Morgunblaðið - 15.09.1989, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.09.1989, Blaðsíða 12
81 12 eset aaaMsmas m HUOAaa'rað'í aifiA ipmuohom ■ MORGUNfiLAUIÐ -FGSTUÐAGUR-15. SEPTEMBER 1-989 Gera þarf róttækar breyting- stjórnkerfinu ingar á eftir Sigurð Helgason Yfírstjórnina verður að endurskipuleggja Hér verður haldið áfram að lýsa hvernig Finnar hafa ráðist í að end- urskipuleggja ríkiskerfið með hag- ræðingu í huga. Eitt af því sem hefur komið til athugunar er að næstum allar ákvarðanir eru teknar í höfuðstöðv- um stjórnsýslunnar í Helsinki. Þá er og talið, að öll afgreiðsla mála taki of langan tíma, en það hefur margv ísleg óþægindi í för með sér. Ráðuneytin eru of rígskorðuð og sérhæfing of mikil. Forfallist starfs- menn þá tekur afgreiðsla allt of lang- an tíma. Hér þarf því gagngerðra endurbóta við, sem fyrst og fremst fást með réttri dreifingu valdsins. Þá er og nauðsynlegt að færa ákvörðunartökuna til sveitarfélag- anna og héraðanna, þar sem hægt er að koma því við eða nær þeim stöðum sem erindin berast. Miðstýrt skirfstofueinræði ber því að leggja skipulega niður, en þess í stað komið á fót valddreifingu þar sem viðskiptavinurinn skipar önd- vegið. Þessar breytingar kalla og á breyt- ingar í höfuðstöðvunum, t.d. verður forsætisráðuneytið að hafa góða heildarsýn yfir alla starfsemi hins opinbera. Það er og nauðsynlegt, að hvert ráðuneyti hafi yfirstjórn þeirra málaflokka, sem þeim tilheyra, enda þótt þau geti framselt vald og ákvörðunartöku til lægra setts stjórnvalds. Dreifíng sljórnvalds Það er eindregin skoðun þeirra, sem hafa með höndum þessa endur- skipulagninu, að þýðingarmesta end- urbótin sé vel skipulögð valddreifing. Ef rétt er að staðið er þannig hægt að auka afkastagetuna og hraða öll- um afgreiðslum og jafnframt stór- bæta alla þjónustu við viðskipavin- ina. Hagnýtt er nú staðarþekking til úrbóta og er hægt að koma henni við á flestum sviðum stjórnsýslu. Árið 1985 kaus Ríkisþingið í Finn- landi nefnd til þess að fjalla um höf- uðborgarsvæðið til að kanna ýmiss vandamál og þá ekki síst hve þeim fjölgaði hratt á kostnað dreifbýlisins. Tillögur þessarar nefndar beindust að þessu vandamáli og lögðu m.a. til að þeim opinberu starfsmönnum, sem nú eru búsettir þar, verði ekki ijölgað, en öll aukning starfsmanna verði utan þessa svæðis. Þetta sjónarmið var og stutt ein- dregið af annarri nefnd á vegum Ríkisþingsins, sem skilaði áliti um kosti og galía valddreifingar. Þeir komust eindregið að þeirri niðurstöðu að efla þyrfti vald héraðanna meir en nú er gert og færa margvíslega ákvarðanatöku þangað, svo og þyrftu stjórnvöld að vera með þetta verk- efni í stöðugri vinnslu, þar sem alltaf gæfust ný tækifæri. Fjármálaráðuneytinu var síðan falið að gera tillögur um það, hvern- ig koma megi á víðtækri valddreif- ingu í áföngum. Þegar er fengin góð reynsla og mun verða haldið mark- visst áfram á þessari braut. Efla þarf héraðsvaldið Skipulagðar ráðstafanir eru þar. í gangi til þess að koma upp sjálf- stæðu héraðsvaldi sem væri í stakk búið að takast á við ný verkefni. Einnig er kannað, hvernig færa megi starfsmenn frá ríki til héraðsstjórna. Mikið átak