Morgunblaðið - 15.09.1989, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 15.09.1989, Blaðsíða 21
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1989 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1989 21 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Stj órnarkreppa í Noregi Kosningarnar til Stórþingsins í Noregi á mánudaginn leiddu til stjórnarkreppu. Minni- hlutastjórn Verkamannaflokksins undir forsæti Gro Harlem Brundt- land situr áfram og fer ekki frá fyrr en ný stjórn er mynduð eða vantraust hefur verið samþykkt á þinginu. Hafa flokkarnir að öllu óbreyttu nokkrar vikur til að ráða ráðum sínum og semja um mynd- un nýrrar stjórnar. Er staðan í norskum stjórnmálum flóknari en hún héfur oftast orðið. í kosningunum töpuðu stóru flokkarnir til hægri og vinstri, Verkamannaflokkurinn og Hægriflokkurinn. Á hinn' bóginn komu sigurvegarar kosninganna af ysta kanti, Framfaraflokkurinn til hægri og Sósíalíski vinstri- flokkurinn til vinstri. Hvorir tveggju vilja gera róttækar breyt- ingar á norsku þjóðfélagi, þótt með ólíkum hætti sé. Framfara- flokkurinn vill styrkja framtak einstaklingsins og draga úr ríkis- afskiptum. Sósíalíski vinstriflokk- urinn vill auka ríkisafskipti og lagði sérstaka áherslu á umhverf- ismál í kosningabaráttu sinni. Skoðanakannanir hafa bent sterklega til þess undanfarnar vikur og mánuði, að Framfara- flokknum myndi vaxa fiskur um hrygg. Tilvist flokksins hefur sveigt flokkana hægra megin við miðju lengra til hægri. Viðbrögðin við þessu vinstra megin við miðj- una hafa orðið þau, að einkum ungt fólk hefur horfið til stuðn- ings við Sósíalíska vinstriflokkinn og róttækari armurinn innan Verkamannaflokksins er að ýmsu leyti öflugri nú en oft áður. Gömlu borgaraflokkarnir þrír, Hægriflokkurinn, Kristilegi þjóð- arflokkurinn og Miðflokkurinn, höfðu þá yfirlýstu kosningastefnu að mynda ríkisstjórn að kosning- um loknum. Þrátt fyrir tap Hægriflokksins er hann enn stærstur borgaraflokkanna og í forystu fyrir viðræðum um mynd- un slíkrar stjórnar, sem næði hins vegar engum málum fram nema með stuðningi Framafaraflokks- ins. Um það er deilt innan gömlu flokkanna þriggja, hvaða verð eigi að greiða fyrir þennan stuðn- ing, eða hvernig samstarfi eða tengslum við Framfaraflokkinn skuli háttað. Margir líta þannig á formann flokksins, Carl I. Hag- en, að hann sé með öllu óhæfur til samstarfs; þeir vilja sterk öfl en reyna að útiloka hann og flokk hans frá beinum pólitískum áhrif- um. Slík einangrunarstefna geng- ur aldrei til lengdar eftir að flokk- ar eru orðnir jafn öflugir og Framfaraflokkurinn núna. Og spyija má: Hvers vegna er það meira niðurlægjandi að eiga sam- starf við þá sem hallast'að róttæk- um skoðunum á borð við þær sem Framfaraflokkurinn fylgir en að eiga allt sitt, eins og Verka- mannaflokkurinn, undir róttækl- ingunum í Sósíalíska vinstri- flokknum, sem hallast að hinum úrelta marxisma? Carl I. Hagen sagði, í samtali við Morgunblaðið, að hann teldi að Gro Harlem Brundtland myndi gegna embætti forsætisráðherra áfram. Þær skoðanir eiga fylgi að fagna í öllum gömlu borgara- flokkunum, að viðræðurnar um þriggja flokka samstarf sém nú fara fram séu með öllu tilgangs- lausar og beri að hætta þeim sem fyrst. í fyrsta lagi vegna þess að ekki sé samstaða um afstöðuna til Framfaraflokksins og í öðru lagi vegna þess að flokkarnir séu ósammála um afstöðuna til Evr- ópubandalagsins (EB). Hægri- flokkurinn