Morgunblaðið - 07.09.1989, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 07.09.1989, Qupperneq 54
54 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1989 KNATTSPYRNA / HEIMSMEISTARAKEPPNIN ÚRSLIT HM-keppnin 1. RIÐILL: Fj. leikja U J T Mörk Stig RÚMENÍA 4 3 1 0 7: 1 7 DANMÖRK 4 2 2 0 11:3 6 GRIKKLAND 4 0 2 2 2: 11 2 BÚLGARÍA 4 0 1 3 2: 7 1 lEfsla liðið fer til Ílaiíu. 2. RIÐILL: Svíþjóð - England....................OK) Áliorfendur: 38.588. Fj. leikja U J T Mörk Stig ENGLAND 5 3 2 0 10:0 8 SVÍÞJÓÐ 4 2 2 0 4: 2 6 PÓLLAND 3 1 0 2 2:5 2 ALBANIA 4 0 0 4 1: 10 0 ■Efsta liðið fer til Ítalíu. 3. RIÐILL: Austurríki - Sovétríkin............0:0 Áhorfendur: 65.000. ísland - A-Þýskaland...............0:3 - Matthias Sammer (55.), Rainer Enist (63.), Thomas Doll (65.). Áhorfendur: 7.124 Fj. leikja u j T Mörk Stig SOVÉTRÍKIN 6 3 3 0 8: 2 9 AUSTURRÍKI 6 2 3 1 6: 6 7 TYRKLAND 5 2 1 2 8: 6 5 A-ÞÝSKAL. 6 2 1 3 7: 9 5 iSLAND 7 0 4 3 4: 10 4 ■Tvö efstu liðin fara til Ítalíu 4. RIÐILL: Finnland - Wales...................1:0 Mika Lipponen (50.) Áhorfendur: 7.480 Fj. leikja U J T Mörk Stig HOLLAND 4 2 2 0 3: 1 6 V-ÞÝSKAL. 4 1 3 0 5: 1 5 FINNLAND 4 1 1 2 3: 7 3 WALES 4 0 2 2 2: 4 2 ■Efsta liðið fer til Ítalíu. 5. RIÐILL: Noregur - Frakkland..................1:1 Rune Bratseth (84.) - Jean-Pierre Papin (40. vítasp.). Áhorfendun 8.564. Júgóslavía- Skotland.................3:1 Srecko Jatanec (52.), Steve Nicol (58. - sjálfs- mark), Gary Gillespie (59. - qálfsmark) - Gordon Durie (37.) Áhorfendur: 45.000 r Fj. leikja U J T Mörk Stig SKOTLAND 6 4 1 1 11: 8 9 JÚGÓSLAVÍA 5 3 2 0 11:4 8 NOREGUR 5 2 1 2 8: 5 5 FRAKKLAND 6 1 3 2 5: 7 5 KÝPUR 6 O 1 5 5: 16 1 ■Tvö efstu iiðin fara til Ítalíu. 6. RIÐLI: 1:2 Norman Whiteside (89.) - Kalman Kovacs (13.), Gyorgy Bognar (44.) Áhorfendur 8.000 Fj. leikja U J T Mörk Stig SPÁNN 6 5 0 1 14: 1 10 ÍRLAND 6 3 2 1 5: 2 8 UNGVERJAL. 6 2 3 1 6: 6 7 N-ÍRLAND 7 2 1 4 6: 9 5 MALTA 7 0 2 5 3: 16 2 ■Tvö efstu liðin fara til Ítalíu. Morgunblaðið/Einar Falur Hart barist! Hér sjást þeir Arnór Guðjohnsen, Viðar Þorkelsson, Guðmundur Torfason og Sævar Jónsson berjast um knöttinn við A-Þjóðvetja. íslendingarendalega úr leik í baráttunni um að komast í lokakeppni HM á Ítalíu VONARNEISTI Islendinga um að komast í lokakeppni heims- meistaramótsins á Ítalíu á næsta ári var endalega slökkt- ur á Laugardalsvelli í gær. ís- land, sem lék sinn slakasta landsleik í langan tíma, beið lægri hlut fyrir léttleikandi Austur-Þjóðverjum sem gerðu þrjú mörk á tíu mínútna kafla í síðari hálfleik. Auk þess brenndu gestirnir af vítaspyrnu á síðustu mínútunni þannig að sigur þeirra hefði getað verið enn stærri. Þetta er stærsta tap íslenska landsliðsins í und- ankeppni HM síðan þeirtöp- uðu fyrir sömu þjóð, 0:6, á Laugardalsvelli 1987. Fyrri hálfleikur var tilþrifalítill að hálfu íslenska liðsins. Það var aðeins Ásgeir Sigurvinsson sem lék vel, reyndi að mata samheija sína á góðum send- ValurB. ingum auk þess að Jónatansson reyna langskot. skrilar Austur-Þjóðvetjar voru meira með knöttinn og áttu nokkiir langskot sem hittu ekki íslenska markið. Eina marktækifæri Islendinga í fyrri hálfleik kom á síðustu mínútu hálfleiksins. Ómar Torfason gaf þá góða sendingu inn fyrir á Sigurð Grétarsson sem sendi fyrir; mark- vörðurinn sló knöttinn frá og'Viðar náði frákastinu og átti hörkuskot frá vítateig sem fór framhjá. Þrjú mörk á 10 mínútum íslendingar 'færðu sig