Morgunblaðið - 15.09.1989, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.09.1989, Blaðsíða 18
18 <»>»(*r "if 51TfDVUTW r.f <i!(V *jr/7 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1989 Jeltsín á hraðferð um Bandaríkin: A Utilokar stjómarbylt- ingn í Sovétríkjimum Fíladelfíu. Reuter, Daily Telegraph. SOVÉSKI umbótasinninn Boris Jeltsín sagði í ræðu í Fíladelfíu í gær að hann teldi engar líkur á að Míkhaíl Gorbatsjov yrði velt úr valda- stóli í einskonar stjórnarbyltingu. Hins vegar gagnrýndi hann Gorb- atsjov, Sovétforseta, í sömu andrá fyrir að fara sér of hægt við að koma umbótum i kring. „Ég hef enga trú á því að herinn geri byltingu eða þá einhver önnur öfl. Ég þekki sovéska stjórnkerfið það vel af eigin reynslu að slík valdataka er nær útilokuð,“ sagði Jeltsín. Eftir ræðuna hélt Jeltsín í glæsibifreið að hinni sögulegu frels- isklukku í Fíladelfíu, frelsistákni Bandarílqanna. Skoðaði hann hana umkringdur blaðamönnum og sagði hana minna sig á aðra, fræga risa- klukku í Kreml. Jeltsín er í fyrirlestraferð um Bandaríkin og þykir yfirferð hans með ólíkindum. Segist hann aðeins þurfa að þriggja stunda svefn á nóttunni. Hann heimsækir átta borgir á fimm dögum og ferðast um ýmist í ofurlöngum glæsibifreið- um eða einkaþotu Davids Rockefell- ers. Hefur hann hlotið góðar við- tökur enda óspar á yfirlýsingar og Flugslysið í Skagerrak: Kafarar fínnasvarta kassann Kaupmannahöfn. DPA. KAFARAR fundu í gær svarta kassann úr flaki norsku flugvél- arinnar sem fórst fyrir utan Jót- landsstrendur fyrir viku með þeim afleiðingum að allir um borð, 55 manns, fórust. Svarti kassinn verður sendur til Englands til rannsóknar. Rann- sóknarmenn vona að svarti kassinn svipti hulunni af því hvað gerðist er flugvélin steyptist skyndilega í Skagerrak. Sérfræðingar hallast æ meir að því að málmþreyta sé orsök slyss- ins. í fyrstu var talið að um skemmdarverk hefði verið að ræða en nú þykir fullsannað að svo hafi ekki verið. Vélin var smíðuð árið 1953. Enn eru lík 22 manna ófundin. látalæti. Ýmist drynur í honum að Sovétríkin séu komin fram á hengi- brún vegna ónógra eða of hægra umbóta, eða hann faðmar að sér viðstadda og segist undrast hvers vegna honum hafi verið kennt að Bandaríkjamenn væru illa innrættir og hættulegir. Ferðaþrek Jeltsíns hefur vakið athygli rannsóknarblaðamanna sem í gær sögðust hafa komist að því er dvaldist næturlangt í Baltimore að hann hefði sturtað í sig hálfri annarri flösku af Jack Daniels viskíi í hótelsvítu sinni og sofið í fötunum. „Oviðjafnanlegur svolgrari," sagði í Washington Post og Baltimore Sun sagði orð hans hafa verið óskiljanleg næsta morgun þar til hann hefði skellt í sig nokkrum bollum af kaffi.' Hermt er að Jeltsín fái 5.000 dollara fyrir hvern fyrirlestur, eða jafnvirði 300 þúsund króna. Er það sams konar þóknun og annars flokks dálkahöfundur eða nýr þing- maður fær fyrir fyrirlestra. Éftir- sóttir ræðumenn á borð við Oliver North og Henry Kissinger eru sagð- ir fá 25.000 dollara eða 1,5 millj. króna fyrir ræðuna. Jeltsín lætur þóknun sína renna til góðgerðar- mála. Reuter Akærður fyrir kókaínsmygl Jan Feder Madsen, skipstjóri danska flutningaskipsins Nerma, stígur upp í fangelsisvagn sem flutti hann í bandarískan dóms- sal. Madsen, sem er 63 ára gamall, og sex aðrir skipverjár voru handteknir á þriðjudag þegar tollverðir fundu eitt tonn af kókaíni í skipinu. Pólverjar barðir við landamæri Rúmeníu Pólska stjórnin mótmælir Vai-sjá. Reuter. PÓLSKA ríkisstjórnin bar fram mótmæli í gær við rúmensk stjómvöld vegna meintra barsmíða rúmenskra