Morgunblaðið - 06.09.1989, Síða 44
tlöfðar til
XI fólks í öllum
starfsgreinum!
FÉLAG FÓLKSINS
MIÐVIKUDAGUR 6. SEPTEMBER 1989
VERÐ í LAUSASÖLU 90 KR.
Kveðjuleik-
ur Asgeirs
ASGEIR Sig-urvinsson leikur sinn
/■/TEÍðasta landsleik í dag, gegn Aust-
ur-Þjóðveijum á Laugardalsvelli.
Hann lék fyrsta landsleikinn 1972,
17 ára gamall, gegn Dönum.
„Kveðjustundin er runnin upp,“
sagði Ásgeir, sem kveðst eiga aðeins
eina ósk; að kveðja með sigurleik á
heimavelli í dag.
Ásgeir mun hætta að leika með
Stuttgart eftir þetta keppnistímabil.
„Það er nær 90% öruggt að ég legg
skóna á hilluna. Ef ég verð í góðri
æfíngu og fæ freistandi tilboð, er
aldrei að vita nema ég slái til og
leiki knattspyrnu eitt keppnistímabil
til viðbótar.“
Ásgeir er ekki sá eini sem kveður
íslenska landsliðið í dag, því Sieg-
^ -fried Held, þjálfari, stjómar þá liðinu
'n síðasta sinn. Hann hefur tekið að
sér þjálfun í Tyrklandi.
Sjá íþróttasíðu á bls. 42.
Elliðaárnar:
Morgunblaðið/Júlíus
Börnum fjölgar í umferðinni við upphafskólaárs
Kennsla í grunnskólum í þéttbýli hefst víðast hvar í dag. Slys á j sem börn eru á ferð. í gær voru lögreglumenn úr umferðardeild
börnum eru fleiri í septembermánuði en aðra mánuði ársins og lögreglunnar í Reykjavík við eftirlit við Hlíðaskóla og minntu
eru börnin sjaldnast völd að þeim. Lögreglan í Reykjavík verður ökumenn á að sýna sérstaka aðgæslu við gangbrautir og í ná-
með hraðamælingar við nokkra grunnskóla á næstunni til að grenni skóla. Frá vinstri eru Ásmundur Ásmundsson, Guðbrandur
minna ökumenn á mikilvægi þess að fara með sérstakri gát þar I Sigurðsson flokksstjóri og Alexander Alexandersson.
Teljarakist-
jtn lokuö og
"eldislaxinn
vinsaður úr
Hlutaðeigandi aðilar við Ell-
iðaárnar, Rafmagnsveitan, Veiði-
málastofinun og Stangaveiðifélag
Reykjavíkur hafa gripið til þess
ráðs frá síðustu mánaðamótum,
að loka teljarakistunni við gömlu
rafstöðina og vinsa augljósa eldis-
laxa úr göngunum, svo mikil
brögð hafa verið að göngum
þeirra suma daga að undanförnu.
Jón G. Baldvinsson, formaður
SVFR sagði í samtali við Morgun-
blaðið, að farið hefði að bera nokkuð
■-*—á eldislaxi í ánum er líða tók á
ágúst, en undir lok mánaðarins hefðu
göngur slíkra físka verið svo ákafar
suma daga að kistunni hefði verið
lokað með samþykki allra hlutaðeig-
andi aðila. „Það er sjálfsagt töluvert
magn af eldislaxi í ánni fyrir neðan
kistuna, en heimatökin eru hæg að
hreinsa þá burt, því það er alltaf
dregið á eftir lokun árinnar til þess
að ná klakfiski. Við ættum að geta
hreinsað megnið af þessum aðkomu-
löxum úr ánni þá, en í millitíðinni
komast þeir ekki upp fyrir gömlu
góðu kistuna," sagði Jón.
Tillögur gármagnsskattanefiidar:
Vaxtatekjur lífeyrissjóð
anna verði skattlagðar
VAXTATEKJUR lífeyrissjóðanna
verða skattlagðar eins og vaxta-
tekjur einstaklinga, ef tillögur
fjármagnsskattanefndar verða að
veruleika. Nefndin áætlar að ríkis-
sjóður fái allt að 1,7 milljarða tekj-
ur af þessu. Tillögurnar voru
kynntar á ríkisstjórnarfúndi í
síðustu viku og aðrir hlutar
áfangaskýrslu nefndarinnar
kynntir fjölmiðlurn. Röksemd
neftidarinnar fyrir skattlagningu
þessari er, að lífeyrissjóðir séu
„...í vissum skilningi ákveðið form
á sparnaði einstaklinga og hreinar
vaxtatekjur sjóðanna hluti af
vaxtatekjum þeirra,“ eins og segir
í skýrslunni. Þar er lagt til að
„...eins langt verði gengið og auð-
ið má teljast..." Sagt er eðlilegast
að nota þá aðferð að skattleggja
iðgjöld eins og aðrar tekjur. For-
svarsmenn lífeyrissjóða, sem
Morgunblaðið ræddi við, lýstu sig
andvíga þessum hugmyndum.
