Morgunblaðið - 15.09.1989, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR .15. SEPTEMBER 1989
©1987 UniverMl Press Syndicate
,jNÚmer 87... cL morgorx
- - K L.9."
Ást er...
... útimáltíð í Mývatns-
sveit.
TM Reg. U.S. Pat Off.— all rights reserved
® 1989 Los Angeles Times Syndicate
Þetta var þó þá heldur en
ekki upphitun hjá þér.
Með
morgnnkaffínu
HÖGNI HREKKVISI
Félag farstöðvaeigenda á íslandi:
Afskrifa verður deildirnar
Til Velvakanda.
Laugardaginn 16. þ.m. verður
e.t.v. síðasta ársþing félagsins haldið
á Hótel Loftleiðum. Þessi orð eru
sögð vegna þess að flest bendir til,
að verði skipulagi og formi félagsins
ekki breytt á þessu ársþingi á þann
veg að deildarekstur verði afnuminn,
verði félagið ekki til að ári liðnu.
Astæða þess hvernig nú er komið
fyrir félaginu er sú, að síðustu 2-3
árin hefur félagsmönnum orðið ljóst
að deildarekstur félagsins er hinn
mesti skrípaleikur, sem hefur kostað
félagsmenn margfalt hærri árgjöld
en ella og afleiðingin er sú, að félags-
mönnum fækkar óðum .. .
Milljónum á milljónir ofan hefur
verið ausið í þennan deildarekstur á
liðnum árum, milljónum sem hafa
gufað upp án þess að þær skiluðu
félaginu nokkrum arði, félagslegum
eða efnahagslegum. Fiestar deildirn-
ar hafa alla tíð verið reknar sem
félag í félaginu og af þeim hefur
leitt látlaus ófriður og togstreita og
það sem verst er að sumt af forystu-
liði deildanna hefur sett blett á félag-
ið, sem langan tíma tekur að afmá.
Þessi orð eru sögð með þeim for-
Niðurlag lesendabréfs eftir
Markús Orn Antonsson er birtist
9. þ.m. og bar fyrirsögnina „Þjóð-
in vill öflugt Ríkisútvarp" féll nið-
ur ásamt nafni höfúndar. Biðst
Morgunblaðið afsökunar á þessum
mistökum. Niðurlag bréfsins fer
hér á eftir.
Bréfritari lætur dæluna ganga:
„Spurningin er hins vegar sú, hvort
Ríkisútvarpið sé ekki beinlínis að
grafa undan menningarviðleitni ann-
arra fjölmiðla með því að róa á sömu
tekjumið og þeir.“
Ríkisútvarpið hefur tekjur af af-
notagjöldum og auglýsingum sam-
kvæmt landslögum og ákvarða for-
ráðamenn stofnunarinnar ekkert þar
um, en þeim ber hins vegar að standa
dyggilega vörð um þessar tekjur í
samkeppninni og auka þær fremur
en hitt. Styrkir fyrirtækja við ein-
stakar dagskrár eru algjört smáræði
í þessu samhengi. Þar er um að
ræða fjármögnunarleið sem ryður sér
til rúms í auknum mæli hjá ríkssjón-
merkjum, að á nokkrum stöðum úti
á landi á þessi lýsing ekki við, þar
hafa deildirnar verið reknar á heiðar-
legum grundvelli, en annars staðar
er aðra sögu að segja, svo sem í
Reykjavík. Þar og á mörgum öðrum
stöðum eru fámennar klíkur sem
kjósa sjálfar sig til skiptis ár frá ári
og sökum gamalla og úreltra félag-
slaga, sem enginn getur breytt nema
þessi sama klíka, eru þessum hópum
færðar stórar fjárfúlgur upp í hend-
urnar, sem teknar eru af árgjöidum
félagsmanna. í áraraðir hefur
Reykjavíkurdeildin haft um og yfir
milljón í tekjur á ári hverju, sem
eytt hefur verið í óþarfa húsaleigu
og radíórekstur, sem þjónar aðeins
fámennum hóp áhangenda deildar-
stjórnarmanna, en ekki öllum fj'öld-
anum, eins og af er látið og afgangi
tekna deildarinnar, ef einhver er,
hefur svo verið varið til útgáfu á
„fréttabréfi" sem lengst af hefur
aðeins flutt félagsmönnum niður-
rifstal um félagið og níð um stjórnar-
merm þess.
