Morgunblaðið - 15.09.1989, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.09.1989, Blaðsíða 10
MORGUtfBLAÖlÐ FÖSTUÐAGUR I5V SEPTEMBER 1989 Sex draumar fé- lagsráðgjafanna _________Leiklist____________ Jóhanna Kristjónsdóttir Frú Einilía frumsýndi í Skeifunni 3e „Djöflarnir" eftir Nigel Will- iams Leikmynd og búningar: Guðjón Ketilsson Lýsing: Agúst Pétursson Dramatúrgía: Hafliði Arngríms- son Smíðar: Kjartan Bjargmundsson Ljósmyndir: Gunnar Bjarnason Hárgreiðsla: Guðrún Þorvarðar- dóttir Ráðgjöf í slagsmálum: Haukur Harðarson Þýðing: Anton Helgi Jónsson Leikstjórn: Guðjón P. Pedersen Viðfangsefni höfundar í þessu verki — viðbrögð mannsins sem lifir í sér óvinveittu umhverfi og hefur ekki notið umhyggju og ástúðar, það er hið verðugasta. Hér er ekki skaf- ið utan af því hvert það leiðir. Ungir drengir sitja og bíða eftir að einhver fáist til að kenna þeim. Þeir eru fá- tækir og illa uppaldir, eiga erfitt með að tjá sig nema í klúryrðum og svívirðingum. Þeir eru meiri háttar naglar á yfirborðinu og einhveijir þeirra eru líklegir til að festast í þeirri ímynd sem þeir vilja að aðrir hafi af þeim. Auðvitað bíða þeir eftir kennara til þess eins að hrella hann og of- sækja. Þeir bíða sennilega líka af því að þeir vita að enginn kemur — annars væru þeir löngu farnir. Þeir geta því hvorki verið né farið og grípa til þess ráðs í óhijálegri kennslustofunni að skikka hver ann- an til að kenna í fimm mínútur. Viðfangsefnin sem þeir velja sér gætu komið á óvart en sýna kannski líka að þeir eru ekki allir eins graut- vitlausir og spilltir og áhorfandi hyl- list til að ætla í fyrstu. í kennslu- stundum þeirra fannst mér líka koma fram að þó allir telji sig hafa farið á mis við umhyggju hafa þeir þó hver á sinn máta býsna sterkar til- finningar til foreldra sinna, þó það birtist á harla óhefðbundinn hátt. En þessi leikur leiðir til ákveðins uppgjörs milli þeirra, uppgjörs sem sennilega hefur farið fram áður en kannski ekki jafn miskunnarlaust og í þetta sinnið. Þegar harðsvíraðasti töffarinn þeirra sex brotnar niður og grætur í lokin veit áhorfandi ekki heldur hvort það muni breyta neinu. Það er hveijum í sjálfsvald sett að draga ályktanir — ef það er þá nauð- synlegt. Sýning Frú Emilíu á þessum hranalega heimi drengjanna og htjúfa var mergjuð og leikstjóri gætti þess að átökin í verkinu yrðu aldrei á þeim nótum að þau færu út í af- káraskap, en textinn býður upp á það ef ekki er haldið af miklum aga slær 1 íeín SöngvararnirEllýVilhjálms, RagnarBjarnason, ÞuríðurSigurðardóttir, Þorvaldur Halldórsson, HjördísGeirsogTraustiJónsson. Danshljómsveit Jóns Sigurðssonar leikur til kl. 3. Stanslaust fjör! Kynnir: Bjarni Dagur Jónsson Hvaó segja ánægdir gestir? Að heyra lög Tæplega Alveg dýrðleg eins og Einsi tveggja tíma sýning sem ég kaldi úr eyjun- sýning varð að naut fram í um og Komdu í tíu mínútum fingurgóma. kvöld var eins með þessum og að verða frábæru lista- ungur