hefur mótað þá stefnu, að Noregur eigi ganga í EB; Mið- flokkurinn er andvígur aðild. Framfaraflokkurinn er hins vegar klofinn í málinu. Öryggis- og varnarmál bar ekki hátt í kosningabaráttunni í Noregi. Sóslíalíski vinstriflokkur- inn, sem hefur löngum verið hat- rammur í andstöðu við aðild Nor- egs að Atlantshafsbandalaginu (NATO), lét undir höfuð leggjast að ræða þau mál fyrir kosning- araar. Hefðbundin stefna flokks- ins í öryggismálum er greinilega ekki lengur talin laða að fylgi. Framfaraflokkurinn styður ein- dregið aðild Noregs að NATO. Áhrif kosninganna á framvindu norskra utanríkismála verða helst þau, að líklega munu þeir eiga meira .undir högg að sækja í Verkamannaflokknum, sem eru talsmenn aðildar að Evrópu- bandalaginu. Sigur Sósíalíska vinstriflokksins á eftir að styrkja stöðu róttækra andstæðinga EB- aðildar innan Verkamannaflokks- ins. Fyrir kosningar voru hins vegar ýmsir þeirrar skoðunar, að skynsamlegasta leiðin til að stuðla að góðri einingu um aðild að EB væri að efla Verkamanna- flokkinn. Samkvæmt norsku stjórnar- skránni er bannað að ijúfa þing og efna til kosninga, Stórþingið situr því óbreytt næstu fjögur árin. Við aðstæður eins og þær sem nú eru kann bannið við þing- rofi að leiða til fjögurra ára stjóm- arkreppu í Noregi. Þess vegna er ekki undarlegt að þeirri skoðun vaxí fylgi, að breyta eigi stjórnar- skránni og heimila þingrof. Við hér á landi og Danir, svo að dæmi séu tekin, vitum þó að kreppum í stjómmálum er ekki útrýmt með svo einföldum hætti. íslenskan físk á íslenskan markað eftirJóhann Antonsson Nýjar horfur um afla á næstu árum og atburðir síðustu vikna hafa beint sjónum almennings, stjórnmálamanna og forystu- manna í athafnalífi að.vandamál- um í sjávarútvegi á óvægilegan hátt, og við það hafa vaknað fer- skar umræður um nýjar leiðir. Það er fjarri þeim sem hafa kynnst margbrotnum atvinnuháttum við sjávarsíðuna að halda því fram að til sé einhver ein töfralausn á þeim vanda sem nú blasir við, og það er hætt við að ýmsar leiðir sem bent er á sem ákafast kunni að lokum að reynast illfærar. Þó er ekki víst að hnútarnir séu jafnóleysanlegir og margir telja. Meginvandamál sjávarútvegs okkar á líðandi stund felast í því að afkastageta greinarinnar er miklu meiri en þarfirnar. Þetta á bæði við um veiðar og vinnslu. Kvóti á veiðar er ekki orsök þess eins og sumir láta í veðri vaka, heldur þvert á móti, kvótinn og önnur fiskveiðistjórnun eru afleið- ing af of mikilli afkastagetu. Forsendan fyrir því að afnema kvótakerfið er að minnka flotann með skipulegum hætti. Það eitt getur leitt til jafnvægis á milli afrakstursgetu fiskistofnanna og afkastagetu fiskiskipaflotans. Óþarflega mikjl afkastageta veiða og vinnslu eins og nú er ástatt leiðir af sér að of mikið fjármagn er bundið í atvinnugreininni. Flest- ir eru nú farnir að gera sér grein fyrir réttmæti þessarar staðhæf- ingar um fiskiskipaflotann. Ef til vill gera færri sér grein fyrir að nákvæmlega það sama á við um vinnsluna. Margir hafa áhyggjur af því að úthald fiskiskipa skerðist verulega vegna kvótaleysis, einkum fyrir þá sök að um leið minnkar atvinna á landinu í heild eða í einstaka byggðarlögum. Það er eðlilegt að menn hafi verulegar áhyggjur af atvinnuleysi bæði í einstökum byggðarlögum og á landinu öllu þessi misserin. I raun og veru er það þó mun alvarlegra áhyggju- efni hve arðsemi sjávarútvegs er lítil vegna vannýttra framleiðslu- tækja