Morgunblaðið - 07.10.1989, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 07.10.1989, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGÚk 7. OKTÓBER 1989 4?" ínémR FOLK ■ SIGURLÁS Þorleifsson, þjálf- ari og leikmaður knattspyrnuliðs Vestmannaeyinga á síðasta keppnistímabili, fer undir hnífinn einhvern næstu daga. Signrlás meiddist í sumar - vöðvi í hægra fæti rifnaði illa. Sigurlás er ákveð- inn að vera með í 1. deildarslagnum næsta sumar, en ekki hefur verið gengið frá ráðningu hnas hjá ÍBV. ■ ÞORMÓÐUR Egilsson, KR, tók sæti Alexanders Högnasonar, IA, í U-21 landsliðinu í knatt- spyrnu, sem fer til Hollands á morgun og leikur gegn heimamönn- um á þriðjudag. Alexander á við meiðsli að stríða og gaf því ekki kost á sér. HANDKNATTLEIKUR IHF-KEPPNIN „Ymsir agnúar í vöm og sókn“ - sagði Jóhann Ingi Gunnarsson, þjálfari KR, eft irfjögurra marka tap gegn norska liðinu Urædd Stefán Kristjánsson gerði 10 mörk fyrir KR gegn Urædd í gærkvöldi. Sigurlás Þormóður M STEFÁN Arnaldsson og Rögnvaldur Erlingson, hand- knattleiksdómarar, dæma leik By- asen frá Noregi og GOG frá Dan- mörku í Evrópukeppni bikarhafa kvenna 21. október. Leikurinn fer fram í Noregi. B MICHAL Bilek gerði bæði mörk Tékka, er þeir unnu Portú- gali 2:1 í 7. riðli undankeppniHM í knattspyrnu í Prag í gærkvöldi. Rui Aguas skoraði fyrir gestina. M JOHN Barnes er meiddur og leikur ekki með enska landsliðinu í Póllandi á miðvikudag. Gary Lineker, Paul Gascoigne, Tony Adams, Gary Stevens og Steve McMahon eru einnig á sjúkralista. I ANDREW Gaze, ástralski körfuknattleiksmaðurinn sem leikið hefur með háskólaliðinu Seton Hall í Bandaríkjunum, mun skrifa undir samning hjá NBA-liðinu Se- attle Super Sonics í næstu viku. Gaze, sem er 2:01 metrar á hæð, er frábær skytta og á örugglega eftir að styrkja Super Soncis. KR tapaði með fjögurra marka mun, 26:22, fyrir norska liðinu Urædd í Pors- grunn í gærkvöldi. Þetta var fyrri leikur liðanna í Evrópukeppni félagsliða í handknattleik, IHF-keppninni, en hei- maleikur KR verður á sama stað í dag. Að sögn Jóhanns Inga Gunnarssonar, þjálfara KR, var sigur Norðmannanna sanngjam, en munurinn of mikill. „Þeir eru með öflugt lið, en tveggja marka sigur hefði gefið réttari mynd af gangi leiksins," sagði Jóhann Ingi. Urædd byrjaði vel, komst í 4:1 og gerði Bent Svele þijú markanna. KR-ingar tóku hann þá úr umferð og við það riðlaðist leik- ur heimamanna, en gestirnir söxuðu á for- skotið. í hálfleik var staðan 12:11 fyrir Urædd, en Norðmennirnir gerðu fyrstu þijú mörkin eftir hlé og það bil náðu KR-ingar ekki að brúa. „Dönsku dómararnir, Christensen og Jörgensen voru mjög harðir — við misstum fimrn menn út af á fyrstu 20 mínútunum, en alls vorum við í 16 mínútur utan vallar og Norðmenn- irnir í sex mínútur. Þetta var okkar fyrsti opin- beri leikur á tímabilinu og ýmsir agnúar í vörn og sókn, en við því var ekkert að gera,“ sagði Jóhann Ingi. Páll Ólafsson, eldri, fékk hogg á hné í fyrri hálfleik og var lítið með eftir það, en hann hafði þá gert fjögur mörk. Stefán Kristjánsson gerði 10 mörk, Konráð Olavson og Sigurður Sveinsson '3 hvor og Þorsteinn Guðjónsson og Jóhannes Stef- ánsson sitt markið hvor. Ketil Lundberg var atk,væðamestur hjá Urædd með 8 mörk, Larsen gerði 6 og Svele 5. URSLIT Blak 1. deild kvenna: Þróttur R-Þróttur N................3:1 15-9, 15-5, 5-15, 15-10. 