landa- mæravarða á 30 pólskum ferða- mönnum. í pólska ríkissjónvarp- inu vom Rúmenarnir kallaðir „stigamenn í einkennisfotum“ og sagt að þeir hafi beitt pólsku ferðamennina „viðurstyggilegu harðræði". Hin opinbera PAP-fréttastofa í Póllandi sagði að rúmenski sendi- ráðsritarinn í Varsjá hefði verið kvaddur í pólska utanríkisráðuneyt- ið til að taka við mótmælunum. Sendiráðsritaranum var tjáð að framferði landamæravarðanna væri óviðunandi og þeim bæri að refsa. Pólska sjónvarpið hafði eftir ferðamönnunum að þeir hefðu verið í járnbrautarlest á leið frá Búda- pest þegar lestin var stöðvuð, þeir teknir afsíðis og vegabréf þeirra gerð upptæk. Þeir voru barðir með riffilskeftum og látnir anda að sér táragasi. Því næst voru þeir læstir inn í biðsal. Þegar þeir höfðu reitt af hendi „lausnargjald" voru þeir sendir aftur til Búdapest. Mikill skortur í Armeii- íu vegria verkfalla Azera Gæti kynt undir enn frekari átök Moskvu. Reuter. DFA. BÍLAUMFERÐ hefur stöðvast í Jerevati, höfúðborg Armeníu, vegna eldsneytisskorts og bygg- ingaframkvæmdir á jarðskjálfta- svæðunum lagst af vegna verk- falla járnbrautarstarfsmanna í nágrannalýðveldinu Azerbajdz- han. Pravda, málgagn Sovét- stjórnarinnar, sagði að Armenía væri því sem næst í „efnahags- legri herkví“. Blaðið sagði að 87% af aðföngum Armena bærust Sósíalistar flýta kosning- um til spænska þingsins Madrid. Frá Ragnari Bragasyni, fréttaritara Morgnnblaðsins. FELIPE Gonzáles, forsætisráðherra og leiðtogi Sósíalistaflokks Spánar, PSOE, kom engum á óvart þegar hann snemma í septem- ber flýtti þingkosningunum um sjö mánuði, til 29. október næst- komandi. Hann gaf þá ástæðu að nú væri tíminn dýrmætur til að undirbúa þátttöku Spánar í hinum opna markaði Evrópubanda- lagsins 1992, og hafa svo aftur kosningar 1993, þegar allt er af- staðið. En stjórnarandstaðan segir að enginn hagnist á kosningum núna nema ríkisstjórnin. í kosningun- um sem fram fóru í sumar til Evrópubandalagsins komu helstu stjómarandstöðuflokkamir, PP og CDS, illa út á meðan PSOE hélt sínu striki meira eða minna, þrátt fyrir margar hrakspár. Ríkis- stjórnin vill því kosningar aftur á meðan byrinn er góður og vonast til að halda hreinum meirihluta sem hún hefur haft frá stórsigri PSOE 1982.Í kosningunum 1986 fékk flokkurinn 44,4% atkvæða, en íhaldsmenn PP (Partido Popul- ar) aðeins 26,1% og miðjumenn CDS 9,2%. Önnur ástæða fyrir að kosning- unum var flýtt er ef til vill sú að harkalegar og óvinsælar efna- hagsráðstafanir kunna að vera framundan, til viðbótar þeim sem þegar hefur verið gripið til, í því skyni að spyrna á móti síaukinni neyslu í þjóðfélaginu. Eftirspurnin eykst nú um 7%; á móti 5% framleiðsluaukningu. Ef fram heldur sem horfír kann Spánn að verða skuldum vafinn. Gripið var til aðgerða í júní og júlí, en þær hafa enn sem komið er skilað takmörkuðum árangri, auk.þess að vera afar óvinsælar. Það voru settar strangar tak- markanir á bankalán til einstakl- inga og á kaup með afborgunum, og á þannig að reyna að draga úr neyslunni. Stjórnarandstaðan segir þetta allt hafa mistekist og nú verði að grípa til alvarlegri aðgerða sem gætu haft slæm áhrif á fylgi PSOE ef kosið yrði eftir átta mánuði. Auk alls þessa eru tengsl ríkis- stjórnarinnar við verkalýðsfélögin ekki eins góð og áður. Allshetjar- verkfallið 14. desember síðastlið- inn er enn í fersku minni, og stærstu félögin fara ekki fram á það við félaga sína að þeir kjósi PSOE. Þrátt fyrir þetta eru González og varaforsætisráðherrann Al- fonso Guerra nokkuð sigurvissir. Báðir eru þeir sterkir persónuleik- ar, orðheppnir