Morgunblaðið - 01.10.1989, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 1989
7
Þjóðminjasafiiið:
Tækniráðgjafi ráðinn til að
undirbúa endurbæturnar
BYGGINGANEFND Þjóðminja-
safnsins hyggst á næstunni ráða
tækniráðgjafa til að annast und-
irbúning á væntanlegum endur-
bótum á safnhúsinu við Suður-
götu og setja saman áreiðanlega
kostnaðaráætlun. Júlíus Sólnes
formaður nefndarinnar tjáði
Morgunblaðinu að vonast sé til
að hægt verði að hefjast handa
við byggingu á nýjum inngangi
í húsið og að klæða það að utan
næsta sumar.
það verður mikið verk að gera allar
þær lagfæringar sem nauðsynlegar
eru og hefur verið áætlað að það
muni kosta samtals hátt í hálfan
milljarð króna,“ sagði hann.
I greinargerð byggingarnefndar-
innar frá 1988 segir meðal annars
að nauðsynlegt sé að einangra hús-
ið að nýju að utan og klæða það
vandaðri klæðningu. Gluggaskipan
þarf að endurskoða og gera endur-
bætur á hitunar- og loftræstikerfi.
Einnig þarf að breyta herbergja-
skipan og fyrirkomulagi í sýningar-
sölum, endurnýja gólfefni og mála
húsið að innan, bæta hljómburð auk
smærri viðgerða.
Þá er talið nausynlegt að byggja
viðbyggingar við núverandi safnhús
meðal annars fyrir nýjan inngang
þar sem yrði stigi og lyfta, fata-
hengi og snyrtingar og neyðarút-
gangur. Einnig þarf að bæta við
bílastæðum og talin er þörf á nýrri
byggingu hið bráðasta fyrir geymsl-
ur og verkstæði safnsins og í ná-
inni framtíð einnig á nýjum skrif-
stofum og vinnustofum.
Júlíus sagði að mjög brýnt væri
að hefjast handa við að klæða
húsið að utan því það væri mjög
illa farið og lægi undir skemmdum.
„Við stefnum að því að dreifa
þessum framkvæmdum á tvö ár
aðallega vegna þess að við vitum
að fjárveitingar verða naumar. En
Júlíus Sólnes hag-
stofuráðherra:
Starfsmað-
ur ráðinn í
sérverkeftii
Von á fleirum til
að sjá um um-
hverfísmál
JÚLÍUS Sólnes, ráðherra Hag-
stofunnar, segist nú þegar hafa
tekið við yfírumsjón umhverfís-
mála fyrir hönd ríkisstjórnarinn- -
ar, en félagsmálaráðherra hafí
áður haft það verkefiii á hendi.
„Það má eiginlega segja það,“
sagði Júlíus í samtali við Morgun-
blaðið, er hann var spurður hvort
hann væri strax farinn að vinna
sem umhverfísráðherra. Aætlað
hefur verið að stofiia nýtt um-
hverfismálaráðuneyti um ára-
mót, sem Júlíus taki þá við.
Júlíus sagðist vera búinn að fá
ritara á skrifstofuna til sín og
einnig væri reiknað með einum eða
fleiri starfsmönnum von bráðar til
þess að halda utan um umhverfis-
málin. „Nú ,eru umhverfismálin
strax að flytjast yfir til mín úr öðr-
um ráðuneytum. Hingað til hefur
félagsmálaráðuneytið haft umsjón
með umhverfismálunum fyrir hönd
ríkisstjórnarinnar, en um leið og ég
kem hér til er það í mínu erindis-
bréfi að ég taki við því strax. Héð-
an í frá má því segja að öll um-
hverfismál séu komin inn á þessa
skrifstofu hjá mér,“ sagði Júlíus.
Hann sagði að gífurleg alþjóðasam-
skipti fylgdu því að sjá um um-
hverfismálin, í uppsiglingu væru
alls kyns samningar, sem fil dæmis
væri verið að gera milli Norður-
landa, EFTA-ríkja og EB-ríkja. Jú-'
líus sagðist vera búinn að setja sig
í samband við alla umhverfisráð-
herra Norðurlandanna til þess að
tilkynna þeim þessa breytingu.
Páll Líndal hefur nú verið ráðinn
sem starfsmaður á skrifstofu hag-
stofuráðherra. Páll er fyrrverandi
borgarlögmaður og starfar sem
deildarstjóri í iðnaðarráðuneytinu.
„Hann er bara lánaður hingað í
ákveðin verkefni," sagði Júlíus.
„Hann heldur sínu deildarstjóra-
starfi en munurinn er sá að í stað
þess að bókfæra launin hans í gegn
um iðnaðarráðuneytið eru þau bók-
færð í gegn um Hagstofuna. Hann
mun fyrst og fremst vinna að þeim
stjórnkerfisbreytingum, sem fyrir-
hugaðar eru, en mun að sjálfsögðu
einnig tengjast öðrum störfum hér.“
Kæru samstarfsaðilar: Fararstjórar, hótelstarfs-
fólk, bílstjórar og aðrir þeir sem unnu með okkur í
sumar.
Síðastliðið sumar sló öll met í fjökla þeirra ferðamanna
sem nutu þjónustu innanlandsdeildar Samvinnuferða-
Landsýnar.
í öllu annríkinu komumst við að því, sem okkur hefur
reyndar lengi grunað, að starfsfólk sem tengist ferða-
mannaþjónustunni hér á landi er hreintút sagt frábært.
Við viljum sýna þennan hug okkar í verki með því að bjóða
öllum þeim sem við áttum samstarf við í sumar í ferð til
MALLORCA á sérstökum vildarkjörum ef þátttaka næst.
Þetta eru 8 dagar sem munu líða í dýrlegum fagnaði með
Irábæru fólki á góðum hótelum í notalegu veðri og ekki
spillir að þessi ferð er sett upp sérstaklega fyrir ykkur.
Brottfarardagur er 17. október. Nánari upplýsingar er að
fá í símum 691070 og 691010.
Með kærri þökk fýrir frábært samstarf,
f.h. starfsfólks innanlandsdeildar Samvinnuferða-Landsýnar,
0 • ©
vlld.UA. /
Samvinnuferdir - Landsýn
Austurstræti 12 • »91 -69-10-10 • Hótel Sogu viö Hagatorg •» 91 -62-22-77
Suöurlandsbraut 18 S 91 -68-91 -91 • Akureyri: Skipagötu 14 • S 96-2-72 00