Morgunblaðið - 01.10.1989, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 01.10.1989, Qupperneq 8
8 M0RGUNJ3LAÐIÐ DAGBOK SUNNUDAGUR 1. 0KTÓ3UP, 1989 T Tk \ er sunnudagur 1. október. Remigíusmessa. 274. 1 JJAu dagur ársins 1989. Nítjándi sd. eftir Trínitatis. Árdegisflóð í Reykjavík kl. 6.57. Stórstreymi, flóðhæðin 3,83 m. Síðdegisflóð kl. 19.09. Sólarupprás í Rvík kl. 7.36 og sólarlagkl. 18.57. Myrkurkl. 19.44. Sólin er í hádegisstað íRvíkkl. 13.17 ogtunglið ísuðrikl. 14.19. (AlmanakHá- skóla íslands). Fyrst þér, sem eruð vondir, hafíð vit á að gefa börnum yðar góðar gjafir, hve miklu fremur mun þá faðir yðar á himnum gefa þeim góðar gjafir, sem biðja hann? (Matt. 7,11.) ÁRNAÐ HEILLA Oára afinæli. Næstkom-1 0\J andi þriðjudag 3. októ- ber er áttræður Hallgrímur Sigurðsson, Suðurgötu 15-17 í Keflavík. Hann tekur á móti gestum þann dag í golfskálanum í Leiru milli kl. 20-23 á afmælisdaginn. rr A ára afinæli. Á morgun, I \/ mánudaginn 2. október er sjötugur Leifur Svein- björnsson bóndi í Hnausum í Þingi. Kona hans er frú Elna Thomsen. Hann hefur unnið ýmis félagsstörf fyrir sveit sína og er mikill áhuga- maður um sauðfjárrækt og hrossarækt. FRÉTTIR/MANNAMÓT ÞENNAN dag árið 1846 fór fram vígsla Latínuskól- ans í Reykjavík, síðar kallað- ur Menntaskólinn í Reykjavík og nú um árabil daglega kall- aður MR. Þennan dag árið 1891 tók til starfa Stýri- mannaskólinn í Reykjavík, síðar Sjómannaskólinn í Reykjavík. inn á haustinu nk. þriðjudags- kvöld 3. þ.m. í safnaðar- heimili kirkjunnar, fyrir fé- lagsmenn og gesti þeirra, kl. 20.30. Auk venjulegra fund- arstarfa verður kynnt notkun örbylgjuofna. Kaffiveitingar KVENFÉL. Fjallkon- urnar í Breiðholti III. halda fund nk. þriðjudag í safnaðar- heimili Fella- og Hólakirkju. Tískusýning — dömu- og barnafatnaður. — Kaffiveit- ingar. PRESTAR. halda hádegis- verðarfund á morgun, mánu- dag, kl. 12.00 í safnaðar- heimili Bústaðakirkju. KVENFÉL. Langholts- sóknar heldur fyrsta fund- SKIPIN ÁRBÆJARSÓKN. Fé- lagsstarf eldri borgara. Næst- komandi miðvikudag, 4. októ- ber, verður farin skemmti- ferð: Reykjaneshringurinn. Lagt verður af stað frá kirkj- unni. Komið verður aftur í bæinn milli kl. 17 og 18. Þær Ásrún í s. 53103 eða Vilborg í s. 681406 gefanánari uppl. REYKJAVÍKURHÖFN: í gær var Valur væntanlegur til hafnar. Þá fór togarinn Skagaröst til veiða. Á morg- un, mánudag, fer danska eft- irlitsskipið Ingolf út aftur. Kveður fyrir fullt og allt. Jón Finnsson er væntanlegur mánudag og Grandatogarinn Ottó N. Þorláksson kemur inn til löndunar á mánudag KVENFÉL. Garðabæj- ar heldur fyrsta fund sinn á starfsárinu nk. þriðjudags- kvöld, 3. október kl. 19 í KROSSGATAN LÁRÉTT: — 1 kima, 5 ald- an, 8 spilið, 9 falli, 11 ber 14 ætt, 15 niður, 16 korn, 17 for, 19 umgerð, 21 bæta, 22 mannleysan, 25 á húsi, 26 var óbétt, 27 hreyfingu. LÓÐRÉTT: — 2 húsdýr, 3 dugur, 4 steikjast, 5 forbýð- ur, 6 aula, 7 keyri, 9 vitur, 10 blóm, 12 rannsakaði, 13 kroppaði, 18 elska, 20 2000, 21 rómversk tala, 23 fæði, 24 skammstöfun. