Morgunblaðið - 15.09.1989, Blaðsíða 37
MORCUKBI.AÐID FÖSTÚDAGUR 15. SEPTÉMBÉR 1989
37
Þessir hringdu .. .
Stendur til að banna
nagladekk?
Ökumaður hringdi:
„Mig langar til að spyrja gatna-
málastjóra hvort nokkuð standi til
að banna nagladekk og skylda snjó-7
dekk. Eða eiga götur Reykjavíkur
eina ferðina enn að verða tug-
þúsundum nagladekkja að bráð nú
þegar að nýbúið er að græða sár
þeirra eftir síðasta vetur fyrir háar
fjárhæðir. Snjódekk eru í mörgum
tilfelium betri og í þeim fáu tilfell-
um sem þau eru það ekki er nóg
að aka gætilega."
Hvað heitir höfundurinn?
Unnur Helgadóttir hringdi:
„Ég hef lengi kunnað eftirfar-
andi brot úr kvæði og langar til
að vita hver höfundur þess er. Eins
væri gaman að sjá kvæðið allt á
prenti.
Við hafið ég sat
út við sævarbergs stall
og sá út í drungann.
Þar brimaldan stíða
við ströndina svall
og stundi svo þungan."
Amý hringdi:
„Fyrir um það bil tveimur ára-
tugum mátti oft heyra vinsælan
texta sem bar heitið Útlaginn og
hófst á þessum hendingum: Up-
pundir Eiríksjökli /á ég í helli skjól.
Hver er höfundur textans?
Fá þeir sömu meðferð?
Forvitinn hringdi:
„Fær Landsbankinn, stjórn hans
og bankastjórar, ásamt forstjórum
og stjórnarmönnum SÍS sömu með-
ferð hjá framsóknardómurum
landsins eins og Útvegsbankinn,
sljórn hans og bankastjórar og
Hafskipsliðið?
Fari svo að ríkisstjórnin bjargi
þessum nýju „fallit kandídötum",
hvaða ærubætur fá þá Útvegs-
banka- og Hafskipsmenn sem á
sínum tíma voru tukthúsaðir í
beinni útsendingu sjónvarps -
kannski fálkaorður?“
Hressileg og ljúf
framkoma
Dagmar hringdi:
„Ég ferðast venjulega ekki með
strætisvögnum en fyrir skömmu
tók ég leið 10. Bílstjórinn bauð öll-
um góðan daginn sem inn komu
og hafði góð áhrif á alla með sinni
hressilegu og ljúfu framkomu. Mín
reynsla hefur verið sú að strætis-
vagnabílstjórar séu nokkuð stuttir
í spuna og kom þetta mér því
þægilega á óvart. Ég vil þakka
fyrir þessa góðu þjónustu og held
að ég fari að taka strætó oftar.“
Köttur
Fimm mánuða gömul læða fór
að heiman frá sér að Smárahvammi
14 fyrir skömmu. Hún er bröndótt,
grábrún og svört. Vinsamlegast
hringið í síma 54951 ef hún hefur
einhvers staðar komið fram.
Frábær tónlist
Sigríður hringdi:
„Ég vil þakka Jónu de Groot á
útvarpi Rot fyrir góðar næturvakt-
ir. Hún er svo lifandi hress og
skemmtileg, og er með frábæra
tónlist.“
Gleraugu
Gleraugu með gylltri spöng töp-
uðust fyrir utan Tunglið fyrir
nokkru. Finnandi vinsamlegast
hringi í síma 43680 eftir kl. 19.
Viðskiptavinur hringdi:
„Ég hef lengi verslað í Hagkaup
og velta þau viðskipti á tugum
þúsunda í hveijum mánuði. Síðast
þegar ég keypti inn komst ég að
því að ég hafði týnt vísakortinu
mínu þegar ég átti að borga. Ég
spurði afgreiðslustúlkuna hvort
hún gæti ekki geymt ávísun, sem
stíiuð var fram í tímann, sem
tryggingu en ég myndi svo koma
daginn eftir og gera upp. Stúlkan
ræddi við einhveija yfirmenn þarna
en kom svo til baka og sagði að
hún fengi ekki leyfi til að gera
þetta. Þetta finnst mér lélegt og
ekki annað en hrein ógreiðvikni.