hefur verið gert í því að öll skipulagsvinna fari fram þar sem hún er unnin á héraðsgrundvelli og hefur það reynst vel. Nú hafa verið starfsræktar fimm héraðsstjórnir til reynslu til ársloka 1988 og á þessu ári er að vænta nýrra tillagna um framtíðarskipan. Einnig hafa verið stofnsett fjölmörg byggðasamlög, þar sem nokkur sveitarfélög vinna saman að framfaramálum, sem gefið hafa góðan árangur. Er þessi efling héraðsvalds við það miðuð, að þau taki við verkefnum, sem nú eru unnin í höfuðstöðvunum. Til þess að þessi þróun eigi sér stað sem fyrst, þá hefur verið gripið til bráðabirgðaúrlausna og með því flýtt fyrir dreifingu verkefna. Finnsk stjórnvöld binda miklar vonir við að sveitarfélög á stórum svæðum komi á fót lýðræðislegu héraðsvaldi. Efla þarf sjálfstjórn sveitarfélaga Fara verður ofan í saumana á öll- um fjárveitingum og styrkjum frá ríki til sveitarfélaga með það í huga að gera það fljótvirkara og einfald- ara og koma á föstum starfsreglum. Unnið er markvisst að því í lög- gjöf að gera sveitarfélög sem sjálf- stæðust og hætt verði við núverandi fyrirkomulag, þar sem ráðuneytin beita þau oft ströngum fyrirmælum og vilja hafa handleiðslu um af- greiðslu mála. En að sjálfsögðu eiga þau að gegna mikilvægu upplýsinga- hlutverki og veita leiðbeiningar, svo og á innanríkisráðuneytið að fylgjast með því að sveitarfélögin fylgi lögum og vera úrskurðaraðili í klögumálum. Gerðar hafa verið tilraunir með sam- starf sveitarfélaga á lýðræðislegum grundvelli og gefist vel. Ljóst er að haldið verður áfram á þessari braut svo og verður með löggjöf gert auð- veldara.að koma á slíku samstarfi í framtíðinni, en á þann hátt verða þau betur í stakk búin til þess að taka við stærri verkefnum. Víðtæka tækniþróun þarf að innleiða Forsætisráðuneyti Finnlands gaf út tilskipun 29. nóvember 1987 um að sett yrði á fót nefnd til þess að koma í framkvæmd tillögum um valddreifingu og verða fjárlög endur- skoðuð og sniðin með það í huga að efla héraðsvaldið. Allar þessar breyt- ingar miðast við að afköst aukist og þjónustan batni að gæðum en jafn- framt að dregið verði úr heildarút- gjöldum hins opinbera. Þessu mark- miði verður að sjálfsögðu ekki náð nema að samhliða fara fram algjör endurnýjun tækniútbúnaðs, þar sem nýttir verði til hlítar þeir mörgu möguleikar, sem nú eru fyrir hendi, t.d. í tölvuvinnslu, sameigintegri nýt- ingu bókhalds, svo og hagnýtt verði margvísleg sjálfvirkni og svona mætti lengi telja. En til grundvallar farsælli þróun er að starfsfólkið taki þátt í þessu verkefni og leggi sig fram um að gera þetta mögulegt. Fara þarf því fram víðtæk þjálfun starfsfólksins og þekking þeirra auk- in á fjölmörgum sviðum. Á mörgum sviðum má mæla afköst í opinberri þjónustu og bera saman innbyrðis og ennfremur við einkafyrirtæki. Hér er verk að vinna Ríkiskerfið hefur vaxið árlega miðað við hlutfall af vergri þjóðar- framleiðslu, þrátt fyrir að þjóðartekj- ur hafi vaxið meir en hjá flestum öðrum þjóðum. Nú er spáð sam- drætti í þjóðarframleiðslu næstu ár- in, og þá niun hlutfallið stórhækka. En undirritaður óttast mjög að stjórnvöld hér á landi muni tregðast við að horfast í augu við