. Raunvaxtatekjur lífeyrissjóðanna
eru í skýrslunni sagðar 6 milljarðar
á ári og vaxtagjöld um hálfur millj-
arður. Skattstofn yrði því um 5,5
milljarðar, sem þýddi 1,7 milljarða í
tekjur fyrir ríkissjóð, en sú tala gæti
þó minnkað vegna hugsanlegra end-
urgreiðslna til lífeyriskerfisins. Þá
segir, að verði vaxtatekjur sjóðanna
ekki skattlagðar, geti komið upp
ýmis vandamál á lánsfjármarkaðnum
og skapaður „...sterkari hvati til að
spara í formi lífeyrissjóða en kannski
er ástæða til.“ Dæmi um slík vanda-
mál eru sögð vera að spariskírteini
verði síður áhugaverð fyrir lífeyris-
sjóði en ella. „Þau eru með lægri
vexti með hliðsjón af skattfrelsinu,
en það skiptir ekki máli fyrir sjóð-
ina, þar sem þeir eru hvort sem er
skattfijálsir. Dæmi um hið síðar-
nefnda er, að einstaklingar taki sig
til og stofni viðbótarlífeyrissjóði til
að komast undan skattlagningu."
Nefndin segir eðlilegustu skatta-
meðferð á lífeyrissjóðum og sparnaði
í gegnum þá vera að iðgjöld, bæði
atvinnurekenda og launþega, verði
skattlögð, að hreinar fjármagnstekj-
ur sjóðanna verði skattlagðar, en að
lífeyrisgreiðslur úr sjóðunum verði
skattfrjálsar. Með þessari aðferð yrði
gætt samræmis við skattlagningu
annars forms sparnaðar á grundvelli
meginreglna tekjuskattlagningar.
Tillögurnar gera ekki ráð fyrir að
sjóðirnir verði skattlagðir sem lögað-
ilar, heldur að hreinar fjármagnstekj-
ur þeirra verði skattlagðar með sama
hlutfalli og fjármagnstekjur einstakl-
inga. Engar tillögur eru um hvernig
persónuafsláttur einstaklinga gæti
nýst þeim við skattlagningu hreinna
fjármagnstekna sjóðanna. Lokaorð
þessa kafla skýrslunnar eru: „Nefnd-
in vill gera það að tillögu sinni að
eins langt verði gengið og auðið má
teljast í átt að ofannefndri skatta-
legri meðferð lífeyrissjóða. Nefndin
gerir sér hins vegar grein fyrir að
pólitísk vandkvæði kunna að vera á
því að ná slíku fram.“
Hrafn Magnússon framkvæmda-
stjóri Sambands almennra lífeyris-
sjóða segir að þessar tillögur séu
fáránlegar og fráleitar. Hann segir
lífeyrissjóðina stærsta sparnaðaraðil-
ann á innlendum fjármagnsmarkaði
og með skattheimtu verði grafið
undan tiltrú almennings á þá. Hrafn
bendir á, að áður fyrr hafi sjóðirnir
tapað milljörðum á neikvæðum vöxt-
um og veitti ekki af að fá að ávaxta
sitt fé nú í friði fyrir stjórnvöldum.
Þorgeir Eyjólfsson forstjóri Lífeyr-
issjóðs verslunarmanna segir þessar
hugmyndir um skattlagningu út í
hött. Segir hann að þar nægi að
benda á skuldbindingar sjóðanna um
lífeyrisgreiðslur í framtíðinni.
„Stjórnvöld vantar fjármuni til að
ná endum saman við fjárlagagerð,
en það hvarflaði aldrei að mér að
þeim dytti í hug að skattleggja lífeyr-
issjóðina,“ segir Þorgeir.
Guðmundur H. Garðarsson stjórn-
arformaður Lífeyrissjóðs verslunar-
manna, segir forkastanlegt og víta-
vert að ætla að skattleggja lífeyris-
sjóði atvinnuveganna, þegar vitað er
að þeim hefur ekki tekist nægilega
að tryggja eiginfjárstöðuna til að
standa við skuldbindingar sínar.
Guðmundur segir einnig að skatt-
lagning sem þessi sé ekkert annað
en eignaupptaka, til þess fallin að
rýra tryggingargrundvöll sjóðanna.
^***m»»***™*»^^.......
,
Morgunblaðið/Júlíus
Meiddistilla íhörðum árekstri
Ökumaður sendibíls hlaut höfuðáverka og var fluttur til að-
gerðar á sjúkrahús eftir harðan árekstur við steypubíl á mótum
Hofsvallagötu og Hringbrautar laust efitir klukkan ellefu í gær.
Umferðarljósin á gatnamótunum blikkuðu á gulu og því gilti
biðskylda fyrir Hofsvallagötu gagnvart umferð um Hringbraut.
Sendibíllinn ók í veg fyrir steypubíl á leið austur Hringbraut.
Areksturinn varð harður og kastaðist sendibillinn allnokkuð
austur eftir Hringbraut.