bæði á sjó og landi. Vegna verkefnaskorts fiskiskip- anna deila menn vart lengur um að flotinn sé of stór. Það er einung- is þráttað um það hversu mikið of stór flotinn kann að vera. En það skiptir ekki máli hvort það þarf að minnka fiskiskipaflotann um 10% eða 50% — leiðir til að minnka hann eru jafntorsóttar eft- ir sem áður. Staðreyndin er sára- einföld: þótt hver og einn vilji minnka flotann í heild vill ekki nokkur maður sjá á eftir sínu skipi. Leiðrétting eða framfarir? Þjóðhagsstofnun hefur nýlega reiknað út að ef skip úreltust í þeim mæli að næmi um 10% af flotanum öllum, og kvóta úreltra skipa yrði deilt á þau skip sem eftir verða, — þá mundi afkoma skipanna batna um heil 7% ef engin greiðsla yrði fyrir viðbótark- vótann, en um 5% ef þorskígildið yrði selt á litlar 10 krónur kílóið. Þetta dæmi sýnir í hnotskurn hvað um er að ræða. Með uppstokkun af þessu tagi geta útgerðir aukið hagræðingu verulega. Þótt kvótasala væri þátt- ur í endurskipulagningunni yrði kostnaðurinn ekki nema brot af ávinningi útgerðarinnar. Þess vegna er útí hött að tala um skatt- lagningu, eins og margir hafa slys- ast til að gera þegar þessa þjóð- þrifahugmynd ber á góma, — hug- mynd sem felur fyrst og fremst í sér aukinn hagnað fyrir sjávarút- veginn. Nú eru teikn á lofti um að enn og aftur verði veiðiheimildir tak- markaðar á næsta ári. Þá mun útreikningur Þjóðhagsstofnunar snúast við; afkoma starfandi út- gerðarfyrirtækja gæti þess vegna rýrnað um 7% vegna aflasamdrátt- ar. Og þá mun enn og aftur verða hrópað á „gengislækkun til að leið- rétta rekstrargrundvöllinn" eins og það er ævinlega orðað. Áf hveiju á þjóðin alltaf að sætta sig við gengisfellingar til að „leiðrétta rekstrargrundvöll- inn“? Hve lengi verður ásættanlegt að reiknitölur grundvallarins mið- ist við of stóra flota og vannýttar fiskvinnslustöðvar? Hvers vegna er ekki hagkvæmnisleiðin valin? Hvers vegna aukum við ekki frek- ar arðsemi greinarinnar heldur en fella gengið og skerða þannig lífskjörin? Af hveiju höfum við ekki náð lengra á leið til augljósrar hag- kvæmni í þessa veru? Mér sýnist helsta ástæðan vera sú að baráttan um núverandi kvóta yfirskyggir alla skynsemi og um leið eðlilega sókn til hagkvæmni í allra þágu. Vissulega hafa menn reynt að þokast í áttina innan núverandi fyrirkomulags, en því miður hafa orðið alvarleg slys á þeirri leið. Þannig hefur það til dæmis tíðkast við úreldingu nokkurra fiskiskipa að kvótinn hefur verið færður af bátum yfir á togara. Afleiðingin er svo sú að sífellt fleiri þorsktitt- ir eru í sífellt færri kvótatonnum. Sama rétt og útlendingar Nú er þar komið sögu, hvort sem okkur líkar betur eða verr, að við verðum að fækka togurun- um verulega. Þar koma til annars vegar fiskifræðilegar ástæður og hins vegar arðsemisrök. Að mínu mati þola breytingar á þessu fyrir- komulagi litla bið. Þær hræringar sem við höfum orðið vitni að síðustu daga vegna Patreksfjarðar eru aðeins smjörþefurinn af harka- legum átökum framundan ef ekki verður snarlega snúið af þeirri braut sem nú er farin. Hag- kvæmnisleiðin bíður eftir okkur. Jóhann Antonsson „íslenskir fiskframleið- endur geta ef til vill tryggt sér hráefiii með því að kaupa á mörkuð- unum í Hull og í Cux- haven! Yið ákveðnar aðstæður kann líka vel að vera að það borgi sig betur fyrir þá að kaupa hráefhi á mörkuðunum í Bretlandi og Þýska- landi en að kaupa skip á uppsprengdu verði til að fá aðgang að kvótan- um.