Morgunblaðið - 15.09.1989, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.09.1989, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1989 Fylgi flokka cftir landshlutum: Framsóknarflokkur sækir 60% fylgisins á landsbyggðina Helmingur fylgis Kvennalistans í Reykjavík GREINING efitir landshlutum á niðurstöðum úr könnun félagsv- ísindastofhunar Háskólans um fylgi flokka, sem gerð var fyrir Umræður um nýtt ál- ver ekki tímabærar - segir menntamálaráðherra „ÉG tel alls ekki tímabært hjá Jóni Sigurðssyni iðnaðarráðherra að ræða með þessum hætti um nýtt álver, því þessi mál hafa aldrei verið rædd í ríkissfjórninni og þar af leiðandi liggja engar ákvarðanir fyrir um þau,“ sagði Svavar Gestsson, menntamálaráðherra, í samtali við Morgunblaðið. Svavar sagði að nú væri liðið meira en hálft ár frá því að ríkis- stjórnin ræddi síðast um byggingu nýs álvers eða stækkun á því sem fyrir er. „Þá var ákveðið að gera skyldi hagkvæmniathugun og þannig standa þessi mál enn gagnvart ríkis- stjórninni," sagði hann. „Ég tel þess- ar hugmyndir í raun vera í besta falli skýjaborgir, þar sem ekki liggur fyrir nein ákvörðun ríkisstjórnarinn- ar um að þeim eigi að hrinda í fram- kvæmd.“ Menntamálaráðherra kvaðst leggja á það áherslu að öðru leyti, að ef menn væru með hugmyndir uppi af þessu tagi þá yrðu þeir að ganga frá þeim mjög tryggilega að því er varði forræði íslendinga og vald þeirra yfir viðkomandi fyrir- tækjum. „Við höfum ekkert í hönd- unum um þessi atriði og inn á borð ríkisstjórnarinnar hefur ekki borist neitt um það, ekki svo mikið sem ein lína. Þetta mál er einfaldlega ekkert á dagskrá af hálfu ríkisstjómarinn- ar. A fundi hennar í gær var ekkert komið inn á þetta,“ sagði Svavar Gestsson, menntamálaráðherra. Morgunblaðið 4.-7. september, sýnir að Framsóknarflokkurinn heldur stöðu sinni sem lands- byggðarflokkur, með hátt í þrisvar sinnum meira fylgi á landsbyggðinni en í Reykjavík og tæplega helmingi meira en á Reykjanesi. Þrír fimmtu af heildarfylgi Framsóknarflokks- ins koma af landsbyggðinni. Sjálfstæðisflokkur hefur mest fylgi í Reykjavík og á Reykjanesi, yfir 50% í báðum kjördæmum. Alþýðuflokkurinn hefur mest fylgi á Reykjanesi. Alþýðubandalag hef- ur nokkuð jafnt fylgi eftir lands- hlutum, þó ívið mest í Reykjavík. Kvennalistinn hefur mest fylgi í Reykjavík og sækir þangað tæpan helming fylgis síns. Tafla A Fylgi flokka eftir búsetu. Hlutfall kjósenda í hverjum landshluta sem styðja hvern flokkanna. Reykjavík Reykjanes Landsbyggðin Alýðuflokkur 7,3 11,8 8,5 Framsóknarflokkur 9,5 15,2 26,6 Sjálfstæðisflokkur 51,6 50,6 33,1 Alþýðubandalag 11,9 10,7 14,4 Kvennalisti 17,5 9,0 12,1 Aðrir 2,1 2,8 5,2 Alls 99,9% 100,1% 99,9% Fjöldi 285 178 305 Tafla B Samsetning á fylgi flokka eftir landshlutum. Hlutfall af heildarfylgi hvers flokks sem kemur úr hverjum landshluta. A B D G V Aðrir Reykjavík 30,9 20,0 43,5 35,1 48,5 22,2 Reykjanes 30,9 20,0 26,6 19,6 15,5 18.5 Landsbyggðin 38,2 60,0 29,9 45,4 35,9 59.3 Alls 100% 100% 100% 100,1% 99,9% 100% Fjöldi 68 135 338 97 103 27 Ráðherra ríður um í gervi huggarans - segir Hjörleífur Guttormsson „MÉR fínnst sem iðnaðarráðherra ríði um héruð í gervi huggarans. Hann fer um Austurland og Norðurland og talar um álver þar, til að reyna að breiða yfir það, að áætlanir um nýtt álver ná til Suð-Vestur- lands, en eru ekki á döfinni í þessum landshlutum. Með því að gefa í skyn að þeir fái eitthvað í sinn hlut síðar er hann að reyna að breiða yfir þetta,“ sagði Hjörleifur Guttormsson, alþingismaður og fyrrver- andi iðnaðarráðherra. einangrað, sé nálægt því sem verið sé að ræða við útlendingana. Síðan kæmi að því, þegar íslendingar þyrftu að virkja til almennra nota, að orkan yrði mun dýrari. Ég hef heyrt því fleygt, að verið sé að tala um raforkuverð, sem yrði 14 mills til aldamóta, fyrir