Morgunblaðið - 07.10.1989, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.10.1989, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 1989 Athugasemdir vegna Sigureyj armáls eftir Guðmund Malmquist ByggðastQfnun er gagnrýnd harkalega og óvægið í Staksteinum sl. föstudag. Þessari gagnrýni er haldið áfram í leiðara sunnudags- blaðsins þó með málefnalegri hætti. Vegna þessara skrifa vil ég fá að benda á nokkrar staðreyndir og jafnframt rökstyðja þær ákvarðanir stjórnar sem til umræðu eru. Gjaldfelling lána á Sigurey Þegar ljóst varð að Hraðfrystihús Patreksfjarðar hf. yrði gjaldþrota beindi forsætisráðherra þeim til- mælum til Byggðastofnunar að stofnunin hjálpaði Patreksfirðing- um að halda skipunum. Stofnunin tilkynnti því fyrirfram að hún myndi mismuna útgerðum sem vildu bjóða í skipin með þeim hætti að allar útgerðir sem staðsettar eru annars staðar en á Patreksfirði yrðu að greiða áhvílandi lán Byggðastofn- unar strax. Þau lán sem hvíla á skipum félagsins eru ekki hluti af upprunalegri fjármögnun þeirra heldur tilraunum til að endurskipu- leggja skuldir hraðfrystihússins. Á fundi stjórnar Byggðastofnun- ar 2. ágúst sl. samþykkti stjórnin að minni tillögu að gjaldfella öll lán áhvílandi á Þrym BA og Sigurey BA ef skipin yrðu seld frá Patreks- firði. Samþykkt þessi var ítrekuð og tilkynnt sérstaklega. Þegar nauðungarsala á Sigurey fór fram höfðu ijölmiðlar einnig greint frá samþykktinni og var hún því vel kunn. Fyrir uppboðið höfðu for- svarsmenn nokkurra útgerðarfyrir- tækja, m.a. á Vestijörðum, sam- band við einstaka stjórnarmenn og spurðust fyrir um það hvort sam- þykkt þessi væri óhagganleg og var mönnum tjáð að svo væri. Það væri því alls ekki rétt að breyta þessari samþykkt nú gagnvart þeim aðilum. Samþykkt stjórnar Byggða- stofnunar er alls ekki beint geng Stálskipum hf. og forsendur fyrir ákvörðuninni eru ekki brostnar eins og haldið hefur verið fram. Kaupin á Sigurey Með vitund og vilja meiri hluta stjórnar Byggðastofnunar lét ég lögmann Byggðastofnunar bjóða 230 m.kr. í skipið sem mun vera rúmlega húftryggingarmat að við- bættri hagsmunatryggingu. Með þessu vildi ég sýna þá áherslu sem Byggðastofnun lagði á það að skip- ið yrði kyrrt á staðnum. Þetta var líka fullt verð fyrir skipið að mínu mati. En svo fór sem fór, boð héldu áfram að berast og ekki var hætt fyrr en heimamenn sáu að sér þeg- ar boð voru komin langt fram úr öllum raunhæfum tölum. Stálskip hf. keyptu Sigurey á uppboðinu fyrir 257,5 m.kr. Búast má við 4—5% kostnaði við kaupin, þ.e. 10—12 m.kr. til viðbótar kaup- verði. Þá á skipið fyrir sér 16 ára skoðunarviðgerð sem gæti kostað á milli 20 og 30 m.kr. Kaupverð Sig- ureyjar nálgast því 300 m.kr. Líklegt er að skipið sjálft geti að- eins staðið undir helmingi þeirrar fjárhæðar eða 150 m.kr. Það þarf því sterk bein og sterka stöðu til ISAFJÖRÐUR Páll Kr. Pálsson UPPBYGGING IÐNAÐAR f DREIFBÝLI Iðnlánasjóóur gengst nú fyrir fundum um uppbyggingu iðnaðar í dreifbýli. Að þessu sinni: ■ 10.októberálSAFIRÐI Hótel ísafirði kl.20.15 ■ Markmið fundanna er: að kynna starfsemi Iðnlánasjóðs fyrir stjórn- endum fyrirtækja og fulltrúum atvinnulífs í dreifbýli, að vekja áhuga stjórnenda fyrirtækja á nýsköpun, sameiningu fyrirtækja og samstarfi þeirra. Lögð verður áhersla á þessa málaflokka: Lánafyr/rgreiðslu, vöruþróun, markaðsmál, tækni, afkastagetu, söluaðferðir, dreifileiðir og samstarf við önnur fyrirtæki. ■ Dagskrá: 1. Kynning á starfsemi lönlánasjóðs og þeirri fyrirgreiðslu sem Iðnlánasjóður veitir fyrirtækj- um. Bragi Hannesson, bankastjóri. 