Morgunblaðið - 15.09.1989, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 15.09.1989, Blaðsíða 40
sjóváöBalmennar llllllll FÉLAG FÓLKSINS EINKAREIKNINGUR Þ/NN í LANDSBANKANUM, _________________Mk FOSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1989 VERÐ I LAUSASOLU 90 KR. 6-8% hækkun búvöruverðs NÝTT búvöruverð verður ákveð- ið af sexmannanefnd í dag og er t stefnt að því að það verði aug- lýst um helgina. Er talið liklegt að búvörur hækki í verði um 6-8% en mjólkurvörur lækki í verði um 4-5%. Steingrímur J. Sigfússon, land- búnaðarráðherra, sagði að í viðræð- um bænda og stjórnvalda hefði m.a. verið rætt um að hækkunum til bænda yrði að einhveiju leyti frestað og að þeir tækju inn launa- leiðréttingu sína í áföngum á nokkt'- um mánuðum. Væri verið að tala um tvö þriggja mánaða tímabil. Taldi ráðherra líklegt að búvörur myndu hækka um 6-8% nú í stað þess að hækka um 11-14%, sem . yrði raunin ef til engra aðgerða væri gripið. Þá er talið líklegt að mjólkurvörur lækki í verði um 4-5%. Minni afli en svipað verð- mæti fyrir ’sjávarafurðir HEILDARAFLI fyrstu 8 mánuð- ina í ár var 1.109.090 tonn, eða 23.325 tonnum minni en í fyrra. Afli smábáta fyrstu 8 mánuði þessa árs var hins vegar 3 þús- und tonnum meiri en í fyrra. Útflutningsverðmæti sjávaraf- urða var 43,826 milljarðar króna í fyrra. Aætlað er að það verði 55-56 milljarðar í ár, sem er svip- að og í fyrra þegar tekið hefúr verið tillit til verðbólgu, að sögn Björns Rúnars Guðmundssonar hjá Þjóðhagsstofnun. Vegna sölu á birgðum er áætlað framleiðslu- - verðmæti sjávarafúrða í ár hins vegar 1-2% minna en í fyrra. Þorskafli í ágúst sl. var 26.229 tonn, eða 10.700 tonnum minni en í sama mánuði í fyrra og er þetta minnsti þorskafli í ágúst frá árinu 1985, samkvæmt bráðabirgðatölum frá Fiskifélagi Islands.' Þorskafli fyrstu 8 mánuðina í ár var 260.467 tonn, eða 16.200 tonnum minni en á sama tímabili 1988. Miðað við meðalverð á óslægðum þorski er hér um að ræða verðmætatap sem nemur um 700 milljónum kr. Morgunblaðið/RAX Kúarekstur á hálffimmtugum Renault Guðmánn Pétursson á Rauðhálsi í Mýrdalshreppi fer allra sinna ferða á Renault-bifreið af árgerð 1946. Guðmann segist liafa átt bílinn í 30 ár og að hann sé enn í sæmilegu lagi. Hann segist nota hann í alls kyns snatt heima við, jafnvel kúarekstur, þetta sé enginn sparibíll. Heilbrigðisráðherra leggur fram hugmyndir um breytingar 1 heilbrigðiskerfínu: Samkeppni verði um þjón- ustu lækna utan sjúkrahúsa Læknar ávísi jafnan á ódýrustu lyfin og eftirlit með lyflainnkaupum verði aukið GUÐMUNDUR Bjarnason, heil- brigðis- og tryggingaráðherra, hefur, í tengslum við undirbún- ing fjárlagagerðar, lagt fyrir ríkisstjórn minnisblað um hugs- anlegar leiðir til sparnaðar í heilbrigðis- og tryggingamálum. í hugmyndum ráðherrans felast meðal annars, samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins, veruleg- ar breytingar á núverandi fyrir- komulagi læknisþjónustu sér- fræðinga, sem lagt er til að verði bannað að vinna fullt starf á íslenskir ráðgjafar ræða jarðhitaverkefhi í Ukraínu SENDINEFND frá ráðgjafarfyrirtækinu Virki-Orkint hf. er nú á leið til Ungverjalands og Úkraínu og mun hugsanlega fara til Tékkóslóvakíu einnig. Að sögn Einars Tjörva Elíassonar, framkvæmdastjóra Orkint, Orkustofnunar erlendis, verður