Morgunblaðið - 15.09.1989, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.09.1989, Blaðsíða 4
4 •v-iQt .1} airoAd’íTfO'i ero/ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUÐAGUR 15. SEPTEMBBR 1989 Mikið ber á milli í álverinu Tekjur Landsvirkjunar af raforkusölu til ISAL áætlaðar 1.405 milljónir áþessu ári FYRSTI fiindur samninganeftida starfsmanna íslenska álversins í Straumsvík og viðsemjenda þeirra hjá ríkissáttasemjara var í gær. Hann var stuttur og var tíminn notaður til þess að kynna Flugvirkjafélag íslands gerði samning við flugfélögin í vor, en samningar hafa ekki tekist við ríkið, sern hefur viljað gera breytingar á sérkjarasamningi við flugvirkja Landhelgisgæslunnar frá árinu 1987. Aðalkjarasamningurinn fól í sér 16% launahækkun á samnings- tímanum fram til næsta vors og flug- ríkissáttasemjara stöðuna í deil- unni. Aðilar hafa rætt um nýjan kjarasamning síðan upp úr miðj- um ágúst, en eldri samningur gekk úr gildi 1. september. Ann- ar fúndur hefúr verið ákveðinn virkjar Landhelgisgæslunnar telja að breytingar á sérkjarasamningnum hefðu í för með sér að fímm þeirra hækkuðu um aðeins 8%. Sérkjara- samningurinn tekur til greiðsina fyr- ir bakvaktir og segja flugvirkjar að ríkið vilji lækka greiðslur, þrátt fyrir að vinnuframlagið eigi að vera það sama. klukkan hálf tvö í dag. Mikið ber á milli í deilunni og er frekar búist við fúndarhöldum um helg- ina, en starfsmenn hafa boðað verkfall frá og með næsta fimmtudegi hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma. Vinna í álverinu leggst ekki niður fyrir en tveimur vikum eftir að verk- fall hefst samkvæmt samkomulagi þar um. Tímminn er notaður til þess að lækka straum á kerum í álverinu í áföngum og síðan til lækka álhæð, þannig að sem minnst ál storkni í kerunum. Framleiðslu- stöðvun hefði í för með sér hundruð milljóna tjón, en mánuði tekur að gangsetja verið aftur og koma því í full aflíöst á ný. Tekjur Landsvirkjunar af sölu á raforku til álversins eru áætlaða^ 1.405 milljónir króna í ár, en það jafngiidir næstum 4 milljóna króna tekjum á dag. Verðið hefur verið í hámarki á fyrra helmingi ársins. Það helst í hendur við álverð og er búist við að það lækki lítilega á síðari helmingi ársins. Álverið tekur við 35% af heildarmagni seidrar orku Landsvirkjunar og leggur stofnuninni tii 26% af áætluðum heildartekjum hennar á þessu ári. Fundur með flug- virkjum Gæslunnar FUNDUR hefúr verið boðaður hjá ríkissáttasemjara með flugvirkjum Landhelgisgæslunnar og viðsemjendum þeirra fyrir hádegi í dag, en fyrr í vikunni felldu sjö flugvirkjar Landhelgisgæsiunnar einróma samn- ing sem gerður hafði verið fyrir þeirra hönd. VEÐURHORFURIDAG, 15. SEPTEMBER YFIRLIT í GÆR: Yfir Húnavatnssýslu er 992 mb. smálægð á hægri hreyfingu austnorðaustur en vaxandi 985 mb. lægð á vestanverðu Grænlandshafi þokast austur. Um 1100 km suðsuðvestur í hafi er vaxandi 986 mb lægð á leið austnorðaustur. Kalt veður áfram. SPÁ: Suðaustanátt, víðast kaldi og skúrir eða dálítil rigning a Suð- vestur- og Vesturlandi. Hægari um austanveft landið, dálítil súld á annesjum norðanlands en.annars nokkkuð bjart veður á Norðaust- ur- og Austurlandi. Hiti 5 — 10 stig. I/EÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á LAUGARDAG: Norðaustanátt og rigning eða slydda á Vestfjörðum en vestan- eða suðvestanátt og skúrir í öðrum lands- hlutum, síst á Austurlandi. Svalt í veðri, einkum norðvestantil. HORFUR Á SUNNUDAG:Hæg norðlæg eða breytileg átt, skúrir eða slydduél á annesjum norðanlands en annars þurrt. Áfram svalt í veðri. ■J0 Hitastig: 10 gráður á Celsíus Skúrir * V El — Þoka = Þokumóða 5 , ’ Súld OO Mistur —|- Skafrenningur Þrumuveður TAKN: »\__/* Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað / Norðan, 4 vindstig: * Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * VEÐUR VIÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri 6 skýjað Reykjavík 7 úrkoma í grennd Bergen 15 rigning Helsinkl 16 hálfskýjað Kaupmannah. 