2. Fyrirlestur um markaðsathuganir og mat á markaðsþörf. Þráinn Þorvaldsson, framkvæmdastjóri. 3. Fyrirlestur um vöruþróun. Páll Kr. Pálsson, framkvæmdastjóri. 4. Fyrirlestur um samstarf og samruna fyrirfækja. Pétur Reimarsson, framkvæmdastjóri. 5. Fyrirlestur um arðsemísmat á hugmyndum. Jafet S. Ólafsson, útibússtjóri. Gert er ráð fyrir að hver fyririestur taki 20-30 minútur. Fundarstjóri verður Jón Magnússon, formaður stjórnar Iðnlánasjóðs. VIÐ HVETJUM ALLA ÞÁ SEM MÁLIÐ VARÐAR TIL AÐ KOMA. O IÐMLÁNASJOÐUR ARMÚLA 7, 108 REYKJAVlK, SÍMI 680400 Guðmundur Malmquist „Ég hef stundum sagt að það sé hlutverk Byggðastofnunar að mismuna til að jafiia aðstöðu. Ef menn fallast ekki á það að stofnun- inni sé heimilt að mis- muna greinum og stöð- um þá sé ég mjög litla ástæðu fyrir því að Byggðastofnun sé starf- rækt sem lánastofhun eins og nú er gert.“ að standa við þessi kaup. Að mati kröfuhafa í Sigurey.þótti ekki fært að sleppa svo góðum kaupanda sem Stálskip hf. vissulega eru frá því að standa við boð sitt. Byggðastofn- un gat þar engu um breytt eins og kom fram á sínum tíma. í raun höfðu Patreksfirðingar enga raun- hæfa möguleika til að taka yfir boð Stálskipa hf. og þar að auki engan tíma. Ég trúi því að hjónin Ágúst Sig- urðsson og Guðrún Lárusdóttir að- aleigendur Stálskipa hf. eigi eftir að standa vel að útgerð Sigureyjar enda eru þau búin að koma á fót sterku útgerðarfyrirtæki sem gerir út frystitogarann Ými. Því munu þau leysa þann vanda að borga allt að 300 m.kr. fyrir togarann, vanda sem fáir aðrir gætu leyst af sjálfs- dáðum. „Blóðtaka“ Staksteina Staksteinar nota orðið „blóð- taka“ þegar rætt er um þróun sjáv- arútvegs í Hafnarfirði. Það er rétt sem sagt er að skip hafa verið seld af staðnum en reynsla undanfar- inna ára sýnir svo ekki verður um villst að Hafnarfjörður er einn af þeim útgerðarstöðum sem ekki er nauðsynlegt að hafa eigin skip til að fá fisk til vinnslu. Fiskmarkað- irnir hafa átt sinn þátt í því að svo er. Raunar einblína menn á sölur skipa í burtu en leggja minni áherslu á að allmörg skip hafa ver- ið keypt í staðinn. Hægt er að taka einfalt dæmi um þetta með því að athuga þróun í veiði og ráðstöfun þorsks í Hafnarfirði. í þessari töflu er rétt að vekja athygli á nokkrum staðreyndum. í fyrsta lagi jókst þorskkvóti skipa gerðra út frá Hafnarfirði milli 1986 og 1988. Hann hefur minnkað aftur á yfirstandandi ári, bæði vegna þess að fleiri skip hafa verið seld burt en til staðarins en einnig vegna minni kvóta á hvert skip. Þá er einn- ig rétt að benda á að fiskvinnslufyr- irtæki í Hafnarfirði hafa keypt tæp- lega fjögur þúsund tonn af þorski af skipum sem eru ekki gerð út þaðan. Þetta jafngildir þorskkvóta meira en þriggja togara. Afli og' ráðstöfun þorsks í Hafnarfirði 1986 og 1988 (tonn upp úr sjó) Kvóti Afli kvótabáta og trilla2 Landað annars staðar1 Landað heima Afli aðkomubáta Landaður afli samtals Gámar fiskvinnslu og sjófryst* Til vinnslu Stjórnun Byggðastofiiunar Til að fyrirbyggja allan misskiln- ing um fyrirskipunarvald forsætis-. ráðherra á hveijum tíma gagnvart stofnuninni skal minnst á að stofn- unin