Morgunblaðið - 15.09.1989, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 15.09.1989, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1989 17 Morgunblaðið/HG Hafþór RE í þurrkví á Hjaltlandi Rækjutogarinn Hafþór RE er í þurrkví í Leirvík á Hjaltlandi. Þar er meðal annars verið að skipta um plötur á togaranum vegna skemmda sem hann varð fyrir í ís, auk þess sem skipið er sandblásið og málað. Hafþór, sem er 793 brúttólestir, kemur úr þurrkvínni eftir helgina og fer þá aftur á veiðar. Birgir Valdi- marsson á Isafirði leigir skipið af Ríkissjóði Islands til næstu áramóta og óvíst er hvort það verður þá selt eða leigt áfram, að sögn Birgis. Ver doktorsritgerð DOKTORSVÖRN fer fram við læknadeild Háskóla íslands á morg- un, laugardaginn 16. september. Hallgrímur Magnússon læknir ver doktorsrítgerð sína, sem læknadeild hafði áður metið hæfa til dokt- orsprófs. Doktorsritgerðin fjallar um faraldsfræðilegar rannsóknir á geðsjúkdómum aldraðra. Heiti ritgerðarinnar er: „The Mental Health of Octogenarians in Iceland. An Epidemiological Study.“ Andmælendur af hálfu lækna- deildar verða Erik Strömgren, pró- fessor við Háskólann í Árósum, og Guðjón Magnússon, aðstoðarland- læknir. Prófessor Helgi Valdimars- son, varadeildarforseti læknadeild- ar, stjórnar athöfninni. Doktorsvörnin fer fram í Odda, stofu 101, og hefst klukkan 14. Öllum er heimill aðgangur. Lífeyrissjóður Vesturlands: Þrjú verkalýðsfélög óska eftir opinberri rannsókn ÞRJÚ verkalýðsfélög á Vestur- landi, Verkalýðsfélag Borgarness, Verkalýðsfélagið Jökull í Olafsvík og Verkalýðsfélagið Valur í Búð- ardal, sendu ríkissaksóknara bréf þann 11. september síðastliðinn þar sem óskað er eftir opinberri rannsókn á starfsemi Lífeyrissjóðs Vesturlands. Félögin þrjú fóru í sumar fram á að íjármálaráðuneytið rannsakaði starfsemi Lífeyrissjóðs Vesturlands og skýrsla um málið lægi fyrir þann 10. september ella færu félögin fram á opinbera rannsókn. í kjölfar þess skipaði ráðuneytið tvo menn til að fara í gegnum starfsemi sjóðsins. Að sögn Jóns Agnars Eggertsson- ar formanns Verkalýðsfélags Borg- arness hafði engin skýrsla borist fé- lögunum þann 10. september og þess vegna var bréf sent ríkissaksóknara og pskað eftir opinberri rannsókn. Ástæðan fyrir því er sú að reikn- ingar Lífeyrissjóðs Vesturlands fyrir árið 1984 hafa aldrei verið sam- þykktir þar sem fram kom skekkja í þeim. Leikur grunur á að einnig séu skekkjur í reikningum sjóðsins fyrir árin á undan. Auk þess liggja reikningar fyrir árin 1986, 1987 og 1988 enn ekki fyrir. „Eins og gefur að skilja er fólk á þessu svæði geysilega áhyggjufullt vegna þessa máls. Það getur ekki fengið neinar upplýsingar um stöðu þess eða réttindi hjá sjóðnum. Hér eru gífurlegir fjármunir í húfi, en meginvandamálið er að það er enginn aðili sem hefur eftirlit með þessum sjóðum. Við ætlum að standa við þessa beiðni um opinbera rannsókn, en auðvitað munum við skoða skýrsluna þegar við fáum hana,“ sagði Jón Agnar. Amnesty 15 ára Islandsdoild Amnesty Int- ernational verður 15 áraí dag, föstudaginn 15. september. Af því tilefni verður hóf fyrir félaga í samtökunum á Gauki á stöng og hefst það klukkan 18. Þar verður stutt dagskrá í tali og tónum og sameiginlegt borð- hald. Samkvæmt upplýsingum Snorra Ólsen deildarstjóra í ijármálaráðu- neytinu barst skýrsla um málið ráðu- neytinu á mánudag og var hún pósts- end verkalýðsfélögunum á þriðjudag, 12. september. „Við tjáðum verkalýðsfélögunum í upphafi að við teljum beiðni um opinbera rannsókn alveg óháða nið- urstöðum þessarar skýrslu okkar,“ sagði Snorri. „Við biðjum menn ekki um að hætta við að kæra ef þeir telja^ ástæðu til þess. Hins vegar urðum við við þeirri ósk um að láta athuga rekstur sjóðsins og sú vinna tekur ákveðinn tíma og hefur eðlilegan framgang. Mér finnst hafa gætt misskiinings í þessu máli. Fólk stillir ráðuneytinu upp við vegg og segist ætla að kæra málið fái það ekki skýrslu fyrir ákveðinn tíma. Það velt- ur ekki á ráðuneytinu hvort þetta mál er kært eða ekki.