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: LÁRÉTT: - 1 stans, 5 smátt, 8 ækinu, 9 dugga, 11 angur, 14 pat, 15 grána, 16 auðum, 17 rýr, 19 örla, 21 egni» 22 eldingu, 25 dug, 26 ára, 27 Rán. , LÓÐRÉTT: - 2 tíu, 3 næg, 4 skapar, 5 snatar, 6 mun, 7 tau, 9 duggönd, 10 grátleg, 12 geðugur, 13 ramminn, 18 ýfir, 20 al, 21 eg, 23 dá, 24 Na. Þú togar í línurnar Guðjón. Þetta verður að líta þannig út að það sé verið að bjarga bankanum en ekki SÍS .. . ÞETTA GERÐIST 1. október forseti Egypta í stað Nassars. Garðaholti og hefst fundurinn með borðhaldi. FÉL. eldri borgara í Goð- heimum, Sigtúni 3, hefur opið hús í dag, sunnudag, kl. 14. Frjálst spil og tafl. Þá verður dansað kl. 20.00. KVENFÉL. Laugarnes- sóknar heldur fyrsta fundinn á haustinu í safnaðarheimili kirkjunnar annað kvöld, mánudag, kl. 20. Þar verður vetrardagskráin rædd, upp- lestur o.fl. Kaffiveitingar. Fundurinn er öllum opinn. FÉL. Svæðameðferð hefur opið hús annað kvöld, mánu- daginn 2. okt. í Súðarvogi 7. Þar er Svæðameðferðarskóli íslands til húsa. Gestir félags- ins verða Helena Óskars- dóttir skólastjóri og Rúnar Sigurkarlsson. Hann mun kynna lífrænt ræktað græn- meti. MOSFELLSBÆR. Tóm- stundastarf aldraðra efnir til skoðunarferðar á málverka- sýningarnar á Kjarvalsstöð- unum og Listasafni íslands nk. þriðjudag, 3. okt. Lagt verður af stað frá safnaðar- heimilinu í Þverholti 3 kl. 13.30. Áður en haldið verður heim aftur verður drukkið kaffi á Hótel Borg. KVENFÉL. Kópavogs held- ur félagsfund nk. þriðjudags- kvöld kl. 20.30 í félagsheimili bæjarins. Gestur fundarins verður Orn Svavarsson, sem kynna mun heilsu- og snyrti- vörur. J.C. Reykjavík heldur fund nk. þriðjudagskvöld á Lauga- vegi 178 kl. 20. Fundurinn er öllum opinn. KVENFÉL. Keflavíkur heldur fund annað kvöld, mánudagskvöldið í Kirkju- lundi kl. 20.30. Þar verður rætt um fyrirhugaða Fær- eyjaferð. Kaffiveitingar. KVENFÉL. Seljasóknar heldur fyrsta fundinn á haust- inu á þriðjudagskvöldið nk. kl. 20.30 í Kirkjumiðstöðinni. Félagsstjórnin hefur sent öll- um félögum sínum dagskrá vetrarstarfsins. ITC-deildin Irpa heldur al- mennan kynningarfund nk. þriðjudag í Brautarholti 30 kl. 20.30. Þessi mánuður er kynningarmánuður þessara alþjóðlegu samtaka og fólki gefinn kostur á að kynnast starfinu. Fundurinn er öllum opinn. Nánari uppl. veita þær Krístín s. 74884, Vilhjálmur s. 78996 eða Hjördís s. 28996. NORÐURBRÚN 1. Félags- starf aldraðra. Á morgun mánudag hefst starfið kl. 9: útskurður og hornavinna. Lestur framhaldssögunnar kl. 10. Klukkan 13: bókaútlán, fótaaðgerð, leikfimi, hannyrð- ir og leirmunagerð. Enska fyrir byijendur kl. 14 og fyrir framhaldsflokk í ensku kl. 15.15. Kaffitími er kl. 15. D.C. Appolló-klúbburinn í Rvík heldur fund nk. þriðju- dagskvöld fyrir félagsmenn og gesti í Farfuglaheimilinu við Sundlaugaveg. E YFIRÐIN G AFÉL. í Reykjavík heldur árlegan kaffidag og kökubasar í Átt- hagasal Hótel Sögu í dag, sunnudag kl. 14. Það eru konurnar í félaginu sem standa fyrir bakkelsis-bas- arnum. FRÍKIRKJAN Hafiiarfirði. Kvenfélagið heldur fyrsta fundinn á haustinu í Góð- templarahúsinu kl. 20.30 nk. þriðjudagskvöld. Rætt verður um vetrarstarfið, snyrtivöru- kynning, upplestur og kaffi- veitingar. ÁTTHAGASAMTÖK Hér- aðsmanna efna til ferðar í Munaðarnes helgina 13.