshólum 6, Reykjavík,
lést 2. september sl.
Jarösungið verður frá Fossvogskapellu mánudaginn 11. septem-
ber kl. 13.30.
Hákon Sigurjónsson, Hanna Sampsted
og barnabörn.
t
Eiginmaður minn,
FINNUR KLEMENSSON,
Hóli, Norðurárdal,
er lést 2. september verður jarðsunginn frá Hvammskirkju föstu-
daginn 8. september kl. 14.00. Saetaferð frá BSÍ kl. 11.00.
Blóm og kransar vinsamlega afþökkuð en þeim sem vildu minn-
ast hans er bent á Krabbameinsfélag Islands.
Fyrir hönd vandamanna,
Herdfs Guðmundsdóttir.
ur.
Blessuð sé minning Stefáns.
F.h. „Helgidómsins",
Björn Guðmundsson.
Leikreglur lífsins eru öilum ráð-
gáta. Hraðupphlaupi dauðans nær
enginn að vetjast. Okkur sem
hnípnir sitjum eftir finnst sem
lífsleikur Stefáns Ólafssonar hafi
verið flautaður af alltof snemma,
en við dómara lífs og dauða deilir
enginn.
Við fráfall Stefáns Ólafssonar
höfum við KR-ingar misst einn af
okkar ágætustu stuðningsmönn-
um. Athafnasamur maður eins og
Stefán átti sér mörg áhugamál.
Eitt þeirra var félag okkar, KR,
og þrátt fyrir að Stefán tæki ekki
beinan þátt í íþróttum á vegum
félagsins var hann ásamt eiginkonu
sinni því áhugasamari um eflingu
þess og framgang.
Við áttum því láni að fagna að
fá Stefán til liðs við okkur í hand-
knattleiksdeild KR fyrir rúmum
áratug. Starfaði hann þar sem
gjaldkeri og komust íjármál deild-
arinnar fljótlega á réttan kjöl með
tilkomu hans. Stefán var einstak-
lega ötull og ósérhlífinn og átti
alls staðar greiðan aðgang að
mönnum sem ekki gátu neitað hon-
um um stuðning við KR. Allir virt-
ust eiga Stefáni greiða að gjalda.
Árangur meistaraflokks karla
fylgdi í kjölfar komu hans til starfa
því góður árangur fylgir styrkri
stjórn. I stjórnartíð Stefáns var
brotið blað í sögu handknattleiks á
íslandi, þegar hann ásamt félögum
sínum stóð fyrir ráðningu erlends
leikmanns og þjálfara til deildar-
innar. Ekkert minna en einn fræg-
asti leikmaður Evrópu, Anders
Dahl Nielsen, dugði Stefáni.
Stefán var með afbrigðum hress
maður sem gaman var að starfa
með. Hann hafði ákveðnar skoðan-
ir á málum og því engin lognmolla
á ferð þar sem hann var. Stefán
hafði mikla ánægju af að fylgjast
með kappleikjum KR, og árangri
Jóhannesar sonar síns með félaginu
og landsliðinu. Þrátt fyrir mikið
annríki gaf hann sér tíma til þess
og átti þar góðar stundir í góðra
vina hópi. Heimili þeirra hjóna var
ævinlega opið öllum KR-ingum
hvort sem fagna þurfti glæstum
sigrum með tilheyrandi veitingum
eða leggja á ráðin um hvaðeina er
varðaði heill KR.
Við minnumst Stefáns Ólafsson-
ar með hlýhug og þakklæti fyrir
hans góðu störf í þágu félags okk-
ar, og að hafa fengið að kynnast
og taka þátt í störfum með honum.
Eiginkonu hans, Jóhönnu, börn-
um og fjölskyldum þeirra sendum
við innilegar samúðarkveðjur.
Félagar úr handknatt-
leiksdeild KR >
Skjótt hefur sól brugðið sumri,
því séð hef ég fljúga
fannhvita svaninn úr sveitum
til sóllanda fegri.
Þessar ljóðlínur Jónasar Hall-
grímssonar flugu í hug við skyndi-
legt lát vinar okkar Stefáns Ólafs-
sonar. Það bar að á svipuðum slóð-
um og Jónas er staddur, þegar
hann yrkir hið fagra kvæði við
fregnina um lát Bjarna amtmanns.