í Reykjavík og Hafnarfirði er leigt
húsnæði á þremur stöðum, þó öll
varpsstöðvum í V-Evrópu þegar þær
þurfa nú orðið að heyja samkeppni
við einkastöðvar og gervihnattasjón-
varp. Ríkisútvarpinu berast erlendar
dagskrár með slíkum kostunarskil-
málum, sbr. Evrópusöngvakeppnin.
Ríkisútvarpið er háð ákvörðunum
Alþingis og ráðherra um afnotagjöld
sín, aðrir fjölmiðlar búa við ftjálsa
verðlagningu. Afnotagjald Ríkisút-
varpsins er nú 1.500 kr. á mánuði.
Þar af renna 500 kr. til Útvarpsins,
eða sem nemur háifu áskriftargjaldi
dagblaðs, en 1.000 kr. til Sjónvarps-
ins. Áskriftargjaid Stöðvar 2 er nú
95,5% hærra en Sjónvarpsíns.
Ef eitthvert mark er takandi á
upplýsingum forráðamanna Stöðvar
2 hefur hún tæpar 92 millj. kr. í
tekjur af áskrift á mánuði þegar tekj’-
ur Sjónvarpsins af afnotagjöldum eru
um 74 millj. kr. á mánuði.
Ríkisútvarpinu er því ekki um að
kenna ef Andrési Magnússyni eða
öðrum finnst dagskrá hinna nýju
miðla rýr og lítið fara fyrir menning-
ai-viðleitninni.
Markús Örn Antonsson
umsvif á þessu svæði gætu verið
undir sama þaki. Allur radíórekstur
fyrir Reykjavík, Hafnarfjörð og jafn-
vel Reykjanes á skilyrðislaust að
vera í höfuðstöðvum félagsins, undir
kallmerkinu 200, og mætti þannig á
einfaldan hátt spara félagsmönnum
nær eina og hálfa milljón króna, sé
litið til þeirra upphæða sem runnið
hafa tii deildanna í Reykjavík, Hafn-
arfirði og Keflavík árlega, mörg und-
anfarin ár. Deildir eru skuldum vafð-
ar. Húsaleiguskuldir, hitaveitureikn-
ingar, rafmagnsskuldir, jafnvel
bankayfirdráttur, allt þetta fyrir
leiguhúsnæði sem enginn hefur kom-
ið í á þriðja ár og hveijum er ætlað
að borga brúsann? Þér, félagsmaður
góður.
Sá rekstur, sem hér hefur verið
lýst, er svo dæmalaus, að annað sam-
bærilegt fyrirfinnst ekki á íslandi,
og er þá mikið sagt. Það er þessi
heimskulegi deildarekstur, sem ekki
hefur mátt gagnrýna á liðnum árum,
fremur en heilögu kýrnar á Indl-
andi, sem er að ríða félaginu að fullu.
Aðeins ein fær leið er framundan,
ef menn vilja að félagið haldi áfram
að vera til. Breyta verður félaginu í
landsfélag án deilda, með aðsetur í
Reykjavík, ódeildaskipt landsfélag,
sem vinnur til hagsbóta fyrir alla
félagsmenn, hvar á landinu sem þeir
búa. Þetta verður að gerast á árs-
þinginu þann 16. þ.m., ef ekki á illa
að fara. Þegar skórinn kreppir að
og fjöldi heimila í landinu berst við
að láta endana ná saman, og á nag-
lanum hanga gíróseðlar sem verður
að greiða, ef ekki á illa að fara, þá
eru útgjöld eins og félagsgjöld látin
sitja á hakanum, þó fólk vilji gjarnan
greiða. Því er nú lífsnauðsynlegt fyr-
ir félagið að lækka árgjaldið nokkuð
og það er ieikur einn, ef hlutur sá
sem til deildavitleysunnar hefur run-
nið verður felldur niður og þar með
deildirnar, allar með tölu.
Frestur sá, sem deildastjórnar-
menn og núverandi stjórn félagsins
tók sér 1. júlí sl. í stað þess að taka
þá strax á málum af festu, er liðinn.
Stjórnarmenn og deildaformenn geta
ekki í þetta sinn hlaupið heim og
saltað vandamálin, eins og gert var
sl. sumar. Þeir verða nú að taka
ákvörðun um það hvort þeir vilja
heldur halda í deildaófreskjuna eða
halda í félagsmanninn. Hvor kostur-
inn er betri.?