og koma vel fyrir, en þá eiginleika skortir leiðtoga stærsta stjórnarandstöðuflokks- ins, Partido Popular, tilfinnan- lega. Formaður hans, Manuel Fraga, hefur Iátið yngri manni eftir efsta sæti listans, José María Aznar. Þótt Fraga njóti almennt góðs álits hefur það löngum þótt neikvætt fyrir flokkinn að hann var ráðherra í tíð Francos. Aznar er hins vegar maður sinnar samt- íðar, 36 ára gamall, og með hon- um hyggst Partido Popular yngja upp ímynd sína og losna við fyrr- nefnd tengsl. Hvort það kemur til með að bera tilætlaðan árangur kemur svo í ljós þegar Spánveijar ganga að kjörborðinu þann 29. október næstkomandi. Það verða fimmtu þingkosningarnar á Spáni frá upphafi lýðræðis 1977. um járnbrautarlínur á azersku landssvæði en járnbrautasam- göngur hafa rofhað vegna verk- falla í Azerbajdzhan. Verkföllum var aflýst á mánudag þegar stjómvöld hétu því að viður- kenna samtök stjórnarandstæð- inga, Alþýðufylkinguna í Azerbajdzhan, og að beita sér fyrir því að hið umdeilda hérað Nag- orno-Karabak, sem að mestu er byggt Armenum, yrði fært undir stjórn Azera. Járnbrautasamgöng- ur hafa hins vegar ekki hafist á ný. Talsmaður Alþýðufylkingarinn- ar sagði að ríkisstjórn Azerbajdz- hans gæti ekki haldið uppi lesta- samgöngum vegna þess að Armen- ar ynnu skemmdarverk á járn- brautarteinunum. Vildu þeir með þeim hætti mótmæla kröfum Azera um yfirráð yfir Nagorno-Karabak. Pravda sagði að mikill eldsneyt- isskortur væri í Jerevan og hefðu sjúkraflutningar í borginni stöðv- ast. Sömuleiðis hefði skortur á hrá- efnum til byggingariðnaðar stöðvað framkvæmdir á jarðskjálftasvæð- um, þar sem yfir 20.000 manns týndu lífi í desember á síðasta ári. Blaðið sagði að aukinn vöruskortur gæti kynt undir enn frekari átökum á milli nágrannalýðveldanna, en a.m.k. 100 manns hafa fallið í átök- um um Nagorno-Karabak undan- farna 18 mánuði. Útvarpið í Jerevan flutti ávarp Æðsta ráðs lýðveldisins til leiðtoga á sovéska þinginu og í Æðsta ráði Azerbajdzhans þar sem hvatt var til að lestarsamgöngum yrði tafar- laust komið í samt lag. „Ástandið í Nagorno-Karabak, sem er í al- gerri herkví, er enn alvarlegra. Við óttumst mjög um öryggi bræðra okkur þar,“ sagði í ávarpinu. Tass-fréttastofan sovéska greindi frá því í gær að verkfalli í stærstu járnbrautarstöð í Moldavíu hefði verið hætt. Verkfallinu, sem staðið hefur í 18 daga, var aflýst eftir að Míkhaíl Gorbatsjov Sovét- forseti og Pjotr Skripstshenko, leið- togi yerkfallsnefndarinnar, höfðu ræðst einslega við. Danir rannsaka óson- lagið yfir Grænlandi Kaupmannahöfn. Frá Nils Jörgen Bruun, DANSKA veðurstofan mun í vet- ur reisa mælingastöð í Thule á Grænlandi í því skyni að rann- saka þykkt ósonlagsins yfir Iandinu, svo og áhrif útíjólu- blárra geisla á plöntur, og næsta vetur verður sambærileg stöð sett upp í Syðri-Straumfirði. Þetta verður framlag Dana til ósonrannsókna á norðurheim- skautssvæðinu, en þar eru fyrir nokkrar slíkar mælingastöðvar, til dæmis á Svalbarða og í Kanada. Niðurstöðumar verða sendar til fréttaritara Morgunblaösins. World Ozon Data Center í Kanada, þar sem safnað er saman upplýsing- um frá öllum heimshornum. Það er danska ríkið sem greiðir kostnaðinn af þessu verkefni, um það bil 2,7 milljónir danskra króna (ríflega 21 millj. ísl. kr.). Þetta er liður í umfangsmikilli rannsóknar- áætlun sem Danir hafa ákveðið að beita sér fyrir og er markmiðið með henni að draga úr notkun klórflúor- kolefna. Hefur danska þingið veitt um 45 millj. dkr. alls til hrinda áætluninni í framkvæmd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.