Morgunblaðið - 15.09.1989, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 15.09.1989, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1989 13 Bragi Ásgeirsson: Ingver Petersen Helgi Tómasson, Bragi Ásgeirsson og Ingver Petersen. Fyrir framan mig liggur smáskrif frá góðkunningja mínum, Ingver Petersen, fulltrúa Bröste-fyrirtækis- ins í Kaupmannahöfn. Það var í pósti, sem beið mín, er heim kom frá París á miðju sumri og gladdi mig mjög. Hann var að þakka fyrir kort sem ég sendi honum frá París, bætti ýmsum vinsamlegum hugleiðingum við og vonaðist til, að við ættum eftir að sjást sem fyrst, því að margt hefði á dagana drifið, frá því að fundum okkar bar síðast saman. Honum lá augljóslega ýmislegt á hjarta. Ég var nú eingöngu að kvitta fyrir og þakka kveðjur frá Bröste- fyrirtækinu og honum sl. tvö ár, en hafði hvorugt árið sent út nein kort sjálfur — það hittist bara þannig á, og get ég lítið við slíku gert annað en að gera dálitla bragarbót, þegar tækifæri gefst til. En svo las ég fréttatilkynningu um það á dögunum, að þessi hug- ljúfi maður væri látinn og brá mér mjög. Ekki voru kynni okkar svo mikil, að ég hefði nánar upplýsingar um hagi hans og heilsu, en ég vissi, að hann iifði heilbrigðu lífi, iðkaði bad- minton og skokkaði reiðinnar býsn reglulega. Badminton-félagarnir gerðu sér svo glaðan dag á þeirri frægu krá Hviids-vinstue við Kóngs- ins Nýjatorg reglulega eftir æfing- ar, svona til 'að lyfta einnig upp andanum, rækta hann og vináttuna ekki síður en líkamann. Það er Dön- um líkt. Hann trúði mér fyrir þessu á úti- veitingastað, sem hann bauð mér og vinkonu minni á sumarið sem Helgi Tómasson ballettdansari hlaut bjartsýnisverðlaun Bröste, og ég hafði orð á því, að hann væri vel á sig kominn og unglegur. Ég var þá staddur í Kaupmanna- höfn við gerð nokkurra steinþrykkja og gat því sýnt mig í veizlunni, sem mér hefur verið boðið í ár hvert, síðan ég naut sjálfur heiðursins, og hafði af þeirri virðulegu og skemmti- legu athöfn í hinu forna húsi Bröste á Kristjánshöfn hina bestu skemmt- an. Og þar hitti ég að sjálfsögðu Ingver og hann vildi endilega fá að bjóða mér út dagana á eftir og valdi til þess einkar yndislegan stað, eins og hans var von og vísa. Allt í kringum Bröste-verðlaunin var einhvem veginn svo frábrugðið því sem íslenzkir listamenn eiga að venjast, heiðurinn óvæntur, en þeim mun gleðilegri. I dagsins önn gera menn sér naumast miklar grillur um það hvort þeir séu innst inni bjart- sýnir eða svartsýnir, en það liggur í hlutarins eðli, að vilji menn koma einhveiju og óvenjulegu í verk, gengur maður að því með þeirri full- vissu, að sigur vinnist. Ingver Petersen var maðurinn, sem hafði það verk með höndum að sjá um allt í kringum þessi verð- laun, taka á móti verðlaunahöfunum á flughöfninni í Kaupmannahöfn og fylgja þeim til hótels. Skipuleggja dvöl þeirra næstu þijá daga, á með- an þeir væru gestir Bröste og vera þeim í einu og öllu innan handar. Þetta gerði hann með slíkum ljúf- mannleik, að ég er viss um, að fleir- um en mér er hann minnisstæður og að hér séu margir, sem eiga hon- um þakkir að gjalda og minnist hans ineð hlýju og eftirsjá þessa dagana. Til Islands mun hann hafa komið fjórum sinnum á ári vegna vinnu sinnar, en hans skemmtilegasta verk var vafalaust að tilkynna viðkom- andi ákvörðun nefndarinnar, sem hafði með valið að gera, og það var gert í samráði við forseta Islands, Vigdísi Finnbogadóttur, sem klapp- aði saman lófunum hveiju sinni, að því er hann sagði mér með glaðlegt bros á vör og blik í augum. En verð- launin urðu einmitt til í veizlu úti í Kaupmannahöfn í tilefni opinberrar heimsóknar Vigdísar fyrir nær ára- tug. Svo ljómaði af þeim glæsileika sem var í kringum þann atburð, að eigandi og forstjóri fyrirtækisins, Peter Bröste, fékk þessa hugmynd og vék því að forsetanum við góðar undirtektir. Ekki var gert endasleppt við þá íslendinga, sem nutu heiðursins hvetju sinni, þeim boðið til Hafnar með maka, og eftir að farrýmum var breytt í flugi var það á Saga Class og hótelin voru ekki af verri endanum, þeim haldin vegleg veizla við verðlaunaafhendinguna og síðan var þeim boðið á úrvals veitingastað í Tívolí um kvöldið með völdum vin- um. Menn voru jafnvel sóttir alla leið til New York, ef því var að skipta, svo sem tilfellið var með Helga Tóm- asson. Og það var Ingver Petersen, sem hér stóð jafnan í eldlínunni, en leysti sitt verk af hendi með þeim ágætum og því lítillæti að eftir var tekið. Við mig hélt hann alltaf sam- bandi, sendi mér af og til tilskrif og alltaf persónulegar jólakveðjur frá þeim hjónum, heimsótti mig á vinnu- stofuna og keypti af mér verk til að gefa Veru konu sinni í jólagjöf. Undarlegir eru vegir lífsins, ég átti ekki von á þessum verðlaunum né að fundum okkar Ingvers Peter- sens bæri saman, ég átti svo eftir að hitta hann jafn óvænt og fyrir- varalaust af og til, við hinar ýmsu aðstæður, á götu, veitingastað, flug- höfnum og sýningum og jafnan urðu fagnaðarfundir. En nú koma slíkar smáveizlur í hvunndeginum ekki fyr- ir aftur, og það er eins og að einn fagur litur í litrófi lífsins hafi misst ljóma sinn. En maður gleðst og þakkar fyrir að hafa kynnst þessum ágæta full- trúa dönsku þjóðarinnar og blessar minningu hans. Ingver Petersen bað sérstaklega um að myndin sem fylgir greininni væri tekin af sér og okkur Helga Tómassyni í veislunni eftir að Helgi hafði móttekið verðlaunin 1984 og af þeirri ástæðu læt ég hana fylgja þessum línum. Útsala - Útsala Útsala á húsgögnum, aðallega barna- og ungl- ingahúsgögn og fataskápar. Eldhúsinnréttingar og baðinnréttingar (uppstillingar í búð). Margs konar gjafavara. Allt ný og óskemmd vara. Afsláttur 30-40%. Opið mánud. til föstud. kl. 13-18, laugard. kl. 10-14. , Tréborg, Reykjavíkurvegi 68, Hafnarfirði. NYTT KORTATIMABIL HEFST Í DAG HJÁ HINUM EINA OG SANNA TÓRÚT S ÖLUMARKAÐl BÍLDSHÖFDA 10 — oy fauui áCa&'i c yecptíff

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.