Morgunblaðið - 07.09.1989, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 07.09.1989, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1989 KNATTSPYRNA / HEIMSMEISTARAKEPPNIN ÚRSLIT HM-keppnin 1. RIÐILL: Fj. leikja U J T Mörk Stig RÚMENÍA 4 3 1 0 7: 1 7 DANMÖRK 4 2 2 0 11:3 6 GRIKKLAND 4 0 2 2 2: 11 2 BÚLGARÍA 4 0 1 3 2: 7 1 lEfsla liðið fer til Ílaiíu. 2. RIÐILL: Svíþjóð - England....................OK) Áliorfendur: 38.588. Fj. leikja U J T Mörk Stig ENGLAND 5 3 2 0 10:0 8 SVÍÞJÓÐ 4 2 2 0 4: 2 6 PÓLLAND 3 1 0 2 2:5 2 ALBANIA 4 0 0 4 1: 10 0 ■Efsta liðið fer til Ítalíu. 3. RIÐILL: Austurríki - Sovétríkin............0:0 Áhorfendur: 65.000. ísland - A-Þýskaland...............0:3 - Matthias Sammer (55.), Rainer Enist (63.), Thomas Doll (65.). Áhorfendur: 7.124 Fj. leikja u j T Mörk Stig SOVÉTRÍKIN 6 3 3 0 8: 2 9 AUSTURRÍKI 6 2 3 1 6: 6 7 TYRKLAND 5 2 1 2 8: 6 5 A-ÞÝSKAL. 6 2 1 3 7: 9 5 iSLAND 7 0 4 3 4: 10 4 ■Tvö efstu liðin fara til Ítalíu 4. RIÐILL: Finnland - Wales...................1:0 Mika Lipponen (50.) Áhorfendur: 7.480 Fj. leikja U J T Mörk Stig HOLLAND 4 2 2 0 3: 1 6 V-ÞÝSKAL. 4 1 3 0 5: 1 5 FINNLAND 4 1 1 2 3: 7 3 WALES 4 0 2 2 2: 4 2 ■Efsta liðið fer til Ítalíu. 5. RIÐILL: Noregur - Frakkland..................1:1 Rune Bratseth (84.) - Jean-Pierre Papin (40. vítasp.). Áhorfendun 8.564. Júgóslavía- Skotland.................3:1 Srecko Jatanec (52.), Steve Nicol (58. - sjálfs- mark), Gary Gillespie (59. - qálfsmark) - Gordon Durie (37.) Áhorfendur: 45.000 r Fj. leikja U J T Mörk Stig SKOTLAND 6 4 1 1 11: 8 9 JÚGÓSLAVÍA 5 3 2 0 11:4 8 NOREGUR 5 2 1 2 8: 5 5 FRAKKLAND 6 1 3 2 5: 7 5 KÝPUR 6 O 1 5 5: 16 1 ■Tvö efstu iiðin fara til Ítalíu. 6. RIÐLI: 1:2 Norman Whiteside (89.) - Kalman Kovacs (13.), Gyorgy Bognar (44.) Áhorfendur 8.000 Fj. leikja U J T Mörk Stig SPÁNN 6 5 0 1 14: 1 10 ÍRLAND 6 3 2 1 5: 2 8 UNGVERJAL. 6 2 3 1 6: 6 7 N-ÍRLAND 7 2 1 4 6: 9 5 MALTA 7 0 2 5 3: 16 2 ■Tvö efstu liðin fara til Ítalíu. Morgunblaðið/Einar Falur Hart barist! Hér sjást þeir Arnór Guðjohnsen, Viðar Þorkelsson, Guðmundur Torfason og Sævar Jónsson berjast um knöttinn við A-Þjóðvetja. íslendingarendalega úr leik í baráttunni um að komast í lokakeppni HM á Ítalíu VONARNEISTI Islendinga um að komast í lokakeppni heims- meistaramótsins á Ítalíu á næsta ári var endalega slökkt- ur á Laugardalsvelli í gær. ís- land, sem lék sinn slakasta landsleik í langan tíma, beið lægri hlut fyrir léttleikandi Austur-Þjóðverjum sem gerðu þrjú mörk á tíu mínútna kafla í síðari hálfleik. Auk þess brenndu gestirnir af vítaspyrnu á síðustu mínútunni þannig að sigur þeirra hefði getað verið enn stærri. Þetta er stærsta tap íslenska landsliðsins í und- ankeppni HM síðan þeirtöp- uðu fyrir sömu þjóð, 0:6, á Laugardalsvelli 1987. Fyrri hálfleikur var tilþrifalítill að hálfu íslenska liðsins. Það var aðeins Ásgeir Sigurvinsson sem lék vel, reyndi að mata samheija sína á góðum send- ValurB. ingum auk þess að Jónatansson reyna langskot. skrilar Austur-Þjóðvetjar voru meira með knöttinn og áttu nokkiir langskot sem hittu ekki íslenska markið. Eina marktækifæri Islendinga í fyrri hálfleik kom á síðustu mínútu hálfleiksins. Ómar Torfason gaf þá góða sendingu inn fyrir á Sigurð Grétarsson sem sendi fyrir; mark- vörðurinn sló knöttinn frá og'Viðar náði frákastinu og átti hörkuskot frá vítateig sem fór framhjá. Þrjú mörk á 10 mínútum íslendingar 'færðu sig framar á