staðreynd- ir, og því er vart að vænta raun- hæfra úrlausna. Útgjöld sveitarfélaga hér eru um 20% af heiidarútgjöldum hins opin- bera og er það lægsta hlutfall á Norðurlöndum. Sigurður Helgason „Við íslendingar höfiim kynnst því, að fátt dreg- ur þjóð okkar meir nið- ur en að rígbinda at- vinnulífið eða hið opin- bera í vanabundið skömmtunarkerfí. “ Hlutfall tekna af útgjöldum hins opinbera. Meðaltal áranna 1980-1984. Opinbera Ríkið Sveitarf. Almannatr. Tekjur 100 78,7 21,2 0,1 Gjöld 100 57,4 20,2 22,4 Hér eru útgjöld sveitarfélaganna um % hluti af útgjöldum ríkisins, en útgjöld sveitarfélaga og ríkis eru svipuð hjá öðrum Norðurlöndum. En þá er lýðræðisleg samvinna sveitarfé- laga talin með útgjöldum sveitarfé- laga. í umræðu hér á landi er það kaljað þriðja stjórnsýslustigið. í lögum nr. 87/1989 um breytingu á verkaskiptingu ríkis og sveitarfé- laga er verið að flytja verkefni til sveitarfélaga, en jafnframt eru tekin mikilvæg verkefni frá sveitarfélög- unum og færð til ríkisins. Hér má nefna framhaldsskóla og sjúkrahús, sem að hluta til voru hjá sveitarfélög- unum, sýsluvegi, máiefni fatlaðra o.fl. En flestir framhaldsskólar, nema háskólar og sjúkrahús að undante- knu háskólasjúkrahúsum rneð há- tæknilega þjónustu, en það samsvar- ar Landspítalanum hér, eru rekin með lýðræðislegri samvinnu sveiarfé- laga á Öllum Norðurlöndum. Að sjálf- sögðu fara slík samtök með sýslu- vegi og náttúruverndarmál á héraðs- grundvelli. I fjárlögum okkar fyrir árið 1989 eru heildarútgjöld ríkissjóðs áætluð 77,1 milljarður, en þar af fer til menntamála áætlað 12,4 milljarðar og til trygginga- og heilbrigðismála áætlað 29,5 milljarðar. Það er því ljóst, að aðeins með því að stórum hluta þessara málaflokka verði dreift til héraðanna, er hægt að stokka upp útgjöld ríkisins og koma á bættri þjónustu og sparnaði. Það er athyglisvert að Skúli G. Johnsen, borgarlæknir, varar við þeirri þróun, sem nýju verkaskipting- arlögin geti haft í för með sér, í gagnmerkri grein í Morgunblaðinu þann 27. okt. 1988. Hann bendir á að um leið og sveitarstjórnir hverfi úr heilbrigðismálum, færist öll heild- arstjórnun þessara mála til Reykjavíkur. Hann leggur því ein- dregið til að stjórn heilbrigðismála verði efld í héruðunum. Leggur hann því til að ríkið dreifi stjórn heilbrigð- ismála tii læknishéraðanna. Einnig telur hann að koma megi á sparn- aði, ef vandinn er krufinn til mergj- ar, en nú séu þessi mál meira eða minna stjórnlaus. Allar lýðræðisþjóðir vinna mark- visst að því að dreifa valdi og ábyrgð, en við ríghöldum í miðstýrt ríkisvald, sem vill í raun engu sleppa. Lokaorð Eg hef í tveimur greinum skýrt í aðalatriðum fylgirit með finnskum ijárlögum árið 1988 undirritað af Úlla Puolanne, ljármálaráðherra. Þar er fjallað um ný markmið í endurbót- um á allri stjórnsýslu þar í landi og eru sumar nýjungar þegar í vinnslu og áætlað að taka aðrar síðar. Með þessum nýju vinnubrögðum og vald- dreifingu hyggjast þeir halda út- gjöidum hins opinbera í skeíjum. Að sjálfsögðu eu alltaf einhverjir sem telja að það komi okkur ekki við hvað aðrar þjóðr eru að gera. En að mínu mati er svo alls ekki, því að öll sjúkdómseinkenni, sem