Morgunblaðið - 15.09.1989, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 15.09.1989, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1989 39 KNATTSPYRNA / LANDSLIÐIÐ „Held Ijóstraði ekki upp hemaðaiieyndarmálum“ - segir Guðni Kjartansson, sem stjórnar landsliðinu í heimsmeistaraleiknum gegn Tyrkjum „ÉG tek það ekki of hátíðlega sem slegið er upp í sambandi við Siegfried Held og íslenska landsliðið ítyrkneskum blöð- um. Þar kemur ekkert fram sem Tyrkir geta ekki fengið að vita um íslenska landsliðið án þess að tala við Held,“ sagði Guðni Kjartansson, sem mun stjórna landsliðinu gegn Tyrk- landi í heimsmeistarakeppn- inni. Tyrkir hafa leikið gegn okkur og við höfum leikið sex aðra leiki, sem þeir hafa horft á - bæði á leikvelli eða í sjónvarpi. Held hefur ekki sagt Tyrkjum nein hemaðar- leyndarmál í sambandi við íslenska landsliðið. Hann er starfandi knatt- spymuþjálfari í Tyrklandi og verður að svara spurningum blaðamanna. Það er svo verk blaðanna að setja upp fréttirnar,“ sagði Guðni. Guðni sagði að það væri ekki óeðlilegt að þjálfari, sem væri und- ir pressu eins og Held er þessa ■ GUÐNI Kjartaiisson verður heldur betur í sviðsljósinu í blöðum í Tyrklandi næstu dagana. Tveir tyrkneskir fréttamenn hafa heim- sótt Guðna til Keflavíkur - í gær og fyrradag. Þeir hafa tekið viðtöl við Guðna og myndað hann bak og fyrir í starfí. ■ GUÐNI sagði í viðtali við annan blaðamanninn að Held yrði með íslenska liðinu gegn Tyrkjum. „Held hefur skilið eftir „litla heila“ í öllum leikmönnunum og margt sem hann hefur kennt þeim, hafa þeir hugfast þegar þeir leika gegn Tyrkjum.“ ■ ÞJÁLFARI rl'yrklands er mjög bjartsýnn á að landslið sitt komist í heimsmeistarakeppninni á Ítalíu. Hann hefur sagt í blaðaviðtölum að það sé lítið mál að sigra í Reykjavík og síðan gegn Aust- urríkismönnum í Tyrklandi. dagana í Tyrklandi, yrði að svara spumingum. „Eins og ég sagði þá hefur Held ekki uppljóstrað neinu leyndarmáli. Ekkert knattspyrnulið í heiminum getur leyft sér þann munað að vera með einhver hernað- arleyndarmál. Liðin eru alltaf að leika og leikaðferð þeirra tekur ekki miklum breytingum á milli leikja. íslenska landsliðið hefur not- að sömu leikaðferðina undanfarin ár. Við höfum því ekkert að fela. Spumingin er aðeins hvernig hver leikur þróast," sagði Guðni, sem er óhræddur við l'yrki. Þess má geta að Guðni hefur stjórnað íslensku landsliði tvisvar sinnum gegn Tyrkjum í heimsmeist- arakeppni. Sigurleik í Izmir, 3:1, 1980 og sigurleik á Laugardalsvell- inum, 2:0, 1981. Þá var hann að- stoðarmaður Helds í fyrra í Istan- búl, þar sem ísland og Tyrkland gerðu jafntefli, 1:1. Guðni veit því ekki hvað það er að tapa gegn Tyrkjum. Guðni Kjartansson ...mun stjórna lands- liðinu í leiknum gegn Tyrkjum. Varnarleik- ur hefur verið aðals- merki íslenska landsliðsins undan- farin ár-það hefur aldrei verið neitt leyndarmál. Einnig eru íslenskir leik- menn þekktir fyrir kraftsinnog bar- áttu. Það vita allir sem hafa séð íslenska liðið leika. „Ég er ekki ráðinn til að byggja upp nýtt lið“ - segir Guðni Kjartansson, sem stjórnar landsliðinu gegn Tyrkjum. Allir „útlendingamir" klárir í slaginn FOTBOLTI Meistarar Napólí gerðu jafntefli Evrópumeistarar félagsliða, Napólí frá Ítalíu, hófu titil- vörnina í Portúgal í gærkvöldi og urðu að sætta sig við marka- laust jafntefli gegn Sporting. Diego Maradona kom inn á sem varamaður, er 20 mínútur voru til leiksloka, en styrkti ekki lið meistaranna. Leikurinn þótti leiðinlegur. Heimamenn áttu fleiri mark- tækifæri, en vörn gestanna var vel á verði. Allir atvinnumenn íslands eru tilbúnir að mæta í landsleikinn gegn Tyrkjum, nema Guð- mundur Torfason, leikmaður St. Mirren, sem er í eins leiks banni í heimsmeistarakeppn- inni. „Ég hef talað við strákana og eru þeir