völlinn fyrstu mínútur síðari hálf- leiks og fengu þá þokkalegt færi eftir góðan undirbúning Sigurðar, en Austur-Þjóðveijar björguðu í horn. En það kom á daginn að það hentar íslenska Iiðinu einfaldlega ekki að sækja því Austur-Þjóðverjar refsuðu því með þremur mörkum á tíu mínútna kafla og gerðu út um ieikinn. Fyrst skoraði Matthias Sammer eftir frábæran undirbúning Thom- asar Doll. Reiner Ernst bætti öðru markinu við og var undarlegt mark. „Þetta var mikið heppnismark. Hann skaut í sjálfan sig og boltinn snerist yfir mig. Ég hélt að hann gæti ekki vippað yfir mig af þessu færi en það gerir enginn ráð fyrir svona skoti,“ sagði Friðrik Friðriks- son, markvörður. Þriðja markið kom aðeins tveimur mínútum síðar og var besti leikmaður Austur- Þjóðverja, Thomas Doll, þar að verki. Hann lék á Ragnar Margeirs- son í vítateignum og þrumaði knett- inum upp í þaknetið úr þröngu færi þar sem Friðrik náði aðeins að blaka hendi í boltann. Austur-Þjóðverjar réðu alfarið gangi leiksins það sem eftir var, létu boltann ganga á milli sín, enda íslensku leikmennirnir búnir að játa sig sigraða og voru hreinlega hætt- ir. Doll fiskaði vítaspyrnu á síðustu mínútu leiksins er brotið var gróf- lega á honum innan vítateigs. Doll tók spyrnuna sjálfur og þrumuskot hans fór í stöng og þvert fyrir markið. Áhugaleysi Baráttuviljinn, sem einkennt hef- ur leik íslenska liðsins í síðustu leikjum, var ekki til staðar í þessum ieik. Áhugaleysi var algjört, sér- staklega í seinni hálfleik og minnti þessi leikur óneitanlega á 6:0- tapið gegn Austur-Þjóðverjum 1987. Leikmenn reyndu lítið að leika stutt og einfallt spil, heldur voru meira með háar sendingar sem erfitt var að hemja á blautum vellinum. Eins reyndu leikmenn of mikið að ieita Ásgeir uppi þó svo að hans væri vel gætt. Vörnin komst skammlaust frá fyrri hálfleik, en var eins og gatasigti í þeim síðari. Guðni Bergs- son stóð þó fyrir sínu en mátti ekki við margnum. Ásgeir var góður í fyrri hálfleik en náði sér ekki strik í þeim síðari frekar en aðrir. Arnór virðist ekki vera kominn í toppæf- ingu og týndist oft á miðjunni. Ómar gerði fá mistök og vann vel. Sigurður Grétarsson átti ágæta ísland — A-Þýskaland O : 3 Laugardalsvöllur, undankeppni HM, miðvikudaginn 6. september 1989. Mörk A-Þjóðverja: Matthias Sammer (55. mín.), Reincr Ernst (63. mín.) og Thomas Doll (65. mín.). Gult spjald: Sævar Jónsson (20. mín.), Ágúst Már Jónsson (44. mín.), Sigurð- ur Grétarsson (64. mín.), Reiner Ernst (52. mín.). Áhorfendur: 7.124. Dómari: K. Cooper frá Wales og dæmdi mjög vel. Lið íslands: Friðrik Friðriksson, Gunn- ar Gíslason, Ágúst Már Jónsson, Ómar Torfason, Viðar Þorkelsson, Sævar Jónsgon, Guðni Bergsson, Guðmundur Torfason, Sigurður Grétarsson, Ásgeir Sigurvinsson, Arnór Guðjohnsen, (Ragnar Margeirsson vm. á 59. mín.). Lið A-Þýskalands: Dirk Heyne, Ronld Kreer, Dirk Steimann, Matthias Lindn- er, Matthias Döslhner, Matthias Sam- mer, Jörg Stubner, Burkhard Reich, Ulf Kirsten, Reiner Ernst (Rico Stei- mann vm. á 76. mín.), Thomas Doll. spretti, en Guðmundur Torfason var lítið með í leiknum. Urslitin verða að teljast töluvert áfall fyrir íslenska knattspyrnu. Við sem höfum verið að gæla við þann draum að ísland kæmist í loka- keppni HM á Ítalíu getum nú farið að finna okkur önnur hugðarefni. Morgunblaöið/RAX Asgeir Sigurvinsson var besti leikmaður íslenska liðsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.