Finnar nefna, eru því miður marg- falt alvarlegri hjá okkur. Tel ég því mikla þörf á að umræður snúist meir um nýjar leiðir en stöðugt nagg, því miður oft um smámuni. Við íslendingar höfum kynnst því, að fátt dregur þjóð okkar meir niður en að rígbinda atvinnulífið eða hið opinbera í vanabundið skömmtunar- kerfi. I hvert sinn, sem nýir straum- ar frelsis og athafna fá notið sín, lifnar þjóðin eins og úr dvala og vex að sama skapi við að fást við ný verkefni. Það er því verðugt verkefni að taka fjárlög ríkisins nýjum tökum, dreifa valdinu og færa ábyrgðina til héraðanna. Slík stefna mun fljótlega hafa heilladijúg áhrif á þjóðina til góðs og verður ein af þeim leiðum, sem fara skal til þess að lyfta okkur upp úr núverandi öldudal. Höfundur er viðskipta- og lögfræðingur. „BRODDUR UR FLOANUM!“ Það er gott að koma inn úr kuldanum og rigningunni, hugsa ég og skýst inn í Kolaportið á laugardagsmorgni. Þvílíkt sum- arveður! Hvað er maður líka að búa á þessu útkjálkaskeri þar sem ýmist er lemjandi rigning eða allt á kafi í snjó. Geðvonskan kraumar í mér, fari þetta allt til Ijandans ... í anddyrinu þar sem nepjan er hvað mest stendur maður og selur happdrætti Blindra- vina. Vesalings maðurinn er krókloppinn og ég fæ mig ekki til að ganga hjá án þess að kaupa af honum. Ég sting á mig miðan- um og held áfram illskuleg í fasi. Eftir því sem innar dregur í portið hlýn- ar. Hér virðist hægt að gera reifarakaup. Gamlar flíkur og nýjar hanga á slám og taka sig misvel út. Menn rölta fram og aft- ur, skoða, spá og spekúlera. Margir prútta. Á einum básnum er óvenju mikil þröng og hamagangur. Þar er verið að selja vaðstíg- vél. Stærðir þijátíu og átta, níu og fjörutíu eru uppseldar. Fjandans! Og ekki lengur hægt að fá stígvél á Suður- og Vesturl- andi. Maður verður líklega bara að skella sér norður og versla við KEA. „Broddur úr Flóanum á 150 krónur," heyrist kallað í gegnum allan glymjandann. Hjartað í mér fer kollhnís. Broddur! Er hann ennþá til? Minningar um löngu liðna daga í túninu heima hvolfast yfir mig, mitt í Kolaportinu finn ég angan vorsins og sé kýrnar hlaupa út um öll tún. Eins og í leiðslu feta ég mig að borðinu og kaupi upp allan broddinn. Með fullt fangið stend ég og hlusta á harmonikuleikara spila Hreðavatns- valsinn. Hann spilar af tilfinningu, hallar sér til og frá, dregur hljóðfærið sundur og saman. Og löngu gleymd atvik tengd harm- onikuböllum koma upp í hugann. Það var nú einhver munur tónlistin í þá daga ... „Hann Guddi hringdi og bað mig í guð- anna bænum að spila næsta lag fyrir Dúddu sem er búin að hamra það á píanóið í allan dag...“ Ég hrekk upp af endurminninga- fylliríinu við glym síbyljustöðvarinnar. Mái- höltum plötusnúðnum svelgist á í vaðlinum. Hreðavatnsvalsinn bíður lægri hlut í hávað- anum, ég dett inn í raunveruleikann aftur og held áfram. En hvað broddurinn er orð- inn þungur! Innarlega í portinu eru ungar stúlkur að máta yfirhafnir. „Er þetta ekki æðislegt?" „Pottþétt! Ég splæsi honum á þig!