álver sem tæki til starfa 1992. Það er skelfilegt að heyra slíkar hugmyndir." Forsætisráðherra um Seðlabanka: Hindrar markmið ríkis- stjómar í peningamálum „ÉG RÆDDI það meðal annars af því að þrátt fyrir að þessari ríkis- stjórn hafí tekist ótrúlega margt vel, þá hefúr henni ekki tekist, og langt frá því, að ná markmiðum sínum í peningamálum," segir Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra um tilefhi þess, að hann hefur gagnrýnt Seðlabankann og haldið á loft hugmyndum um að breyta yfirsljórn bankaus og stöðu lians í stjórnkerfinu. Steingrímur hélt þesgum sjónarmiðum fram á fundi hjá Alþýðubandalaginu síðastlið- ið miðvikudagskvöld. Hjörleifur sagðist vera uggandi yfir áformum um stórt álver í Straumsvík. „Mér skilst að þama sé verið að tala um virkjanir, sem mega teljast tjóminn í íslenska vatnsaflinu. Það er nýtt að menn tengi saman stóriðju af þessu tagi og tiltölulega smáar virkjanir. Astæðan virðist vera sú, að geta sýnt fram á að fram- leiðslukostnaðurinn, þ.e. beinn kostn- aður þegar litið er á þessar virkjanir Steingrímur viðraði á fundinum hugmyndir um að breyta yfirstjóm Seðlabankans þannig, að skipta megi um stjórnendur, það er bankastjóra, þegar ný ríkisstjórn kemur til valda. I samtali við Morgunblaðið kvaðst Steingrímur ekki vera reiðubúinn til að ræða þær hugmyndir nánar, enda væru þær lítt útfærðar. Að öðru leyti byggðist gagnrýni hans meðal ann- ars á að Seðlabankanum hefði ekki tekist það hlutverk sitt að stjóma peningamarkaðnum og hafi hindrað ríkisstjórnina í að ná markmiðum sínum. „Hér hefur verið tekin upp sú stefna að Seðlabankinn starfí afar sjálfstætt, þetta er eiginlega að þýskri fyrirmynd,“ segir Steingrím- ur. „Á Norðurlöndunum, hins vegar, er seðlabanki til dæmis miklu ákveðnara stjórntæki stjórnvalda í peningamálastýringu og ég tel _að hér eigi að fara inn á þá braut. Ég hef sannfærst um það betur og bet- ur, alveg sérstaklega þegar erfiðleik- arnir eru eins og þeir em í efnahags- málum og peningamálin koma þar alls staðar við sögu. Mér finnst við ekki hafa náð nálægt því þeim ár- angri í peningamálum sem við ætluð- um okkur og það stafar meðal ann- ars af því að Seðlabankinn er ekki það stjórntæki á því sviði sem ég tel að hann verði að vera í svona efna- hagslífi eins og hér er. Það er í raun- inni allt annað í Vestur-Þýskalandi þar sem efnahagslífið er mjög stöð- Jóhannes Nordal Seðlabankasljóri: Kannast ekki við ágreining í peningamálum á þessu ári „ÉG skil ummæli forsætisráðherra þannig að Seðlabankinn geri ekki þegjandi og hljóðalaust allt sem ríkisstjórninni dettur í hug,“ sagði Jóhannes Nordal, Seðlabankastjóri, þegar gagnrýni forsætisráðherra á Seðlabankann var borin undir hann. „Ég kannast hins vegar ekki við það að það hafi verið ágreiningur milli Seðlabankans og ríkisstjórn- arinnar um þá stefnu sem fylgt hefur verið í peningamálum á þessu ári. Við höfum haft ákaflega gott samstarf við viðskiptaráðherra sem er sá ráðherra sem fer með peningamál og við höfiim ekki orðið var við þessa óánægju þar.“ „í raun og veru er ómögulegt að svara gagnrýni sem er svona gjörsamlega ómarkviss og í raun og veru ekki hægt að átta sig á því hvað er meint með henni,“ sagði Jóhannes ennfremur. „Er forsætis- ráðherra að kvarta yfír því að það sé ekki nógu mikið aðhald í pen- ingamálum eða að það sé of mikið aðhald. Þetta kemur alls ekki fram í þessum ummælum. Ég veit hins vegar að forsætisráðherra vill fá lægri vexti. Seðlabankinn hefur beitt sér fyrir lækkun vaxta á þessu ári og það hefur tekist í samræmi við batnandi jafnvægi á peninga- markaðnum." Varðandi hugmyndir um að færa Seðlabankann undir forsætisráðu- neytið, segir Jóhannes að það komi sér á óvart að forsætisráðherra skuli halda því fram opinberlega, að slíkar reglur gildi annarsstaðar í heiminum. „Hvergi þar sem