Morgunblaðið - 07.10.1989, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 07.10.1989, Blaðsíða 15
MOÉGUNBLAÐIÐ IAUGAUDAGUR 7, OKTÓBER 1989 15 f LANDSFUNDUR SJALFSTÆÐISFLOKKSINS Sjálfstæðismenn um tengslin við EB: Nauðsyn að fylgjast með breytingum og aðlagast þeim Ekki ákjósanlegt að æskja inngöngu nú NAUÐSYNLEGT er að fylgjast grannt með örri þróun innan Evrópu- bandalagsins og aðlagast þeim breytingum, sem þar eiga sér stað í efnahags- og atvinnulífí. Marka þarf skýra stefnu gagnvart bandalag- inu, ekki síst vegna þess að íslendingar eru háðari markaði EB en flest- ar grannþjóðir sem enn standa utan þess, nú þegar sameiginlegur innri markaður EB-landa er í sjónmáli. Mestu skiptir að nálgast viðfangsef- nið með opnum huga og án fordóma sem gera menn óhæfa til samninga- viðræðna. Einhugur ríkti um þessi sjónarmið á umræðufundi sem hald- inn var á Hótel Sögu í fyrrakvöld i tengslum við landsfund Sjálfstæðis- flokksins. Fundarmönnum þótti ekki ákjósanlegt að æskja inngöngu í Evrópubandalagið strax, enda væri ólíklegt að viðræður um slíkt gætu haflst fyrr en eftir 1992. Málshefjendur á fúndinum voru þeir Björn Bjarnason aðstoðarritstjóri og Einar K. Guðfinnsson útgerðarsfjóri. Björn Bjarnason sagði að hér virt- ist vera landlægur ótti við að þjóðleg einkenni kynnu að tapast við mikil samskipti og tengsl við aðrar þjóðir. Óttinn við að kvótinn komist á fárra hendur í þéttbýii væri svipaður kvíðanum um að útlendingar nái fiskimiðunum á sitt vald, ef við tengj- umst ríkjaheildinni í Evrópu of náið. En þá mætti spyija hvort við stæð- um ekki betur að vígi sameinuð sem hluti af stærra bandalagi og mark- aðssvæði heldur en sundruð og ein- angruð utan þess. Það væri áreiðan- lega auðveldara að standa vörð um menningu okkar og sjálfstæði ef unnt reyndist að koma málum þann- ig fyrir að úrlausn grundvallarvanda- mála í atvinnulífi okkar dreifðist á fleiri herðar. Bjöm gerði viðræður, sem nú fara fram milli EFTA og EB um hugsan- legt sameiginlegt efnahagssvæði í Evrópu, að umtalsefni. Hann sagði að í þeim myndi reyna á þvort fallist yrði á almenna fyrirvara Islands. Þar taldi hann skipta_ mestu almennan fyrirvara um rétt íslendinga til nátt- úruauðlinda til iands og sjávar og Framsögumaður sagði stjórnar- skrárnefnd vilja breyta kosningalög- um í nútímahorf. Hann sagðist telja að of margir gallar hefðu komið í ljós á prófkjöri en var því meðmælt- ur að persónukjör yrði gert auðveld- ara. Gefa mætti kjósendum kost á að raða sjálfir nöfnum á framboðs- listum, eins og tíðkast í Danmörku. Þingmaðurinn kynnti þar næst hug- mynd sem hann sagði geta orðið umræðugrundvöll að breyttri skipan kjördæmamála. Kjördæmin yrðu óbreytt en þingmenn yrðu alls 60 í stað 63 nú og þannig sýnt gott for- dæmi um sparnað í æðstu stjórn. Kjörseðlar yrðu tveir; annars vegar myndu verða kosnir 36 þingmenn í kjördæmunum með hefðbundnum hætti en hins vegar yrðu 24 lands- kjörnir þar sem atkvæðavægi yrði jafnt. Kjördæmakjörnir yrðu 9 í Reykjavík, 6 á Reykjanesi, 5 á Norð- urlandi eystra, 4 á Suðurlandi og síðan 3 á Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi vestra og Austurlandi hveiju um sig. Matthías sagði kostina við tillögur sínar vera þá helsta að að kerfið verði einfaldara og auðskilj- anlegra, erfiðara verði fyrir smá- framboð að koma manni á þing og það muni minnka líkur á glundroða. Loks að fleiri þingmenn en áður, þ.e. landslistaþingmennirnir, verði ' ekki nátengdir kjördæmahagsmun- sérstakar reglur um aðgang útlend- inga að vinnumarkaði vegna fámenn- is þjóðarinnar. Einar K. Guðfinnsson stiklaði í ræðu sinni á stóru í sögu Evrópu- bandalagsins og