Morgunblaðið - 15.09.1989, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUD'Á&I?ft 15. S'EPTEMBER 1989
faém
'FOLK
■ OXFORD sigraði Newcastle
2:1 í 2. deild ensku knattspyrnunn-
ar á miðvikudaginn. Mick Quinn
skoraði mark Newcastle og var
BHHi hann þar með fyrsti
-Frá Bob leikmaður félagsins
Hennessy til að skora mörk í
i Englandi fimm fyrstu leikjun-
um á keppnistíma-
bili. Quinn, sem var keyptur á 800
^þús. pund frá Portsmouth, hefur
' skorað nú mörk í þessum fimm
leikjum.
■ Malcolm Allen, miðheiji Nor-
wich, fór fram á að vera settur á
sölulista í gær. Allen, sem var
keyptur frá Watford á 175 þús.
pund, hefur skorað tólf mörk í 32
leikjum, óskaði eftir að vera seldur
þegar danski leikmaðurinn Henrik
Mortensen var keyptur frá Arhús.
■ Brian Clough, framkvæmda-
stjóri Nottingham ' Forest, til-
kynnti í gær að það væri ekki hægt
að leika með tvo útheija í ensku
1. deildarkeppninni. Hann tilkynnti
að hann hafi ákveðið að setja
blökkumanninn Franz Carr (22
—-ára) á sölulista. Þess má geta að
Carr vildi ekki fara til Coventry
fyrir viku, en félagið bauð Forest
500 þús. pund í hann. Clough ætl-
ar sér aðeins að nota hægri útheij-
ann Gary Ceosby, sem er geysilega
fljótuy leikmaður.
■ TREVOR Francis, fram-
kvæmdastjóri QPR, keypti í gær
vinstri bakvörðinn David Bardsley
frá Oxford á 500 þús. pund. Fran-
cis lét Mark Stein, miðheija, fara
til Oxford.
jiB JOHN Aldridge var mættur til
Spánar í gær, þar sem hann mun
ieika með Real Sociedad, sem
borgaði Liverpool 1,1 millj. punda
fyrir hann. Hann fær sjálfur 500
þús. pund fyrir að skrifa undir
þriggja ára samning. Aldridge,
sem verður 31 árs á mánudaginn,
mun leika sinn fyrsta leik á laugar-
daginn - gegn Valladolid. „Það
er sama hvað ég hef skorað mörg
mörk og hvað ég á eftir að skora
af mörkum. Eg mun aldrei gleyma
vítaspyrnunni sem ég nýtti ekki
gegn Wimbledon á Wembley," sagði
þessi mikli markahrókur þegar
hann fór frá Englandi.
HANDKNATTLEIKUR / HM U-21
„Sigruðum
ágóðum
varnarieik
ogmark-
vörslu“
- sagði Hilmar Björnsson, þjálfari, eftir
15:14 sigur gegn Vestur-Þjóðverjum
„ÞETTA var dæmigerður fyrsti
leikur, en við sigruðum fyrst
og fremst á góðum varnarleik
og markvörslu," sagði Hilmar
Björnsson, þjálfari íslenska
U-21 árs landsliðsins íhand-
knattleik, í samtali við Morgun-
blaðið í gærkvöldi. Þá var leik
íslands og Vestur-Þýskalands
í HM nýlokið í Lacoruna á Spáni
og vann ísland 15:14 (8:7).
ilmar sagðist hafa lagt upp
fyrir að spila langar sóknir og
beita hraðaupphlaupum og hefði sú
leikaðferð tekist ágætlega. í sterku
liði Þjóðveija eru mjög hávaxnir
leikmenn; fjórir eða fimm meira en
tveir metrar að hæð og einn 2,12
m. „Þeir léku sex núll vörn og vörð-
ust vel í blokk, en við tókum þá
nánast maður á mann og Iékum
þrír, tveir, einn,“ sagði Hilmar.
Þjóðverjarnir byijuðu betur, en
fljótlega náðu íslendingar undirtök-
unum og höfðu yfirleitt frumkvæð-
ið. Þeir komust í 14:11, Þjóðveijar
minnkuðu muninn í 14:12, en Island
náði aftur þriggja marka forystu.
„Þegar 20 sekúndur voru eftir var
staðan 15:14 og þeir með boltann,
en áttu misheppnaða sendingu og
við fögnuðum sigri, sem þýðir í
raun ekkert annað,“ sagði Hilmar.
Sigtryggur Albertsson lék lengst
af í markinu og varði mjög vel.
Bergsveinn Bergsveinsson kom
Markverðirnir Sigtryggur Alberts-
son og Bergsveinn Bergsveinsson
vörðu mjög vel.
inná, þegar staðan var 12:11 og
varði víti, fór aftur út af, en lék
síðustu mínúturnar og stóð sig einn-
ig vel.
Mörk íslands: Héðinn Gilsson
8/2, Árni Friðleifsson 2, Sigurður
Sveinsson 2, Þorsteinn Guðjónsson
1, Konráð Olavson 1, Sigurður
Bjarnason 1.
Spánveijar unnu Tékka 24:20 í
sama riðli, en þrjú lið fara áfram í
milliriðil. Island leikur gegn Spáni
í kvöld og Tékkoslóvakíu á morgun.