-15. okt. Nánari uppl. og skrán- ingu þátttakenda annast: Eiríkur Eiríksson s. 622248 og Þorvaldur Jónsson s. 52612 eftir kl. 18. ERLENDIS: 1800: Spánveijar láta Lous- iana af hendi við Bandaríkin. 1802: Amiens-ófriðurinn; bráðabirgðaundirritun fer fram. 1838: Fyrsti ófriður Breta gegn Afghönum. 1887: Balúkistan sameinað Indlandi. 1895: Fjöldamorð á Rúmen- um í Konstantínópel. 1918: Bretar og arabar taka Damaskus herskildi. 1923: Misheppnuð herbylting í Þýskalandi. — Suður- Rhódesía fær sjálfstjórn. 1927: Griðasáttmáli Rússa og Persa undirritaður. 1928: Fyrsta sovézka fimm ára áætlunin. 1936: Uppreisparmenn á Spáni skipa Franco þjóðhöfð- ingja. 1938:Þ Þýskt herlið sækir inn í súdetahéruð Tékkóslóvakíu. 1949: Kínverska alþýðulýð- veldið stofnað. 1960: Nígería fær sjálfstæði. 1965: Byltingartilraun í Ind- ónesíu. 1970: Anwar Sadat verður 1974: Watergate-réttarhöldin hefjast í Bandaríkjunum. 1979: Sjötíu og fimm ára yfirráðum Bandaríkjamanna á Panamaeiði lýkur. HÉRLENDIS: 1548: Dómsbréf klerka gegn Daða í Snóksdal. 1786: Hvarf síra Odds Gísla- sonar í Miklabæ. 1846: Latínuskólinn í Reykjavík vígður. 1874: Kvennaskólinn í Reykjavík tekur til starfa. 1880: Möðruvallaskólinn tek- ur til starfa. 1891: Stýrimannaskólinn í Reykjavík tekur til starfa. 1904: Iðnskólinn í Reykjavík stofnaður. 1904: Amtmannsembættin bæði og stiftsyfirvöld lögð niður. 1909: Björn Kristjánsson og Björn Sigurðsson skipaðir bankastjórar í stað Tryggva Gunnarssonar. 1934: Stúdentagarðurinn tek- ur til starfa. 1945: Bandaríkjamenn óska eftir afnotum af Keflavíkur- flugvelli til 99 ára. ORÐABÓKIIM Það er á hreinu Síðast var minnzt á orðalag- ið að hafa e-ð á hreina. Lo. hreinn er vissulega góð og gild íslenzka. Hins vegar er enginn efi á-, að orðasam- bandið á hreinu hefur borizt til okkar úr dönsku og um alllangt skeið verið notað með ýmsum tilbrigðum. Engu að síður er ástæðu- laust að láta það útrýma öðru eldra og íslenzkulegra orðalagi. Engin dæmi hef ég fundið í orðabókum um orðalagið að hafa allt eða e-ð á hreinu. Samt er það vel þekkt í þeirri merkingu að hafa allt öruggt og tryggt, t.d. í viðskiptum. I OH er rúmlega aldargamalt dæmi um orðalagið að vera allt á hreinu. Þar er talað um, að fjárhagslega væri allt á hreinu milli Jakobs og félagsins. Frá síðustu áratugum eru svo dæmi eins og að vera (eða vera ekki) á því hreina um e-ð = að vera e-ð alveg ljóst (eða ekki ljóst). — Einna mest dönskubragð mun þykja af orðalaginu hreint út, enda hefur það beina samsvörun í dönsku, Danir segja: rent ud sagt, en við hreint út sagt. A góðri íslenzku heitir þetta íhreinskilni sagt. Eins segja menn oft e-ð hreint út, en þar fer betur að nota orðalagið að segja e-ð ber- um orðum eða hispurslaust. - JAJ.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.