Árlegri veiðiferð í Víðidal er lok-
ið og haldið heim á leið. Skyndilega
hættir hjarta Stefáns að slá. Synir
hans eru með honum og hefja þeg-
ar lífgunartilraunir. Læknir kemur
+
MINNINGARKORT
að vörmu spori og tekur við, en
árangurslaust. Stefán gefur upp
öndina í faðmi sona sinna.
Stefán Ólafsson fæddist á Þing-
eyri við Dýrafjörð 28. október
1931. Hann útskrifaðist frá Mat-
reiðslu- og veitingaskólanum 1952
og tíu árum síðar stofnaði hann
ásamt Tryggva Þorfinnssyni og
fleirum veitingastaðinn Múlakaffi.
Þeim stað stjórnaði Stefán frá upp-
hafi af frábærum dugnaði, kunn-
áttu og útsjónarsemi, enda hafa
vinsældir staðarins verið með ein-
dæmum. Hiklaust má segja, að
Múlakaffi sé eitt af táknum
Reykjavíkur. Frá því Hús verslun-
arinnar var opnað hefur Stefán
ásamt fjölskyldu sinni einnig verið
með umfangsmikinn veitingarekst-
ur þar. Bæði Veitingahöllin og
Hallargarðurinn í Húsi verslunar-
innar eru vinsælir veitingastaðir
og bera Stefáni fagurt vitni. Nokkr-
um dögum fyrir andlát sitt lauk
Stefán við að láta breyta Hallar-
garðinum og er hann nú einn af
glæsilegustu veitingastöðum borg-
arinnar.
Stefán í Múlakaffi var fáum
mönnum líkur. Elja hans og dugn-
aður var dæmafár enda kom hann
miklu í verk. Hann var mjög félags-
lyndur og átti stóran vina- og kunn-
ingjahóp. Öllum mönnum lá gott
orð til hans. Hann var léttur í lund,
greiðvikinn og sérstakur höfðingi.
Báðir höfum við misst mikinn fé-
laga og vin, sem skilur eftir óþijót-
andi minningar. En Stefán var fyrst
og fremst fjölskyldumaður. Kona
hans, Jóhanna Jóhannesdóttir, og
börnin þeirra þijú voru mjög sam-
hent og tóku virkan þátt í öllu
því, sem Stefán tók sér fyrir hend-
ur. Þau hafa mest misst, þeirra er
söknuður sárastur við hið skyndi-
lega fráfall heimilisföðurins. Við
vottum þeim og öðrum aðstandend-
um okkar dýpstu samúð. Fjölmarg-
ir aðrir syrgja nú góðan dreng.
Þessum fátæklegu kveðjuorðum
skal lokið með lokalínum erindis
Jónasar, sem vitnað var í áður:
Grátþögull harmafugl hnípir
á húsgafli hveijum.
Hafi Stefán Ólafsson þökk fyrir
allt og allt.
Kristján Oddsson
Ámi H. Bjamason
Veitingamenn setti hljóða þegar
sú fregn barst í síðustu viku að
félagi þeirra, Stefán Ólafsson, hefði
orðið bráðkvaddur.
Stefán var jafnan kenndur við
veitingastað sinn, Múlakaffi, sem
hann stofnsetti á sjötta áratugnum
og rak með skörungsskap fram á
dauðadag. Veitingahöllina og Hall-
argarðinn stofnsetti Stefán síðar
ásamt fjölskyldu sinni, sem ætíð
starfaði með honum í þessum um-
svifamikla rekstri. Allt eru þetta
veitingastaðir, sem sómi er að.
Stefán átti sæti í stjórn Sam-
bands veitinga- og gistihúsa um
árabil og sinnti fjölþættum trúnað-
arstörfum fyrir félagið. Stefán var
hinn eldheiti, árvakri fram-
kvæmdamaður, sem á stundum
hafði skilað heilu dagsverki áður
en aðrir fóru á fætur.
Ég ræddi lengi við Stefán í síma
örfáum dögum áður en hann lést
og var hann einkar glaður og reif-
ur og lét vel af sér. Eg bar honum
þá ósk stjórnar SVG að hann héldi
ræðu á aðalfundi félagsins sem er
framundan. Hann gladdist yfir
beiðninni og kvað sér sóma sýnd-
an, en sagðist vera á leið til út-
landa í afmæli vinar síns og var
fullur tilhlökkunar. Brottkall hans
örfáum dögum síðar minnir okkur
því á að enginn veit hvað morgun-
dagurinn ber í skauti sér.