“ Undirrót átakanna um kvótann er að fiskvinnslan í landi býr við minnkandi hráefni og hefur ekki aðlagast breytingum í sjávarút- vegi á undanförnum árum. Fjár- magn sem bundið er í vinnslunni ber ekki þann arð sem eðlilegt getui' talist. Frysting og vinnsla um borð í skipum hefur aukist að undanf- örnu og þýðir í raun að minna hráefni kemur til vinnslu í'landi. Aukinn útflutningur á ísvörðum fiski í gámum hefur sömu áhrif, — minni hráefnisvinnslu í landi. Fiskvinnslan á íslandi býr um þessar mundir við mun minna ör- yggi um hráefni en vinnslan á Humber-svæðinu í Bretlandi og svæðinu í Norður-Þýskalandi kringum Cuxhaven og Bremerha- ven. íslenskir útgerðarmenn (sem jafnframt eru eins og kunnugt er aðaleigendur íslenskrar fisk- vinnslu) skipuleggja landanir er- lendis hálft ár fram í tímann og miða við að jafnt og nægt framboð sé á ísfiski þar. íslenskir fiskframleiðendur geta ef til vill tiyggt sér hráefni með því að kaupa á mörkuðunum í Hull og í Cuxhaven! Við ákveðnar aðstæður kann líka vel að vera að það borgi sig betur fyrir þá að kaupa hráefni á mörkuðunum í Bretlandi og Þýskalandi en að kaupa skip á uppsprengdu verði til að fá aðgang að kvótanum. Að því auðvitað tilskildu að hráefnið þyldi flutninginn heim aftur. Ofugt við það sem ætla mætti eykst ásókn í siglingar skipa og gámaútflutning með minnkandi kvóta. Þrátt fyrir þá staðreynd að langstærstur hluti íslenskrar út- gerðar er á sömu hendi og fisk- vinnslan minnka umsvifin í landi. Þessar þversagnir skýrast af því að fyrirkomulagið sem nú er við lýði eykur þörf fiskvinnslunnar fyrir kaup á nýjum bátum og tog- urum, og ef bátar eru keyptir á uppsprengdu verði telja menn sig ekki ná endum saman nema með því að selja afla erlendis. íslenskur sjávarútvegur er þar með kominn í vítahring, — og út úr þeim víta- hring verðum við að bijótast. Dæmið við sjávarsíðuna lítur þannig út í stuttu máli: Rekstrar- grundvöllur sjávarútvegs er brost- inn vegna þess að framleiðslutæk- in eru miðuð við framleiðsluhætti og inarkaði eins og þeir voru fyrir tíu árum. Engin gengisfelling get- ur gert það sem þarf að gera, — að fækka fiskiskipum og auka hagkvæmni fiskvinnslunnar. Síðustu tímar hafa fært okkur mörg ný og freistandi tækifæri til að auka arðsemi sjávarútvegsins en hinir nýju möguleikar hafa ekki verið nýttir vegna þess að skipu- lagið er drepið í dróma gærdags- ins. Við íslendingar erum knúnir til aðgerða. Við lifum í heimi þar sem sífellt fleiri taka undir kröfuna um fijálsræði í viðskiptum, einfaldlega vegna þess að samfara fijálsræð- inu eykst hagsældin. Og við erum nú að komast inn á stóra markaði með öði-urn hætti en áður. En jafn- vel þau lönd sem geta státað af hve mestu fijálsræði hafa ein- hveija ramma eða reglur til að ýta undir efnahagslíf í höndum eigin þjóðar. Þannig hafa Bandaríkja- menn til dæmis þá reglu að bann- að er að flytja arð af erlendri at- vinnustarfsemi þar úr landi. Markaðinn inn í landið Við þurfum að velja sjávarút- veginum leið sem felur í sér hvort tveggja í senn, aukið fijálsræði í viðskiptum við aðrar þjóðir og þá óhjákvæmilegu hagræðingu sem minnt er á að ofan. Þetta gæti verið fyrsta skrefið á þeirri leið: Öll íslensk fiskiskip selji aflann á íslenskum fiskmörkuðum. Þessi hugmynd lætur ekki mikið yfir sér en þegar grannt er skoðað gæti hún uppfyllt kröfur okkar um meiri hagkvæmni í sjávarútvegi og meiri arðsemi fyrir þjóðarbúið, — og