afstöðu Islendinga til aðildar að því. Hann minnti á ályktun landsfundar Sjálfstæðis- um og eigi því auðveldara með að taka afstöðu sem þingmenn alls landsins. Halldór Blöndal vildi íhuga breyt- ingar á kjördæmunum, m.a. kæmi tik greina að skilja Suðurnes frá Reykjaneskjördæmi. Ef til vill mætti gera Akureyri að sérstöku kjör- dæmi, sama gilti um Isafjarðardjúp suður til Þingeyrar. Halldór sagðist andvígur því að einstaklingum yrði gert ókleift að bjóða sig fram í kjör- dæmi þar sem þeir væru sterkir og taldi ókost við tillögurnar að þær yrðu til að auka miðstýringu. Jón Magnússon sagðist hafa starf- að í flokknum í 27 ár og ávallt hefðu kjördæmamálin og jöfnun atkvæða- vægis verið til umræðu. Fjölmargar tillögur um breytingar á kjördæmun- um væru oft til þess eins að drepa þessu réttlætismáli á dreif. Jón minnti á að íslendingar hefðu undir- ritað sáttmála Sameinuðu þjóðanna þar sem kveðið væri á um jafnrétti allra I kosningum. Árni Grétar Finnsson sagði kjör- dæmamálið vera mál málanna og horfast yrði í augu við „heijans átök“ sem nú væru milli landsbyggðar og Reykjavíkursvæðisins. Óskandi væri að hægt yrði að halda uppi byggð alls staðar þar sem hún væri fyrir hendi en ef við hygðumst halda áfram að búa við góð lífskjör væri flokksins fyrir 28 árum um þetta mál og orð Bjarna Benediktssonar þáverandi flokksformanns, um að ýmis ákvæði í Rómarsáttmálanum sköpuðu mikinn vanda fyrir fámenna í þjóð í stóru, lítt nýttu landi. „Enn sýnist mér við vera I svipuð- um sporum," sagði Einar. „Við stöndum utan bandalagsins, eigum brýnt erindi inn á markaði þess, en getum ekki né viljum afsala okknr því sjálfstæði sem Rómarsáttmálinn krefst af þjóðum Evrópubandalags- ins.“ Einar sagði að Islendingar yrðu að vera vel búnir undir að mæta breyttum tímum í viðskiptum við EB-löndin. Við værum nú háðari við- skiptum við Evrópubandalagsríkin en nokkru sinni, um 52% af útflutn- ingi ökkar færu þangað. Nærri allur saltfiskur, 94% ísfisks og 60% lýsis- útflutnings færu til þessara landa. ljóst að þessi stefna gengi ekki upp. Reyna yrði að ná samstöðu um lausn og aldrei mætti gleyma að stjórnmál væru list hins mögulega. Best væri að koma á einmenningskjördæmum en hann taldi auðveldast að ná sam- stöðu um að breyta landinu öllu í eitt kjördæmi. Ragnar Halldórsson mælti með því að kaleikur stjórnarskrárbreytinga yrði frá þingmönnum tekinn og efnt til sérstaks stjórnlagaþings. Hann vildi fækka þingmönnum niður í fimmtíu og stytta samanlagðan þingtíma í nokkrar vikur á ári; þing- mennska ætti ekki að vera fullt starf. Pálmi Jónsson sagðist fagna því að þessi mál væru nú tekin til um- ræðu innan flokksins. Hann taldi meint óréttlæti vegna misvægis at- kvæða ekki koma fram í störfum Alþingis og tal um óeðlilega hagsmu- nagæslu fyrir kjördæmi væru ýkjur. Pálmi andmælti hugmynd Ragnars um stjórnlagaþing og sagðist efast um að reynslulitlir menn kæmust að skynsamlegri niðurstöðu en alþingis- menn í stjómarskrármálunum. Aðrir sem tóku til máls í umræðunum voru Gunnar G. Schram, Bragi Mikaelsson og Halldór H. Jónsson. Matthías Bjarnason flutti lokaorð og varaði við ýkjum og kröfuhörku í sambandi við jöfnun atkvæðavægis. Að lokum sagði Matthías að hann ætti erfitt með að koma því heim og saman að óréttlætið vegna mis- vægis atkvæða væri svo hróplegt en samt flytti fólk í striðum s'traumum til Reykjavíkursvæðisins. „Skýringin hlýtur að vera sú að þangað leitar klárinn sem hann er kvaldastur,“ sagði Matthías Bjarnason. Og innflutningstollar á Evrópumark- aði væru nýtt vandamál sem enn knýr á um að leita leiða til að auð- velda aðganginn að mörkuðum EB. Styrkja þarf stöðuna á