í annað mönnum. sinn. ★ MATSEÐILL: Forréttur: Rækjur íhaustskrúða Aðalréttur: Hunangsgljáður hamborgarhryggur Verð á Dægurlagahátíðina með kvöldverði og dansleik aðeins kr. 2.900,- Miðasala og borðapantanir í Broadway í dag frá kl. 14, sími 77500. IBR0AD WAT Nabbi og Hjörri; Steinn Á. Magnússon og Kristján Franklín í hlutverkum sínum. utan um leikendúr ef ég mætti kom- ast þannig að orði. Kristján Franklín Magnús var hörkutólið mesta, Hjörri, og gerði hlutverkinu sannfærandi skil. I upp- hafi munaði ekki miklu að Kristján færi yfir strikið en eftir því sem á leið varð leikurinn markvissari og áhrifameiri og sterkastur þegar Hjörri brotnar í þúsund mola undir lokin. Steinn Ármann Magnússon í hlutverki Nabba hafði unnið prýði- lega úr hreyfingum og gervið til sóma. Sigurþór A. Heimisson fó_r af einlægni og mjög óþvingað með Ómó — smekklega — ef hægt er að nota það orð hér — og Emil Gunnar Guð- mundsson gerði Zaxxon skil við hæfi. Það hlutverk er nokkuð bögótt frá höfundarins hendi og raunar má segja um fleiri hlutverk að höfundur hefur dálítið misjafnan áhuga á Iið- inu. Með styrkri og hugmyndaríkri leikstjórn kom það ekki að sök. Stef- án Sturla í hlutverki Blíðunnar „illúd- eraði“ vel, en framsögnin í æsingaat- riðum var ekki nógu skýr. Árni Pét- ur Guðjónsson fór með vandasamt hlutverk Háloftu og þurfti að leika töluvert langt niður fyrir sig. Slíkt getur orkað tvímælis þá gert er, en ég felldi mig vel við þá leið sem val- in hefur verið að reyna ekki að yngja leikarann upp í gegnum gervið. Þröstur Guðbjartsson fór með lítið hlutverk kennarans og ég hef ekki fyrr séð Þröst í essinu sínu. Leiktnynd Guðjóns Ketilssonar er sjálfsagft umdeilanleg, á að búa þessu verki jafn realíska umgerð og gert var eða fara út í stílfærslu. Ég hallað- ist að því fyrrnefnda í bytjun en eft- ir því sem á leið leikinn fannst mér að Guðjón hefði líklega valið skyn- samlegri kostinn og enda ótvíræð hjálp fyrir leikara. Þýðing Antons Helga var í samræmi við frumtexta, hrá og gróf. Slagsmál og æðisköst voru hin eðlilegustu til að sjá. Leik- skrá Frú Emilíu er til eftirbreytni. Þetta er spennandi sýning og Guðjón P. Pedersen nær kjarnanum út úr sínu fólki og hefur flest í hendi sér. 51151 57fl LÁRUS Þ' VALDIMARSSON framkvæmdastjóri Ll I V/U " L I 0 / V KRISTINN SIGURJÓNSSON, HRL. LÓGG. FASTEIGNASr Þurfum að útvega fjársterkum kaupendum: 3ja herbergja stóra og góða íbúð í Þingholtum eða nágrenni. Ennfremur 5-6 herb. sérh. í Árbæjarhverfi óskast góð 3ja herb. íbúð. Afh. samkomul. í Vesturborginni óskast 3ja-4ra herb. góð íb. Ennfremur sérhæð með bílskúr eða bílskúrsrétti. Miðsvæðis í borginni óskast 3ja-4ra herb. íbúð með bílskúr. Ennfremur góða sérhæð eða raðhús á einni hæð. Til sölu í Vesturborginni Einstaklingsíbúð 2ja herb. Öll nýendurbyggð. Opið á laugardaginn. Kynniðykkur laugardagsauglýsinguna. AIMENNA FASTEIGHASAIAW LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.