jafnvel valdið byltingu í lífskjörum þjóðarinnar. Með hinum nýja íslenska fisk- markaði myndi sú markaðsstarf- semi sem nú fer fram með íslensk- ar afurðir á Humber-svæðinu og í Cuxhaven færast inn í landið. Þar með gæti íslenska fisk- vinnslan keypt það sem hún þarf og vill hér á mörkuðum, — svo fremi að hún sé samkeppnisfær í verði við erlenda aðila, því auðvit- að er óhjákvæmilegt að leyfa er- lendum aðiljum að bjóða í fiskinn á íslensku mörkuðunum. Á hinn bóginn getum við eins og mörg önnur Evrópuríki sett kvóta á það magn sem útlendingar mega kaupa á mörkuðum hérlendis. Reyndar búum við okkur í leiðinni til góða samningsaðstöðu við Evr- ópubandalagið, — við gætum til dæmis samið um að þeir megi kaupa tiltekið hámarksmagn á mörkuðunum gegn því að felldir verði niður tollakvótar á ferskum flökum, saltfiski og skreið í Evr- ópubandalagsríkjunum. Sú spurning kann að vakna hvort með þessu sköpuðust ein- hverskonar ívilnanir til útlendinga á kostnað hagsmuna okkar íslend- inga. Því er til að svara að haldi núverandi þróun áfram er hætt við sjálfstæðisafsali í íslenskum sjávarútvegi. Því hefur verið hald- ið fram að útlendingar séu óðum að smygla sér inn í íslenskan sjáv- arútveg í núverandi kerfi innum bakdyrnar. Með nýja fyrirkomu- laginu værum við að bjóða þá vel- komna inn um aðaldyrnar, — til þess að geta haft með þeim fullt eftirlit og til að geta hagnast bet- ur af viðskiptunum við þá. Ávinningur af nýja fyrirkomu- laginu er margfaldur. Þannig má nefna að um þessar mundir hafa þúsundir manna atvinnu af alls konar þjónustu í kringum sölu og dreifingu á íslenskum fiski sem landað er í erlendum höfnum. Mörg þessara starfa flyttust hing- að heim. Gjaldeyririnn sem við fáum fyrir fiskinn mundi skila sér fyrr og öruggar inn í íslenska hagkerfið og erlendur milliliða- kostnaður minnkar um leið og íslenskum milliliðum ijölgar og þar með störfunum. Enn annar ávinningur er fækk- un skipa. í núverandi fyrirkomu- lagi verða menn að eiga skips- skrokk til að eiga möguleika á að fá fisk til vinnslu í landi. En þegar markaðurinn er orðinn hérlendur að öllu leyti eykst framboðið að sjálfsögðu margfalt að magni, — og hægara verður fyrir innlenda fiskvinnslu að tryggja sér nægi- lega mikið og hagkvæmt hráefni á mörkuðunum. Þar með dregur úr eftirspurn eftir skipsskrokkum og auðveldara verður að taka óhagkvæm skip úr umferð. Sam- hliða þarf að sjálfsögðu að auð- velda útgerðarmönnunum að úr- elda skipin, minnka þar með að sjálfsögðu fjármagnið sem liggur bundið í fiskiskipum og auka arð- semi þess flota sem eftir stæði. Þetta gæti gerst með því að út- gerðir'kaupi kvóta sem losnar frá skipunum við úreldingu og ijár- magni sem af því fæst væri síðan varið til frekari úreldingar fiski- skipa. Togstreitunni lýkur. Eins og allir vita er fjöldi fisk- vinnsluhúsa vannýttur, bæði frystihús og aðrar stöðvar. Stað- reyndin er nefnilega sú að markað- urinn sækist í meira mæli en áður eftir ferskum fiski, flökum, heilum fiski eða sérunnum, og einnig sé- runnum frystum pakkningum. Þess vegna er ágóðavonin meiri í útflutningi á slíkum fiski, og í þjónustu við þá sölu, en í hefð- bundinni frystingu. I núverandi fyrirkomulagi græða útlendingar á þessari starfsemi, en í því nýja fyrirkomulagi sem hér er lagt til eiga íslendingar einnig að hagnast á þessum breytingum á markaðn- um. En við komumst samt ekki hjá að draga úr því fjármagni sem bundið er í