Héðinn Gilsson átti mjög góðan leik og skoraði átta mörk.
KNATTSPYRNA / 1. DEILD
Lokaslagurinn um Islandsmeistaratitlinn á morgun:
KA asfir í Grindavík
Frítt fyrir börn á Kaplakrikavöllinn í Hafnarfirði á leik FH og Fylkis
1. DEILDAR lið KAíknatt-
spyrnu kemur saman í
Reykjavík í dag og æfir í
Grindavík seinni partinn fyrir
ieikinn gegn ÍBK í Keflavík á
morgun, en þá verða síðustu
fimm leikirnir í deildinni.
Amorgun verður Ijóst, hvaða
lið hampar íslandsmeistara-
bikamum í knattspyrnu, hvaða lið
tryggja sér sæti í Evrópukeppni að
ári og hvaða lið falla í 2. deild.
Slagurinn um titilinn stendur
fyrst og fremst á milli FH og KA,
en KR og Fram eygja hann úr fjar-
Jægð. Fram hefur þegar tryggt sér
sæti í Evrópukeppni bikarhafa, en
hin þijú liðin keppa um tvö Evrópu-
-*sæti. Fyrir lokaumferðina er staða
FH-inga best og víst er að áhorf-
endamet verður sett í Kaplakrika,
en frítt verður fyrir börn 12 ára
og yngri. FH-Fréttum var dreift á
öll heimili í Hafnarfirði i gær og í
dag verður farið í bíl um bæinn og
minnt á leikinn. Nýliðarnir eru með
eins stig forystu á tóppnum og fá
’^'Fylkismenn, sem eru í neðsta sæti,
í heimsókn.
KA stendur einnig vel og er mik-
ill hugur í norðanmönnum, en boðið
verður upp á hópferðir til Keflavík-
ur með rútu og í flugi. Nokkrir leik-
menn KA eru byijaðir í skóla í
Reykjavík og því hefur liðið ekki
komið saman síðan í síðasta leik.
„Sunnanmennirnir" æfðu á Fram-
vellinum í fyrradag, hinir á Akur-
eyri í gær og síðan kemur hópurinn
saman í dag, en liðið gistir í
Keflavík í nótt.
Mm
FOLK
■ MARGIR leikmenn QPR eru
óhressir þessa dagana og einn
þeirra er Mark Falco, fyrrum leik-
maður Tottenham og Glasgow
Rangers, sem er farinn að hugsa
sér til hreyfings.
■ PARRY Suckling, markvörður
Crystal Palace, er fyrsti markvörð-
urinn í 1. deild til að fá á sig níu
mörk í leik í deildarkeppninni í 25
ár. Átta leikmenn Liverpool skor-
uðu hjá honum og hefur það aldrei
áður gerst í 1. deildarkeppninni að
átta leikmenn úr sama liðinu skori
mark í leik.
■ MANCHESTER United bauð
Southampton 1,1 millj. punda í
Danny Wallace í gær, eftir að
Danny hafði komið til Old Traf-
ford. Danny hefur tekið sér um-
hugsunarfrest og mun svara Un-
ited í dag. í gærkvældi fréttist að
Tottenham sé tilbúið að borga
sömu upphæð fyrir Danny, sem
mun ræða við konu sína um málið.
Þau eru bæði fædd í London og
getur það haft sitt að segja þegar
hann ákveður hvert hann fari.
■ RODNEY Wallace, bróðir
Danny, óskaði eftir því í gær að
vera seldur frá Southampton. Það
gerðu einnig þeir Russel Osman
og John Burridge, markvörður.
Þyria verður tilbúin til
að fljúga með bikarinn
SPENNAN verður geysileg þegar
lokaumferð 1. deildarkeppninnar
hefst á morgun kl. 14. Enn eiga
fjögur félög möguleika á að
tryggja sér íslandsmeistaratitii-
inn. FII, KA, KR og Fram, þann-
ig að möguleiki er á að íslands-
meistarabikarinn verði afhentur á
fjórum stöðum. í Hafnarfirði,
Keflavík, á Valsvellinum eða á
Laugardalsvellinum.
orráðamenn Knattspyrnu-
sambands íslands eru nú að
vinna að því taka þyrlu á leigu,
eins og gert var 1986 þegar Fram
og Valur börðust um meistaratitil-
inn. Fram lék þá gegn KR í
Reykjavík og Valsmenn gegn
Skagamönnum á Akranesi. Þyrl-
an fór þá aldrei á loft með bikar-
inn því Framarar tóku á móti
honum á Laugardalsvellinum.
Dæmið er nú flóknari en 1986,
því að fjögur félög eru inni í
myndinni. FH, sem leikur gegn
Fylki í Hafnarfirði, KA, sem leik-
ur í Keflavík, KR, sem leikur að
Hlíðarenda gegn Val og Fram,
sem fær Víking í heimsókn á
Laugardalsvöllinn.
Miklar líkur eia á að farið verði
með bikarinn til Hafnarfjarðar,
þar sem FH hefur eins stigs for-
skot á KA og þtjú á KR og Fram.
Ef bikarinn verður ekki afhentur
þar, þá verður flogið með hann
strax til Keflavíkur eða
Reykjavíkur (að Hlíðarenda eða í
Laugardal).