“ Morgunblaðið/Sigurður Bjamason Mb. Þór Pétursson ÞH 50 leggst að bryggju í Sandgerði. Nýtt skip til Sandgerðis Sandgerði. NÝTT skip sem gert verður út frá Sandgerði lagðist að bryggju sunnu- daginn 3. september. Var það mb. Þór Pétursson ÞH 50 sem útgerðar- félagið Njörður lét smíða hjá Skipasmíðastöð Marsellíusar á Isafírði. Slíkt hefur ekki gerst, hér í áraraðir, Skipið ber nafn Þórs heitins Pét- urssonar frá Húsavík, mikils dugnað- armanns sem rak útgerð ásamt bróð- ur sínum, Stefáni, með miklum myndarbrag bæði frá Húsavík og Sandgerði. Skip þetta er 143 brúttó- lest að stærð og kemur í stað mb. Blika ÞH 50 sem fer í úreldingu í skipinu er 900 hestafla Caterpillar- aðalvél og 300 hestafla ljósavél af sömu gerð. í skipinu eru öll nýjustu siglingatæki og hefur það frystigetu fyrir 15 tonn af rækju eða flatfisk á sólarhring. Kaupverð þess mun vera um 140 milljónir króna. Skipstjóri verður Páll Kristjánsson, yfirvélstjóri Ingimundur Árnason, stýrimaður Kristján Guðmundsson. Skipið heldur f frá eru taldir nokkrir smábátar. á rækjuveiðar í lpk þessarar viku. Annað er lítið að frétta héðan, afli frekar lítill þegar gefur á sjó. Margir bátanna búnir eða langt komnir með kvótana sína. Helsta áhyggjuefni manna hér er kvóta- stefna, með tilliti til þess að héðan hafa verið seldir í sumar nokkrir smábátar, nú síðast tveir í þessari viku. Allur þessi kvóti hefur farið í aðra landshluta og á að veiðast á stórum skipum. Menn hér minnast þess er Sand- gerði var ein af aflahæstu verstöðv- um landsins og spyija hvar endar þetta ef svona heldur áfram og allur- kvóti flyst í aðra landshluta, hvað tekur þá við. - S.B. 134 ökutækjum stolið í borginni fyrri hluta árs Um 2200 árásir, þjófiiaðir og spjöll kærð til lögreglu 189 líkamsárásir voru kærðar til lögreglunnar i Reykjavík fyrstu sex mánuði þessa árs. 608 sinnum á sama tíma barst lögreglunni tilkynning um innbrot. 325 þjófíi- aðir voru kærðir og 382 var til- kynnt um rúðubrot. 355 sinnum voru önnur spjöll á eignum til- kynnt Iögreglu. 134 ökutækjum var stolið í Reykjavík á fyrri helmingi ársins. 71 maður varð fyrir líkamsárás í miðborg Reykjavíkur, svo lögregl- Ekið á stulku EKIÐ var á 12 ára stúlku á gangbraut á Hringbraut á þriðjudag. Stúlkan slasaðist, en ekki alvarlega. Slysið varð rétt fyrir klukkan 13. Stúlkan gekk suður yfir gangbraut á móts við Elliheim- ilið Grund og leiddi reiðhjól sitt. Hún varð fyrir fólksbifreið og meiddist á handlegg. Lögreglan í Reykjavík brýnir fyrir öku- mönnum að gæta að börnum í umferðinni, nú þegar skólar eru hafnir og skammdegi færist yfír. unni sé kunnugt um. 12 sinnum var líkamsárás framin í Múla- og Háa- leitishverfi, og er það talið mega rekja til stórra vínveitingahúsa á svæðinu. 29 líkamsárásir voru kærðar í Breiðholti, samkvæmt út- kallaskrá lögreglunnar. 14 bílum var stolið í Vesturbæ, norðan Hringbrautar, 16 úr Mið- bænum, 15 úr Muta- og Háaleitis- hverfi og 17 úr Breiðholti - 12 þeirra úr Fella- og Hólahverfi. 110 rúðubrot voru framin í mið- bæ Reykjavíkur, Kvosinni. 92 rúðu- brot voru framin í Breiðholtshverf- um, þar af 45 í Fella- og Hólahverfi. 89 sinnum var brotist inn í hús í Miðbænum, 78 sinnum í Þing- holtum, 21 sinni í Múla- og Háaleit- ishverfi og 90 sinnum í Breiðholt- inu, þar af 56 sinnum í Fella- og Hólahverfi. F'remur fáar kærur vegna fyrr- greindra brota toga bárust úr sunn- anverðum Vesturbæ, Smáíbúða- og Fossvogshverfi og Hlíðahverfi. Þó var talsvert um reiðhjólaþjófnað í Hlíðahverfi. 135 hjólum var stolið, flestum úr Miðbænum, Nýja-Mið- bænum, Fella- og Hólahverfi, Neðra-Breiðholti og Hlíðahverfi. Alls voru 940 kærur um líkams- meiðingar, þjófnaði og eignaspjöll ýmis konar fyrstu þijá mánuði árs- ins en 1294 kærur bárust á öðrum ársfjórðungi. Tónlistarfélagið: Píanóleikar Dmitri Alexeev í íslensku óperunni mánudaginn 18. sept- ember kl. 20.30. Verk eftir Mozart, Schumann og Chopin Miðasala í íslensku óperunni kl. 16.00-19.00 alla daga og við innganginn. fimiegur ilmur fyrir þig! adidas býður nýja ilm- og baðlínu fyrir fimar konur. ilmurinn er flnlegur og Ijúfur. adidas lætur sér annt um húð þína með ofnæmisprófaðri línu og réttu ph-gildi: adidas shower-gel, body-lotion, deo-spray, deo-roll-on, eau de toílette. adidas = ISFILEX g SIGTÚN 1 - 105 REYKJAVlK í; I n

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.