fiskvinnslunni. Erfiðleikar í sjávarútvegi — góðæri hjá Fiskveiðasjóði Það getum við gert til dæmis með því að steypa saman nokkrum íjárfestingarsjóðum, sem eiga að þjónusta veiðar og vinnslu, og Ifikisfyrirtæki færir útlend- ingum verkefni á silfiirfati eftir ÞórleifJónsson Nú um nokkurt skeið hefur staðið yfir athugun á hagkvæmni þess að breyta nokkrum stærstu fiskimjölsverksmiðjum landsins úr eldþurrkun yfir svokallaða heit- loftsþurrkun eða gufuþurrkun. Markmiðið með þessum breyting- um er að þurrka mjölið við lægra hitastig og bæta mengunarvarnir og er það trú manna, að betra mjöl fáist. Hér er um töluverðar fjárfestingar að ræða og hafa heyrst tölur á bilinu 2-300 milljón- ir á verksmiðju, en 6 verksmiðjur hafa verið nefndar í þessu sam- bandi og eru 3 þeirra í eigu ríkis- ins. Gæti því verið um að ræða fjárfestingu upp á u.þ.b. 2,0 millj- arða króna, en rætt hefur verið um að verksmiðjurnar hafi samflot til þess að sem mest hagkvæmni náist. í frétt í Mbl. 2. sept. sl. er fjall- að um þetta mál og þar er haft eftir Jóni Reyni Magnússyni for- stjóra Síldarverksmiðja Ríkisins (SR) að „ekki sé í bígerð að leita tilboða í búnaðinn hér heima. Stærstu aðilarnir í járniðnaði hér- lendis eru umboðsmenn fyrir er- lenda aðila, sem eru að smíða þess- ar vélar og ef við semdum við ein- hvern slíkan hlyti hann að flytja hann inn í stað þess að smíða hann á íslandi. Því viljum við snúa okkur beint til erlendu aðilanha í stað þess að fara í gegnum milli- liði hér heima“. Ofangreind ummæli fyrstjóra SR í fréttinni eru tilefni þessara skrifa undirritaðs. Landssamband iðnaðarmanna hefur í viðræðum við SR gert athugasemdir við hvernig staðið hefur verið að und- irbúningi verksins með tilliti til samkeppnisstöðu innlendra mál- miðnaðarfyrirtækja. Reikna má með að málmsmíðavinna sé um 50% af umfangi verksins og því hafa mörg fyrirtæki í málmiðnaði reynt að fylgjast með þessu máli eins og kostur er, til að standa vel að vígi, þegar til útboðs kæmi. Nokkur innlend fyrirtæki hafa áratuga reynslu í að byggja og þjónusta slíkar verksmiðjur og hafa því yfir nægri tækni- og verk- þekkingu að ráða til að takast á við slík verkefni. Umrædd heitloftsþurrkaðferð byggist á þurrkara, sem erlent fyrirtæki hefur framleiðslurétt á og er að finna einn slíkrar tegund- ar á íslandi í Krossnesverksmiðj- unni í Eyjafirði. Sá þurrkari var hinsvegar smíðaður af innlendu málmiðnaðarfyrirtæki eftir teikn- ingum frá erlenda fyrirtækinu. Innlenda fyrirtækið benti meira að segja á veikleika í hönnuninni, sem seinna kom á daginn að reyndist rétt ábending og voru þeir lagfærðir eftir á. Nú bregður hins vegar svo við að ekki virðist eiga að gefa inn- lendum aðilum kost á að bjóða í verkið sem aðalverktökum, heldur eigi að fela erlendum aðilum það að fullu. Er það þá algerlega á valdi hinna erlendu aðalverktaka hve mikið þeir leita til innlendra aðila um undirverktöku eða sam- starf. Landssamband iðnaðar- manna er töluvert uggandi yfir þessari þróun mála, ekki einungis vegna bágborins atvinnuástands og verkefnaskorts í málmiðnaði, sem m.a. stafar af samdrætti í sjávarútvegi, heldur ekki síður vegna þess að hér er um verkefni að ræða, sem krefst tækni- og verkþekkingar og gerir faglegar kröfur til fyrirtækjanna. Slíkt verkefni hækkar því tæknistig iðn- aðarins í heild. Islensk fyrirtæki og sjálfstætt starfandi tæknimenn búa yfir nauðsynlegri þekkingu og geta leyst þessi verkefni. Sitji