er sjálfstæð stofnun í eigu ríkisins og lýtur stjórn 7 manna sem kjörin er af sameinuðu Alþingi eftir hverjar Alþingiskosningar. Stjórnin sækir því umboð sitt til Alþingis og hún ræður forstjóra stofnunar- innar. Stjórnskipulega heyrir siðan Byggðastofnun undir forsætisráð- herra sem fer með byggðamál í ríkisstjórninni. Þetta er rifjað upp hér til að minna á að forsætisráð- herra hefur ekki beint skipunarvald yfir stofnuninni eins og gefið hefur verið í skyn. Iiins vegar er og verð- ur að vera góð samvinna stofnunar- innar við forsætisráðherra og stofn- unin vinnur að sjálfsögðu að ýmsum málum fyrir hina ýmsu ráðherra og ráðuneyti þeirra. Að mismuna Ég hef stundum sagt að það sé hlutverk Byggðastofnunar að mis- muna til að jafna aðstöðu. Ef menn fallast ekki á það að stofnuninni sé heimilt að mismuna greinum og stöðum þá sé ég mjög litla ástæðu fyrir því að Byggðastofnun sé starf- rækt sem lánastofnun eins og nú er gert. Á sínum tíma þegar ákveð- ið var að reisa álver í Straumsvík var Atvinnujöfnunarsjóður stofnað- ur og sú starfsemi sem áður hafði verið aukin og efld verulega. Fjár- munir sem runnu til þessara mála urðu mestir um 800 m.kr. á núvirði eins og sjá má í ársskýrslu Byggða- stofnunar. Á þessu ári er framlag til stofnunarinnar 125 m.kr. Þó er röskurr byggðarinnar mun meiri og hættulegri nú en var þegar gripið var til mótvægisaðgerðanna í upp- hafi. Ef tilgangur þeirra er nú gleymdur og Byggðastofnun er ætlað að gera öllum jafnt undir höfði þurfum við þá nokkuð á stofn- uninni að halda? Vegna þeirrar þró- unar sem verið hefur á höfuðborg- arsvæðinu undanfarin ár væri full- | komlega réttiætanlegt að láns- beiðnum frá því væri alls ekki sinnt. En eins og bent hefur verið á í , þessari grein er því ekki til að dreifa. Starfsmenn Byggðastofnunar reyna að vera eins hlutlausir og hlutlægir í störfum sínum og þeir geta. Þeir vilja sætta sjónarmið landsbyggðar og höfuðborgarsvæð- is og stuðla að einingu landsmanna. Þeir hafa fengið óvægnar skammir landsbyggðarmanna fyrir að benda á sárar staðreyndir s.s. í sambandi við íbúðaspá sem gerð var fyrir Húsnæðisstofnun vegna úthlutunar kaupleiguíbúða. Það gera fáir sér grein fyrir því betur en þeir að við eru ekki að koma að íslandi sem landnemar í dag og getum því ekki skipulagt búsetu með reglustiku. Stjórnun fiskveiða og landbúnaðar- mála er erfið og samdráttur fyrir- sjáanlegur. Framundan eru erfiðir i samningar við erlendar þjóðir sem sækja í auðlind okkar í hafinu með beinum eða óbeinum hætti. Búseta er að breytast í Iandinu og við því verður ekki mikið gert en það hlýtur þó að vera skylda okkar að sjá til þess að nauðsynleg og óumflýjanleg aðlögun hennar gerist með sem þjáningarminnstum hætti. Upphlaup það sem varð vegna atburðanna á Patreksfirði vona ég að gleymist sem allra fyrst. 1. Að frádregnum kvóta hjá trillum. 2. Allur afli trilla talinn þorskur. 3. Bæði innanlands og erlendis (þ.e. siglingar skipa og gámasala útgcrðar.) 4. Gámasala fiskvinnslufyrirtækja og sjófryst. Höfundur er forstjóri Byggðastofnunar. 1986 1988 breyting % 11.045' 15.350 39 8.963 16.271 82 -2.275 -3.419 50 6.688 12.852 92 +2.112 +3.910 85 8.800 16.762 90 -363 -6.438 1.674 8.437 10.324 22 Heimild: Útvegur 1986 og 1988, sjávarútvcgsráðuneyti og eigin útreikningar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.