framar á völlinn fyrstu mínútur síðari hálf- leiks og fengu þá þokkalegt færi eftir góðan undirbúning Sigurðar, en Austur-Þjóðveijar björguðu í horn. En það kom á daginn að það hentar íslenska Iiðinu einfaldlega ekki að sækja því Austur-Þjóðverjar refsuðu því með þremur mörkum á tíu mínútna kafla og gerðu út um ieikinn. Fyrst skoraði Matthias Sammer eftir frábæran undirbúning Thom- asar Doll. Reiner Ernst bætti öðru markinu við og var undarlegt mark. „Þetta var mikið heppnismark. Hann skaut í sjálfan sig og boltinn snerist yfir mig. Ég hélt að hann gæti ekki vippað yfir mig af þessu færi en það gerir enginn ráð fyrir svona skoti,“ sagði Friðrik Friðriks- son, markvörður. Þriðja markið kom aðeins tveimur mínútum síðar og var besti leikmaður Austur- Þjóðverja, Thomas Doll, þar að verki. Hann lék á Ragnar Margeirs- son í vítateignum og þrumaði knett- inum upp í þaknetið úr þröngu færi þar sem Friðrik náði aðeins að blaka hendi í boltann. Austur-Þjóðverjar réðu alfarið gangi leiksins það sem eftir var, létu boltann ganga á milli sín, enda íslensku leikmennirnir búnir að játa sig sigraða og voru hreinlega hætt- ir. Doll fiskaði vítaspyrnu á síðustu mínútu leiksins er brotið var gróf- lega á honum innan vítateigs. Doll tók spyrnuna sjálfur og þrumuskot hans fór í stöng og þvert fyrir markið. Áhugaleysi Baráttuviljinn, sem einkennt hef- ur leik íslenska liðsins í síðustu leikjum, var ekki til staðar í þessum ieik. Áhugaleysi var algjört, sér- staklega í seinni hálfleik og minnti þessi leikur óneitanlega á 6:0- tapið gegn Austur-Þjóðverjum 1987. Leikmenn reyndu lítið að leika stutt og einfallt spil, heldur voru meira með háar sendingar sem erfitt var að hemja á blautum vellinum. Eins reyndu leikmenn of mikið að ieita Ásgeir uppi þó svo að hans væri vel gætt. Vörnin komst skammlaust frá fyrri hálfleik, en var eins og gatasigti í þeim síðari. Guðni Bergs- son stóð þó fyrir sínu en mátti ekki við margnum. Ásgeir var góður í fyrri hálfleik en náði sér ekki strik í þeim síðari frekar en aðrir. Arnór virðist ekki vera kominn í toppæf- ingu og týndist oft á miðjunni. Ómar gerði fá mistök og vann vel. Sigurður Grétarsson átti ágæta ísland — A-Þýskaland O : 3 Laugardalsvöllur, undankeppni HM, miðvikudaginn 6. september 1989. Mörk A-Þjóðverja: Matthias Sammer (55. mín.), Reincr Ernst (63. mín.) og Thomas Doll (65. mín.). Gult spjald: Sævar Jónsson (20. mín.), Ágúst Már Jónsson (44. mín.), Sigurð- ur Grétarsson (64. mín.), Reiner Ernst (52. mín.). Áhorfendur: 7.124. Dómari: K. Cooper frá Wales og dæmdi mjög vel. Lið íslands: Friðrik Friðriksson, Gunn- ar Gíslason, Ágúst Már Jónsson, Ómar Torfason, Viðar Þorkelsson, Sævar Jónsgon, Guðni Bergsson, Guðmundur Torfason, Sigurður Grétarsson, Ásgeir Sigurvinsson, Arnór Guðjohnsen, (Ragnar Margeirsson vm. á 59. mín.). Lið A-Þýskalands: Dirk Heyne, Ronld Kreer, Dirk Steimann, Matthias Lindn- er, Matthias Döslhner, Matthias Sam- mer, Jörg Stubner, Burkhard Reich, Ulf Kirsten, Reiner Ernst (Rico Stei- mann vm. á 76. mín.), Thomas Doll. spretti, en Guðmundur Torfason var lítið með í leiknum. Urslitin verða að teljast töluvert áfall fyrir íslenska knattspyrnu. Við sem höfum verið að gæla við þann draum að ísland kæmist í loka- keppni HM á Ítalíu getum nú farið að finna okkur önnur hugðarefni. Morgunblaöið/RAX Asgeir Sigurvinsson var besti leikmaður íslenska liðsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.