Morgunblaðið - 07.10.1989, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 07.10.1989, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. OKTOBER 1989 29 Hjónaminning: Sveinn Jónsson Eyrún Guðjónsdóttir Fæddur 21.júní 1906 Dáinn 30. september 1989 Fædd 25. febrúar 1905 Dáin 7. nóvember 1970 Það haustar að og nú þegar er tími rétta, eftirleita og seinni rétta, verður hugurinn bundinn við æskuna og þann tíma er voraði í sálinni. Haustdagar í Langholtsparti í Flóa, í Skeiðarétt og Brúnastaðarétt. Blessaðir karlarn- ir, bændur í Hraungerðishreppi að fá fé sitt af fjalli og eru þeir allir með gleðibragði. Myndirnar renna sem á tjaldi fyrir augum, það er árla dags í Brúnastaðarétt. Bjarni eldri á Litla- Ármóti hvítur fyrir hærum með bros í augunum og kvikur á fæti, Eiríkur minn í Austurbænum í Langholti vel ríðandi að vanda með sixpensarann eilítið hallandi út í annan vangann, Geir í Hallanda á þeirri gráu á fljúg- andi tölti og kveður við raust, Kristinn í Halakoti hár og grannvaxinn með hvellan málróm og síhlæjandi, Jón bóndi á Stóra-Ármóti á gamla Willys- jeppanum sínum, hann á að vísu ekki fé á fjalli, hefur allt sitt í heimahög- um, en er eigi að síður kominn að heilsa upp á vini og félaga, Hermann í Vesturbænum í Langholti ljóshrokk- inhærður og hæglátur með logandi kímni í svipnum, Oddgeirshólahöfðin- gjarnir, Ólafur, Guðmundur og Jó- hann, sérstök uppáhöld allir saman, Ágúst á Brúnastöðum, þéttvaxinn og digurraddaður, flengríðandi yfir Flóð- gáttina á brúnum og sá sem undirrit- aðri fannst sveitarprýðin, Sveinn bóndi í Langholtsparti ríðandi á jörp- um hesti með hringaðan makka og ólgandi fax á vaðandi hreinu tölti, fæturnir bornir afburða tígulega, tag- lið mikið og sítt, bolurinn gljáandi fagur, reiðmaðurinn er stórvaxinn og myndarlegur, augun dálítið innsett, full af glettni og hlýju, nefið stórt og beint, vel lagaður munnur og skörp haka, ennið hátt og bjart, hendurnar stórar og vinnulúnar, halda þétt um taumana og langir sterklegir fætur í ístöðunum. Þetta er Sveinn á Gylli sínum með frelsi og fögnuð bóndans í svip og fasi. Tveir krakkar bíða hans með eftirvæntingu, rauðhærður strákur, freknóttur og sólbrenndur á eyrunum og dökkhærð stelpa með drengjakoli, nokkru eldri en strákur- inn sem hoppar af kæti og spenningi og togar sífellt í bláköflóttan jakkann á stelpunni. Þetta eru Gísli Tómasson og undirrituð, sumarkrakkar í Lang- holtsparti hjá heiðurshjónunum Eyr- únu Guðjónsdóttur og Sveini Jóns- syni, að bíða eftir að langþráður dag- ur rynni upp þar sem kappið stóð um að ná að draga hina fráu sauði Glanna og Skjanna ásamt Beri-Berunum í dilk bóndans í Partinum. Þetta er árið 1956 og Sveinn hafði orðið fimmtugur 21. júní þá um suma- rið, mikil og stór veisla var haldin og gestir margir, mest bændur úr sveit- inni og frúr þeirra ásamt skylduliði hjónanna og annarra vina og vanda- manna, veitingar voru rausnarlegar að góðra bænda sið og fengum við krakkarnir bæði magapínu af kók- drykkju og kökuáti. Eyja spurði Svein með þjósti hvort hann ætlaðFað drepa fyrir sér krakkana á þessum óþverra (kókinu). Hann svaraði kíminn; Ó nei heilla mín, ég bara gef þeim brenni- steinssúrt ammóníak, þá batnar þeim fljótlega! Eins hafði hann á orði er ég í fyrsta sinn fékk að fara með rekstr- arhestana hans upp að Skáldabúðum og Eyja hafði áhyggjur af því að þetta væri alltof löng leið fyrir mig, „ef að ég bara yrði dugleg að bara koppa- feiti á rassinn á mér þá væri allt í lagi“. Aldrei man ég eftir að hann talaði um að henda neinu heldur var allt sett til