FR-119
Þjóðin vill öflugt Ríkisútvarp
- leiðrétting
Yíkverji skrifar
Sakleysisleg fréttatilkynning barst
á borð Víkveija frá menntamála-
ráðuneytinu. Ráðuneytið hefur gefið
út kynningarit á ensku um íslenzkar
bókmenntir. Ritið er ætlað tii kynninga
erlendis og handa litlendingum, sem
hingað koma. Vafalaust hin þarfasta
útgáfa.
Formála ritar Svavar Gestsson
menntamálaráðherra. Höfundar ritsins
eru fjórir, allt þekktir alþýðubanda-
lagsmenn. Útgáfustjórn skipa þrír
menn, þar af eru tveir úr Alþýðu-
bandalaginu. Og þýðendur eru tveir,
a.m.k. annar þeirra þekktur alþýðu-
bandalagsmaður.
Þetta er að mati Víkveija dæmigert
mál fyrir ráðherra Alþýðubandalags-
ins. Um leið og Svavar Gestsson kemst
í tæri við sjóði almennings er úr þeim
ausið til útvalinna manna í réttum lit.
Það verður nóg að gera hjá Alþýðu-
bandalagsfólki á næstunni, því sam-
kvæmt tilkynningu ráðuneytisins, eru
væntanleg rit um myndlist, tónlist,
leiklist, dans, kvikmyndalist og húsa-
gerðarlist!
xxx
*
Otrúlega margir hafa þann leiða
sið að taka símtöl fram yfir sam-
töl við fólk, sem komið er til viðræðna
í eigin persónu. Víkveiji hefur lent í
því í samtali við mann einn að vera
látinn bíða á meðan maðurinn af-
greiddi 10 símtöl, mismunandi löng.
Svona framkoma er auðvitað argasti
dónaskapur. Sá sem leggur það á sig
að mæta til viðtals í eigin persónu
hlýtur að eiga heimtingu á því að fá
fyrstur afgreiðslu.
x x x
Fyrir kemur annað slagið að
Víkveiji fær símtöl sem byija eitt-
hvað á þessa leið: „Það hringdi í mig
blaðamaður í gær og var að leita
‘frétta. Ég þarf að ná í þennan mann
en man bara ekki hvað hann heitir."
Alltaf verður Víkveiji jafn hissa á
slíkum samtöium. Jafn mikilvæg og
samtöl við blaða- og fréttamenn eru
alla jafna, mætti ætla að fólk legði
nöfn viðmælenda sérdtaklega á
minnið. Sumir muna jafnvel ekki deg-
inum lengur hvort þeir voi-u að tala
við karl eða konu!
xxx
Frétt sem birtist á íþróttasíðu
Morgunblaðsins í gær hefur vakið
verulega athygli. Þar sagði frá því að
Sigfried Held, sem nýlega hefur látið
af starfi landsliðsþjálfara íslands, hafí
gefið Tyrkjum ráðlpggingar um það
hvernig vinna ætti íslendinga í lands-
leik þjóðanna n.k. miðvikudag. Þessi
trúnaðarbrestur hjá Held er vítaverð-
ui'. Stjórn Knattspymusambandsins
verður hreinlega að taka þetta mál
upp á réttum vettvangi.
xxx
Islandsmótið í knattspymu hefur
ekki verið jafn spennandi um árar-
aðir. Síðasta umferð mótsins fer fram
á morgun, laugardag. Allir leikirnir 5
í 1. deild hefjast klukkan 14 og allir
hafa þeir úrslitaþýðingu um það hvaða
Iið sigi'ar og hvaða tvö lið falla.
Yfirgnæfandi líkur eru á því- að
nýtt nafn verði skráð á bikarinn í þetta
sinn. FH stendur bezt að vígi og
skammt á eftir kemur KA. FH leikur
í Hafnarfirði en KA leikur í Keflavík.
Fon'áðamönnum KSÍ er nokkur vandi
á höndum. Hvar á að hafa íslands-
bikarinn? Ætli lausnin verði ekki sú
að þeir verði með hann í Hafnarfirði
en hafi þyrlu tiltæka til að fljúga til
Keflavíkur ef KA sigrar!