Morgunblaðið - 07.10.1989, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.10.1989, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 1989 Stjórn Dagsbrúnar um vaxtahækkanimar; Krefst þess að bankarnir endur- skoði afstöðu sína STJÓRN verkamannafélagsins Dagsbrúnar hefúr lýst yfir fyllsta stuðningi við tillögu þeirra Halldórs Björnssonar og Leifs Guðjónsson- ar um vaxtamál, sem lögð var fram á síðasta miðstjórnarfúndi ASI. Jafnframt er harmað að Alþýðubankinn skuli skipa sér í sveit þeirra banka sem ganga einna lengst í hækkun vaxta. „í ályktuninni segir ennfremur: Tillagan var samþykkt með öllum „A sama tíma og verkafólk býr við allt of lág laun hækka einkabank- amir verulega vexti og hafa að engu beiðni ríkisstjómar og Seðla- banka um að afturkalla þessar nýju vaxtahækkanir. Stjórn félagsins mótmælir harðlega þessum vinnu- brögðum og krefst þess að bankam- ir endurskoði afstöðu sína nú þeg- ar. Stjóm Dagsbrúnar er undrandi á afstöðu ASI í þessu máli, en lýsir jafnframt yfir að Dagsbrún muni beijast gegn vaxtahækkunum og öðrum verðhækkunum og mun gera það af fullum krafti, þó stjóm ASÍ sé ekki með í för.“ greiddum atkvæðum gegn einu og einn var farinn af fundi. Ólafur Ólafsson greiddi atkvæði gegn til- lögunni, en hann situr fyrir Dags- brún í bankaráði Alþýðubankans. Hann sagði að vaxtahækkun bank- ans hefði vefið samþykkt af öllum viðstöddum bankaráðsmönnum, að- al- jafnt sem varamönnum, enda hefðu vextir á óverðtryggðum lán- um verið hækkaðir til samræmis við verðbóiguþróunina. Hann myndi ekki eiga hlut að því að reka bank- ann með tapi, eins og raunin hefði verið fyrir fáum ámm. Morgunblaðið/Þorkell. Strandgatan með nýjum svip Strandgatan í Hafnarfirði var opnuð með pompi og pragt síðdegis í gær eftir umfangsmiklar lagfæring- ar. Guðmundur Ámi Stefánsson bæjarstjóri opnaði götuna og Margrét Hildur dóttir hans klippti á borða. Að því búnu var boðið var upp á ýmis skemmt- iatriði. Við Strandgötuna em 94 verzlunar- og þjón- ustufyrirtæki og hafa þau myndað með sér samtök, Miðbæjarsamtök Hafnaríjarðar. Mikill mannfjöldi var á Strandgötunni í gær í mjög góðu veðri og yngstu borgarar Hafnarijarðar umkringdu Guð- mund bæjarstjóra og Margréti Hildi þegar hún klippti á borðann og fögnuðu vel. VEÐUR Heimild: Veöurstofa islands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 i gær) ÍDAGkl. 12.00: VEÐURHORFUR í DAG, 7. OKTÓBER: YFIRLIT í QÆR: Á sunnanverðu Grænlandshafi er vaxandi 1000 mb lægð sem þokast aust-norðaustur, en 1037 mb hæð suður í hafi. Hlýna mun í veðri. SPÁ: Suðvestan gola eða kaldi og skúrir sunnanlands og vestan, en austan eða norðaustan gola og úrkomulítið norðanlands. Hlýn- andi veður í bilí, hiti víðast 9—11 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á SUNNUDAG: Norðvestan- eða vestanátt og víða slydduél norðanlands, en vestan- og suðvestanátt og skúrir á Suð- vestur- og Vesturiandi. Léttskýjað á Suðausturlandí og Austfjörð- um. Hiti 0—5 stig um noröanvert landið, en 4—9 stig sunnanlands. HORFUR Á MÁNUDAG: Norðavestanátt og slyddu- eða snjóél við noröurströndina, en hæg vestlæg eða breytileg átt og þurrt að kalla annars staðar. Heldur kólnandi veður um allt land. TAKN: Heiðskirt Léttskýjað Hátfskýjað Skýjað Alskýjað x, Norðan, 4 vindstig: ^ Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma # # # -|0 Hitastig: 10 gráður á Celsius ý Skúrir * ^ V El — Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur - j- Skafrenningur Þrumuveður VEÐUR VÍOA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hitl veður Akuréyri 5 skýjað Reykjavík 7 skýjað Bergen 11 skýjað Helsinki 7 léttskýjað Kaupmannah. 