Gráa-Bjöms! Þetta sumar var ákaflega sólríkt og gott en árið á undan hafði verið mesta óþurrkasumar 'í manna minn- um. Sveinn hafði fengið afskaplega mikil og góð hey og allt gengið að óskum þetta sumar, svo þau ákváðu að bjóða okkur öllum í ferðalag í lang- þráða heimahaga Sveins, austur í Mýrdal. Fékk Sveinn Bjarna Dagsson á Selfossi til að aka okkur og minnist ég andkafanna þegar farkosturinn rann í hlað, dökkblár Chevrolet ’54 með hvítum toppi, feikna glæsikerra. Gísli og Sveinn sátu frammí en döm- urnar, Eyja, ég og Helga dóttir Her- manns í Langholti sem var kaupakona í Partinum þetta sumar og góð vin- kona mín, sátu aftur í. Ekið var sem leið lá austur. Þá var nýbyrjað að græða upp Skógarsand og voru hjón- in að bera saman muninn á því sem áður var, svartur sandur og auðn en nú bylgjandi grænt hávaxið gras. Áfram var haldið og er komið var á Skarphól var stansað og farið út úr bílnum. Veðrið var dásamlegt, sól og hiti og gott skyggni og þarna fékk ég að heyra um Mýrdalinn yndislega á s(<aðnum sjálfum. . Sveinn fæddist 21. júní 1906 í Neðri-Dal í Mýrdal, fimmta barn hjón- anna Þórunnar Gísladóttur og Jóns Árnasonar bónda þar. Elstur var Gísli, er fórst með togaranum Gull- fossi á stríðsárunum, þá Árni bóndi og verkamaður á Hjalteyri og síðar á Akureyri, tvíburarnir Sigríður húsfrú í Reykjavík látin fyrir nokkrum árum og Tómas sjómaður í Reykjavík, dvel- ur nú á Hrafnistu, Sveinn bóndi sem hér er minnst og sjötti er Hermann bóndi í Norður-Hvammi sem nú býr á Selfossi. Öll voru börnin mikið mannkosta- og dugnaðarfólk. Síðar fluttu Jón og Þórunn að Norður- Hvammi og voru þar í sambýli um tíma með sr. Þorvarði og frú hans og þeirra börnum. Kynntist þá MINJALIST Sýningarsalur - Armúla 23 Sími 678181 OPIÐ UM Laugard. kl. 10-16 HELGINA: Sunnudag kl. 11-17 Til sýnis og sölu: FORSETAPENINGURINN 1989 krakkahópurinn vel og var kært með þeim allar götur síðan. Sr. Þorvarður og fjölskylda hans fluttust svo til Víkur og bjuggu þar en Jón og Þór- unn bjuggu í Hvammi allan sinn bú- skap. í heimili hjá þeim voru systkini Jóns, þau Ilalldór og Ólöf. Heimilið í Norður-Hvammi var því mannmargt og í mörg horn að líta og vont börnin fljót að byija að hjálpa til og taka til hendi og’urðu „strákarnir" í Norður- Hvammi fljótt eftirsóttir til vinnu bæði í uppskipun og slögtum í Vík, sem og við sjóróðra úr Reynishverfi og Vestmannaeyjum. Systirin Sigríð- ur var orðlögð dugnaðar- og gæða- kona. Sveinn vann ætíð heima á sumr- in eins og systkini hans, en brá sér í vegavinnu ef hana var að fá. Kaupa- konur voru alltaf í Hvammi og með einni þeirra voru örlög hans ráðin. Hún kom að ráði bróður síns Guð- mundar Guðjónssonar sem var kunn- ingi þeirra Hvammsbræðra úr vega- vinnunni. Eyrún Guðjónsdóttir hét hún frá Nýjabæ í Sandvíkurhreppi, hún var með mikið dökkt hrokkið hár, fríð sínum, frekar lágvaxin, bros- mild og hnellin og lá dálítið hátt róm- ur. Þau hófu búskap í Norður- Hvammi í sambýli við foreldra Sveins en fluttu síðan út í Flóa og festu þar kaup á jörðinni Langholtsparti í Hraungerðishreppi. Jörðin var land- mikil en ekki að sama skapi mikið ræktuð, mýrar voru miklar er kallað- ar eru Sorti og kannast margir við þær. Þær voru síðan þurrkaðar með miklum skurðum og skipti Flóaáveit- an þar sköpum. Bústofn höfðu þau með sér að austan, meðal annars nokkur hross, en Jón Árnason faðir Sveins var orðlagður hestamaður og átti marga frábæra gæðinga og góðar hryssur. Sveinn og Eyrún höfðu bæði afar gaman af hestum og voru bæði glögg á hesta og góðir reiðmenn, sagði það sig því sjálft að