“ Gamli terrelínfrakkinn er að vísu af óvissri árgerð en klæðir ljóshærða bómarósina prýðisvel. Hún kaupir hann á hundrað- kall, alsæl Sem ég stend og virði stúlkurnar og terrelínfrakkann fyrir mér kveður við ægileg sprenging. Vel minnug allra sprengjutilræða Bader Meinhof og annarra skemmdarverka- manna í verslunarhúsum og bílageymslum á sjöunda áratugnum finnst mér snöggvast sem mín síðasta stund sé komin og ég tek á rás með broddinn í fanginu. En ég er sú eina sem hleyp enda eru þetta ekki skötuhjú- in Bader og Meinhof heldur hvellirnir í helí- umblöðrum sem eru ^seldar inni í enda og springa þar látlaust. Ég hægi á hlaupunum og kasta mæðinni við lakkríssöluna. „Hér er seldur gamaldags íslenskur gæð- alakkrís búinn til úr úrvals náttúrlegum hráefnum t.d. íslensku hveiti og tyrkneskri kallrísrót. Veljum íslenskt!" stendur á áber- andi skilti. Ekki vissi ég að lakkrís væri svona þjóðlegur en kaupi í snatri átta metra langt lakkrísrör á aðeins hundrað og fimmtíu krónur. Ég hugleiði hvort ég eigi að kaupa meira, kaupa til jólanna og eiga með hangi- kjötinu og laufabrauðinu ... eða kannski til þorrans . . . Munnurinn fyllist af vatni við tilhugsunina um súran hval, hákarl og harð- fisk. Ég gríp átta metra til viðbótar, legg þá hjá hinum þjóðlegheitunum og þramma áfram. Nú leggur kaffilyktina um allt. Skyldi það vera íslenskt? Það reynist hvorki vera Bragi né Kaaber heldur Merrild frá Danmörku. Ja, það er nú heldur ekki svo langt síðan við tilheyrðum Dönum ... Ég hvolfi broddin- um og lakkrísrörunum yfir dúklagt lang- borð, kaupi kaffibolla, skúffuköku og fæ mér sæti. Kakan er brún og gómsæt með súkkulaðikremi og kókosmjöli. Svo fer ég að horfa á fólkið. Það er ótrúlega skemmti- legt og fýlan hörfar eins og dalalæða fyrir sólu, sólinni sem við höfðum ekki séð í allt sumar. Fólkið við langborðið er skrafhreifið. Gömul kona segir mér af dóttur sinni fyrir norðan: „Það er sól upp á hvern einasta dag. Þau eru bara orðin svo fjarskalaga þreytt á henni..." Eldri maður horfir skilningsvana á kon- una en tekur svo allt í einu við sér: „Ég er líka orðinn þreyttur," segir hann. „Hundóá- nægður með skattinn! Þeir þykjast ætla að greiða manni til baka þessir menn en taka svo allt af manni aftur. Það er ekkert að marka þá!“ Og hann kveður fast að orði. Það eru margir sem vilja leggja orð í belg um skattinn'. Fyrr en varir eru umræðurnar við borðið orðnar líflegar og mörg lífsreyns- lusagan sögð. „Varstu að kaupa brodd?" spyr lágvaxin kona allt í einu og bendir á broddinn. „Já, og lakkrís," segi ég og tek lúkufylli, býð þeim að smakka og nokkrir metrar hverfa á augabragði. Hann er dæmalaust góður með kaffinu þessi þjóðlegi lakkrís. Menn koma og fara nóg er af kaffinu, lakkrísinn endingargóður og umræðuefnin óþijótandi. Það er langt liðið á dag þegar ég yfirgef Kolaportið. Lundin er létt og broddurinn hættur að síga í. Bíllinn þýtur í gang í fyrstu atrennu, dásamlegt! Hann á annars sínar erfiðu stundir á rigningardögum sem þessum. Regnið niðar kunnuglega, allt að því hlýlega á þakinu. Á sama tíma og ég set þurrkurnar á fullt verður mér hugsað til vesalings fólksins fyrir norðan. Það er mismikið sem Guð leggur á mennina og ógaman að vera orðinn svona fjarskalega þreyttur á sólinni. Kristín Steinsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.