Bandaríkjamarkaði Einar taldi ekki koma til greina að ganga í Evrópubandalagið nú, því þyrfti að leggja kapp á að ná eins hagstæðum samningum við banda- lagið og kostur væri. Hann sagði að hins vegar hlytum við að stefna að því að minnka vægi viðskipta okkar við EB. Undanfarin ár hefðu við- skipti við ríki Suðaustur-Asíu vaxið en heldur minnkað við Bandaríkin. Enginn vafi væri á að treysta þyrfti hlutdeild okkar á Bandaríkjamark- aði. Björn Bjarnason sagði að hann teldi ekki að taka ætti pólitískar ákvarðanir um að beina viðskiptum í tilteknar áttir, slíkt yrði að ráðast af markaðsaðstæðum hveiju sinni. „Evrópusamstarfið snýst um miklu fleira en viðskiptamál, það snýst iíka um öryggismál og menningarmál ýmiskonar," sagði Björn. Geir Andersen kvaðst telja nauðsynlegt að efla tengsl við Bandaríkin áður Nokkrir ræðumanna gerðu sjálf- stæði sveitarfélaga að umtalsefni og sögðu að vinstri menn hefðu það markmið að færa sem mest af valdinu til ríkisins, frá fólkinu heima I hér- aði. Guðjón Ingi Stefánsson sagði að fyrir 30-40 árum hefði það þótt eðli- _ legt að landsbyggðarmenn reistu eig- in orkuver, byggðu skóla eða stofnuðu sparisjóði. Fátt mætti nú aðhafast án þess að sækja leyfi suður. Hann nefndi sem dæmi að samtök sveitarfélaga hefðu haft frumkvæði að því að settir voru iðnráðgjafar um landið og stofnuð iðnþróunarfélög. Nú lægi á borði ráðherra tillaga um að setja iðnráðgjafana undir stjórn Byggðastofnunar. Guðjón sagði að brýnt væri að vekja aftur upp um- ræðu um þriðja stjórnsýslustigið. Það myndi stuðla að valddreifingu, efla landsbyggðina og styrkja. í ræðu sinni sagði Lárus Jónsson meðal annars að kjarni byggðastefnu hlyti að vera sá að vel rekin fyrir- tæki skili arði og geti eflst án tillits til þess hvar þau eru á landinu. Hann minnti einnig á tillögur sem hafa verið til umræðu á vettvangi flokks- ins um eflingu svokallaðra vaxtar- svæða á landsbyggðinni, þjónustu og þéttbýliskjarna til mótvægis við suðvesturhornið. Sigríður A. Þórðardóttir sagði að hún þekkti lífið af eigin raun I litlu sjávarþorpi á landsbyggðinni, þar sem flestir hefðu lífsviðurværi af veiðum og vinnslu fisks. Það væri uggvænlegt ef fólk þyrfti að flýja þessi byggðarlög af því að það fengi ekki að njóta afraksturs af erfiði sínu. Sigríður sagði að breytingar f þjóð- félagsgerðinni hefðu valdið því að menn þekktu ekki lengur kjör hvers annars. Þetta væri óheillavænleg þróun, ýtti undir innbyrðis ríg sem þjóðfélagið mætti ekki við. Hún varaði við þeirri svartsýni og bölmóði sem einkennt hefði umræðu um byggðamal. Sérstaklega hefðu verið felldir þungir áfellisdómar yfir bændum sem ættu þá ekki skilda. Bændur og sjómenn hafa verið burð- arásar þjóðfélagsins, sagði Sigríður, ekkert réttlætir að þeim sé skammt- að úr hnefa sem stafkarlar væru. Rúnar Guðbjartsson flugmaður vakti máls á samningsgerð um stækkun álversins í Straumsvík. ‘Sagði hann það skoðun sína að byggja ætti iðjuverið úti á landi, en gengið væri til frekari viðræðna við Evrópuþjóðir. Einar K. Guðfinns- son sagði að íslendingar ættu að nýta sér vel þá möguleika sem fæl- ust í að vera miðja vegu milli Evrópu og Bandaríkjanna. Góð þróun í sjáv- arútvegi hefði farið saman við mikil samskipti við Bandaríkin. Þangað þyrftum við að horfa í auknum mæli, það væri ekki 'góð markaðs- stefna til lengri tíma að setja öll sín egg í sömu körfuna. Bjöm Bjarnason sagði að góðir viðskiptasamningar við Evrópulönd og Bandaríkin þyrftu ekki að stang- ast á. Hann ítrekaði að Evrópusam- starfið snerist ekki einvörðungu um viðskiptamál. Eyjólfur Konráð Jónsson kvaðst telja alla sammála um að ekki væri æskilegt að sækjast nú eftir inn- göngu í Evrópubandalagið. Við ætt- um ekki og gætum ekki flanað að neinu. Hann sagði að ekki þyrfti að óttast um fiskveiðiréttindin þótt við sæktum um aðild. Auðvitað ætti að gera almenna samninga við EB og ekki taka sjávarútvegsmál út úr. „Þessir menn viðurkenna að þeir vilji kaupa íslenskan fisk en þeir hlusta á rök.