gæðinga- kyn varð fljótlega til í Langholtsparti. Sveinn hófst nú handa við ræktun jarðarinnar og þöndust túnin út á nokkrum árum, öllum voru þeim gef- in nöfn og sum meira en dálítið grínfull eins og Sveini var gjarnan lagið svo sem Hrútur, Prívat, Botn- langinn, Kríkur, Stóri-Kroppur o.fl. Eyrúnu og Sveini búnaðist vel og voru sjáifum sér nóg um flesta hiuti, heiðarleg og vinnusöm. Þeim varð ekki barna auðið en höfðu þó einstakt barnalán, fjöldinn allur af börnum og unglingum var undir þeirra hand- leiðslu, lengri og skemmri tíma og héldu þau síðar á árum tryggð við þau hjónin. Hjónaband Eyrúnar og Sveins var ákaflega ástríkt og þótti þeim afar vænt hvou um annað, þau voru mjög samrýnd og máttu vart af hvort öðru sjá, það var því mikið áfall er Eyrún veiktist hastarlega 1967 og komst aldrei til nokkurrar heilsu síðan. Var hún meira og minna á sjúkrahúsum þar til hún lést eftir erf- iða legu árið 1970. Sveinn bjó áfram í Langholtsparti nokkur ár. En er elli kerling tók að ásækja hann æ harðar fluttist hann að Ljósheimum á Selfoss þar sem hann naut góðrar umönnunar alla tíð. Enn einn höfðinginn úr Hraungerð- ishreppi frá æskudögunum er horfinn sjónum um sinn og enn hringja klukk- urnar í Hraungerði líkhringingu á þessu sumri. Við stöndum aftur í huganum á Skarphól og horfum yfir Mýrdalinn fagra, þessa sveit sem Sveinn elskaði af öllu hjarta, heiðarnar, jökulinn, sandinn, Dyrhólaey, Heiðardal og mest af öltu Norður-Hvamm og Hvammsgilið fagra. Ég trúi því að nú standi þau saman Eyja og Sveinn eins og forðum hönd í hönd og leiðist “ saman inn í land fegurðarinnar. Guð blessi minningu þessara elskulegu hjóna, þökkuð er elska þeirra til mín og minna á árum áður. Þórunn Jónsdóttir Listmunir-Sýningar-Uppboð Pósthússtræti 9, Austurstræti 10,101 Reykjavík Sími: 24211, P.O.Box 121-1566 MÁLVERKAUPPBOÐ 22. málverkauppboð Gallerí Borgar, í samráði við Listmunauppboð Sigurðar Benediktssonar hf., verður haldið á Hótel Borg á morgun, sunnudaginn 8. október 1989, og hefst kl. 20.30. Boðin verða 66 númer samkvæmt skrá. 52. 53. 54. 55. 56. 57. 58. 59. 60. 61. 62. 63. 64. 65. 66. Meðal verka, sem upp verða boðin, eru: Erró Leifur Breiðfjörð Þorvaldur Skúlason Kristján Davíðsson Jóhannes S. Kjarval Jón Engilberts Nína Tryggvadóttir Guðmundur Thorsteinsson Sverrir Haraldsson Einar Jónsson Valtýr Pétursson Jóhannes S. Kjarval Þorvaldur Skúlason Jóhannes S. Kjarval Ásgrímur Jónsson Mary Kuopka. Klippimynd 1965. 27x18 cm. Merkt Erró. Glerverk. 49x160 cm. 1972. Merkt: Leifur ’72. „Abstraktion". Vatnslitur ca. 1950. 20x28 cm. Merkt: Þ. Skúlason. Land. Olía á striga 1987. 100x120 cm. Merkt: K. Davíðsson '87. Blómaskrúð. Túss. 32x40 cm. Merkt: Jóhannes Sveinsson Kjarval. „A La Ferme". Vatnslitur 1944. 54x76 cm. Merkt: Engilberts '44. Fprm. Vatnslitur 1965.25x20 cm. Merkt: N. Tryggvadóttir. „Út geng ég ætíð síðan". Teikning. 15x10 cm. Ómerkt. Áritun á baki. Kona. Tré. Hæð 54 cm. Alda Aldanna. Gips 1905 afsteypa. Hæð 30 cm. Merkt: Einar Jónsson frá Galtafelli 1905. „Abstraktion". Olía á masonit 1960. 62x72 cm. Merkt: Valtýr '60. Skjaldbreiður 1960. Olía á striga. 48x62 cm. Merkt: Jóh. S. Kjarval. „Abstraktion". Olía á striga 1970. 87x130 cm. Merkt: Þ. Skúlason '70. Víkin. Olía á striga. 50x73 cm. Merkt: J. S. Kjarval. Strútur. Olía á striga. 76x96 cm. Merkt: Ásgrímur J. Athugið breyttan tíma: Uppboð hefst kl. 20.30. Myndirnar eru sýndar í dag og á morgun sunnudag kl. 14 -18. Minnum á að í „kjallaranum" er úrvalafmyndum gömlu meistaranna. BORG

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.