fyrirtækin hjá við þessa miklu endurnýjun stærstu fiskimjöls- verksmiðja landsins, er þessi þekk- . ing og reynsla glötuð. Innlend fyr- irtæki sitja þá uppi einungis sem þjónustuaðilar við innfluttar er- lendar lausnir og er hætt við að það komi niður á þjónustu þeirra í framtíðinni. Það er töluverður munur á tæknistigi fyrirtækja, sem eru ein- göngu í þjónustu, eða þeirra sem hanna og framleiða lausnir af þessari stærðargráðu. Innlend iðn- aðarfyrirtæki geta ekki endalaust haldið uppi tæknideildum og fag- Þórleifur Jónsson „Burtséð frá efiiahags- ástandi því, sem ríkir í landinu og atvinnu- ástandi í málmiðnaðar- fyrirtækjum og sjávar- útvegi, verður að spyija hvort forráðamenn ríkisfyrirtækja geti leyft sér slíkt skeyting- arleysi í meðhöndlun útboða?“ mönnum, sem hannað geta 90% af því, sem slík verksmiðja krefst, ef Islendingar vilja ekki skipta við þá vegna þeirra 10%, sem upp á kann að vanta, og yfirleitt er auð- velt að afla erlendis frá í sam- starfi við erlend fyrirtæki með þekkingu á viðkomandi sviði. Til skýringar má nefna sem dæmi að innlend fyrirtæki geta smíðað skip, þrátt fyrir að þau geti ekki smíðað aðalvélina í skipið. Hana kaupa þau erlendis frá. Á sama hátt geta innlend fyrirtæki nú sem áður hannað og byggt slíkar verksmiðj- ur. Ljóst er, að töluverðs hluta aðfanga þarf að afla erlendis frá og skiptir ekki máli hvort innlend fyrirtæki geti smíðað varmaskipta og heitblástursofna eða ekki. Þau geta aflað teikninga af þeim og smíðað sjálf, eða þau geta einfald- lega keypt þessa hluta fullsmíðaða erlendis, eftir því sem hagkvæm- ast þykir, sem er einmitt ástæða þess að nokkur málmiðnaðarfyrir- tæki hafa eigin innflutning, til að geta boðið heildarlausnir á hag- kvæmu verði, með því að kaupa erlendis frá það sem ekki borgar sig að framleiða hér. Þekkingin er fólgin í heildar framleiðsluferl- inu, að hámarka hagkvæmni og nýtni verksmiðjanna, ekki hvort fyrirtæki geta framleitt einstaka hluta þess. Sú fullyrðing forstjóra SR að íslensk málmiðnaðarfyrir- tæki séu ekkert annað en dulbún- ar heildverslanir er fráleit og lýsir hroka og fordómum í garð inn- lendra fyrirtækja og tæknimanna, auk þess sem vottar fyrir vanþekk- ingu á umboðsviðskiptum. Íslenskur málmiðnaður hefur á síðustu áratugum þurft að búa við miklar sveiflur í bæði magni og tegundum verkefna. Fjárfesting í útgerð, fiskimjölsverksmiðjum, virkjunum, frystihúsum og fisk- vinnslu hefur verið mjög sveiflu- kennd og komið í holskeflum. Fyr- ir nokkrum áratugum byggðu inn- lend málmiðnaðarfyrirtæki heilu fiskimjölsverksmiðjurnar og frystihúsin og framleiddu meira að segja megnið af búnaðinum í þær s.s. loka, dælur, blásara og fl. Þrátt fyrir að allt aðrar efna- hagslegar aðstæður hafi ríkt þá, sannar þetta, að þekkingin og getan er til staðar, og skipa þessi stóru og öflugu málmiðnaðarfyrir- tæki merkan sess í íslenskri at- vinnusögu. Nú þegar menntun og tækniþekking hafa stóraukist, lítur hinsvegar út fyrir að ekki eigi/að treysta þeim fyrir slíkum verkum. Það virðist ekki einu sinni eiga að gefa þeim kost á að bjóða í verkin á jafnréttisgrundvelli við erlend fyrirtæki. Maður skyldi ætla mönnum í ábyrgðarstöðum hjá hinu opinbera, að skilja að þjóðin lifir ekki á því að flytja inn og selja hver öðrum. Líklega verð- ur ekkert vandamál að flytja inn þjónustu við þessar verksmiðjur í framtíðinni, þegar verkefnaskort- ur hefur endanlega gert útaf við íslensk