Morgunblaðið - 07.10.1989, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 1989 11
I i ■ ' . i''
Helgi Hálfdanarson:
HUGLÆGI
í Morgunblaðsgrein 5. þ.m.
fjallar Þorsteinn Gylfason um orð-
in „huglægt matf‘ og notkun mína
á þeim. Honum þykir ég naumast
hafa nógu fast undir fótum, þegar
ég kalla huglægt það mat á bók-
um, sem kallað yrði subjective á
ensku, og bendir þá á fleiri en
eina merkingu sem kæmust fyrir
í hvoru orðinu um sig.
Nú eru dæmi þess á hveiju
strái, að tvö orð, úr sínu málinu
hvort, skarist um merkingu, þótt
ekki séu þau alger samheiti. Og
þegar merking orðs er sundurleit,
hlýtur efnið úr að skera, hvað við
á hveiju sinni.
Ég kallaði mat á bókum til
verðlauna haldlaust vegna þess.
að það hlyti jafnan að vera ein-
ungis huglægt. Víst er það rétt
hjá Þorsteini, að þá hafði ég í
huga merkingu enska orðsins
subjective að því leyti sem hún
skarast við merkingu hins
íslenzka orðs huglægur. Að þessu
finnur hann og segir að þá hugsi
ég á ensku.
Aldrei hélt ég það ætti fyrir
mér að liggja að fara að hugsa á
ensku; enda kann ég allt of lítið
í því fagra og göfuga tungumáli
til að falla í þá freistni, svo er
guði fyrir að þakka. En þá er
rétt að athuga þessi tvö orð hvort
uin sig.
Ég hef í höndunum enska orða-
bók, sem segir að subjective merki
í fyrsta lagh „Of or relating to
the subject; hence, revealing per-
sonal temperament or reactions;
as, a subjective judgment.“ Síðan
eru talin upp nokkur merkingar-
afbrigði-, hvei-t öðru skyld; það
síðasta: „Such as it seems to be
to the individual, rather than as
it is in itself."
Hvernig hefur svo enska orðið
subjective og samsvarandi orð í
öðrum grannmálum verið þýtt á
íslenzku?
Sigurður Örn Bogason tilgrein-
ir í orðabók sinni (1976) fyrst
merkinguna: huglægur, hugrænn.
í orðabók Arnar og Órlygs (1984)
er fyrst talin merkingin: huglæg-
ur. I orðabók Jónasar Jónassonar
(1896) er danska orðið subjektiv
þýtt: huglægur, hugrænn; frum-
lægur. Sá ágæti málfrömuður
Freysteinn Gunnarsson þýðir í
orðabók sinni (1926) sama orð á
sama veg. Jón Ófeigsson þýðir
þýzka orðið subjektiv. persónuleg-
ur; einhliða; huglægur, hugrænn
(1935). Þórhallur Þorgilsson þýðir
franska orðið subjectif. huglægur,
hugrænn (1953). Látum nægja.
En hugum að því, hvaða skiln-
ing íslenzkar orðabækur leggja í
orðið huglægur.
Sigfús Blöndal þýðir á dönsku
í fyrsta lagi: subjektiv og tekur
dæmi frá 19. öld: „eigi aðeins
huglæg heldr hlutlæg sannindi.“
Auk þess hefur hann illu heilli
merkingarnar: teoretisk og ab-
strakt. I orðabók Menningarsjóðs
(1985) segir í fyrsta lagi: „sem
gengur út frá skynjun eða hug-
mynd sem frumatriði“ og auk
þess m.a.: „sem miðast við huga
eða hugsun: huglæg sannindr,
sem tekur meira mið af eigin
hugmyndum og kenndum en ytri
veruleika (subjektiv) andr. hlut-
Iægui“.
Ekki get ég á það fallizt. að
ég hefði fremur átt að nota í
ummælum mínum annaðhvort
klasturyrðið óhlutlægur eða ein-
staklingsbundinn. Þorsteinn lætur
að því liggja, að í raun sé allt
mat huglægt, einnig það mat sem
kallað er hlutlægt; og svo sem
hann gerir grein fyrir huglægu
og hlutlægu mati, liggur við að
það megi til sanns vegar færa.
Þar held ég samt að honum sjáist
yfir merg málsins, sem ég tel að
sé þessi:
Huglægt mat er persónuleg
afstaða, háð viðhorfum, kenndum
og einkasmekk, atriðum sem aðr-
ir geta ekki prófað og ekki er
unnt að færa sönnur á. En hlut-
lægt mat er reist á tómlátri athug-
un, þar sem hlutlausum rannsókn-
ar-aðferðum og mælitækni verður
við komið.
Hægt er að vega lóðin, sem
aflraunamenn lyfta, og mæla tíma
og vegalengd hlaupara. Engar
einka-hugmyndir um færni þeirra
og verðleika til launa skipta þar
neinu máli. Hið hlutlæga tekur
öll ráð af vilja einstaklings, við-
horfum hans, tilfinningum og per-
sónulegum smekk; og einnig af
hlutdrægni hans, ef því væri að
skipta.
rj A ára afmæli. Næstkom-
í U andi mánudag 9. októ-
ber, er sjötugur Kristinn B.
Gíslason, fv. oddviti, Skúla-
götu 20, Stykkishólmi.
Hann er frá Rauðseyjum á
Breiðafirði, en þar bjuggu
foreldrar hans frú Magðalena
Kristjánsdóttir og Gísli Berg-
sveinsson bóndi. Kona Krist-
ins er Sólveig Sigurðardóttir
frá Gvendareyjum. Á morg-
un, sunnudag, taka þau á
móti gestum á heimili dóttur
sinnar Skúlagötu 11 þar í
bænum kl. 17—20.
A A ára afinæli. í dag, 7.
ÖU október er sextugur
Þengill Jónsson, Núpasíðu
6F, Akureyri. Kona hans er
frú Sigríður G. Sigurðardótt-
ir. Þau eru að heiman i dag.
fT A ára afinæli. Á morgun,
OU sunnudaginn 8. þ.m.,
er fimmtug frú Guðmunda
J. Sigurðardóttir, Kirkju-
bóli í Nauteyrarhreppi. Eig-
inmaður hennar er Kristján
Steindórsson bóndi þar. Þau
eru stödd hér í Reykjavík og
taka á móti gestum í félags-
heimili tannlækna í Síðumúla
35 milli kl. 17 og 20 í dag,
laugardag.
✓
A markaði eldhúsinnréttinga
tekur HTH enn af skarið
Þetta færðu fyrir 135.000 kr.
HTH 3200 er ný eldhús-
innrétting úr lútuðum aski.
Vönduð gœðaframleiðsla
ó viðróðanlegu verði.
Við veitum ráðleggingar
byggðar á reynslu og
kappkostum að viðskipta-
vinurinn fái góða þjónustu.
HTH -innrétting
eykur verðgildi
íbúðarinnar og er því
kjörin fjárfesting fyrir
framtíðina.
Skynsamleg
fjárfesting
I? Innréttingahúsið
Háteigsvegi 3, Reykjavík. Sími 27344. Opið á laugardögum.
HTH. Nýir tímar. Nýjar hugmyndir.