Ieitað eftir framhaldi á jarðhitaverkefnum fyrirtækisins í Ungveija- landi og eru allar líkur á að samningar verði undirritaðir þar að lútandi. í Úkraínu og Tékkóslóvakíu eru hugsanleg ný verk- efiii. í Ungverjalandi er m.a. verið að ræða um þátttöku í byggingu heilsuhótela þar í landi. Hann sagði að allar líkur væru á að samningar næðust um framhald hitaveituverkefna, og reikna mætti með að þokaðist í samn- ingaáttina varðandi hótelbygg- ingar. í undirbúningi er að setja upp ungversk-íslenzkt fyrirtæki í tengsium við verk sem þessi, til að opna möguleika í austan- tjaldslöndiinum. Einar Tjörvi sagði að í tengsl- um við verkefnin í Ungvetjalandi myndi sendinefndin að beiðni Soyétmanna fara yfir landamær- in til Úkraínu, þar sem er jarð- hitasvæði. „Þeir hafa áhuga á að fá okkur til samstarfs við sig um svipuð verkefni og við höfum verið að vinna í Ungveijalandi, það er að segja einkum lághita- notkun við upphitun á húsnæði og gróðurhúsum,“ sagði Einar Tjörvi. í júlí síðastliðnum undirritaði Virkir-Orkint 40 milljóna verk- samning í Afríkuríkinu Djibouti. sjúkrahúsum jafnframt starfí á eigin stofum. Þá munu hug- myndir ráðherrans, sem hingað til hafa einungis verið ræddar í ríkisstjórn en ekki við samtök lækna, gera ráð fyrir að með fjárlögum verði heimilað árlega að kaupa ákveðið magn sér- fræðiþjónustu utan sjúkrastofii- ana í stað þess, sem nú er, að sjúkratryggingar greiði alla þá reikninga sem löggiltir sérfræð- ingar framvísa vegna sjúklinga sinna. Hugmyndir þær sem Guðmund- ur Bjarnason setur fram á minnis- blaði sínu eru, samkvæmt heimild- um Morgunblaðsins, í fimm atrið- um. Auk huginyndanna um lækk- un sérfræðikostnaðar er vikið að breyttu greiðslufyrirkomulagi fyrir lyf og læknisþjónustu utan sjúkra- húsa; hugmyndum um aukna sam- vinnu og breytta verkaskiptingu sjúkrahúsanna á höfuðborgar- svæðinu, leiðum til að lækka lyfy'a- kostnað og einnig koma þar fram hugmyndir um tekjutengingu lífeyrisgreiðslna. Ekki náðist til Guðmundar Bjarnasonar vegna þessa en hann er nú í París. Finn- ur Ingólfsson aðstoðarmaður heil- brigðisráðherra staðfesti að minn- isblaðið hefði verið lagt fyrir ríkis- stjórnina og að það tæki til þeirra þátta sem að ofan voru raktir. Hann vildi þó ekki tjá sig um hvernig hugmyndirnar yrðu út- færðar. Núverandi fyrirkomulag læknis- þjónustu sérfræðinga er bundið með samningi sem gildir til árs- byijunar 1991. Fyrrgreindar breytingatillögur eru hins vegar ræddar í tengslum við fjárlög næsta árs og mun því þurfa að leita eftir breytingum á samning- um, eigi þær að ná fram að ganga. Hugmyndir heilbrigðisráðherra um sérfræðiþjónustuna munu, . sam- kvæmt heimildum Morgunblaðs- ins, hafa veruleg áhrif í flestum eða öllum sérfræðigreinum og mundi af þeim leiða samkeppni sérfræðinga um verð þjónustunnar utan sjúkrahúsa. Hvað varðar lækkun lyfjakostn- aðar munu hugmyndir Guðmundar Bjarnasonar meðal annars lúta að því að eftirlit með innkaupsverði- iyfja verði aukið; leitað verði sam- starfs við lækna um að þeir ávísi jafnan á ódýrustu lyf; greiðsla sjúklings fyrir lyf taki að einhveiju mið af heildarverði lyfsins og að forsendur lyfjaverðlagningar verði teknar til endurskoðunar og að álagningarprósentan, sem nú er 68% í smásölunni, lækki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.