Ég ætla ekki að versla við Hag-
kaup í framtíðinni.“
Hjól - læða
Kona hringdi:
„Svart og rautt BMX va'r tekið
við Flúðasel 92 í Seljahverfi um
síðustu helgi. Vil ég biðja foreldra
í hverfinu að hafa auga með því
hvort börn þeirra hafi slíkt hjól í
fórum sínum. Hjólið er aðeins árs-
gamalt og er syni mínum mjög
kært þar eð hann safnaði fyrir því
sjálfur. Einnig er hér í óskilum
ómerkt bröndótt læða með hvítan
kraga og lappir. Hefur hún haldið
til hér fyrir utan í nokkrar vikur.
Upplýsingar í síma 91-71929.
Hálsmen
Sá sem týndi hálsmeni á Hótel
Islandi laugardaginn 2. september
er vinsamlegast beðinn að hringja
í síma 83943 eftir kl. 17.
Hávaðamengun er ekki
betri en önnur mengun
Til Velvakanda.
Um síðustu verslunarmannahelgi
dvaldi ég ásamt eiginmanni í sumar-
bústað sem við eigum við Skorradals-
vatn. Þar er yndislegt að vera að
öllu jöfnu. Á laugardeginum var logn
og meira að segja sól, óvíða er feg-
urra á slíkum degi en í Skorradal
og dásamlegt að sitja á verönd og
njóta útsýnis og kyrrðar.
En Adam var ekki lengi í Paradís.
Fljótlega fóru að þeytast eftir vatn-
inu hraðbátar, vatnið var ekki lengur
kyrrt og hávaðinn ærandi. Ekki bætti
úr þegar fjórar eða fimm vatnaþotur
hentust eftir vatninu endilöngu.
Þetta mátti maður þola allan daginn.
Dalurinn er líka svo djúpur og þröng-
ur að hljóðið skellur beint á höfðinu
á manni og verður óþægilegra en
þar sem landslag er flatt.
Annað var svo það að skammt frá
okkar bústað eru tjaldstæði sem eru
leigð ásamt veiðileyfi. Þar var margt
fólk í tjöldum, aðallega fjölskyldufólk
með börn á öllum aldri. Þau voru
að leika sér og með veiðistengur í
fjörunni, sem er alveg hættulaust
vegna þess hvað aðgrunnt er. En
þarna var heldur ekki friður því þess-
ir siglingakappar hugsa greinilega
ekki um neitt nema sjálfa sig. Þeir
renndu þessum ófögnuði upp undir
land þar sem börnin voru og full-
orðna fólkið varð höndum seinna að
ná börnunum undan öldunum sem
mynduðust og skullu á land. Þetta
fólk kvartaði undan þessu við lan-
deigandann og taldi að ekkí hefði
verið hættulaust að hafa yngstu
börnin þarna að leik. Það skal tekið
fram að landeigandi bannar alla
mótorbáta í sínu landi og þannig
þyrfti það að vera alls staðar, að
minnsta kosti takmarkað við mjög
litla mótora.
Við Skorradalsvatn eru sumarbú-
staðir svo hundruðum skiptir og ég
er handviss um að mikill meirihluti
þeirra sem þar dvelja vilja fá að vera
í friði og ró, lausir við allan hávaða,
eins og hægt er. Hávaðamengun er
ekkert betri en önnur mengun. Því
skora ég á landeigendur í dalnum
að taka nú á sig rögg og friða vat-
nið fyrir hraðbátum og vatnaþotum,
annars held ég að sumarbústaðaeig-
endur verði að leita annarra ráða til
þess að fá vatnið friðað.
Skorradalurinn verður ekki eftirs-
óttur staður til þess að hvíla sig frá
ys og þys borgarinnar ef maður þarf
að hafa með sér eyrnaskjól þegar
farið er í sumarbústaðinn.
Sigríður
NYTT KAFFIHLAÐBORÐ
VEITINGAHALLARINNAR
VERÐUR DÚKAÐ UPP
OG FRUMSÝNT KLUKKAN
15.00 Á SUNNUDAG
ÞAÐ ER MEIRIHÁTTAR