Með þessum fátæklegu orðum
kveðja veitingamenn í dag góðan
félaga og minnast hans með virð-
ingu, söknuði og þökk fyrir sam-
fylgd sem ætíð var til góðs. Fjöl-
skyldu hans senda þeir samúðar-
kveðjur.
Samband veitinga- og
gistihúsa
Erna Hauksdóttir
Góður vinur, Stefán Ólafsson
veitingamaður, Einimel 1 hér í
Reykjavík, varð bráðkvaddur 30.
ágúst sl. Hann var á heimleið með
sonum sínum að aflokinni veiðiferð
í Víðidalsá.
Þar er fallinn í valinn einn af
okkar ötulustu athafnamönnum á
fimmtugasta og áttunda aldursári,
fæddur 28. október 1931.
Það er sárt að sjá mann á þess-
um aldri hverfa af sjónarsviðinu,
sjá þennan eldhuga stöðvaðan
svona fyrirvaralaust, en enginn má
sköpum renna.
Við hjónin mættum Stefáni og
kohu hans fyrst í sólarfríum suður
á Spáni, aftur og aftur höfum við
mætast þar og hér heima og notið
gestrisni þeirra og vináttu.
Stefán var glaður og hreinskipt-
inn maður, hjálpsamur, einarður
og ötull. Við máttum ekki missa
hann svona ungan, því Stefán var
líka ungur í anda og logandi af
þrótti. En dagsverk Stefáns er orð-
ið meira en venjulegt er og eru það
ekki einmitt menn eins og hann,
sem best og sterklegast standa
undir velferðarásum lítillar þjóðar?
Þannig spurningar hljóta að leita
á hugann, þegar Stefán Ólafsson
er kvaddur.
Æviatriði Stefáns verða ekki
rakin hér, það munu aðrir kunnug-
ir menn gera. Við hjónin viljum
aðeins þakka þessum kæra sam-
ferðamanni margar glaðar og góð-
ar stundir, við biðjum honum farar-
heilla á nýjum leiðum og vottum
konu hans, börnum og öðrum ást-
vinum okkar dýpstu samúð.
Þórleif og Hjörtur Jónsson
Fyrir margra hluta sakir verður
Stefán Ólafsson mér ógleymanleg-
ur. Ég kynntist honum er hann vár
nýlega kominn og brautskráður úr
Matsveina- og veitingaþjónaskó-
lanum eins og mig minnir að hann
hafi heitið á dögum Tryggva Þor-
finnssonar skólastjóra. Leiðir okkar
Stefáns lágu saman í frystihúsi
ísbjarnarins vestur á Hrófskála-
melum. Stefán hafði tekið að sér
að annast rekstur mötuneytisins á
þessum fjölmenna vinnustað. Það
var einstaklega ánægjulegt að
kynnast þessum lífsglaða og hörku-
duglega manni. Hann hafði saltið
í blóðinu vestan af Fjörðum, hafði
fengið eldskírnina sem ungur tog-
arasjómaður.
Það leið ekki á löngu, af nánari
kynnum, að ljóst varð að þessi
ungi maður myndi eiga eftir að
láta að sér kveða í starfsgrein
sinni. Dag einn sagði hann mér frá
því að teningnum væri kastað: það
væri ekki eftir neinu að bíða. Hann
vildi sem fyrst geta byijað nauð-
synlegan undirbúning að því að
hefja stofnun og rekstur veitinga-
stofu. Staðurinn er líka ákveðinn,
bætti hann við. Það er þarna innfrá
þar sem allt er að byggjast upp.
Mér þótti Stefán þá sem jafnan
síðan stórhuga. Þetta var I fyrsta
skipti sem ég heyrði sagt frá Múla-
kaffi við Hallarmúla. Því helgaði
hann starfskrafta sína. Og það er
óhætt að segja að nafn hans sem
veitingamanns hafi varpað ljósi á
það nafn. Svo vel tókst þar til að
Múlakaffi varpaði líka ljóma á nafn
veitingamannsins og eigandans
Stefáns Ólafssonar. Hann hefur
verið einn mest dugandi veitinga-
maður höfuðborgarinnar á liðnum