allir tilbúnir að koma, svo f ramarlega að þeir meiðist ekki í leikjum með lið- um sfnum um helgina," sagði Guðni Kjartansson, sem mun stjórna landsliðinu gegn Tyrkj- um á Laugardalsvellinum á miðvikudaginn kemur. Guðni hefur talað við Ásgeir Sigurvinsson, Stuttgart, Ar- nór Guðjohnsen, Anderlecht, Sigurð Grétarsson, Luzern, Ólaf Þórðar- son, Brann, Ágúst Má Jónsson og Gunnar Gíslason, Hácken, Sigurð Jónsson, Arsenal og Guðna Bergs- son, Tottenham. Þegar Guðni var spurður um hvort hann ætlaði að gera miklar breytingar á landsliðinu, sagði hann: „Ég er ráðinn til að sjá um landsliðið í þessum eina leik og ljúka þar með heimsmeistaraverkefninu. Það er ekki ástæða til að gera neiri- ar stórvægilegar breytingar. Ég mun ekki byggja upp nýtt landslið á þremur dögum, en aftur á móti er alltaf hægt að reyna að lagfæra það sem miður hefur farið og skipta um leikmenn innan landsliðshóps- ins. Hópurinn er stór og leikmenn þekka hvern annan mjög vel,“ sagði Guðni og bætti við: „Ég hef ekki verið ráðinn til að byggja upp nýtt landslið. Lið fram- tíðarinnar. Ef svo hefði verið þá getur vel verið að ég myndi gera breytingar. Það verður mál næsta landsliðsþjálfara að byggja upp lið framtíðarinnar,“ sagði Guðni. KARFA Dan Kennard þjálfar Þór Körfuknattleiksdeild Þórs á Akureyri gerði í gær samn- ing við Bandaríkjamanninn Dan Kennard og mun hann þjálfa liðið á komandi keppnistímabili auk þess að leika með því. Kenn- ard er 26 ára miðherji og 2,06 m að hæð. Hann lék áður með liði háskóla Wasingtonríkis í Bandaríkjunum, en gekk til liðs við félag í Mexíkó ekki alls fyr- ir löngu. Félagið stóð ekki við gerðan samning og því fór Kennard aftur til Banda- ríkjanna. Hann kemur til Akur- eyrar á sunnudag. ínéam FOLK ■ BALDVIN Guðmundsson, markvörður Þórs, leikur líklega sinn síðasta leik með Þór, gegn IA, á morgun. Baldvin flytur suður með ijölskyldu sinni eftir að mótinu lýkur en hefur ekki ákveðið með hvaða liði hann mun leika. Baldvin' er Hafhfírðingur en hefur leikið með Þór síðan 1984 og er einn leikjahæsti maður liðsins. ■ JENS Waelzer, leikmaður með a-þýska knattspyrnufélaginu Karl-Marx-Stadt kom í gær til V-Þýskalands frá Ungveijalandi. Waelzer, sem er 21 ára, kom yfir landamæri Ungverjalands ásamt eiginkonu sinni. Hann hefur hug á að gerast leikmaður með liði í V- Þýskalandi. Þess má geta að að Waelzer lék með Karl-Marx-Stadt í sigurleik, 1:0, gegn Boavista frá Portúgal í UEFA-keppninni á mið- vikudaginn. ■ VEÐMÁLIN um Englands- meistaratitilinn standa þannig í einum stæsta veðbankanum í Lon- don, að 8-15 veðja á Liverpool. Forstöðumaður veðbankans segir að ef svo heldur áfram þá þýðir ekkert að hafa Liverpool með í veðmálum. ■ MARK Spitz, nífaldur ólympíu- meistari í sundi, hefur í hyggju að keppa aftur og reyna við tíundu ólympíuverðlaun sín í Barcelona 1992. Spitz, sem er fertugur, varð fyrstur til að vinna sjö gullverðlaun á ólympíuleikum en það gerði hann í Munchen 1972. Áður hafði hann unnið tvenn gullverðlaun í Mexíkó 1968. „Ég tel mig geta unnið tíunda gullið í 100 metra flugsundi í Barc- elona,“ sagði Spitz í blaðaviðtali. Hann bætti því við að sigurtíminn í 100 metra flugsundinu í Seoul hafi verið aðeins 1,27 sek. betri en þegar hann sigraði í MUnchen og setti þá jafnframt heimsmet. Spitz hefur haldið sér við og syndir reglu- lega og segist ekki hafa tapað nið- ur hraða, vanti aðeins úthald og því ætti hann að geta náð upp. ÚRSLIT UEFÁ-keppnin Austria Vín (Austurr.) - Ajax (Hollandi) ..1K) Josef Degeorgi (18.). Áliorfendur.. 12.000. Sporting (Portúgal) - Napólí (ítaliu)..0K) Áliorfendur; 75.000. Apollon (Kýpur) - Real Zaragoza (Spáni) 0:3 - Rodriguez (44. vsp.), Pardeza (53.), Alsaro. Galatasaray (Tyrkl.) - Rauða stjaman ....1:1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.