11 rlgning Narssarssuaq vantar Nuuk vantar Osló 10 alskýjað Stokkhólmur 10 skýjað Þórshöfn 7 léttskýjað Algarve 25 skýjað Amsterdam 14 skýjað Barcelona 23 mistur Berlin 16 alskýjað Chicago 8 léttskýjað Feneyjar 16 þokumóða Frankfurt 12 þokumóða Glasgow 14 skúr Hamborg 13 hálfskýjað Las Palmas 26 skýjað London 13 alskýjað Los Angeles 17 heiðskirt Lúxemborg 14 skýjað Madríd 23 mistur Malaga vantar Mallorca 25 léttskýjað Montreal vantar New York vantar Orlando vantar Parfs vantar Róm vantar Vín 15 léttskýjað Washington 13 alskýjað Winnipeg 3 skýjað Flugleiðir: Afgreiðslugj öldin hafa ekki hækkað GUNNAR Olsen, stöðvarstjóri Flugleiða á Keflavíkurflugvelli, segir að það sé misskilningur að afgreiðslugjöld Flugleiða á leiguflugvél Flugfax hf. hafi hækkað fi-á því í vor. Hann segir að veittur hafi verið verulegur afsláttur af gjaldinu þá vegna þess að gæðakröfúm sem Flugleiðir sefja varðandi þjónustu var ekki náð. Á þriðjudaginn vom flutt 90 hross með leiguflugi til Billund í Danmörku, og að sögn Halldórs Gunnarssonar stjómarformanns Flugfax höfðu afgreiðslugjöldin þá hækkað úr 3.000 dollurum í tæp- Afhenti trún- aðarbréf Hjálmar W. Hannesson sendi- herra afhenti nýlega Jean-Pascal Delamuraz, forseta Sviss, trúnaðar- bréf sitt sem sendiherra íslands í Sviss, með aðsetri í Bonn. lega 5.500 dollara frá síðustu af- greiðslu sem var 31. maí í vor. „Áður en þessi tiltekna vél var afgreidd í vor var ekki nákvæmlega vitað hve stór sú afgreiðsla yrði. Þær upplýsingar komust einhverra hluta vegna ekki til skila, og þar sem um tiltekna galla á þjón- ustunni var að ræða af hálfu Flug- leiða var talið eðlilegt að endur- skoða og lækka afgreiðslugjöldin, burt séð frá hvor aðilinn bæri ábyrgð á því hvemig fór. Þetta er ástæðan fyrir því að þetta gjald var vemlega lægra en þau gjöld sem venjulega em innheimt héma. Sam- anburður á gjaldtöku vegna þessara tveggja flugferða á því alls ekki við,“ sagði Gunnar Olsen. Ofsaveður við Dreka: Bílum ekið í á til að forðast grjótfok Björk, Mývatnssveit. Föstudaginn 29. september lagði sjö manna hópur af stað úr Mývatnssveit í ferð á 2 bílum og var ætlunin að fara suður í Kistu- fell til að ganga frá skála, sem þar er og búa hann undir vetur- inn. Gist var í Þorsteinsskála í Herðubreiðarlindum. Á laugardagsmorgun var veður ágætt í lindunum og sól skein glatt á Herðubreið. Haldið var af stað í býti og farið sem leið liggur að Drekagili. Ekki var talin ástæða til að stoppa þar, enda veður þar allgott. En þegar komið var um 10 km suður frá Dreka skall á slíkt ofsaveður og sandrok að ekki sá út úr augum. Var þá ákveðið að snúa við og haldið í skálann við Drekagil. Þegarþang- að kom var ljóst að bílamir vom í hættu vegna gijóts og sandfoks. Var því farið með þá niður í á skammt frá, en þar var nokkurt skjól. Fólkið bjó nú um sig í ská- lanum eftir bestu föngum. Ekki varð öllum svefnsamt þar um nóttina, veðurofsinn var slíkur að skálinn hristist og skókst eins og • kominn væri jarðskjálfti og erfitt reyndist að halda hurðum að stöf- um. í mestu byljunum bjóst fólkið jafnvel við að skálinn fyki, enda brakaði og brast í honum. Þá var ærandi hávaði þegar gijóthnull- ungar buldu á honum. En allar nætur taka enda og veðrið fór að ganga niður um hádegi á sunnu- dag þá var strax búist til heim- ferðar. f Herðubreiðarlindum sáust 7 kindur og tókst að hand- sama 4 og flytja til byggða. Heim var komið síðdegis á sunnudag. Eflaust verður þessi ferð öllum þátttakendum minnisstæð og þá ekki síst viðburðarík dvöl í skálan- um við Dreka. - Kristján

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.