1. deild karla: Þróttur R-Þróttur N................3:1 15-6, 14-16, 16-14, 15-6. Handbolti 3. deild b UBK b-Völsungur..................27:25 Ameríski hafnarboltinn Cicago Cubs - San Francisco Giants ....9:5 ■Staðan eftir tvo Ieiki af sjö er jöfn, 1:1. Íshokkí — NHL New Jersey Devils - Philadelphia Flyers ..6:2 Montreal Canadiens - Hartford Whalers..4:l Boston Bruins - Pittsburgh Penguins..5:4 Buffalo Sabres - Quebec Nordiques..4:3 Minnesota North Stars - NY Islanders.6:5 St Louis Blues - Chicago Black Hawks ....8:3 Calgary Flames - Detroit Red Wings 10:7 Edmonton Oilers - Vancouver Canucks ...4:1 LA Kings - Toronto Maple Leafs.....4:2 Fj. leikja U J T Mörk Stig BELGÍA 6 4 2 0 12: 2 10 TÉKKÓSLÚV. 6 4 1 1 10: 3 9 PORTÚGAL 6 3 1 2 8: 8 7 SVISS 5 1 0 4 6: 8 2 LUXEMBURG 5 0 0 5 1: 16 0 BLAK / KONUR Smáþjóðamót í tengslum við íþróttahátíð B! ; laksamband íslands hefur ákveðið að halda „smáþjóða- mót“ í blaki kvenna hér á landi í tengslum við íþróttahátíð ÍSÍ næsta sumar. Kjartan Páll Einarsson, form- aður BLÍ, sótti þing blakasam- banda í Evrópu sem fram fór sam- hliða úrslitakeppni Evrópumótsins í blaki karla í Stokkhólmi í síðustu viku. Þar var ákveðið að Island tæki að sér að halda kvenna-mót. „Möltubúar, sem heldur næstu smáþjóðaleika 1991, ætluðu að vera með blak kvenna á leikunum en hafa hætt við það. Formaður blaksambands Möltu fór fram á það, að við tækjum að okkur kvennamót smáþjóðanna. Við höf- um ákveðið að verða við þeirri beiðni. Þetta er gott tækifæri til að efla kvennablakið hér á landi,“ sagði Kjartan. Kjartan sagði að fimm til sex smáþjóðir kæmu til með að senda lið á mótið næsta sumar. Hann sagði að öruggt væri að Luxem- borg, Lichtenstein, Kýpur og Færeyjar myndu senda lið. Mótið fer fram í lok júlí. HANDKNATTLEIKUR / 1. DEILD Nýliðamir kljást við FHogGróttu FYRSTA deild karla í handknatt- leik hefst í dag. Tveir leikir eru á dagskrá: FH og HK leika í Hafnar- firði og Grótta mætir ÍR á Seltjarn- arnesi. Báðir leikirnir hefjast kl. 16.30. Þremur leikjum var frestað fram á miðvikudag í næstu viku, Stjarn- an-KA, Víkingur-KR og Valur-ÍBV. 1-eikmenn liðanna spáðu FH og Stjörnunni toppsætunum í skoðakönn- un á vegum samtaka 1. deiidarfélaga, eins og greint var frá í blaðinu í gær. Nýliðunum HK og ÍR var hins vegar spáð fallinu, en þau lið verða bæði í eldlínunni í dag. Talsverðár mannabreytingai- hafa verið á flestum liðanna frá því í fyrra, eins og sjá má nánar hér til hliðar. Mest er breytingin hjá meisturum Vals. Þeir misstu þijá máttarstólpa; Geir Sveinsson, Júlíus Jónasson og Sigurð Sveinsson. Til liðs við Val hafa aftur á móti gengið ungir og efnilegir leikmenn og verður því gaman að fylgj- ast með því hvemig Þorbjöm Jensson þjálfari nær að spila úr því sem hann hefur á hendi. FH-ingar liafa aðeins misst Óskar Helgason en aftur á móti fengið Guðmund Hrafnkelsson lands- liðsmarkvörð. Hann mun eflaust styrkja hópinn mikið. Þorgils Óttar Mathiesen þjálfar nú liðið og óljóst er hve mikið hann leikur með. Hvað lið bikarmeistara Stjörnunnar varðar eru breytingarnar ekki miklar. Liðsheildin á að vera góð og þrátt fyrir skipbrot í Evrópukeppninni kemur liðið Örugg- lega sterkt til leiks í deildinni. Margir em á því að Stjarnan verði stórlið næstu árin, markviss uppbygging fé- lagsins sé að skila sér og verður fróð- legt að fylgjastmeð Garðbæingunum. Sú nýbreytni hefur verið tekin upp að öll 1. deildarkeppnin fer nú fram á laugardögum, allir leikir heljast kl. 16.30. Fáeinar undantekningar eru reyndar á þessu, sbr. fyrstu umferð- ina. Samið hefur verið við báðar sjón- varpsstöðvarnar, RUV og Stöð 2, og stefna báðar stöðvarnar að því að sýna beint frá einum leik í 16 umferðum af 18. Þjálfari: Þorgils Ótlar Mathiescn. Nýir leikmcnn: Guðmundur Hrafn- kelsson frá UBK. Farinn: Óskar Helgason til Spánar. STJARNAN Þjálfari: Gunnar Einarsson. Nýir