málmiðnaðarfyrirtæki. nota eigið fé þeirra til að kaupa upp vannýttar húseignir og tæki í fiskvinnslunni, — „hjálpa mönn- um að hætta“ eins og það er stund- um orðað. Þetta þarf ekki að vera jafn erfitt og margur heldur, eins og sjá má ef menn renna huganum til Fiskveiðasjóðs, sem sumir telja eitt mesta hjálpargagn í íslenskum sjávarútvegi. Á síðasta ári, 1988, var ávöxtun eigin fjár þess sjóðs hvorki meira né minna en rúm 35%. Eigið fé jókst'úr rúmum 2 milljörðum króna í rúma 2,7 millj- arða króna. Raunávöxtun umfram verðtryggingu var 13,6%!! En eins og allir vita var árið 1988 eitt af allra erfiðustu árum í sjávarút- vegi, og það sérstaklega vegna þungs fjármagnskostnaðar. Engu að síður taldi þessi sjóður nauðsyn- legt að auka ávöxtun sína enn meira og í júní nú í sumar hækkað sjóðsstjórnin vexti umfram verð- tryggingu á vel flestum lánaflokk- um sínum úr 8,75% upp í 9,75%. Þannig að menn þurfa síst að gráta það að þessi sjóður verði rekinn með öðrum hætti en í dag, og bekstur hans miðaður við að auka hagkvæmni í sjávarútvegi, bæði í veiðum og vinnslu. Það nýja fyrirkomulag sem hér hefur verið reifað felur að auki í sér jákvæð áhrif á byggðaþróun í landinu. Með skyldusölu á íslensk- um fiski á íslenskum mörkuðum færist þekking, reynsla og mark- aðssetning inn á svæðin þar sem salan fer fram, og þar með einnig inn í fyrirtækin sem vinna úr hrá- efninu. Það verður að sjálfsögðu bein lyftistöng fyrir atvinnulíf í öflugustu byggðunum, og 'fjár- magnið mun í meira mæli — og fyrr — komast í hendur þeirra sem selja fiskinn. Það er mikiivægt að menn dragi rétta lærdóma af atburðum síðustu mánaða, og opni augu fyr- ir þeirri staðreynd að sjávarútveg- ur á íslandi er kominn í blindgötu. Þetta land byggir ein þjóð og'sú þjóð lifir af sjávarútvegi. Þeim mun skynsamlegri og hagkvæmari sjávarútvegur, og þeim mun meiri arður sem af honum er, því meiri vonir hljóta að vakna um gott efnahagslíf hringinn um landið. Við þurfum nýtt fyrirkomulag. Höfundur situr í stjórn Atxinnutryggingarsjóds. Greinin eraðstofhi tilsamhtjóda erindi sem flutt vará Fjórdungsþingi Norðlendinga fyrir skömmu. Landssamband iðnaðarmanna hefur ítrekað bent stjórnvöldum á siðleysi í meðferð útboða og til- boða af hálfu útboðsaðila og kaup- enda. Hér bætist einn þáttur við í því dæmi, þ.e. innlendum aðilum er ekki gefinn kostur á að taka þátt í útboði á jafnréttisgrundvelli við erlend fyrirtæki. Burtséð frá efnahagsástandi því, sem ríkir í landinu og atvinnuástandi í mál- miðnaðarfyrirtækjum og sjávarút- vegi, verður að spyija hvort forr- áðamenn ríkisfyrirtækja geti leyft sér slíkt skeytingarleysi í með- höndlun útboða? Það er auðvitað skiljanlegt að ríkisfyrirtæki, eins og önnur fyrirtæki vilji fá-fram hagkvæmustu lausnina í málum sínum hveiju sinni. En er það endi- lega víst að hún fáist með því að gefa íslenskum iðnfyrirtækjum langt nef. Það er illt til þess að vita að ríkisfyrirtæki sé i farar- broddi um svona vinnubrögð. Landssambandið hefur ásamt samtökum launþega í málmiðnaði, fundað með forsvarsmönnum Síldarverksmiðju ríkisins, um þessi mál. Það er lágmarkskrafa að inn- lend fyrirtæki fái að sitja við sama borð og erlend og gefinn kostur á að bjóða í verkin hjá þeim verk- smiðjum, sem hyggja á breyting- ar. Þau fara ekki fram á annað en heilbrigða samkeppnisaðstöðu. Höfundur er framkvæmdastjóri . Landssambands iðnaðarmanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.