“ helst sem lengst frá Reykjavík. Ef ekki næðust samningar við erlenda aðila um það ættu Islendingar hik- laust að fjármagna byggingu álvers- ins sjálfir. Ekki þyrfti að óttast að erfitt yrði að afla lánsfjár erlendis. Þegar Flugleiðir hefðu ákveðið að yngja flugflota sinn hefðu fulltrúar banka um allan heim boðið þeim fé á mjög góðum kjörum. Rúnar sagði að betra væri að fresta smíði álvers en að velja þann kost að stækka verksmiðjuna í Straumsvík, því ef sú leið yrði valin skapaði það fleiri vandamál er fram í sækti. Ekki má leyfa innflutning búvara Erlendur Eysteinsson frá Stóru Giljá varaði við umræðum um inn- flutning landbúnaðarafurða, eins og margir aðrir ræðumenn. Sagði hann að öll framleiðsla innanlands og verð- mætasköpun væri þjóðinni til góða. Ef kaupa ætti þær vörur erlendis væri aðeins verið að eyða dýrmætum gjaldeyri. Guðjón A. Kristjánsson formaður Farmanna og fiskimannasambands- ins sagði, að íslendingar ættu að reyna til þrautar að koma lamba- kjöti á framfæri erlendis. Þar væri um lostæta munaðarvöru að ræða sem þyrfti að kynna og verðleggja sem slíka. Hann sagði einnig að fólk á Vestíjörðum og Austfjörðum ætti heimtingu á því að þat’ yrðu gerð jarðgöng þannig að menn gætu átt eðlileg samskipti og gengið að sam- eiginlegri atvinnu allt árið. Kristinn Pétursson alþingismaður sagði að ekki mætti gleyma þeim möguleikum sem varaflugvöllur gæti skapað. I framtíðinni yrði að beina sjónum í auknum mæii að útflutningi á fersku sjávarfangi með flugvélum. Einnig gæti Island orðið mikilvæg millihöfn fyrir flugfrakt. Á hveijum degi flygju 300 þotur um íslenskt flugstjórnarsvæði. Hann sagði að einnig þyrfti að skoða samgöngubætur innanlands með opnari huga. Þegar arðsemi slikra framkvæmda væri reiknuð þyrfti að meta aukningu á framleiðni byggðarlaganna sem af þeim hlytist. Varanlegar fjárfestingar í sam- göngumálum, eins og jarðgöng eða malbikaðir vegir, væru skynsamlegar frá sjónarhóli þjóðarheildarinnar. Fundarmenn hlýða á umræður um byggðamálin. Rætt um kjördæmaskipun og misvægi atkvæða: Þangað leitar klárinn sem hann er kvaldastur - sagði Matthías Bjarnason alþingismaður sem telur mis- vægi atkvæða ekki stöðva fólksstrauminn til Reykjavíkur MATTHÍAS Bjarnason alþingismaður hafði lramsögu í umræðum lands- fundarmanna um kjördæmaskipan og kosningalög. Hann rakti m.a. þau vandkvæði sem kæmu í ljós þegar reynt væri að samræma sjónarmið- in varðandi kjördæmaskipan. í umræðum komu fram mjög ólík sjónar- mið varðandi misvægi atkvæða en margir mæltu með því að ein- menningskjördæmum yrði komið á. Fundarstjóri var Sigrún Trausta- dóttir. Umræður um byggðamál; Spoma verður við fólksflóttanum ISLAND er óðum að skiptast í tvær þjóðir, höfúðborgarbúa og lands- byggðarfólk. Sporna verður við fólksflótta úr dreifbýlinu til suðvestur- hornsins. Ella skapast óleysanleg vandamál, ekki aðeins í hinum dreifðu byggðum heldur einnig vegna fólksfjölgunar á höfíiðborgarsvæðinu. Þetta var inntakið í máli margra þeirra sem til máls tóku í umræðum undir yfirskriftinni „Hvert stefnir í byggðamálum?" á landsfundi Sjálf- stæðisflokksins á fimmtudagskvöld. Framsögumenn voni Lárus Jónsson framkvæmdastjóri og Sigríður A. Þórðardóttir sveitarstjórnarmaður á Grundarfirði og formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.