leikmenn: Siguijón Guðinunds- son frá UMFN, Hannes Leifsson frá Ármanni og Peter Sikemsen frá Grænlandi. Farinn: Siguijón Aðalsleinsson IÍBV. VALUR Þjálfari: Þorbjöm Jensson. Nýir leikmenn: Finnur Jóhannsson frá ÍR, Brynjar Harðarson frá Olymp- ia. í Sviþjóð, Júllus Gunnarsson frá Fram og Svanur V algeirsson frá KA. Farnir: Júllus Jónasson til Racing Asnyeres I Frakklandi, Geir Sveinson til Grannollcrs á Spáni, Sigurður Sveinsson til Dortmund í V-Þýska- landi og Sigurður Sævarsson í HK. VIKINGUR Þjálfari: Slavko Bambir. Nýir leikmenn: Birgir Sigurösson frá Fram, Hrafn Margeirsson frá ÍR, Dag Jónasson frá Víkingi og Erlend Davl- ðsson úr Aftureldingu. Farinn: Sigtirður Ragiiarsson hættur. GROTTA Þjúlfari: Ámi Indriðason. Nýir lcikmenn: Ómar Banine úr Fram. Farinn: Enginn. Þjálfari: Jóhann Ingi Gunnarsson. Nýir leikmenn: Enginn. Farnir: Alfreð Gíslason til Bidasoa á Spáni og Guðmundur Albertsson til ÍBV. Þjálfari: Erlingur Kristjánsson. Nýir leikmcnn: Anders Heilmann frá Nuuk á Grænlandi, Jens Gunnarsson frá ÍBV og Erlendur Hemiannson frá Kyndli í Færcyjum. Farnir: Jakob Jónsson til Stavanger 1 Noregi og Ólafur Hilmarsson i Þór. Þj&lfari: Hilmar Sigurgíslason. Nýir leikmenn: Guðmundur Albcrts- son frá KR, Siguijón Aðalsteinsson úr Stjörnunni, Jón Bragi Arnarson frá Viking Stavanger í Noregi og Hilmar Sigurgislason frá HK. Famir: Ingólfur Amarsson, Sigurður Friðriksson og Elliði Aðalsteinsson em hæltir. Þjálfari: Eyjólfur Bragason. Nýir leikmenn: Enginn. Farnir: Hrafn Margeirsson í Vlking og Finnur Jóhannsson I Val. ÞjáUari: Páll Björgvinsson. Nýir leikmenn: Magnús Sigurðsson frá Selfossi og Sigurður Sævarsson frá Val. Farinn: Hilmar Siguiglslason til ÍBV. BLAK Miklar ' breytingar á liðunum Ílandsmótið í blaki hófst í gær- kvöldi. Miklar breytingar hafa orðið á leikmannaskipan í karla- og kvennaflokki. KA verður með óbreytt lið frá því á síðasta ári í karlaflokki. Kínveijinn, Fei, verður áfram með liðið, en hann gerði KA að íslands- meisturum í fyrra. IS hefur fengið tvo nýja leik- menn. Kára Kárason og Guðbjart Magnason frá Þrótti Nes. Sigfinnur Viggósson fór til HSK og Finnbogi Gunnlaugsson til Fram. Kínverjinn Zhao Sanwen verður áfram þjálfari ÍS, sem varð bikarmeistari í fyrra. Þróttur Reykjavík hefur ráðið til sín kínverska þjálfarann Jiacan Wen. Hann þjálfaði kvennalið Víkings á síðasta tímabili. Nýir leik- menn eru: Örn Kr. Árnason frá HSK og Einar Þór Ásgeirsson frá HK. HK hefur ráðið til sín þýska þjálfarann Peter Eichstadt og leikur hann einnig með liðinu. Hann þjálf- aði karlalið Fram og kvennalið UBK á síðasta tímabili. ** Þróttur Neskaupstað verður með Ólaf Sigurðsson og Grím Magnússon við stjórnvölinn. Þrír leikmenn hafa yfirgefið liðið. Þeir eru: Kári Kárason, Guðbjartur Magnason og Marteinn M. Guð- geirsson. HSK hefur fengið Sigfinn Viggósson frá Stúdentum. Þjálfari HSK er Torfi Rúnar Kristjánsson. Fram hefur fengið Finnboga Gunnlaugsson frá ÍS. Þjálfari Framara er Ólafur Á. Traustason. í 1. deild kvenna liafa orðið eft^ talin félagaskipti: Guðrún J. Sveinsdóttir frá ÍS til Þróttar Nes. Jóna L. Sævarsdóttir frá Þrótti Nes. til Víkings Bergrós Guðmundsdóttir frá KA til ÍS Birgitta Guðjónsdóttir frá Þrótti R. til KA Kristin Haraldsdóttir frá Þrótti R. til Víkings Særún Jóhannsdóttir frá Víking til KA Sigurveig Róbertsdóttir frá ÍS til Þróttar Nes. Guðlaug Jóhannsdóttir frá HK til Þróttar Nes. Sigríður Kristinsdóttir frá ÍS til Þróttar Nes. Sandra Jóhannsdóttir frá KA til Þróttar Ne^^. Guðrún Ragnarsdóttirfrá Þrótti Nes. til (opíð)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.