18 alskýjað Narssarssuaq 4 léttskýjað Nuuk 0 snjóél Osló 14 skýjað Stokkhólmur 18 skýjað Þórshöfn 10 skýjað Algarve 26 þokumóða Amsterdam 16 skýjað Barcelona 24 mistur Berlín 16 rigning Chicago 15 alskýjað Feneyjar 22 skýjað Frankfurt 22 skur Glasgow 14 skýjað Hamborg 14 þrumuveður Las Palmas 24 skýjað London 16 alskýjað Los Angeles 16 þoka Lúxemborg 15 skýjað Madrid 26 mistur Malaga 25 mistur Mallorca 27 hálfskýjað Montreal 13 alskýjað New York 23 þokumóða Orlando 24 léttskýjað París 19 skýjað Róm 24 skýjað Vín 17 súld á sið. klst. Washlngton vantar Winnipeg vantar Álverið velti um 7 milljörðum á síðasta ári og þumalfingursregla er að þriðjungur verði eftir hérlend- is einkum í formi launa og greiðslu fyrir raforku. Um 600 manns starfa hjá álverinu og nær verkfallið til tæplega 500 manna í tíu verkalýðs- félögum ef til þess kemur. BSRB: Ákveðinn formanna- fundur um kjaramálin STJÓRN Bandalags starfsmanna ríkis og bæja ákvað á fúndi sínum í gær að boða til formannafúndar 5. október næstkomandi til þess að ræða stöðuna í kjaramálum. „Við fylgjumst með tilraunum ríkis- stjórnarinnar til þess að standa við samningana sem hún gerði við okkur og ætlumst til þess að það verði gert,“ sagði Ögmundur Jónas- son, formaður BSRB, í samtali við Morgunblaðið eftir fúndinn. „Ríkisstjórnin lýsir því nú yfir að hún sé að leita leiða til þess að standa við ákvæði í kjarasamning- um og eins og margoft hefur kom- ið fram er helsta vörn launafólks núna ákvæði um verðlagsmál í kjarasamningi BSRB við ríkis- stjórnina frá í vor. Menn ætlast til að staðið verði við þau fyrirheit, sem þar voru gefin, en menn sætta sig ekki við fyrirheitin ein heldur vilja sjá gjörðir og vilja að þær liggi á borðinu fyrir þessa ráðstefnu, því þá verður tekin ákvörðun um fram- haldið," sagði Ögmundur ennfrem- ur. Hann sagði að þegar menn gerðu samning þá ætluðust þeir að sjálf- sögðu til þess að staðið væri við hann. Efndir ríkisstjórnarinnar myndu hafa áhrif á viðræður um kjarasamninga í vetur, en þeir gilda til 1. desember. Hann benti á að laun hefðu hækkað um 1.500 krón- ur 1. september, sem væri 3% hækkun á 50 þúsund króna launum og menn gætu haft það til hliðsjón- ar þegar rætt væri um búvöruverðs- hækkunina. „I rauninni er þetta óskaplega einfalt mál. Það var gerður samn- ingur og menn ætlast til að það sé staðið við hann. Einfaldara getur það ekki verið,“ sagði Ögmundur. Silungsveiðin er að glæðast - segir formaður Veiðifélags Mývatns SILUNGSVEIÐI í Mývatni hefiir glæðst nokkuð á undanfórnum dögum og binda Mývetningar nú vonir við góða veiði næsta sumar ef fram heldur sem horfir. Sil- ungurinn í vatninu hefur fitnað á undanförnum tveimur vikum og er nú ekki aðeins boðlegur gestum heldur Mývetningnm sömuleiðis, að sögn Héðins Sverrissonar, formanns Veiðifé- lags Mývatns. „Ég hef trú á því að ástandið sé að batna þar sem vatnið hefur ekki almennilega náð að hitna í sumar. Suður- og Austur- land: Beqaspretta í meðallagi AÐ sögn heimildarmanna á AustQörðum hefúr berja- spretta verið í meðallagi. Góð beijalönd væru í Borgarfirði eystra en krækiberjaspretta í ár væri ekki meiri en í meðallagi og talsvert um grænjaxla. Á Neskaupsstað hefúr krækiberjaspretta ver- ið góð, stór ber í hlíðum, en lítið um bláber. Á Suðurlandi er fyrst nú hægt að tína, en töluvert er af krækibeijum sem þroskast hafa seint. Á nokkrum stöðum er komið írostbragð í berin. Langvarandi hitakaflar hafa hér ekki verið í sumar eins og í fyrra til dæmis, en talið er að langir hita- kaflar fari mjög illa með silunginn og jafnvel fleiri stofna. Það liggur að minnsta kosti nokkuð Ijóst fyrir að bleikjan í vatninu drapst úr hita í stórum stíl í fyrra. Hún virtist grafa sig í leirinn og drepast þar á botninum," sagði Héðinn. Sáralítil sem engin veiði hefur verið í Mývatni á undanförnum árum að undanskildu árinu 1986. Bleikjan lifir mest á kornátu og mýlirfu frá rykmýi, en það hvarf nánast allt árið 1986. „Það er enn dræm veiði í vatninu þó hún sé samt sem áður bót frá því sem ver- ið hefur. Svo virðist sem nú hafi komið upp kornáta á ný sem er uppáhaldsfæða silungsins. Hún virðist þó vera fremur seint á ferð- inni og ekki í miklu magni,“ sagði Héðinn. Veiðitímabilinu í ár lýkur þann 27. september nk. og hefst ekki aftur fyrr en 1. febrúar á næsta ári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.