ég þekki til er það fyrirkomulag að ríkisstjómir geti skipt um stjóm Seðlabanka eða að slíkar breytingar eigi sér stað við stjórnarskipti. Langalgengasta reglan er sú að seðlabankastjórnir séu skipaðar í ákveðið árabil eins og reyndar er nú hér á landi. Samkvæmt nýju seðlabankalögunum er sex ára tímabil sem bankastjóramir eru skipaðir til. Yfirleitt eru skoðanir manna í þá átt að það eigi fremur að auka heldur en að draga úr sjálf- stæði seðlabanka, en um leið sé æskilegt að skilgreina að hvaða markmiðum seðlabankinn eigi að vinna." Jóhannes sagði samanburð á sjálfstæði Seðlabankans hér á landi við það sem gerðist í nágrannalönd- unum erfiðan þar sem lagaákvæði segðu ekki allt um sjálfstæði stofn- ana. „Ég met það nú svo að okkar sjálfstæði sé kannski frekar minna en annarra, heldur en meira. Það eru margir seðlabankar í Evrópu sem hafa mun meira sjálfstæði. Á Norðurlöndum t.d. er mjög greini- legt að seðlabankarnir í Finnlandi og Danmörku hafa mun meira sjálf- stæði heldur en við höfum. Það er kannski eitthvað líkara milli okkar og t.d. Noregsbanka. I Þýskalandi, Sviss og víða á meginlandinu hafa seðlabankarnir mjög mikið sjálf- stæði. Um stöðu vaxtamála um þessar mundir segir Jóhannes að hún sé í meginatriðum þannig að svigrúm kunni að verða til einhverrar frek- ari lækkunar á nafnvöxtum á næstu mánuðum ef verðbólgan hækki ekki óvænt að nýju. Hins vegar sé vafa- samt að geti orðið veruleg lækkun á raunvöxtum og komi þar ekki síst til meiri halli á ríkissjóði en áður hafi verið gert ráð fyrir. ugt og í miklu jafnvægi. Ég vil taka það skýrt fram að ég er ekki að halda því fram að þeir vinni ekki mikið starf. Þeir eru þarna í alls konar skýrslusöfnun og svo fram- vegis og upplýsingasöfnun um pen- ingakerfið, gjaldeyrismálin og fleira. En, ég tel að þeir verði að tengjast miklu nákvæmar peningastjórnun í landinu." Steingrímur var spurður hvort hann teldi að Seðlabankinn hafi ver- ið á einhvern hátt þröskuldur í vegi fyrir efnahagsstefnu ríkisstjórnar- innar. „Það má lengi deila um það hvort hann hefur verið þröskuldur í vegi, en til dæmis hefur okkur alls ekki tekist að að ná þeirri lækkun vaxta sem ég tel nauðsynlega eins og skuldastaða atvinnuveganna er orðin, og við höfum ekki heyrt nein- ar þær tillögur um, við skulum segja breytingar í þeim reglum sem hér gilda í peningastýringunni sem gætu orðið til að lækka vexti. Til dæmis er það mjög umdeilt hjá sumum hag- fræðingum að það eigi að binda útl- án við hlutfall af innlánum, sem þýð- ir að menn keppast um innlánin og hækka þar vexti upp úr öllu valdi. Mætir hagfræðingar hafa bent á það að það sé miklu eðlilegra að setja útlánaþak með tilliti til eiginfjárstöðu einstakra banka og ég gæti nefnt fjölmörg dæmi slíks sem hefur verið hreyft, en við höfum ekki fengið bókstaflega nein viðbrögð við. Ágæt- ir menn hafa haldið því fram, að binding og þeir hlutir sem nú eru framkvæmdir séu beinlínis skaðleg- ir.“ Steingrímur var spurður hvort Seðlabankinn hafi ekki gætt þess að takmarka peningamagn í umferð, en því er af sumum hagfræðingum hald- ið fram að beint samband sé á milli þess og verðbólgu. „Hann hefur reynt að gera það með bindingu, en það tókst afar illa þegar hér var þessi mikli uppgangur á árunum 1985 til 1987, þá streymdu peningar hér inn eftir öðrum leiðum. Þa var stjórnlaust á gráa markaðnum, þá voru erlendar lántökur stjórnlausar líka, þannig að það er eins og ég hef hvað eftir annað sagl, það er ekki nóg að binda hendur viðskipta- bankanna, en opna svo allar aðrar gáttir.“ Steingrímur segir að ekki hafi verið rætt í ríkisstjórn að flytja Seðla- bankann frá viðskiptaráðuneyti til forsætisráðuneytis. „Ég er ekki að sækjast eftir því, ef um það er að ræða. Hins vegar hef ég séð þær hugmyndir á blaði.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.